Lögberg-Heimskringla - 03.01.1963, Blaðsíða 1
248380
ÍSLANDS
Xögberg - ® eimskrinsla
07o
4
Slofnað 14. jan., 1888
Stofnuð 9. sept., 1886
77. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 3. JANÚAR 1963
NÚMER 1
THREE AWARDS GIVEN
Fréttir frá íslandi
Af Héraði, 19. des.
Síðastliðið sumar var styrf-
ið og eitt hið lakasta, sem
lengi hefir komið. Vorið var
kalt og gróður kom seint. Víða
var mikið kal í túnum einkum
á Mið- og Út-Héraði. Sláttur
hófst víðast hálfum mánuði
síðar en venjulega, en þá voru
þurrkleysur tímum saman,
sem tafði mjög sláttinn, því
ekki þótti gott að rífa mikið
niður meðan ekkert hirtist.
Sumt af túnum var því slegið
aðeins einu sinni. Taðan varð
því minni en verið hefir, og
líka verri, nema þar sem góðj
súgþurrkun er, en hana vantar
enn allvíða. Haustið var gott,
og þó einkum október. Þá
voru oft óvenjuleg hlýindi,
svo snjóinn tók mikið úr
Austurfjöllum, en sumarið
bætti oft við hann, enda voru
þau óvenjulega hvít í septem-
berlok.
Október endaði samt illa.
Mánudaginn fyrstan í vetri 29.
okt. gerði norðaustan stórhríð
naeð feikna fannkomu, sem
héist í rúman sólarhring. Þá
hlóð niður svo miklum snjó,
að við gömlu mennirnir mun-
um vart annað eins á svo
stuttum tíma. Fjárskaðar urðu
ekki teljandi vegna þess, að á
laugardaginn 27. okt. gerði
slyddufjúk, svo fé var vikið
oð húsum, og ærnar komu
enda sjálfar heim og fóru lítið
burt á sunnudaginn. Allt stóð
nú inni þarna í vikutíma, því
veður voru válynd. Síðan fór
að hlána með hægð, samt er
oaikið enn eftir af gamla gadd-
inum, sem er nú orðinn svo
harður af miklum frostum í
þ-ni. að hann heldur öllum
bifreiðum. Nú þarf ekki frek-
ar að þræða vegina.
Jarðepla tekja var víðast
ióleg mjög og kornið brást víð-
ast alveg. Hér hefir kornrækt
hafist síðustu árin að frum-
kvæði og fyrirmynd Sveins
Jónssonar Bergssonar á Egils-
stöðum. Hafa fleiri og fleiri
tekið til við þetta, því undan-
farið hefir mátt heita góðæri,
°g þetta gefist vel. Reynslan
sýnist vera sú, að Hérað sé vel
fallið bæði til kornræktar og
skógræktar, en út í skógrækt-
xna má ég ekki fara meira nú,
það yrði svo langt mál.
Af framansögðu er ljóst að
fénaði mun heldur fækka,
vegna lítilla og sumstaðar
siæmra heyja, en svo koma
dagar og svo koma ráð, og allt
blómgast áný.
Þá er að geta gamalla
manna, sem látist hafa nýlega,
við þá kannast helzt einhverir
vestra.
f^á er fyrst að nefna Björn
At regular meetings of Jop
Sigurdson Chapter I.O.D.E.,
three 1962 awards were pre-
sented by the educational
secretary, Mrs. E. W. Perry.
Miss Linda Jean Vincent,
248 Renfrew St., Winnipeg,
Man., was awarded the
Johanna Gudrun Skaptason
Memorial I.O.D.E. Scholarship
for grade 12. English, with a
mark of 91. Value $100.00.
Miss Thelma Kerrine Wil-
son, daughter of Thelma and
Miss Linda Jean Vincent
Hallsson fyrrverandi bónda á
Rangá hreppstjóra og alþing-
ismann. Hann lézt 18. nóv.,
vantaði þá 3 daga í 87 ár.
