Lögberg-Heimskringla - 03.01.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 03.01.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 3. JANÚAR 1963 5 Leskaflar í íslenzku handa byrjendum Proí. Haraldur Bessason Prof. Richard Beck, Ph.D. XXVII Irregular Compariscn of adjectives implies that the stem of the positive degree differs from that of the comparative and the superlative degree. There are approximately seven adjectives in Icelandic which have irregular comparison. They can be listed as follows: gamall (old) — eldri (older, elder) — elztur (oldest, eldest) góður (good) — betri (better) — beztur (best) l'ítill (little) — minni (less) — minnstur (least) margur (many) — fleiri (more) — flestur (most) mikill (great) — meiri (greater) — mestur (greatest) vondur illur (bad, evil) — verri (worse) — verstur (worst) Translate into English: Það er gamall og góður vani að láta börn hlýða þeim, sem eldri eru. Þú ert betri en ég í reikningi og líklega beztur allra, sem í þriðja bekk eru, enda ert þú elztur. Margur er knár, þó að hann sé lítill og smár. Fleiri eru á þeirri) skoðun en ég, að Þráinn sé mestur bræðra sinna, enda þótt hann sé minni en þeir og minnstur allra hér í nágrenninu. Flestir unglingar eru meiri sælkerar en þeir, sem fullorðnir eru. Vegurinn frá Reykjavík til Keflavíkur er illur yfirferðar. Þingvallavegur- inn er eins vondur, ef ekki verri, þó að hann sé fjarri því að vera verstur allra vega á íslandi. Vocabulary: enda, and . . . also, and . . . indeed, and, sure enough enda þóit, even though f jarri því, far from fullorðnir, masc. in the nom. plur of fullorðinn, grown- up hlýða, obey illur yfirferðar, difficult to pass Keflavíkur, gen. of Keflavík, a village in Southern Iceland knár, strong, doughty láta, let líklega, probably, likely nágrenninu, dat. sing. of nágrenni, neighbourhood reikningi, dat. sing. of reikn- ingur, arithmetic sé, is (subjunctive form) skoðun, view, opinion, að vera á þeirri skoðun, to be of the opinion smár, small sælkerar, nom. plur. of sæl- keri, epicurean unglingar, nom. plur. of ung- lingur, youth, young person vani, custom, habit vegur, road Minning .... Jón Thorbergsson F. 1889 — D. 30. okt. 1962 Allir sem þekktu Jón, sakna hans, en minnast margra gleðistunda, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar, því hann var katur, kíminn, listfengur og listunnandi, gestrisinn og gjöfull. Ég sem rita þessar línur kynntist honum fyrst skömmu eftir aldamótin, þá nýkomnum til Seattle. Hann var umkomulítill en óvenju aðlaðandi, bláeygður og bjart- ur yfirlitum, síglaður, spilandi harmoniku sem var hans al- eiga. Þennan vildi ég eiga fyr- ir fóstbróður og þegar ég var þess vís að hann bjó yfir söng- hæfileikum og átti gullfagra tenorrödd og þar sem ég þá þótti kunna að taka lagið, urðum við brátt sem sam- grónir. Stunduðum svo báðir nám hjá góðum kennara og leið ekki á löngu að okkur öðlaðist talsverður orðstýr og ólum þá von að glæsileg fram- tíð biði okkar, helguð listinni, en lítt skiljandi þá erfiðleika sem það takmark heimtar. Vmsar ástæður, einkum vegna atvinnu leiddu til þess að samvera okkar slitnaði, var mér til mikillar eftirsjá þegar svanurinn var þagnaður, því einhver heilsubrestur orsakaði bilun raddfæranma. Hann flutti til Los Angeles, var þá giftur og eignaðist með konu sinni þrjár efnilegar dætur. Hans