Lögberg-Heimskringla - 07.02.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 07.02.1963, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. FEBRÚAR 1963 Páll S. Pálsson Efiirleii, vonbrigði, sigur Eitt hið markverðasta og um leið háfleygasta í hugskoti norrænu þjóðanna fornu, var eftirléit. Það var þrá sem þeir sjálfir ef til vill skildu ekki til hlýtar, og kom því til leiðar, að sumir fluttust til Garðaríkis, aðrir til Normandíu og mið- jarðarhafs eyjanna. Enn aðrir sigldu vestur til eyja Vest- manna. Hópar fluttust til Islands, svo til Grænlands. Leifur fann Vínland. Eins og margt annað, hefur þetta gamla norræna hugarfar haldist betur við á eylendunni við norður heimskautið, en annars staðar. Útflutningurinn til Vesturheims á nítjándu öld, var meira en von um fjárhagslegan hagnað, það var engu síður eftir- leit, þrá sem hjartað hvetur en hugur skilur ekki að fullu. í engum Vestur-lslendingi hefur þetta komið betur í ljós, en í Páli Skarphéðinssyni Pálsson, sem fæddist á íslandi 17. september 1882 og kvaddi í Vesturheimi 6. janúar 1963. Páll var sonur Skarphéðins ísleifssonar, sem bjó á Norður- Reykjum’í Hálsasveit í Borg- arfirði, og konu hans, Sigur- bjargar Helgadóttur. 1 maí árið 1900, þá 17 ára gamall, fluttist Páll vestur um haf. Föðurlandsástin mun þá hafa verið búin að festa djúp- ar rætur í hjarta hans, en samt fann hann til þráar, sem hann í fyrstu gat ekki skilið. Hin norræna eftirleit þreif hann. Lagði hann þá af stað í leitir, sem að síðustu urðu happaríkar. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar, að Páll skildi þessa eftirþrá, og áttaði sig á, að í átthögum þeim sem hann kvaddi, var að finna svölun þá sem hreif hann á brott. Árið 1939, í kvæði til íslands, flutt að Iðavelli á íslendinga- dags hátíð, opnar skáldið dyrnar að tilfinninga auðlegð sinni. Orð fá ei lýst hvað við unnum þér heitt, útþráin fékk ekki hjörtunum breytt. Páll unni ættlandi sínu til dauðadags og sézt það í afar mörgu. Arið 1936 kom út fyrsta .kvæðabók hans, Norður — Reykir, en það er nafn æskuheimilis hans, sem hann kvaddi en skildi ekki við, 36 árum áður. Kvæði hans eru sláandi mynd af höfundinum, lýsa viðkvæmni, næmum tilfinningum og ríkri samúð. Jafnvel í fyrsta kvæðinu sem hann orti, þá 15. ára, kemur í ljós hið næma tilfinningalíf hans. Ó, Ijúfa vor með ljós og blóm hví líða þarftu slíkan dóm, mót helju stríð að heyja? Hví bliknar allt sem fegurst finnst, hið fagra tré sem rósin minnst, allt dæmt er til að deyja. Næstu bókina kallar skáldið Skilarétt, og kom hún út árið 1947. Enn eru skilaréttirnar ferskar í minni. Á baksíðu kápu bókarinnar er mynd af stórum fjárhóp á túni eða flatlendi fyrir neðan fjallið, þar sem verið er að reka féð í skilaréttina. Síðustu kvæðabók sína nefndi Páll Eftirleit, og kom hún út árið 1954. Hér á skáldið ekki við leit að fé, sem ekki hafði komið til skila, heldur eftirleit eins og orðið var notað í fomtíð, í Njálu, Eyrbyggja sögu og víðar. Þessi kvæðabók sýnir, að þá var Páli orðið ljóst, að þótt vonbrigðin hefðu verið mörg og sár, voru sigrarnir margir og góðir. Fyrsti sigurinn var hin djúpa, einlæga ást konu hans, Ólínar Egilsdóttur. Sú ást var lífgjafa þráður gegnum aílt