Lögberg-Heimskringla - 07.02.1963, Síða 8

Lögberg-Heimskringla - 07.02.1963, Síða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. FEBRÚAR 1963 Úr borg og byggð Kvennfélag Fyrslu lúfersku kirkju efnir til sölu á rúllu- pylsu, lifrapylsu og blóðmör í neðri sal kirkjunnar, fimmtu- daginn 14. febrúar frá kl. 2 til 5 eftir hádegi. Kaffi verður til sölu fyrir þá sem óska. Lena Heidman, (vararitari). ☆ Betel Building Fund Brú Lutheran Ladies’ Aid, Brú, Manitoba, $25.00. Mickey Lennett, Bannatyne and Hargrave, Wpg., $2.00. Meðtekið með þakklæti. K. W. Johannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man., féhirðir byggingarsjóðsins. ☆ Miðsvetrarmót „ F r ó n s " verður haldið í Fyrstu lút- ersku kirkju í. Winnipeg, mánudagskvöldið 18. þ.m. og hefst kl. 8.15 e.h. Aðalræðu- maður kvöldsins verður séra Kristján Róbertson frá Glen- boro og skáld kvöldsins eng- inn annar en Guttórmur J. Guttormsson frá Víðivöllum. Ennfremur syngja þau ein- söngva Gústav Kristjánson og Miss Margrét Jónasson. Þá verður og hljóðfæraleikur. ☆ Tryggingarsjóður Lögbergs- Heimskringlu. Icelandic Good Templars — $100.00. — 17. janúar 1963. Meðtekið með þakklæti. K. W. Johannson, gjaldkeri. ☆ Civil Defence says: — You can prepare an emerg- ency kit to go quickly in you car at any time. Use the food in your kit and replenish it as you use it. Metro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUmer 8-2351 ☆ Rilfrelsi. Að gefnu tilefni skal þess getið, að margar greinar birtast í Lögbergi- Heimskringlu, sem eru ekki endilega í samræmi við skoð- anir ritstjórans, né annara sem að blaðinu standa. Okkur er Ijóst, að V.-lslendingum væri illa í ætt skotið, ef þeir væru sammála um alla hluti og blaðið harla litlaust ef ávalt væri verið á varðbergi gegn því, að eitthvað kynni að birt- ast í því, sem kæmi við kaun einhverra lesenda. Hinsvegar ber að forðast að blaðið sé not- að til persónulegra árása eða áróðurs í stjórnmálum og trú- málum. — Ritst. ☆ Vancouver 1. febr. 1963. Kæra frú Ingibjörg. Hjartans þakkir fyrir að senda okkur blöðin alla tíð. Okkur hefir þótt svo vænt um að fylgjast með, síðan við vor- um í Winnipeg 1947—48. Það var yndislegur tími sem ég mun aldrei gleyma, og þeim elskulegu vinum, sem við eignuðumst þá og síðan við komum aftur til Canada. Guð blessi ykkur öll fyrir þann kærleika og vináttu, og allt sem þið hafið gjört fyrir okkur. Guðrún Brynjólfsson. ☆ Miðsvetur Samkoma Icelandic Canadian Club Nú kemur brátt að því að Vestur-íslendingar um álfuna þvera og endilanga gera inn- reið í Winnipeg að sitja Miðs- vetrar mót. Er Icelandic Can- adian Club nú með öllu reiðu- búið að veita löndum sínum góða skemmtun á öðru kveldi þingsins, þriðjudaginn 19. febrúar, og hefir ekki verið valið af verri endanum á skemmtiskrána. Ræðumaður verður forseti Manitoba háskólans, Dr. H. H. Saunderson. Einnig koma fram Wilsons systkynin sem eru að góðu kunn í okkar hóp fyrir tónlist sína. Mun Charlisle leika á fiðlu, Eric á violincello en systir^þeirra, Kerrine á píanó. En til sinna eigin vinsælu radda taka þau Norma Vade- bonceur og Henri Enns og er þeim það til lista lagt að gjöra þjóðlögum góð skil. Sweet Adelinis hafa um hríð skemmt þessari borg við góðan orðstír og munu þær leggja til þessarar samkomu tvo fjórraddaða flokka: The Winnikeys og The Gay Fours. Svo hefir Icelandic Can- adian Club efnt til hádegis- verðar til heiðurs Dr. Saund- erson og til að gefa honum færi á að kynnast þinggestum og öðrum Islendingum. Fer máltíðin fram hjá Hudson’s Bay kl. 12.15 e.h. Er takmark- að hve mörgum er þar hægt að veita beina og þeir því beðnir að hringja til Walter J. Lindal, dómara sem vilja kaupa aðgöngu að dagverðin- um. ☆ Flutti erindi á kennaraslcóla Miðvikudagskvöldið þ. 23. janúar s.l. flutti dr. Richard Beck erindi á kennaraskólan- um í Mayville, N.-Dakota (Mayville State Teachers Col- lege) í boði eins af stúdenta- félögum skólans. Fjallaði erindið um land- námshug og landnám nor- rænna manna að fornu og nýju. Meðal annars vék ræðu- maður að landnámi Islands og stofnun hins forna íslenzka lýðveldis og Alþingis, er telja mætti eftirminnilegasta dæmi um frelsisást og skipulags- hæfileika norrænna manna á þeirri tíð. En sérstaklega lagði fyrirlesarinn áherzlu á það, hvernig framsóknarhugur og sjálfstæðisandi Norðurlanda- búa hefði á síðari árum komið fram í þjóðfélagslegum um- bótum í heimalöndum þeirra MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á. hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45 f. h. 