Lögberg-Heimskringla - 21.02.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 21.02.1963, Blaðsíða 2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1963 Ferhendur „Þegar mín er brostin brá, búið Grím að heyja. Þorsteinn líka fallinn frá, ferhendurnar deyja.“ Svo kvað Páll Ólafsson á sinni tíð og varð landfleygt. Þótti mönnum full djúpt tekið í árinni og ekki af ástæðu- lausu: „Þó að Páli bresti brá, bili Grím að skrifa. Þorsteinn l'íka falli frá, ferhendurnar lifa.“ Og mætti fjórða hendingin gjarna vera feitletruð. Nefni ég aðeins til dæmis 'þessa vísu Hjartar Gíslasonar frá Akur- eyri: „Öls við bikar andinn skýr á sér hiklaust gaman. Augnabliksins ævintýr endist vikum saman." Og Guðmundur Böðvarsson frá Kirkjubóli: „Grimmur heimur hlær og lokkar heiðar-feiminn álf. En hver mun geyma arfinn okkar ef við gleymum sjálf?“ Og var þó aldrei sagt, að ekki hefði áður verið vel kveð- ið. Svo orti Kristján fjalla- skáid: „Drekkum, bræður, iðu öls, árnum mæðu bana, þegar hræða hrannir böls hjarta næðisvana.“ Að vísu skipar stakan trauðla jafn veglegan sess í hugum manna og áður, því fjölgar ört, sem hugann glep- ur. Og jafnvel finnast þeir, sem fremur telja stuðlamál lýti á skáldskap. Minnist ég þess, að fyrir réttu ári las ég í Tímanum, að umrætt skáld brygði fyrir sig rími og jafn- vel hljóðstöfum, sem þó að- eins „gerði ljóðin hagyrðings- legri.“ Og er þá komið svo, að orð- ið hagyrðingur hefur fengið niðrandi merkingu í hópi vissra manna, er um bók- menntir fjalla. En hvernig svo sem á mál þetta er litið, mun hitt þó mála sannast, að sem betur fer hafa formbyltingar í íslenzk- um kveðskap aldrei gengið þegjandi fyrir sig. Get ég ekki stillt mig um, fyrst ég minnist á þetta, að geta hér smáorða- hníppinga af þessu tagi. Hinn ódrepandi vísnasafn- ari, Sigurður Jónsson frá Haukagili, spurði eitt sinn unga atómskáldkonu, er ég kann ekki að nefna, hvort hún vissi þess dæmi, að mpnn hefðu atómkvæði yfir sér til hugarhægðar, eins og altítt væri um kvæði góðskáldanna, að ekki væri minnzt á stök- urnar. Skáldkonunni varð ekki svarafátt, en vitnaði til þess, að „Faðir vor-ið“ væri óstuðlað. — „Fyrst þú ferð út í hin trúarlegu fræði“, svaraði Sigurður, „þá skulum við minnast orða meistara Jóns: „Svo falsar nú andskotinn Guðs steðja á meðal vor og setur sína mynd og yfirskrift á svikinn málm“ “ — og vildi heimfæra á atómkvæðin. Hygg ég þó kjarna málsins þá niðurstöðu, er séra Helgi Sigurðsson kemst að í Brag- fræði sinni: „Allur skáldskap- ur, og þar á meðal vor, hlýtur, eins og svo margt fleira, að miklu leyti hvíla á sínum gamla grundvelli." — Og dol- fallinn varð ég, er ég eitt sinn var að þrátta um bragarhætti og skaut máli mínu til ung- skálds, er gefið hafði út tvær eða þrjár ljóðabækur, að það skyldi engin deili vita á forn- yrðislagi og dróttkvæði. Gat ekki einu sinni sagt um, hvort það hafði lesið eitthvað af því tagi. En látum svo vera. Vindum okkur þess í stað að lausavís- unum, sem ávallt „slá í gegn“: „Þó að nú sé atómöld er samt býsna gaman, að geta svona kvöld og kvöld kveðið stöku saman.“ Frh. bls. 3. CANADA KVNNIST RÉTTINOUM YfllR Löglegir innflytjendur hafa sömu réttindi og skyldur og aðrir vinnandi þegnar þessa lands Þó meirihluti vinnuveitenda í Kanada séu heiðvirðir og vilji öllum rétt gera, eru nokkrir, sem fært hafa sér í nyt ókunnugleik innflytjenda. • Til að varast þá, eru hér nokkrar upplýsingar. • Krefjist að fá þá hvíldardaga með kaupi, sem þér eigið heimtingu á. • Gætið þess, að það sem frá kaupi yðar er dregið, fyrir fæði og húsnæði sé eins og það á að vera. • Neitið að láta hafa yður að verkfæri í verkföllum. © Gætið þess vandlega, að frímerki séu sett í atvinnubækur yðar, sem þér eigið heimtingu á sem atvinnutryggingu (Unemployment Insurance). © Verið ósmeykir við að ganga í verkamannasamtök. Til þess hafið þér fullan rétt. • Óttizt ekki hótun um útflutning frá vinnuveitendum. • Ef þér hafið nokkra löglega ástæðu til umkvörtunar um vinnu yðar, þá leitið upplýsinga hjá fulltrúa fylkisstjórnar 1 héraði yðar. Ef þér ekki vitið hverjir þeir eru, þá leitið á fund fulltrúa innflutnings og borgaralegra mála í næsta héraði, prestsins eða fulltrúa yðar eigin þjóðræknismála. Þeir munu gera allt sem þeir geta fyrir yður. R. A. BELL Minister of Citizenship and Immigration «

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.