Lögberg-Heimskringla - 03.01.1963, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 03.01.1963, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 3. JANÚAR 1963 Úr borg og byggð Upplýsingar óskast um Njál Sigurjónsson rafmagnsverk- fræðing — ættaður frá Óshlíð, Hofsósi í Skagafjarðarsýslu. Fluttist vestur um haf, starf- aði hjá Ford félaginu. Hann skrifaði móður sinni á Islandi meðan hún var á lífi. Systur hans þrá að fá fréttir af hon- um. Mrs. Signý Johnson, R.R. 3 Box 2 — A Portage la Prairie, Man. ☆ 75 ára afmælisblað Lögbergs Seinna í þessum mánuði verður gefið út sérstakt há- tíðablað af L.-H. í tilefni þess að þá verða liðin 75 ár frá því að Lögberg var stofnað. Blað- ið verður 16 blaðsíður að stærð, og reynt verður að vanda til þess eftir föngum. í því verða greinar varðandi sögu blaðsins og stefnur og strauma í félagslífi V.-íslend- inga á þessum árum. Þeir sem óska eftir auka eintökum af afmælisblaði Lög- bergs til að senda vinum sín- um, geri svo vel og panti þau nú þegar. Ákveðið hefur verið að hafa sem minnst af auglýsingum í þessu blaði, en í stað þess eru velunnarar blaðsins beðnir um $10 tillög til að greiða kostnað afmælisútgáfunnar og verður kvittað fyrir þær af- mælisgjafir á viðeigandi hátt í þeirri útgáfu. ☆ Board and room waníed, ground floor accomodation with care, in a small family home, for an Icelandic lady. Phone WH 6-7668 between 8.30 and 5 p.m. ☆ Mary Learned, hlaut $100.00 námsverðlaun þegar hún út- skrifaðist úr Grade 12, á West Kildonan High School. Hún stundar nú hjúkrunamám. Hún er dóttir Charles og Maríu Learned, dóttir-dóttir Hannesar heitins Kristjáns- sonar. ☆ Björgvin Christopher West- dal sem samdi og flutti ræð- una á bls. 2. er 15 ára gamall og stundar nám í Miles Mac- Donell Collegiate. Hann er sonur Mr. og Mrs. Sveinn Westdal. ☆ Um Fjósarímur Vísurnar, sem Mrs. Inge birti í 41. tölublaði L.-H. og einhver G. St. í 46. blaði, eru úr hinni gamalkunnu fjósa- rímu eftir Þórð Magnússon á Strjúgi (Strjúgsstöðum) í Langadal. Þórður var stór- bóndi á 16. öldinni og eitthvert helsta alþýðuskáld síns tíma. Hann orti rímur og kvæði, þar á meðal Valdimarsrímur og Rollantsrímur og Fjósarímur, sem er einstök gamanríma, kveðin um tvo vinnumenn Þórðar sem flugust á í illu í fjósinu á Strjúgi. Ríman er til í heilu lagi, en er fulllöng til að prentast í einu blaði. Hún gengur öll út á það, að sýna með dæmum, að hvergi' í víðri veröld hafi áður verið háður bardagi í fjósi. Þetta er enn ein vísan: Rollant hjó með dýrum dal — drjúgum vakti' hildi — bardaga í baulusal byrja aldrei vildi. Einhver glæsimennska hefir víst fylgt heimili Þórðar, sem sjá má af vísuhelmingi, sem kveðinn var löngu síðar af öðru skáldi á leið fram hjá Strjúgi. „Meðan hann Þórður þarna bjó, þá draup vín af Strjúgi.“ G.J. ☆ Betel Home Foundation Hr. P. O. Einarson og fjöl- skylda, 1000 Downing Street, Winnipeg hafa auðsýnt Betel þann höfðingsskap, að gefa fullkomin húsgagnaútbúnað í eina íbúð byggingarinnar í minningu um föður og afa þeirra, séra Guðmund Árna- son. Skjöldur verður settur við innganginn, þar sem þess er getið. Með innilegu þakklæti. Fyrir hönd fjársöfnunar- nefndar Betels. K. W. Johannson. ☆ Civil Deíence says: — You should keep at least half a tank of gas in your car at all times. You may not be able to get gas in a national emergency. Metro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUrner 8-2351 ☆ Dánarfregn Einar Finnson, lézt á Deer Lodge spítalanum 9. des. 1962, 65 ára. Hann var fæddur á Gimli. Var í herþjónustu í fyrri heimsstyrjöldinni; stund- aði fiskveiðar við Steep Rock í 18 ár og síðar smíðavinnu hjá Dept. of National Defence. Hann lætur eftir sig konu sína, Lillian; tvær dætur, Mrs. J. Wannop (Laureen) í Winni- peg og Mrs. W. Murray (Jocye) í Chicago; einn son, Melvyn, í Winnipeg; átta barnabörn; eina systir, Mrs. H. Bjarnason, í Victoria, B.C.; þrjá bræður, Helga, í Steep Rock, Steina á Gimli og Steve í Port Edward, B.C. ☆ Sleíanía Ragnhildur John- son, 79 ára kona Bergs John- son lézt á Betel 9. nóvember og var jarðsungin frá lútersku kirkjunni í Baldur af séra Kristjáni Robertson. Auk manns hennar lifa hana tveir synir, Kristinn í Norwood og Ragnar í Petersborough, Ont. Bergur vottar hjúkrunarkon- MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45 f. h. 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. unum á Betel og lækninum, Jónasi Johnson innilegt þakk- læti fyrir góða aðhjúkrun sem þau veittu henni og góðum vinkonum hennar, er heim- sóttu hana. „Mannfagnaður" ísafold hefir sent frá sér nýja útgáfu af „Mannfagnaði", úrvali af ræðum Guðmundar Finnbogasonar. Bókin kom fyrst út fyrir 25 árum og seld- ist þá upp á skömmum tíma. Hefir hún síðan reynzt bóka fágætust. Nú er „Mannfagn- aður“ gefinn út í aukinni út- gáfu, svo að hér er komið úr- val úr öllum ræðum Guð- mundar. Guðm. Finnbogason segir m.a. í formála að 1. útgáfunni: „Ég hefi haldið ræður á mann- fundum, síðan ég var ungling- ur. Mjög margar þeirra hafa verið óundirbúnar, eins og andinn og stundin blés mér í brjóst, og eru nú loft eitt. En þegar ég hefi ásett mér að flytja ræðu á mannfundi eða verið beðinn þess fyrir fram, hefi ég að jafnaði talið mér skylt að skrifa hana. Hefi ég þá samið ræðuna svo vel sem ég gat, lesið hana áður en ég fór til mannfagnaðarins og stungið henni í skrifborð mitt, en talað blaðalaust. Með þess- um hætti hefir safnazt allmik- ið af ræðum hjá mér, því að ég hafði' lengi þá reglu að synja ekki, er ég var beðinn að tala, sem oft átti að vera til stuðnings einhverju góðu máli, enda var orðafulltingið helzta liðsinnið, er ég gat veitt. Þær 52 ræður, er hér birtast, eru úrval úr þessu ræðusafni mínu . . .“ Bókin er 175 bls. að stærð og frágangur vandaður. Morgunblaðið, des. Mona Lisa Frá bls. I. mikið umstang við að „pakka“ málverkinu niður og flytja það á skipsfjöl. Sérstakur kassi úr aluminium og plasti var byggður utan um mynd- ina. Flutningabifreið ók mál- verkinu til Le Havre, og fylgdu sex lögreglumenn á mótorhjólum bílnum. En hált var á götunum þennan dag og fjórir gæzlumannanna heltust úr lestinni, og kom Mona Lisa til Le Havre aðeins í fylgd með tveimur einkennisklædd- um mönnum. Þegar bílhurðin var opnuð ruddust ljósmyndarar gegnum lögregluvörðinn, sem stóð um- hverfis bílinn á bryggjunni, en eftir að lögreglan hafði komið kyrrð á hópinn var mál- verkið flutt á vagni í fylgd átta hvíthanzkaðra lögreglu- þjóna. Það vakti mikla kátínu viðstaddra þegar farið var að skoða kassann í tollinum. Eins og fyrr segir er ákveðið að málverkið fari á sýningu í Washington hinn 9. janúar n.k. Nokkrum dögum áður verður myndin tekin upp við hátíðlega athöfn og meðal gesta verður forsetafrú Banda- ríkjanna, Jacqueline Kennedy. Athöfninni verður sjónvarpað. Mgbl. 19. des. Fréttir frá