Hann átti erfiða daga síðustu
árin, alblindur, og auk þess
mjög vanheill bæði líkamlega
og andlega. Hann óskaði að
mega losna, og vinir hans
glöddust þegar sturidin kom.
Hér er ekki aðstaða til að
rekja æfistarf Björns til nokk-
urrar hlýtar. Hann var einn af
vormönnum Islands aldamóta-
mönnunum. Stundaði nám' í
Möðruvallaskóla tvo vetur.
Varð brátt bóndi á Rangá,
hreppstjóri, alþingismaður
Norðmýlinga 1914—1916 og
1919—23, og þáttakandi í ótal
félagsmálum sinnar sveitar og
Héraðsins. Einn af stofnend-
um Kaupfélags Héraðsbúa, og
í stjórn þess í áratugi, og að
síðustu heiðursfélagi. í stjórn
Búnaðarsambands Austur-
lands, og margt fleira má upp
telja. Arið 1900 gekk Bjöm að
eiga Hólmfríði Eiríksdóttur
Einarssonar í Bót, ágætis
konu, sem varð þó hvíta dauð-
anum að bráð. Börn þeirra,
sem enn lifa eru: Hallur nú-
verandi hreppstjóri í Tungu,
Gróa gift Helga Gíslasyni
oddvita í Fellum, Eiríkur á
Reykjalundi og Þórhildur
ógift í Reykjavík. Árið 1926
Kerr Wilson, 356 Kingston
Cresc., Winnipeg, received the
Jon Sigurdson C h a p t e r
Musical Scholarship in the
University of Manitoba School
of Music Grade IX Piano, with
85 marks. Value $75.00.
Bergthor Palsson son of
Helen and Beggi Palsson,
Hecla, Man. Was the recipient
of the Elinborg Hanson Mem-
orial Scholafship for satis-
factory attainment, grade
eleven studies in Big Island
Miss Thelma Kerrine Wilson
gekk Björn að eiga Soffíu
Hallgrímsdóttur ljósmóður
ættaða úr Reyðarfirði, enda
ólst hún upp í Litlu-Breiðuvík
með Richard Beck, sem er nú
ykkar aðal máttarstólpi, eink-
um í þjóðræknimálum. Þau
eiga dóttur, sem heitir Hólm-
fríður nú gift og tók við búi
1955. Hún. og Soffía stuhduðu
Björn í hinum langvinnu
veikindum með mikilli prýði
og þolinmæði.
Maður Hólmfríðar heitir
Benjamín Jónsson Guðmunds-
sonar Þorfinnssonar á Litla
Steinsvaði, og Helgu Benja-
mínsdóttur Pálssonar í Bein-
argerði og Brekku í Tungu.
Hann var bróðir Gunnars á
Ketulsstöðum, Sem allir gaml-
ir menn þekkja.
4. marz lézt Halldóra Sig-
urðardóttir á Hallfreðarstöð-
um í Tungu. Hún fluttist
þangað 1911 með manni sín-
um Eiríki Sæmundssyni. Þau
voru bæði úr Hornafirði. Hall-
dóra var fósturdóttir Eiríks
Guðmundssonar í Hoffelli,
sem fluttist að Brú á Jökuldal.
Með honum kom fólk að sunn-
an, og síðar til hans, mun
Eiríkur Sæmundsson hafa
verið einn af þeim. Nú búa
tveir synir þeirra á Hallfreð-
arstöðum Vigfús og Elís báðir
kvæntir, en sá þriðji Valgeir
school, Hecla, Man.
The meetings were held at
the homes of Mrs. F. Wilson,
Maryland St. Regent of the
chapter and Mrs. J. F. Krist-
janson, Montgomery Ave.
Honor guests at the meetings
were Mrs. J. Swanson, Pro-
vincial President; Mrs. M.
Beighton, Municipal Regent;
Miss D. Talmay, Municipal
Educational Sec. and the
mothers of the award winners.
M.P.
Mr. Bergihor Palsson
dó í sumar.