aðalstarf var sem mál- arameistari. Samvistum hjón- anna sleit eftir að dætumar voru komnar vel á legg, en hvorugu til vanvirðu. Nokkru síðar giftist hann innlendri ágætiskonu og brátt fór hagur hans að batna, hún reyndist honum samtaka í öllu sem gat leitt til góðrar afkomu. Verður engum afsögum sagt hve ástúðlegur förunautur hún hefir verið. Fyrir um 7 árum settust þau að í Morro Bay, sem er miðju vegar milli Los Angeles og San Francisco, eignuðust þar landblett sem óx brátt í verðgildi. Þau byggðu sér mjög veglegt heim- ili á undurfögrum stað,, þar sem útsýni er ótakmarkað til lands og sjávar. A þessu heim- ili áttu gestir sæludaga. Þar bar allt vott um smekkvísi og listhneigð, því fögur málverk og listmunir prýddu heimilið og gestrisnin var takmarka- Nýjórsóskir \ • Við hjónin þökk- um vinum okkar fyrir gamla árið og óskum öllum búend- um í Selkirk kjör- dæmi gleðilegs nýj- árs. Eric Siefanson, M.P. Rögnvaldur Gísfi Hillman laus. — Hann fékk vægt and- Þann 16. nóvember, 1961, andaðist á Elliheimilinu Borg, að Mountain, N. Dak., Rögn- valdur Gísli Hillman. • Hann var faeddur á Islandi 23. október 1873. Foreldrar hans voru Pétur Jónsson Rögnvaldsson frá Kleifum á Skaga í Skagafirði og lólöf Kjartansdóttir Eiríkssonar úr sömu sveit. Þau fluttust til Ameríku árið 1875 og settust að í Nova Scotia, en fluttust til Akra, N. Dak. 1876 og þar ólst hann upp til fullorðins ára. Árið 1896 giftist hann Guð- rúnu dóttir Jóhannesar Magn- ússonar og Steinunnar Jóns- dóttur frá Hóli í Tungusveit í Skagafirði. Frá Akra fluttist Rögnvaldur og Guðrún til ís- lenzku byggðarinnar í Mouse River og námu land skammt frá Kramer. Þar bjuggu þau í nokkur ár, en fluttust svo þaðan á einn fallegasta stað- inn í byggðinni. Þar hafði um eitt sinn verið pósthús og var því staðurinn nefndur „Vi- nes.“ Var oft gestkvæmt þar; fór margur þaðan heim, hrest- ur á sál og líkama, því þau voru samhent með að hlúa að gestum sínum og gleðja þá, sérstaklega þá sem eitthvað áttu erfitt. Þau eignuðust marga góða vini innan byggðarinnar og hélst sú vinátta til æfiloka. Þeim varð átta barna auðið en einn dreng, Jón að nafni mistu þau, tveggja ára að aldri. Börnin sem lifa föður sinn eru þessi: Mrs. L. G. Benson — Anna, Mountain, N.D.; Mrs. Einar Einarson — Olive, Up- ham, N.D.; Jón, Seattle, Wash.; Jóhannes, Cavalier, N.D.; Leo, Mountain, N.D.; Mrs. Free- man, Hannesson — María, Bottineau, N.D. og Mrs. Percy Morrison — Valentine, Cavalier, N.D. Einnig ólu þau upp systurdóttir Guðrúnar, Guðrúnu Crristianson til full- orðins ára og reyndust henni sem bestu foreldrar. Konu sína Guðrúnu misti hann 1928. Hann fluttist til Mountain 1930 og giftist þar Elsabetu Hillman og lifðu þau í farsælu hjónabandi í meir en fjórðung aldar. Seinustu árin dvöldu þau á Borg og nutu þar góðrar aðhlynningar. Þar dó Elsabet 19. des. 1957. Hann lifa þrjú stjúpbörn: Mrs. Jóhann Geir, Edinburg, N.D.; Louis Hillman, Moun tain, N.D. og Jón Hillman, Munich, N.D. Einnig lifa hann tuttugu og fjögur barnabörn og þrjátíu barna-barna-börn; þrjár systur, Mrs. María Hall- dórson, Edinburg, N.D.; Miss Beena Hillman og Mrs. Harold Morrison, Grand Forks, N.D.; fjórir hálf bræður: Sigurður Einarson, Hensel, N.D.; Fred Halldorson, Mountain, N.D.; Dori Hillman, Akra, N.D. og Egill Hillman, Cavalier, N.D. Þrír bræður dánir: Jón, 1920; Pétur, 1922; og