sem bar að, hvort heldur gleði, vonbrigði eða sorg. Aðal kvæðið í þessari bók er „Til konunnar minnar." í þessu kvæði sér hann bæði vonbrigðin og sigrana. Þar kem- ur eftirleitin í ljós. Að sækja út á sjóinn er sumum happaríkt. Mig fýsti, líkt og fleiri að fara og reyna slíkt. Á frægu fiskimiði eg fullhlóð bátinn minn. — En heill komst fár í hafnir með heilan afla sinn. En „Byrðingur“ hjá bátnum í brotsjó ruddist þá, og ágjöf ógurlega eg að mér stefna sá. Eg bátnum fékk ei bjargað, hann bar á hulið sker. Þar öllum auð var fargað, — en ekki sjálfum mér. Gegnum allt þetta var það ást konu hans sem veitti hon- um kjark og þol. En ávalt, er hrellingin huga minn í helf jötra lagði, var svipur þinn í þokunni vörður og viti. Svo jafnvel í myrkrinu svartasta eg sá, silfur og gullbjarma á þokuna slá, sem gáfu henni guðborna liti. En fleiri himnagjafir komu. Margrét dóttir þeirra sam- einaðist ástarheimi Páls og Línu. Svo fundum við blóm eitt og bárum það heim með bænum og gleði. Við möttum það æðra en algengan seim, því ást okkar réði. Það gleym-mér-ei þroskaðist ár eftir ár í akri þíns hjarta. Og himininn brosti við hljóður og blár, og heiðstirnið bjarta. Margrét giftist Andrew Douglas Ramsay og hefur þeim orðið þriggja barna auðið: Páll Douglas, Marlene og Laurene. Páll talaði oft í Ijóði á þessa leið þegar hann sat undir dóttursyni sínum, en erindin eiga engu síður við dóttur-dætur hans. Er þreytan mig lamar og þungt er mitt skap, og þráin til framkvæmda dvínar, og heimurinn virðist eitt Ginnungagap, og grátklökkar vonirnar mínar, þá leita ég á fund þinn, það léttir mér skap, og lífið fær dýrlegri klæði. Það yrði mitt stóra og óbætta tap ef ekki eg hönd þinni næði. Eitthvert örlagaríkt hugboð kom því til leiðar að árið 1950 keypti Páll smá fasteign á Gimli. Var það fyrirboði, spor í átt er hjartað réði? Á þjóðhátíðinni að Gimli 2. ágúst 1943, hafði Páll kveðið hárri röddu, Já, þú ert ísland, ódauðleika háð svo aldrei muntu firnast börnum þínum. Island aldrei firnast! En örlögin heimta að dvölin haldi áfram í Vesturheimi. Því ekki að breyta um dvalarstað, firrast vonbrigða svæðin, setjast að þar sem næst virðist vera íslandi í þessari álfu, að „Girnléi" þar sem fyrsti frumherja hópurinn steig á land haustið 1875. Svona munu Páll og Lína oft hafa hugsað. Þau fluttust til Gimli árið 1952. Hinn alíslenzka bæ sem þau eignuðust, skírðu þau Álfa- borg. Það átti einkar vel við, því Álfaborg hét bærinn í Borgar- firði eystra þar sem Lína var fædd og uppalin. Þar að auki mun nafnið hafa snert hjartastrengi skáldsins. Árið 1954 fóru þau hjónin í sigurför. Þau áttu þeirri gleði að fagna, að það ár auðnaðist þeim að ferðast til íslands. Þeirri ferð verður eigi betur lýst en í hugleiðingum Páls þegar hann nálgaðist heima landið, sem þau bæði unnu svo heitt. Þótt hugleiðingarnar séu í óbundnu máli, þá eru þær samt í samræmi við það bezta sem skáld-gyðjan getur krafist. “ísland birtist þér í allri sinni dýrð. Morgunsólin gyllir haf og hauður. Jöklarnir horfa til þín hljóðir, sveyp- aðir hinum mjallhvítu skikkjum sínum, þeir bjóða þig velkominn, en þú verður að hafa kynnst þeim til þess að skilja hvað býr í þeim brjóstum. Undir köldu