Lögberg-Heimskringla - 21.02.1963, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1963
Lögberg-Heimskringla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Printed by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man.
Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON
EDITORIAL BOARD
Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur
Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr.
Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson. Prof. Thor-
valdur Johnson, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Péturs-
son. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Monlreal: Próf. Áskell
Löve. Minneapolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr.
Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri.
Akureyri: Steindór Steindórsson yfirkennari.
Subscription $6.00 per year—payable in advance.
TELEPHONE WH. 3-9931
Authorlzed as second class mail by the Post Office Department, Ottawa,
and for payment of postage in cash
DR. Richard Beck:
Ársskýrsla forseta
Þjóðræknisfélagsins
Heiðruðu fulltrúar og gestir!
Fyrir allmörgum árum átti ég þess kost að dvelja í Árna-
safni í Káupmannahöfn, en þar eru, eins og alkunnúgt er,
varðveitt íslenzk handrit svo hundruðum skiptir, meðal
þeirra mörg hin merkustu og dýrmætustu slíkra rita vorra,
þótt sumar allra mestu gersemar þeirra, svo sem Konungs-
bók og Flateyjarbók. sé annars staðar að finna.
Þessa stund í Árnasafni fannst mér sem ég stæði á vígðri
íslenzkri grund, eða öllu heldur í musteri, þar sem helgir
dómar þjóðar minnar, dýrkeypt afrek anda hennar og handa,
umkringdu mig á alla vegu. Ekki varð lotningartilfinning
mín minni, þegar ég fékk að handleika handrit sjálfrar
Snorra-Eddu. Og er ég gaf gætur að handritunum mörgu á
hillum safnsins, skildi ég betur en áður djúpan sannleik orða
safnvarðarins, dr. Jóns Helgasonar pdófessors, í snjöllu og
stórbrotnu kvæði hans “í Árnasafni“:
Undrandi renndi ég augum með bókanna röðum:
eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum.
Hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu
uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu.
Eðlilega varð mér þá ríkara í huga heldur en endranær,
hversu ómetanlega auðlegð vér íslendingar eigum, þar sem
handrit vor eru og þær sérstæðu og lífrænu bókmenntir,
sem skráðar eru innan spjalda þeirra, og spegla andlega iðju
þjóðar vorrar, harðsótta baráttu hennar fyrir tilveru sinni
öldum saman, drauma hennar og vonir.
I nýjustu kvæðabók Davíðs Stefánssona frá Fagraskógi,
í dögun, er merkilegt og tímabært kvæði um íslenzku hand-
ritin. í upphafserindum þess lýsir skáldið því eftirminnilega,
hvernig þessi handrit urðu til í fyrstu, og hver uppspretta
andlegrar orku og vakningar þau voru íslenzku þjóðinni,
ekki sízt á mestu andstreymisöldum hennar, þegar erlend
kúgun og harðæri bundu henni þyngstar byrðar:
Þeir slátruðu kálfum, eltu skorpin skinn
og skráðu á letur, mikil og ægifögur.
Fræðimenn skáru fjaðurpenna sinn
í fannbörðu hreysi norður við yztu gjögur.
Þar krotuðu bræður við kolunnar glæður
kvæði og ættarsögur.
Lengi bárust ritin frá manni til manns
við mánaglætuna lesin oft og víða.
Þau voru eini fjársjóður fátæks lands
í forlagastormum mykrvaðra hungurtíða.
Sagnanna andi varð sviknu landi
sólskin og veðurblíða.
Þessa dagstund á Árnasafni fagnaði ég því af heitum og
þakklátum huga, að vera sonur þeirrar þjóðar, sem þrátt
fyrir smæð sína og hin andvígustu kjör öld eftir öld, hafði
átt skapandi gáfu og elju til þess að vinna þau afrek, er
handritin íslenzku bera fagurt vitni. En sú fagnaðarkennd
var harmi þrungin og sársauka, er ég minntist þess, hve
langur dráttur varð orðinn á því, að íslendingar endur-
heimtu þessa dýrmætu fjársjóðu sína. Ekki verður barátta
þeirra að því marki rakin hér, en mikið ánægjuefni má það
vera oss íslendingum vestan hafs, eigi síður en löndum
vorum heima á ættjörðinni, að fyrir vaxandi skilning á
þessu réttlætismáli voru og drengilega afstöðu margra Dana
til þess, er svo langt komið, að danska Þjóðþingið hefir sam-
þykkt að afhenda íslendingum meginhluta handrita þeirra.
