Lögberg-Heimskringla - 21.02.1963, Blaðsíða 1
Högberg - Ijetmslmngla
Stofnað 14. jan.. 1888 Stofnuð 9. sept., 1886
77. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1963
NÚMER 8
Fyrsti dagur Þjóðræknisþingsins
íslandsfréttir
Agrip innlendra frétta vik-
unnar 3. febrúar 1963.
Veður var gott vikuna, sem
leið. Á sunnudaginn var vind-
ur allhvass sunnanlands og
hláka um allt land, en daginn
eftir gekk í vestrið og kólnaði
heldur og á þriðjudaginn var
hæg norðlæg átt, bjart veður
um allt land og víðast nokkurt
frost. Síðari hluta vikunnar
var svo vestankaldi, oftast
nær skýjað loft og frostlaust
vestanlands en heiðskírt að
kalla og
landi.
vægt frost á austur-
Eggert Grettir
Eggertson
á sextugs afmæli hans.
Grettir ungur átti löngum
ítök merk er vepkin sanna;
hélt í tíða straumi ströngum
stefnu í kjölfar víkinganna.
Fár var ei, né ferðalúinn;
feikna björg við axlir hóf ’ann,
er í víking, vígabúinn,
viljann ei, né pund sitt gróf
’ann.
Var hann lengi á vopnaþingi
verkfræðinga fremstur talinn.
Alheimsmanni, íslendingi
oft var sess til hefðar valinn.
Vökumaður, vinnuglaður,
verkaloka sigur bar hann;
engu starfi meðalmaður,
miklum heiðri
hann.
sæmdur var
Verði laun á lokáþingi
lögð á met, í gildum sjóði;
ferðaarfur íslendingi,
er ævidagsins mesti gróði.
S. E. Björnsson.
Alþingi kom saman til fram-
haldsfunda á þriðjudaginn var
samkvæmt forsetabréfi, er
Ólafur Thors forsætisráðherra
las upp í byrjun fundar í Sam-
einuðu þingi.
* * *
Vísitala framfærslukostnað-
ar var 128 stig i byrjun janúar-
mánaðar, eða tveimur stigum
hærri en í byrjun desember.
* * *
Síldveiðin er nú aðallega í
Skeiðarárdjúpi fyrir sunnan
land og hafa veiðst þar í vik-
unni um 50,000 tunnur. Mestu
af þessum afla hefur verið
landað í Vestmannaeyjum og
nokkrir togarar hafa tekið þar
síld til Þýzkalands.
Afli línubáta hefur verið
sæmilegur að undanförnu.
* * *
Fyrsta íslenzka fiskiskipið,
sem smiðað er hérlendis úr
stáli, var afhent eigendum
laugardaginn. Það er 130
brúttólestir, heitir Arnarnes
og er eign íshússfélags Hafn-
arfjarðar. Stálsmiðjan h.f.
Reykjavík smíðaði skipið, en
hún hefur áður smíðað tvö
stálskip, Albert og dráttarbát
inn Magna. Arnarnes kostaði
7 milljónir króna.
* * *
Aðalfundur Landssambands
íslenzkra útvegsmanna var
haldinn í Reykjavík í vikunni.
Formaðurinn Sverrir Júlíus-
son var endurkjörinn. Hann
sagði í setningarræðu sinni að
ekki yrði annað sagt en a£
koma þeirra, sem byggðu
sjávarútvegi, hefði verið góð
árið 1962. Þá hefði verið met
afli og sala á sjávarafurðum
gengið greiðlega. Emil Jóns-
son sjávarútvegsmálaráðherra
gat þess í ávarpi á fundinum
að um áramótin hefðu nálega
50 fiskiskip verið í smíðum og
myndi heildarverð þeirra vera
um 316 milljónir króna.
* * *
Samkomulag hefur orðið
milli atvinnurekenda og all-
margra verkalýðsfélaga um
Íj hækkun á kauptöxtum.
♦ * *
Alþingiskosningar fara fram
sumar og eru fyrstu fram-
boðslistarnir komnir fram, —
Alþýðuflokksins í Reykjanes-
cjördæmi og Austurlandskjör-
dæmi, og Framsóknarflokks-
ins í Norðurlandskj ördæmi
eystra.
