Lögberg-Heimskringla - 17.11.1960, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. NÓVEMBER 1960
Litíð um öxl
Útdrættir úr Lögbergi og Heimskringlu
frá fyrri árum
Valið hafa
Dr. Þorvaldur Johnson og Dr. Tryggvi J. Oleson
Heimskringla 15. nóv. 1900:
Sagt er frá þessum atburð-
um:
1. Úrslitum Dominion kosn-
inganna 7. nóv. Laurier stjórn-
in komst aftur til valda með
125 þingmenn gegn 84 con-
servativa. Sir Charles Tupper
sagði af sér formennsku Con-
servative flokksins. Clifford
Sipton bar sigur yfir Hugh
John Macdonald í Brandon-
kjördæmi. Ekki leizt Heims-
kringlu vel á úrslitin eins og
sjá má af upphafsorðum rit-
stjórnargreinar:
Canada
stjórnað af fransk-katólskum
mönnum og C.P.R. félaginu
um næstu fjögur ár.
2. Úrslitum forsetakosninga
Bandaríkja. McKinley var
kosinn forseti með miklum
yfirburðum yfir Bryan.
3. Afleiðingum af ofveðrinu
mikla á íslandi 20. sept. Á Ak-
ureyri voru 12 af 13 skipum,
sem lágu á höfninni, rekin
upp í sandinn sunnan á Odd-
eyrinni og brotnuðu öll skip-
in meira eða minna. Hús fuku
eða röskuðust á grunni. Á
Arnarfirði fórust 4 skip og 18
menn drukknuðu. Heymissir
og skemmdir á þökum torf-
húsa urðu miklar víða í sveit-
um.
Viðvíkjandi sama ofveðrinu
er sagt, að gufuskipið Bear,
sem var að flytja sauðfé frá
Islandi til Englands, „hafði
hleypt inn í Stornoway á
Suðureyjum illa leikið . . .
Áttu 2600 sauðir að hafa verið
á skipinu, en það hreppti
óveður á leiðinni, svo loka
varð öllum hlerum á skipinu,
til að verja það sjórennsli.
Köfnuðu þá 2000 af sauðun-
um. Munu sauðirnir hafa ver-
ið að mestu úr Eyjafjarðar-
sýslu, og ér Eyfirðingum
þetta stór skaði. Sauðir þessir
eiga að hafa verið kaupfélags-
sauðir, sendir þeim Zöllners &
Vídalín, og voru óvátryggðir.
Skaðinn fleiri tugir þúsunda."
4. Rodmond P. Roblin varð
forsætisráðherra Manitoba í
stað Hugh John Macdonald.
Úr Lögbergi 17. nóv. 1910:
Ungir menn í Fyrsta lút.
söfnuði halda sinn annan ár-
lega KONZAAR þ. 22., 23. og
224. þ. m. Fyrsta skemmtunin
verður algjörlega „musical“.
Skemmtunin seinna kvöldið
verður hreyfimyndasýning og
sú þriðja á að vera algjörlega
ÍSLENZK. Þá verða sungnir
íslenzkir söngvar af færasta
söngfólki, sem völ er á, og
ræður fluttar af leiðandi
mönnum. Undir eins á eftir
hverri samkomu verður til
sölu alls konar varningur
með gjafaverði (ekkert dýr-
ara en 25c). Einnig fara fram
margs konar skemmtanir,
sýningar o. fl. Þar verður
tækifæri að heyra heimsfræga
söngmenn svo sem „Melba“
og „Caruso“ í gegnum vél, sem
framleiðir tónana eins náttúr-
lega og listamaðurinn væri
persónulega viðstaddur. Þeir
ætla sér að hafa til sölu alla
nýjustu söngva og flest það er
lýtur að músík. Þessi deild
verður undir umsjón manna,
sem eru færir í þeirri list að
geta spilað söngvana fyrir þá,
sem vilja. I aldina deildinni
verður til sölu allar tegundir
af bezta aldini og brjóstsykri.
Sú deild er undir umsjón Mr.