yfirliti býr hjarta, þeir eru konungssynir í álögum og bíða kossins sem leysi þá úr hamnum sem þeir nú bera, en hann er svo fagur og bjartur, að fáar mundu meyjarnar óska þess að hafa hann öðruvísi." {Minn- ingar frá íslandsferðinni). Páll og Lína bjuggu í hinni nýju Álfaborg þar til að tjald- að var á milli. Þar voru þau í andlegri nálægð við Álfaborg hina eystri og við Island. Þar fannst það sem leitað hafði verið eftir, þar var þránni svalað, síðasta sigursporið stígið. Þau voru komin heim. Vel á það við, að beinin hvíli í jörðu ekki langt frá vestur- Álfaborg. Á þeim helga stað dvelst ekkjan um stundar sakir, við endurminningarnar ferskar og skrúði búnar. Valdimar J. Líndal. Stafholt Gjafir í byggingarsjóð Stafholts, frá 1. sept. til ársloka 1962. Hannes Teitson $ 15.00 Robert A. Baker 140.00, f minning um Loyd Lester Allen, Mr. og Mrs. Einar Sand 3.00 Mr. og Mrs. Walter Davis, 3.00 í minningu um Guðbjart Kárason, Mrs. Mikka Smith 5.00 Kvenfélag Unitarasafnað- arins í Blaine 3.00 Mrs. Fríða Holmes 5.00 Mr. og Mrs. Rod O’Conner 5.00 Mrs. Alice B. Thordarson 5.00 Mr. og Mrs. S. B. Hrútfjörð 5.00 Mrs. Þorbjörg Johnson 2.00 Mrs. Anna Swanson 2.00 Mrs. Anne Rose 2.00 Vistfólkið í Stafholti 2.00 Mrs. Stephanie Oddstad 10.00 I minningu um Mary Rygg, Mrs. Anna Swanson 2.00 í minningu um Bertha Levien, Vistfólkið í Stafholti 5.00 Mr. August Hanson 10.00 f minningu um Erlend Kárason, Vistfólkið í Stafholti 5.00 Kvenfélag Únitarasafnað- arins í Blaine 3.00 Mrs. Fríða Holmes 5.00 í minningu um Guðbjart og Erlend Kárason, Mrs. Rúna Johnson 10.00 B. E. Kolbeins, fyrir lán á píanó 10.00 f minningu um A. P. Goodman, Mrs. Lona Goodman 10.00 H. C. Sentman 12.00 Mr. og Mrs. Wm. Ögmund- son 10.00 Vistfólk og Verkafólk Stafholts 2.00 í minningu um Ágústínu Goodman, Mr. og Mrs. Gus Johnson 25.00 f minningu um Vera Heiðman, Kristjana Gillis og fjölsk. 15.00 í minningu um Hattie Callender Verkafólk Stafholts 5.00 í minningu um Rannveigu Heiðman Jakobína Johnson 3.00 Jólagjafir, Mrs. Laufey Runacres 25.00 Anne M. Rose 25.00 Mr. W. Ray Evans 7.00 Mrs. Bertha Stoneson 75.00 Mrs. Stephanie Oddstad 75.00 Croft Brook 25.00 Mrs. Val Gudmundson 10.00 Mrs. Sigrún Sigurðsson 5.00 Fjölskylda Ágústínu Good- man 50.00 Þjóðræknisdeildin Aldan 100.00 Blaine Lions Club 210.90 Fyrir allar þessar gjafir og alla hina margvíslegu góðvild í garð Stafholts þakkar Stjornarnefnd Stafholts einlæglega, og óskar öllum hlutaðeigendum árs og friðar. í umboði nefndarinnar, Alberi E. Krisljánsson. Off. SP 2-fS09 — SP 2-fSOO R*«- SP 4-4753 OPPOSITE MATERNITV HOSPITAL Nell’s Flower Shop 700 NOTRE DAME Wadding Beuquati • Cut Flewere Funerol Dctlqns - Corseges Beddlng Plents S. L. Stefonson — JU 0-722P Mrs. Albert J. Jotmeon ICELANOIC SPOKEN ÆTLARÐU AÐ FERÐAST? Hvert sem þú ferð, spara ég þ é r peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlines og allra aðal flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf, visa og hótel, ókeypis. og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreíðslu. ARTHUR A. ANDERSON ALL-WAYS TRAVEL BUREAU 21S Horgreve St., Wlnnlpeg 2 Ottlce Ph. WH 2-2335 • Res. GL 2-544«

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.