Nýlega er látinn Stefán
Þ o r m a r Guttormsson frá
Geitagerði í Fljótsdal ná-
frændi skáldanna ykkar Gutt-
orms og Vigfúsar. Hann var
ókvæntur og barnlaus. Var
lengstum hjá Vigfúsi bróður
sínum í Geitagerði.
Góðar stundir.
Gísli Helgason.
☆
6 vikur í fönn
ES-Egilsstöðum, 6. des.
í gær fundu menn frá Múla-
stekk í Skriðdal kind í fönn.
Hafði kindin verið þar síðan í
bylnum um mánaðamótin okt.
/nóv. Kindin var sæmilega
frísk eftir allan þennan tíma,
um sex vikur.
Tíminn, 7. des.
☆
Alþingi fresiað
Þriðju umræðum um fjár-
lagafrumvarpið fyrir 1963
lauk á Alþingi í kvöld, en at-
kvæðagreiðslu var frestað.
Mun atkvæðagreiðsla hefjast
kl. 2 á morgun og hafa fjár-
lög fyrir árið 1963 þá verið af-
greidd að henni lokinni. í dag
samþykkti þingið ályktun um
frestun funda Alþingis frá og
með morgundegi til 29. janúar
1963 og fer þingfrestun fram
að lokinni fjárlagaafgreiðsl-
unni. Tíminn 20. des.
Kveðjo
Reykjavík, 19. des. 1962.
Ferðaskrifstofan S u n n a ,
ferðafólk og fararstjóri í
Ameríkuferð 1962 sendir öll-
um íslendingum vestan hafs
hugheilar jóla og nýársóskir.
Við þökkum Þjóðræknisfélag-
inu, deildum þess, söfnuðum
og einstaklingum frábæra
gestrisni og vináttu síðastliðið
sumar.
Guðni Þórðarson,
Bragi Friðriksson.
Mona Lisa
Mona Lisa, hið 459 ára
gamla málverk eftir Leonardo
da Vinci, var tekið niður úr
Louvre-safninu í París sl.
föstudag og flutt um borð í
risaskipið France, sem nokkru
síðar lét úr höfn, áleiðis til
N e w Y o r k,. Skipstjórinn
Georges Croissille, tók á móti
þessum dýrmæta flutningi
með svofelldum orðum: „Það
er mér mikið ánægjuefni að
bjóða þessa frægu konu vel-
komna um borð.“ — Málverk-
inu var komið fyrir miðskips,
á fyrsta farrými, og vörður
settur til að gæta þess á hinu
langa ferðalagi.
Tilgangurinn með ferðalagi
Mona Lisu til Bandaríkjanna
er sá að setja myndina á sýn-
ingu í National Gallery í
Washington, sem hefst 9. jan-
úar og er fyrirhugað að standi
yfir í þrjár vikur. Upphafs-
maður þessarar hugmyndar
var André Malraux, mennta-
málaráðherra Frakklands, sem
sagði í ræðu í Bandaríkjunum
í fyrravor, að hann gæti vel
hugsað sér að lána Banda-
ríkjamönnum eitthvert frægt
málverk, t.d. Mona Lisu. Að
sjálfsögðu var engin ákvörðun
tekin um málið þá, en nú hafa
málin skipazt þannig, að Mona
Lisa er á leið vestur um haf.
Þessi flutningur málverks-
ins hefur mætt harðri gagn-
rýni í París og víðar og óttast
menn að málverkið kunni að
verða fyrir skemmdum á leið-
inni og þolir auk þess ekki
breyttan hita. Haft er eftir
listamanninum Salvador Dali,
sem staddur er í París um
þessar mundir, að spurningin
sé ekki hvort lána eigi mál-
verkið til Bandarikjanna,
heldur hvort brenna eigi
Louvre safnið til grunna,
„Ef safnið er brennt til
grunna, þurfum við ekki að
hafa áhyggjur af Mona Lisu,“
sagði Dali. „Verði þetta ekki
gert, ætti Mona Lisa að vera
ófram þar sem hún er, og fólk
að leggja það á sig að koma til
Parísar til að sjá hana.“
Eins og gefur að skilja var
Frh. á bls. 8.