Lögberg-Heimskringla - 03.01.1963, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 3. JANÚAR 1963
Lögberg-Heimskringla
Published every_ Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Printed by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man.
Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON
EDITORIAL BOARD
Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur
Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr.
Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson. Prof. Thor-
valdur Johnson, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Péturs-
son. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Monlreal: Próf. Askell
Löve. Minneapolis: Mr. Valdimar Bjömson. Grand Forks: Dr.
Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri.
Akureyri: Steindór Steindórsson yfirkennari.
Subscriplion $6.00 per year—payable in advance.
TELEPHONE WH. 3-9931
Authorlzed as second class mail by the Post Office Department, Ottawa,
and for payment of postage in cash.
íslenzkar bækur
Margir Vestur íslendingar lesa sjaldan annað á íslenzku
en Lögberg-Heimskringlu og er það í sjálfu sér nægileg
ástæða til að halda áfram útgáfu blaðsins í lengstu lög, því
meðan þeir lesa blaðið, gleymist þeim ekki algerlegá tunga
feðra sinna. En sér til uppbótar ættu þeir þó að lesa nokkrar
íslenzkar bækur árlega. Þeir hafa löngun til þess; um það
bera vitni hinar mörgu fyrirspurnir um bækur, er berast til
skrifstofu blaðsins.
Það var mikill missir fyrir Vestur-íslendinga og fyrir ís-
lenzka þjóðræknisstarfssemi vestan hafs í heild, þegar hin
eina bókabúð, sem hér var rekin lagðist niður. — Bókabúð
Davíðs Björnssonar. Sannaðist þá eins og fyrr, að enginn veit
hvað átt hefir fyrr en misst hefir.
Þegar ég var á íslandi í sumar, hafði ég sérstaklega mikla
ánægju af að líta inn í bókaverzlanir og hnýsast þar í gamlar
og nýjar bækur. Þar fann ég ýmsar bækur, sem fólk hefir
spurt eftir; íslenzk-ensk orðabók Geirs Zoega fæst enn, en
Ensk-íslenzk orðabók fæst ekki. Þá hefir marga langað í Söng-
bækur Sigfúsar Eymundssonar, sem hér voru nefndar í dag-
legu tali „Kindabækurnar“ vegna myndanna á kápunni. Þær
hafa nú verið endurprentaðar og fást á vægu verði. Mikill
fengur þótti mér í bók Dr. Sigurðar Nordal, íslenzk menning,
sem gefin var út 1942 og fæst nú á niðursettu verði.
Margar bækur voru mér gefnar en aðrar keypti ég. Ein
af 'þeim skemmtilegustu er Riisafn Theodoru Thoroddsen, sem
gefið var út af Menningarsjóði 1960, en Dr. Sigurður Nordal
annaðist um útgáfuna og skrifar afarskemmtilega ritgerð
um þessa merku konu. I bókinni eru þulur hennar, nokkur'
kvæði, endurminningar og ritgerðir. Tókum við okkur það
bessaleyfi að endurprenta frásögn hennar „Sníglarnir mínir“
í jólablaði L-H, en í þessu blaði „í samræmi við spíritisman.“
Það eru ekki ofsögur sagðar af því, hve Islendingar hafa
mikinn áhuga fyrir dulrænum efnum. Varð ég þess greini-
lega vör í þessari ferð. Hvar sem að tveir eða fleiri voru
samankomnir bárust þessi mál oft í tal, og sagt var frá því
í íslenzkum blöðum í desember og var jafnvel minnst á það í
heimspressunni, að engar bækur hefðu selzt eins vel á jóla-
markaðinum eins og bækur sem fjölluðu um andatrú og dul-
ræn fyrirbrigði.
Þegar við vorum á Akureyri var okkur gefin bókin, Hug-
lækningar — hugboð og sýnir eftir Ólaf Tryggvason, fæst
hann við andlegar lækningar, fjöldi fólks sækir á fund hans
og trúa margir því að hann hafi veitt þeim bót meina sinna.
Bókin fæst hjá Kvöldvökuútgáfunni, verð kr. 170.00.
Aðrar bækur um dulræn efni, sem komið hafa út á árinu
eru:
Margt býr í þokunni. Saga og sýnir Kristínar Kristjáns-
son, kr. 260.00. Tekið hefir saman Guðm. G. Hagalín. Þessi
bók mun vera framhald af bók Kristínar, Það er engin þörf
að kvarfa.
Lára miðill, eftir séra Svein Víking, verð kr. 220.00.
Líf að loknu þessu, eftir Jónas Þorbergsson, verð kr. 240.00.
Raddir frá öðrum heimi, eftir Helgu S. Bjarnadóttir, verð
kr. 100.00.
Að minnsta kosti þrír þjóðkunnir menn prýðilega ritfærir,
hafa staðið að útgáfu þriggja þessara bóka, en nokkur styr
hefir staðið um það í íslenzkum blöðum undanfarið hvort
skrifin um þetta efni væru þjóðinni holt lestrarefni.