íslandi Merkir íslendingar „Merkir Islendingar — Nýr flokkur“ hóf göngu sína í dag, og býr Jón Guðnason fyrrv. skjalavörður safnið til prent- unar, en útgefandi er Bók- fellsútgáfan, sem hóf útgáfu samnefnds ritsafns fyrir 15 árum, en þættirnir í nýja flokknum eru engir hinir sömu. Merkir Islendingar áttu mjög góðum viðtökum að fagna meðal þjóðarinnar. Það er og kunnugt frá fornu fari, að íslendingum eru vel að skapi þær svipmyndir sögunn- ar, sem birtast í ævisögum mikilhæfra manna, þeirra, er í orði og athöfn hafa markað „spor við tímans sjá“. Jón forseti Sigurðsson kvað svo að orði, að „hverjum þeim, sem ann fósturjörð vorri, ætti að vera kært að sjá minningu frægra íslendinga á lofti hald- ið“. í því trausti, að íslend- ingar geri þessi orð forsetans að sínum, koma Merkir Is- lendingar, nýr flokkur, nú fram á sjónarsviðið, og vænt- ir útgáfan, að viðtökur verði eigi síðri en hið fyrra sinnið. Verður gerð ritsafnsins lítið breytt frá því, sem var í fyrra flokki. Þó verður nú seilzt lengra aftur í tímann um val ævisagna, nú er birt ævisaga eins manns, er uppi var á söguöld, og annars frá miðöld sögu vorrar. Nú eru myndir prentaðar á sérstakan valinn pappír og nafnaskrá að bók- arlokum fylgir hverju bindi.“ I þessu fyrsta bindi hins nýja flokks Merkra íslendinga er þetta efni: Skafti Þórodds- son lögsögumaður, eftir séra Janus Jónsson. Björn Einars- son Jórsala fari, eftir sama höfund. Jón Árnason biskup í Skálholti, eftir Grím Thom- sen. Snorri Björnsson prestur að Húsafelli, eftir Sighvat Gr. Borgfirðing (Viðbætir: • Tvö bréf). Þorleifur Guðmundsson Repp, eftir Pál Eggert Ólason. Hannes Stephensen prófastur, eftir Sighvat Gr. Borgfirðing. Jörgen Pétur Havstein amt- maður, eftir Jón Aðils. Jón Borgfirðingur fræðimaður, eftir sama höfund. Jón Stef- ánsson-Þorgils gjallandi skáld, eftir Þórolf Sigurðsson. Pétur Jónsson á Gautlöndum, eftir Sigfús Bjamarson. Tíminn, 8. des. í samræmi við . . . Frá bls. 4. . . hans fyrr, en nú hafi þótt nauðsyn á, að hann greiddi úr þessum misgripum, „og það get ég sagt þér,“ sagði Jón, „að þú munt verða gamall maður og lángefinn, og lifðu nú heill.“ Vaknaði Hannes og þótti draumurinn helzt til stuttur. En spár Jóns gengu eftir. Varð síra Hannes gamall maður og þótti vera mesti merkis- og gæfumaður. Fleiri sögur set ég ekki að þessu sinni, því hér eru tak- mörk á tíma og rúmi. Mánað- arritið lítið og tíminn til að lesa það því styttri. Enda ekki skaði, þó staðar sé numið. 1920. Nýmæli Frá bls. 7. er enginn efi á því að sam- eign og samstarf er giftumeira og heppilegra fyrir alla en mótkepnin í hag aðeins fárra, og þá ævinlega hinna verst- innrættu. Hitlerar heimsins, með allt sitt afl, eru nú að þrotum komnir og verða annaðhvort að játast til samvinnu við hinn vaknandi grúa, eða að öðrum kosti eyðileggja alla tilraun til lífs á þessari jörð, ósamt sinni eigin tilveru. Nokkrir heldri fábjánar hafa sagt að þeir vilji heldur þvozt út úr tilverunni en njóta lífsinins í ró og alsnægt- um meðal alþýðunnar; en það hygg ég sagt frekar í áróðurs- skyni en í alvöru, því án lífs- •ins sjálfs er öll hagsvon á enda. Svo ef hinar stóru og sterku þjóðir tækju nú loks upp á því að útnefna friðmála-ráð- herra í stað hermála-ráðsins, þá færu deilurnar að fækka og minka. Og nú virðist ekki seinna vænna með það. —P.B. ROSE THEATRE SARGENT at ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.