E. Goodman og er það nægi-
legt meðmæli. Einnig verður
á hverju kvöldi hreyfimynda-
sýning og „Ulustrated songs“
og margt fleira. Það er ætlun
ungu mannanna að þessi Kon-
zaar sé fullkomnari og stór-
kostlegri en áður. Aðgangur
eitt kveld lOc, þrjú kvöld 25c.
Aukasýningar 5c og lOc. Kom-
ið snemma og hafið með ykk-
ur smápeninga, og gleymið
ekki börnunum heima.
☆
Úr Lögbergi fyrir 50 árum,
10 .nóvember 1910:
Fyrir rúmum tveimur árum
lagði landi vor Vilhjálmur
Stefánsson í rannsóknarför
norður um Eskimóa byggðir
í Kanada og hafa litlar fregnir
borizt af þeim leiðangri þar
til 8. þ. m. Þá barst bréf frá
honum til R. W. Borck, form.
landrannsókna í Ottawa, og
var það dagsett 26. apríl í vor.
Segir þar, að Vilhjálmur og
félagi hans Anderson, og
fimm Eskimóar hafi síðastlið-
inn vetur hafzt við á Lyons
höfða, sem er einhver nyrzti
staður á meginlandi Kanada,
og þaðan varð Eskimói að
bera bréf hans um mörg
hundruð mílur til einhvers
bæjar, austarlega í Alaska.
Þeir komust oft í hann krapp-
an síðastl. vetur, höfðu stund-
um ekkert að eta nema húðir
af dýrum, lifðu á þeim sam-
fleytt í þrjár vikur, en á með-
an átu Eskimóar hami þá og
dýr, sem þeir höfðu safnað og
ætlað náttúrusöfnum. Ander-
son og tveir Eskimóar höfðu
verið veikir og 10 hundar
höfðu drepizt úr harðrétti.
Þegar bréfið var ritað, ætl-
uðu þeir austur að Corona-
tion flóa, um 200 mílur austur
af Lyons höfða. Þeir höfðu þá
nógar vistir og gátu veitt sér
til matar að vild, en skorti
hunda. Þeir ætla að hafast við
í vetur nálægt Coronation
flóa, en ráðgera að halda
heimleiðis að sumri og verða
komnir hingað næsta haust.
☆
Úr bréfi til ristjóra Lög-
bergs frá Jóni Jónssyni frá
Sleðbrjót, dagsett 28. okt.
19J0, að Siglunes, P. O.
f sumar er skóli frá 1. maí
til nóvemberloka. Var keiín-
ari sami sem áður, Jóh. Eiríks-
son, þar til í septemberbyrjun.
Það voru 34 börn í skólanum,
þegar flest var.
Heilsufar hefir yfir höfuð
verið gott . . . Mikið var selt
héðan af gripum í haust, og
verð heldur hærra en áður.
P’yrir kýr, geldar og snemm-
bærar mun hafa verið gefið
frá 30 til 35 doll., og fyrir ein-
staka meira. Fyrir kálfa frá
10 til 15 doll., fyrir fullorðna
uxa allt að 50 doll. . . . Kaup-
endur voru þeir Skúli Sigfús-
son og Benedikt Rafnkelsson
frá Álftavatnsbyggð og Buck
og Walton frá Stonewall. Mun
Skúli Sigfússon hafa keypt
flest . . .
Vel líkaði mér að sjá Lög-
berg hreyfa því, að íslend-
ingar ættu að taka myndar-
legan þátt í aldarafmæli Jóns
Sigurðssonar.
☆
Hr. J. J. Vopni fór á þriðju-
daginn austur til að líta eft-
ir járnbrautarstöðvum þeim,
sem hann er að láta reisa með-
fram Grand Truck Pacific
brautinni.
☆
„Mikado“, gufuskip herra
Stefáns Sigurðssonar, Hnaus-
um, strandaði nýlega við
Swampy Island í Winnipeg-
vatni, og það eigandanum
tilfinnanlegt tjón.