Margar bækur girnilegar til fróðleiks og skemmtunar hafa
komið út á árinu:
Aldamótamenn Jónasar Jónssonar, þriðja bindi, kr. 175.00.
íslenzkar bókmenntir í fornöld, eftir Dr. Einar Ól. Sveins-
son, kr. 400.00.
Mannfagnaður, endurprentun á ræðum Dr. Guðm. Finn-
bogasonar, kr. 240.00.
Merkir íslendingar, séra Jón
Guðnason bjó til prentunar,
kr. 344.00.
Hundrað ár í þjóðminjasafni
eftir Kristján Eldjám, kr.
375.00.
Profílar og Pamfílar, eftir
Örlyg Sigurðsson listmálara,
kr. 380.00. Þessi fallega og
bráðskemmtilega bók barst
mér um jólin að gjöf. Hún
hefir að geyma myndir af
málverkum höfundar og
greinar. Hann er orðhagur,
enda hefir hann ekki langt að
sækja það, hann er sonur Sig-
urðar Guðmundssonar skóla-
meistara.
Ég fór fram á við bóka-
verzlun í Reykjavík að senda
blaðinu af og til lista af helztu
bókum, sem út kæmu en ekki
varð af því.
Þeir sem óska eftir upplýs-
ingum um bækur eða vilja
panta eitthvað af þeim bókum,
sem hér hafa verið nefndar
skrifi:
Bókaverzlun
Snæbjörns Jónssonar
Hafnarstræti 9, Reykjavík
eða
Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar
Austurstræti 18, Reykjavík
Gengið er:
Canadískur dollar kr. 40.03
Amerískur dollar kr. 43.06
Ritsafn Theodoru Thoroddsen:
í samræmi við spíritismann
Á þessum hinum síðustu og
verstu tímum, þegar dýrtíð er
á öllum góðum hlutum og upp-
bótin lítil, leita menn sér, sem
vænta má, hugarhægðar á
ýmsan hátt. Það er svo sam-
gróið skepnunni að klóra í
bakkann. Áður voru það
brami, kíni og voltakrossar,
sem bættu úr brestunum og
græddu meinin, en nú skal
meira til, enda er langt til
lokunnar seilzt, þar sem farið
er yfir landamæri lífs og
dauða eftir þeim voltakrossi,
sem nú á tímum er hjálpar-
hella og raunabót margra, en
það er spíritisminn.
Mín reynd er sú, að þar sem
tveir eða fleiri hittast í tómi
á þessum dögum og samræðan
fer út fyrir takmörk dýrtíðar
og vinnukonuvandræða, bein-
ist hún venjulega að efnum,
sem eru að mínu áliti langt
austur af skilningi og vestur
af vissu, og fjarri fer því, að
ég eigi nokkra sannfæringu í
þeim efnum eða hafi sérstaka
þrá til að öðlast hana; læt þar
nótt sem nemur og kvöld sem
kemur. Hitt hefur mér ávallt
þótt fýsilegt að hlýða á mál
manna um þá hluti, sé þar
ofsa- og rembingslaust talað,
og þar sem þetta viðfangsefni
er ekki fremur nýtt en gamalt,
þá hefur við allt þetta umtal
sitthvað rifjazt upp fyrir mér,
sem ég hef heyrt fyrr meir og
fer mjög saman við kenáingar
spíritista; set ég hér örlítið
sýnishorn.
Ekki sel ég þessa hluti dýr-
ara en ég keypti eða tek aðra
ábyrgð á þeim en þá, að hvorki
bý ég þá til né þeir, sem mér
sögðu; það voru greinagóðar
og merkar konur, sem ekki
fóru með fleipur eða afbökuðu
annarra orð.
Það var um miðja nítjándu
öld, að hjón bjuggu vestur í
Barðastrandarsýslu, fór mjög
vel á með þeim, svo heita
mátti, að hvorugt mætti af
öðru sjá.
Eitt sinn bar svo við, að
bóndi fór í langferð. En er
hann kom heim, sótti hann svo
að, að kona hans var, að því
er heimamenn sögðu honum,
nýlega viðskila. Varð honum
svo mikið um þá fregn, að
hann skundaði til baðstofu úr-
vinda af harmi, þrífur lík
hennar úr rúminu, vefur hana
voðum og gengur með hana í
fangi sér í svefnhúsi þeirra
tímum saman.
Er svo hafði lengi gengið,
virðist honum sem roði komi í
kinnar henni og honum finnst
hann sjá eitthvert lífsmark
með henni. Verður hann þá
fegnari en frá megi segja og
leggur hana í rúmið aftur og
hjúkrar, sem bezt hann má.