Steini, 1962. Rögnvaldur tilheyrði ís^ lenzku kirkjunni í Upham og starfaði mikið og vel innan safnaðarins. Einnig tilheyrði hann Vikur kirkju eftir hann fluttist til Mountain. Minningarathöfn var haldin frá Vikur kirkju á Mountain en útförin fór fram frá Mel ankton kirkju í Upham og var hann jarðsettur í Melankton grafreit. Séra Hjalti Guð mundsson jarðsöng. Blessuð veri minning hins látna. Mr.s Guðrún Christianson mennta, jarðvegi þeim, sem Dær eru sprottnar úr, mótun hins unga þjóðfélags og að lokum rúnir á Víkingaöld, gerð þeirra og þekkingu vík- inga á þeim. Yfirlit um kveðskap, kallar höfundur annan þátt. Þar eru raktar hinar ævafornu rætur íslenzks skáldskapar og teg- undir fornkvæða. Auk þess er skýrt frá flutningi, bragfræði, orðfæri og náttúrulýsingum kvæðanna. Eddukvæði er þriðja og síð- asti þáttur þessa bindis. í hon- um er fjallað almennt um þessa merkilegustu grein nor- ræns kveðskapar, aldur Eddu- kvæða, heimkynni, varðveizlu, trú og trúarbaráttu o. s. frv. Að lokum er hverju kvæði gerð skil í misjafnlega löng- um köflum. Bókin er prýdd 53 myndum, og er helmingur þeirra heil- síðumyndir. Prentun hefur Prentsmiðja Jóns Helgasonar annast. Bókfell bundið hana inn, en Atli Már teiknað káp- una. Er frágangur allur hinn fegursti. Mgbl. des. lát, lagðist þreyttur til hvílu og senn var hjartað hætt að slá. Hann var jarðsunginn að miklu fjölmenni viðstöddu og sárt syrgður af vinum. En minningin lifir og bætir sökn- uðinn. Gunnar Matthiasson. Bókmenntasaga Nýkomin er út nóvember bók Almenna bókafélagsins Islenzkar bókmenntir í forn- öld eftir dr. Einar ólaf Sveins- son, prófessor. Er þetta hið fyrsta þriggja binda og fjallar um upphaf íslenzkra bók mennta frá landnámstíð og nær allt fram yfir lok þjóð veldistímans. Bókin er 560 bls. að stærð stóru broti. Skiptist hún í þrj höfuðkafla. Fyrsti þáttur bókarinnar nefnist Inngangur og greinir frá upphafi íslenzkra bók Gráskinna hin meiri Gráskinna hin meiri er kom- in út. Er hér um að ræða tvö bindi, hið fyrra er endurprent- un á Gráskinnu, sem út kom í fjórum heftum árin 1928, 1929, 1931 og 1936, en hið síð- ara er sagnasafn, sem ekki hefur verið prentað áður. Sagnirnar eru skrásettar af prófe9sor Sigurði Nordal og Þórbergi Þórðarsyni. Um tildrög Gráskinnu er það að segja, að þegar Sigurð- ur Nordal og Þórbergur Þórð- arson komu sér saman um út- gáfu hennar, höfðu þeir báðir hvor í sínu lagi, skrásett sögur í mörg ár, án þess að hugsa frekar um, hvað gert yrði við þær. Þegar siðasta hefti henn- ar kom út, hafði skrásetjurum þegar bætzt sitt af hverju í safnið, og enn fleira hefur bor- ið á rekana síðan. Þegar svo Hafsteinn Guðmundsson, prentsmiðjustjóri Hóla h.f., bauðst til að láta endurprenta Gráskinnu, varð að ráði að bæta öðru bindi við með hinu nýja safni, og kalla nýju út- gáfuna Gráskinnu hina meiri. í Gráskinnu hinni meiri ægir saman margvíslegum og mislitum sögum, sem komnar eru víðast hvar af landinu, og er yfirgnæfandi meiri hlutinn sagnir um svipi og drauga, eða „eilífðarverur“, eins og Þór- bergur Þórðarson vill nefna draugana. M.a. má geta þess, að yfir 50 blaðsíður í seinna hefti Gráskinnu hinnar meiri eru helgaðar sögnum af Þor- geirsbola, sem er eftirlætis- draugur Sigurðar Nordal, að sögn hans sjálfs. Tíminn Hugurinn ber mann hálfa leið.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.