Samkoma karlakórsins
Frá bls. 1.
góða líðan. Þá kvaddi formað-
ur Karl Sveinsson sér hljóðs,
lýsti ánægju sinni og félaga
sinna yfir komunni til norður
Nýja Islands og viðtökum á
allan hátt. Síðan gat hann
þess þótt kórinn ætti eigi silf-
ur né gull í sjóði, þá vildi hann
þó fyrir hönd félaga sinna
votta hvað vel er gert og bað
eftirgreinda menn og konur
að koma fram og þiggja ein-
kennismerki kórsins að gjöf:
Gunnar Sæmundsson, Sigurð
Vopnfjörð, Guttorm J. Gutts-
ormsson, Herdísi Eiríksson og
Stefaníu Sigurdson. En hún
hafði sem fyrr segir fyrst
hreyft því að fá kórinn til að
koma hingað til Árborgar.
Fleiri merki hafði hann ekki
meðferðis, en kvaðst þess full-
viss, að margir fleiri mundu
vera slíkrar viðkenningar
verðir. Síðan þakkaði hann
ágætlega framreiddan máls-
verð, sem væri til sæmdar
kvennahóp þeim, er þar stóð
að verki, og bað að endingu
kórfélaga alla að syngja Fóst-
urlandsins Freyja.
T. B.
Dómar Guðs eru öðruvísi en
mánnanna dómar.
Einbúinn og ofninn
Klökkna lítið kulda-brosin
Kæri vinur minn
Þarna stendur þú og frosinn
Þegar ég kem inn
— Hélt þú hefðir heitið þyí
Að hlýja upp mitt blóð —
Hér er enginn eldur til
Og útkulnuð þín glóð.
„Von er að ég sé kaldur
Því ekki’ er í mig lagt
Þú ert þess sjálfur valdur
Og það get ég þér sagt
Að svo fer það með hina
Sem hafa vit og sál
En hitta aldrei nokkurn
Sem — skilur þeirra mál.“
En þér er alveg sama
Því þér er aldrei kalt
Og það skal hrynda ama
Að nú er í þig lagt
Og er þú ferð að tala
Þitt elda-tungu-mál
Þú ylar mér með þinni
— Viðar-kubba-sál.
Það væri bara gaman
Að vera eins og þú
Með viðar-gin að framan
Og ösku fyrir trú
En kunna þó að tala
Og töfra mál við þjóð
Sem tímdi’ og vildi leggja
Eina spýtu á glóð.
Jakob J. Norman
Dregst margur með djúpa
und, þótt dult fari.
ú
Dag skal að kvöldi lofa, en
mey að morgni.
Blaðamaður reyndi eitt sinn
að veiða upp úr Shaw, hvert
efnið væri í næsta leikriti
hans. Skáldið gaf þessar upp-
lýsingar:
— 11. þætti spyr karlmað-
urinn: Elskar þú mig? og kon-
an svarar: Ég tilbið þig. í 2.
þætti spyr karlmaðurinn líka:
Elskar þú mig? og konan svar-
ar: Ég tilbið þig. í 3. þætti
spyr karlmaðurinn: Elskar þú
mig? og konan svarar: Ég til-
bið þig.
— Afbragð, sagði blaðamað-
urinn hálf hikandi, en eru
engar atburðaflækjur í leik-
ritinu?
— Jú. Það er sami karlmað-
urinn í öllum þrem þáttunum,
en konan er aldrei sú sama.
„Vopnahlé" brezkra togara-
eigenda á veiðum við Island
rann út 12. ágúst. Fram að
þeim tíma lofuðu þeir að
halda skipum sínum utan 12
mílnanna. — Það hefir vakið
athygli á íslandi, að í lávarða-
deild brezka þingsins urðu ný-
lega umræður um minnkandi
afla við strendur Bretlands,
og lagði Boothby lávarður til,
að Moray-flói og fleiri hrygn-
ingarstaðir yrðu friðaðir fyrir
botnvörpu. Sagði hann þá
ráðstöfun vænlegri til árang-
urs en að senda herskip á ís-
landsmið. Benti hann einnig
á minnkandi síldarafla í suð-
urhluta Norðursjávar, sem
stafaði af ofveiði með botn-
vörpu, sem -kæmi í stað rek-
neta.
Snúni,
Víl-\,~ Tímasparnaður
Snúningasparnaður
Gulu
blað-
síðunum
þar sem
framleiðsluvörur,
viðskiptafélög og
þjónusta er skráð
í stafrófsröð.
MANITOBA TELEPHONE SYSTEM