Fer svo, að konan fær bráð-
lega ráð og rænu. En það var
öðru nær en hún væri manni
sínum þakklát fyrir lífgjöfina,
því það fyrsta, er hún mælti,
var að ásaka hann fyrir að
hafa svipt sig þeirri sælu, sem
hún hefði í verið. Sagðist
henni mikið frá þeim ódáins-
löndum, sem hún hefði séð, og
unaði, er hún hefði notið. Varð
aldrei jafnástríkt með þeim
hjónum eftir þetta sem áður
hafði verið. Var sem hún gæti
ekki gleymt því, að hann hefði
tafið för sína til þeirra dýrðar-
heima, er hún þóttist séð hafa
framundan sér.
Ber þessu saman við þá
staðhæfingu spíritista, að þeir,
sem séu í þann veginn að
skilja við og virðast vera and-
aðir, fái að líta inn í fyrir-
heitna landið, áður en ýtt er
að fullu frá landi. Er þá vork-
unnarmál, þó þá langi lítf til
sama lands aftur, sem að litlu
hafa að hverfa, en næsta ó-
skiljanlegt er aftur á móti, að
konu, sem er borin á höndum
ástríks eiginmanns, skuli fýsa
svo mjög að fara frá honum
og elta óljósa drauma, eins og
hér er á vikið; en þetta kann
líka að vera orðum aukið.
Þá er það kenning spíritista,
að til séu svokallaðir hrekkja-
lómar hinum megin, sem hafi
gaman af að taka á sig gervi
annarra og birtast vinum og
vandamönnum framliðinna
manna undir því yfirskini, að
þeir séu ástvinir iþeirra. Fer
draumur sá, er hér fer á eftir,
í líka átt.
Síra Arnór Jónsson var
prestur og prófastur í Vatns-
firði vestra á fyrri tugum
nítjándu aldar. Hann var skáld
og merkur maður. Hans son
var Hannes, er seinna var
prestur í Ögurþingum. Arnór
prófastur átti og annan son,
er Jón hét. Voru þeir bræður,
Hannes og Jón, mjög sam-
rýmdir.
Þegar þeir voru á tvítugs-
aldri, var það eitt vor, að sótt
mikil gekk þar um sveitir og
strádrap fólk, að heita mátti.
Var það á þeim árum kallað
landfarsótt, en héti líklega nú
á dögum inflúenza.
Þeir bræður, Hannes og Jón,
töluðu nú sín á milli um, að
sennilega væri, að veiki þessi
sneiddi ekki hjá prestssetrinu,
og vel gæti svo farið, að þeir
dæju, annarhvor eða báðir.
Bundu þeir það fastmælum, að
ef annar dæi en hinn lifði, þá
skyldi sá diáni vitja hins og
segja honum líðan sína.
Sú varð raun á, að báðir
lögðust þeir í sóttinni, dó Jón,
en Hannes lifði af. Tregaði
hann mjög bróður sinn og beið
þess með óþreyju, að hann
vitjaði sín, en á því varð löng
bið.
Þegar liðin voru nokkur
misseri frá dauða Jóns, var
það eitt sinn að vorlagi, að
Hannes dreymir, að hann ligg-
ur í rúmi sínu. Þykir honum
þá Jón bróðir sinn koma til
sín og heilsa sér glaðlega.
Fannst honum hann að öllu
útliti eins og hann átti hans
von, en það þótti honum und-
arlegt, að honum stóð stuggur
af manninum. Vill Jón setjast
á rúmstokkinn fyrir framan
hann, en ekki var Hannes um
það gefið.
Spyr Jón þá, hvernig þessu
sé varið, hvort hann vilji
hvorki taka í hönd sér eða
spyrja sig neins.
Hannes segist helzt vilja, að
hann færi, og kveðst ekkert
vilja við hann eiga. Við það
vaknaði hann. Fannst honum
draumurinn kynlegur og mest
þó að því leyti', hve lítil hug-
fró honum var í því að sjá
bróður sinn. Angraðist hann
mjög af því og lá lengi vak-
andi eftir. Loks sofnar hann
aftur. Þykir honum þá Jón
koma aftur og var nú með
öðrum svip en áður. Þykist
hann fagna honum og biðja
hann að sitja hjá sér og spyr,
hverju það hafi sætt, að hann
hafi komið sér svo ókunnug-
lega fyrir sjónir hið fyrra
skiptið, er hann kom. „Þú
varst nú lánsmaður, að þú
gafst þig ekki meira að þeim
náunga en þú gerðir,“ sagði
Jón, ,jþví það var alls ekki ég,
heldur annar andi, sem vildi
blekkja þig, og ekki að vita,
hvað af hefði hlotist, ef þú
hefðir tekið honum öðruvísi.'*
Spyr svo Hannes hann úm
líðan hans. Lætur hann mikið
af henni, en kveðst ekkert
mega nánar af henni segja.
Ekki kvaðst hann heldur hafa
fengið fararleyfi til að vitja
Frh. bl». 8-