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. og í víðtækri þátttöku þeirra í alþjóðasamvinnu, bæði í starfi Sameinuðu þjóðanna og á öðrum sviðum. Þrátt fyrir vetrarhörkur, sótti allstór hópur stúdenta, kennara og bæjarbúa sam- komuna, og var ræðumanni á- gætlega fagnað. Undanfarið hefir dr. Beck einnig flutt ræður um norræn- ar menningarerfðir á sam- komum norsk-ameríska þjóð- ræknis- og menningarfélaga í Minneapolis og Grand Forks. Ræða sú um Leif Eiríksson og Vínlandsfund hans, sem dr. Beck flutti snemma í október s.l. á Leifs Eiríkssonar hátíð í Minneapolis, var nýlega birt í norska vikublaðinu Minne- sota Posien þar í borg. ☆ Staurar (Til J. J. N.) Enginn skar úr „ádeilum“, Er okkur bar ei saman; Áttum svar í Andvökum; Oft var leitin gaman. * * * Þá ber mest á Þór-styrk Manns, Þjóð ef kemst í bobba; Góður man, að get ’ei hans; Gleymdist þetta Kobba. * * * Hyggst ’ann kveðja hetjutíð, Heimsmenningar siði? Heilsa, í staðinn, heigla-lýð, Sem helzt vill búa í friði? * * * Er hann vikum eftir jól, Augafullur rommi? Eða hefst með hærri sól Hættulegur Kommi? —J.P.P. ☆ Hnausa Fresh-Air Comp The Unitarian Women Al- liance are launching /a drive for funds in aid of the Childr- en’s fresh air Camp at Hnausa, Man. This camp was established thirty six years ago to enable families from the Federated churches to take their children to the beach. Many children enjoyed this privilege in the past, and many good people, (who are still with us and more who have passed on) worked very hard to make this possible. As you know, times have changed, many families now have their own facilities. The Alliance has found a new need in aiding charitable organizations “The Retarded Childrens Association” as well as other organizations have had the use of the Camp and also our own young people, and the Alliance. We feel that because the need for charity is always great and we are fortunate in owning this property we must repair and make it comfort- able. We now appeal to the public in our need. The 1963 president is Mrs. Ragnar Gíslason, Wpg. On Saturday Feb. 16, 1963, from 2.30 till 5.30 p.m. the Uni- tarian Womens Alliance are holding a tea in the lower parlours of the Unitarian Church on Banning and Sargent. Mrs. F. Verner a member, has offered to cut and fit skirts for $1.00, so bring 1 yd. of material 54" wide. They are guaranteed to fit. Homecooking, candy, etc. and of course tea cup reading. Everyone Welcome. Cóme and support the fresh air Camp at Hnausa. Mrs. G. S. Eyrikson, sec. Dánarfregn Hoseas Björn Péturson and- aðist í Wynyard 18. sept. 1962. Hann var fæddur, í Argyle, Manitoba 2. desember 1903; foreldrar hans voru Mr. og Mrs. Jóhannes Pétursson og fluttu þau til Wynyard árið 1905, ári eftir að Islendingar frá Norður-Dakota námu þar land. Hoseas ólst þar upp og tók við búi föður síns að hon- um látnum. Hann naut trausts í byggð sinni og var um skeið í sveitarráði Elfros sveitar. Árið 1942 kvæntist hann Svöfu Sigurdson og eignuðust þau tvö börn, Dawn og Aaron. Auk þeirra lifa hann tvö syst- kini, Mrs. Stanley Smith í Needham, Mass. og Bjöm Pétursson til heimilis í Van- couver. Jarðarförin fór fram frá Wynyard United kirkjunni og jarðað í Pleasantview graf- reitnum. Árnaðaróskir Undirrilaðir hafa sent Lögberg-Heimskringlu kveðj- ur og afmælisgjafir í lilefni 75 ára afmælis Lögbergs. Heill sé beim! Framhald. Dr. Solveig T. Gislason, State Hospital, St. Peter, Minnesota. Mr. and Mrs. Bragi Freymodsson, 4914 Paseo Del Pavon, Torrance, Calif. Mr. and Mrs. M. T. Paulson, 205 — 68 Yonge Street, Toronto, Ontario. Mr. C. T. Oddstad, 127 East Sayer St., San Antonio, Texas. Mrs. R. Nelson, 901 Laguna Road, Fullerton, Calif. Mrs. Holmfridur Petursson, 742 Waterloo St., Winnipeg, Man. Mr. J. J. Myres, 1114 Mary Lane, National City, Calif. Mrs. G. Brynjolfsson, 1070 West 15th Ave., Vancouver, B.C. Dr. and Mrs. K. J. Backman, 893 Garfield St., Winnipeg, Man. Mr. Olafur Valdimar Jonsson, 311 — 5th Ave. East, Prince Rupert, B.C. Miss Salome Halldorson, 6 — 240 Chestnut St., Winnipeg, Man. Mr. John Sigurdson, 402 North Sixth St., Las Vegas, Nevada. Mrs. J. Hjalmsson, 1023 Ingersoll St., Winnipeg, Man. O P E N I N G of ^Dhmuúu tömuhj^ SulotL February 15, 1963 78 First Ave., Gimli Man. Phone 59

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.