* * *
F u n d u r menntamálaráð-
herra Norðurlanda var hald-
inn í Stokkhólmi 30. janúar og
sótti hann af hálfu íslands
Birgir Thorlacius ráðuneytis-
stjóri. Samþykkt var á fund-
inum að reisa í Reykjavík nor-
rænt hús, er verði miðstöð
norrænnar samvinnu á íslandi,
og var fimm manna bygging-
arnefnd falið að annast fram-
kvæmdir. Stofnkostnað greiða
Danmörk, Finnland, Noregur
og Svíþjóð, 10,5 milljónir
króna, en ísland leggur til
lóðina.
* * *
Fimm dragnótabátar voru
teknir að ólöglegum veiðum
nálægt Ingólfshöfða og viður-
kenndu fjórir brot sitt og
hlutu 20.000 króna sekt hver.
Rannsókn er ekki lokið í máli
hins fimmta.
* * *
Eimskipafélagi íslands var
afhent í vikunni skip það, er
Framh. á bls. 8.
Þegar gengið var inn í sal
Goodtemplarahússins á Sarg-
ent Avenue í Winnipeg á
mánudagsmorguninn barzt
klukknahljómur að eyrum;
kirkjuklukkur Islands voru að
hringja inn fertugasta og
fjórða ársþing Þjóðræknis-
félags Islendinga í Vestur-
heimi. Þessa skemmtilegu til-
breytingu, sem vakti ljúfar
minningar í brjóstum þing-
gesta, átti félagið.Sigurði Sig-
urgeirssyni, forseta Þjóðrækn-
isfélagsins í Reykjavík að
þakka, en hann hafði sent
félaginu klukknahringingarn-
ar á segulbandi ásamt söngv-
um, ávörpum og ræðum, sem
síðar verður vikið að.
Eftir að forseti, Dr. Richard
Beck hafði sett þingið stjórn-
aði fyrrv. forseti félagsins,
Dr. Valdimar J. Eylands guð-
ræknisstund og flutti bæn.
Sungnir voru sálmarnir, Lofið
vorn drottinn og Lærdóms-
tími ævin er. Gunnar Erlends-
son lék undir á píanó. Að því
búnu flutti forseti, Dr.
Richard Beck ársskýrslu sína;
var hún ýtarleg, og birtist
fyrri hluti hennar í þessu
blaði. Hann tilkynnti að hann
myndi ekki vera í kjöri í for-
seta embætti félagsins fyrir
næsta ár. Hann hefir gegnt
því embætti sl. sex ár og
einnig á fyrri árum með frá-
bærri samviskusemi; hefir, til
dæmis, á umliðnu .ári heim-
sótt flestar ef ekki allar deild-
ir félagsins og munu allir
sakna hans úr forsetastól og
hinnar röggsamlegu stjórnar
hans, en hann mun sem áður
bera hag og velferð félagsins
fyrir brjósti og vinna því allt
sem hann má.
Um sjötíu manns sátu þenn-
an fyrsta fund þingsins og hér
fara á eftir nöfn fulltrúa:
Deildin Frón
Próf. Haraldur Bessason
Mrs. Oddný Ásgeirsson
Mrs. Kristín Johnson
Mrs. Hrund Skúlason
Guðmann Levy
J. F. Kristjánsson
Soffía Benjamínsson
Gunnar Baldwinsson
Jón Hafliðason
Deildin Gimli, Gimli, Man.
Jónas Jónasson
J. B. Johnson
Miss Sigurbjorg Stefanson
Mrs. Margrét Sigurdson
Deildin Ströndin, Vanc., B.C.
Mrs. S. E. Bjornsson
Deildin Aldan Blaine, Wash.
Mrs. S. E. Bjornsson
Deildin Esjan, Arborg, Man.
Mrs. Guðrún Magnússon
Mrs. Inga Hólm
Björgvin Hólm
Gestur Pálsson
Mrs. Herdís Eiríksson
Mrs. Guðrún Jónasson
Deildin Island, Morden, Man.
Jón B. Johnson
Deildin Lundar, Lundar, Man.
Gísli S. Gíslason
J. A. Howardson
Deildin Brúin, Selkirk, Man.
Mrs. Sigrún Nordal
Mrs. Guðrún Vigfússon
Utanbæ j argeslir:
Arni Sigurdson,
Seven Sisters, Man.
Mrs. Louisa Gislason,
Morden, Man.
Mrs. Petrina Petursson,
Oak Point, Man.
Mrs. Kristín Pálsson,
Lundar, Man.
Mrs. Ingibjorg Rafnkelson,
Lundar, Man.
Mrs. Ingunn Thomasson,
Morden, Man.
Mrs. Thorunn Valgardson,
Moose Jaw, Sask.
Mrs. Halldora Thorsteinson,
Oak Point, Man.
Sennilega hafa fleiri utan-
bæjar verið viðstaddir, er við
ekki urðum vör við.
Sigurður Magnússon full-
trúi Loftleiða í Reykjavík og
boðsgestur Þjóðræknisfélags-
ins sat þingið. Eftir hádegi
ávarpaði hann þingheim og
flutti kveðjur frá hr. Ásgeiri
Ásgeirssyni, forseta Islands og
frú og frá biskupinum yfir ís-
landi, hr. Sigurbirni Einars-
syni. Þá var flutt ávarp og
kveðja frá Sigurði Sigurgeirs-
syni af segulbandi; ennfremur
söng Karlakór Reykjavíkur.
Þegar hann söng ó, fögur er
vor fósturjörð, tóku allir und-
ir og söng hver með sínu nefi.
Forseti Dr. Beck las nú
kveðjur frá eftirgreindum
vinum félagsins:
Utanríkisráðherra íslands
Guðm. I. Guðmundssyni; Dr.
Theol. Ásmundi Guðmunds-
syni; Rektor háskóla Islands
Ármanni Snævarr; Helga
Briem, fyrrv. ambassador Is-
lands; Guðmundi Grímson,
fyrrv. háyfirdómara; Valdi-
mar Björnson, féhirðir Minne-
sotaríkis; Dr. Árna Helgasyni,
ræðismanni í Chicago; Birni
Björnsson, ræðismanni í
Minnesota; Sigurði Þórðar-
syni, söngstjóra Karlakórs
Reykjavíkur; Ásgeiri M. Ás-
grímsson og Guðm. M. Jónas-
son, forseta deildarinnar Brúin
í Mountain.
Var öllum þessum kveðjum
tekið með miklum fagnaði af
þingheimi.
Lögbergi - Heimskringlu
hafði nýlega borist ritgerð frá
Jónasi Jónssýni fyrrv. alþing-
ismanni og dómsmálaráðherra
Islands, en hann sótti Vestur-
íslendinga heim 1938, ferðað-
ist þá á vegum Þjóðræknis-
félagsins um byggðir þeirra
og hefir jafnan síðan fylgst
með málum þeirra og reynst
þeim hinn ágætasti vinur. Rit-
gerð hans birtist síðar hér í
blaðinu, en vegna þess að hún
fjallar um ýms þjóðrækismál
Vestur-lslendinga, þótti vel til
hlýða að leggja hana fyrir
þingið. — Ingibjörg Jónsson,
flutti þingheimi kveðjur frá
Jónasi Jónssyni og las síðan
ritgerð hans. Var gerður góð-
ur rómur að henni og henni
vísað til allsherjarnefndar til
ihugunnar.
Miðsvetrarmót Fróns á
mánudagskveldið í Parish
Hall í Fyrstu lútersku kirkju
var með ágætum. Um 400
manns fyltu hinn bjarta og
fallega sal í þessu nýja húsi.
Forseti Fróns, próf. Haraldur
Bessason stýrði samkomunni
og eyddi ekki tíma í mála-
lengingar, enda hafði hann
frábærilega góða skemmtiskrá
á boðstólum. Hin íslenzku lög
er Gustaf Kristjánsson söng
fundu viðkvæman hljómgrunn
hjá áheyrendum, Mrs. Jóna
Kristjánsson lék undir á píanó.
— Guttormur skáld hefir
aldrei verið í betra „formi“ en
nú, og er hann nú á áttugasta
og fimmta árinu; hlátrar
kváðu við um allan salinn
þegar hann sagði brandara
sína og hlýtt var á hann með
djúpri athygli þegar hann
flutti kvæðin úr þisllum sín-
um og ný kvæði úr handriti
sem hann er nú að búa undir
prenntun. — Ræða séra Krist-
jáns Róbertssonar er ein sú
bezta, sem flutt hefir verið á
íslendinga samkomu í mörg
ár. Ekki skal hér skýrt frá
efni hennar, því ræðumaður-
inn hefir góðfúslega lofast til
a ð 1 á t a Lögbergi-Heims-
kringlu hana í té innan
skamms, og þykir okkur veru-
legur fengur því lesefni' fyrir
blaðið.
Miss Margaret Jónasson
söng yndislega nokkra söngva
eftir Schubert og Drauma-
landið eftir Kaldalóns. Miss
Snjólaug Sigurdson annaðist
undirleik. — Gail Dahlman,
dóttur-dóttir Guttorms skálds
lék á píanó og var gerður góð-
ur rómur að leik hennar.
Frekari fréttir af þjóðrækn-
isþinginu í næstu viku.