Má þess vegna telja það víst, að sú farsællega lausn þessa
deilumáls sé eigi langt undan
landi, enda hefir Alþingi þeg-
ar samþykkt stofnun og starf-
rækslu Handritastofnunar á
íslandi, og hinn ágætasti
maður verið skipaður for-
stöðumaður hennar, en það er
dr. Einar Ól. Sveinsson pró-
fessor, sem oss íslendingum
hér í álfu er að góðu kunnur,
bæði af gagnmerkum ritum
sínum um íslenzkar bók-
menntir og útgáfum fornsagna
vórra, og af kærkominni
heimsókn sinni og fyrirlestra-
höldum hér vestan hafs. Meðal
hinna mörgu bóka hans er ein-
mitt prýðilegt rit um Hand-
ritamálið, sem var eitt af rit-
um Hins íslenzka Bókmennta-
félags 1959. Eftir að hafa rétti-
lega harmað það, hve mikið
hefir á liðnum öldum glatast
af andlegum verðmætum ís-
lenzku þjóðarinnar, lýkur
hann riti sínu með þessum
eftirtektarverðu orðum um
bókmenntalegt og menning-
arsögulegt gildi handrita
vorra:
„Eftir eru handritin, sem
geyma orðlist íslendinga,
mynd þeirra af mannlífinu,
mynd þeirra af dýrð manns-
ins og eymd, glímu þeirra við
guð sinn, eins og þeir hafa
tjáð þessi efni í stuðla skorð-
um eða í lausu máli. Leiðin
til bókmennta þjóðarinnar,
„leiðin til Hlíðarenda“, liggur
til uppsprettu lífs þeirra sem
þjóðar. Þessar bókmenntir eru
hornsteinninn, sem menning
þeirra er reist á, jafnvel sem
tilvera þeirra er reist á. Og af
því að þessar bókmenntir eru
enn lifandi, eru þær rótin,
sem dregur safann úr mold
fortíðarinnar og gefur hann
lifandi, gróandi, grænum
greinum menningar dagsins í
dag.“
Segja má, að hér sé komið
að hjartanu. aflvakanum, í
allri þjóðræknislegri viðleitni
vor vestan hafs frá allra
fyrstu tíð og fram á þennan
dag. Hún er byggð á meðvit-
undinni um það, hve djúpum
rótum vér stöndum, ætternis-
lega og menningarlega, í ís-
lenzkum jarðvegi, og samtímis
á heilbrigðum skilningi á því,
hve nauðsynlegt oss sé það,
ef vér eigum ekki að verða
rótslitnir kvistir á lífsins meið,
að halda áfram að vera í sem
nánustum tengslum við vora
þjóðernislegu menningarmold,
og draga andlega næringu úr
lífrænum erfðum vorum: —
tungu vorri, sögu og bók-
menntum. Af þeirri meðvit-
und og þeim skilningi sprett-
ur svo löngunin til þess, ljósu
letri skráð í stefnuskrá og
starfi þessa félagsskapar, að
oss beri, ef þegnskuld vor á að
vera goldin til fúlls, að gera
sem ávaxtarríkast í hérlendu
þjóðlífi hið bezta og fegursta í
ættarerfðum vorum, andleg
verðmæti, sem lifað hafa ald-
irnar, af því að þau áttu þann
mátt lífs og listar, sem eldist
ekki. Dr. Jóni Þorkelssyni
(Forna) mæltist spaklega, er
hann segir í einu kraftakvæða
sinna:
Hið mikla geymir minningin,
en mylsna og smælkið fer.
Fyrrgreind stefnuskrá fé-
lags vors, og framkvæmd
hennar eftir mætti í störfum
þess, hefir þá einnig frá upp-
hafi vakið bergmál í hugum
góðra Islendinga hér vestan
hafs, verið það aðdráttarafl,
sem laðað hefir þá svo hundr-
uðum skiptir frá ári til árs, til
stuðnings við göfugan mál-
stað félagsins, þótt fylking
hinnar eldri kynslóðar þynn-
ist óðfluga með ári hverju. Á
síðastliðnu starfsári höfum
vér átt á bak að sjá úr hópi
vorum mörgum ágætum fé-
lagssystkinum, en þau eru
þessi, eftir því, sem mér er
kunnugt:
Dr. Vilhjálmur Stefánsson,
Hanover, New Hampshire,
heiðursfélagi; séra Eiríkur S.
Brynjólfsson (hafði verið em-
bættismaður í deildinni
„Ströndin"), Vancouver; Páll
S. Pálsson skáld (hafði átt
sæti í stjórnarnefnd félagsins
og safnað auglýsingum fyrir
Tímaril þess), Gimli; Benedikt
Ólafsson (vara-skrifari deild-
arinnar ,,Fróns“), Winnipeg;
Jón Jónatansson skáld, Winni-
peg; C. H. ísfjord (lengi em-
bættismaður deildarinnar
,,Ströndin“), Vancouver; J. A.
Sveinsson, Baldur; Mrs. Anna
Halldórsson, Winnipeg; Thor-
gerður Thordarson, „Betel“,
Gimli; K. N. S. Friðfinnson,
Árborg; Erling Guðmundson,
Mountain; Gestur Gestson,
Mountain; Th. ísdal, „Höfn“,
Vancouver; Bjarni Sveinsson,
„Höfn“, Vancouver; Mrs. Ingi-
björg Pálsson, Selkirk; Marus
Benson, Selkirk; Thórunn
Jóhannson, Selkirk; Miss Ljót-
unn Thorsteinsson, Gimli;
Mrs. Þórhalla Elísabet Arn-
grímson, Blaine; Mrs. Lárus
Johnson, Lundar.
Vér vottum aðstendendum
þessara starfsmanna vorra og
kvenna innilega samúð vora,
en minningu þeirra heiðrum
vér með því að rísa úr sætum.
Vitur maður hefir sagt:
„Þakkarskuldin er eina skuld-
in, sem auðgar manninn.“
Minnug þess, skulum vér láta
þakkarhugann til h i n n a
horfnu félagssystkina verða
oss hvatning til dáða málstað
vorum til eflingar.
Af þeim sjónarhóli skal
þessu næst horft yfir liðið
starfsár. Stjórnarnefndin hef-
ir, eins og að undanförnu, á
allmörgum fundum leitast við
að ráða fram úr þeim málum,
sem seinasta þjóðræknisþing
fól henni í hendur, og úr öðr-
um þeim málum, sem komið
hafa til kasta hennar. Þakka
ég nefndinni ágæta samvinnu
að vanda á árinu.
Starfsemi félagsins hefir nú
sem áður fallið í tvo megin
farvegi, annars vegar, inn-
byrðis, meðal vor Islendinga
sjálfra, víðsvegar um álfuna;
hinsvegar, samstarfið við Is-
land og íslendinga heima á
ættjörðinni. En eðlilega er
starfsemi félagsins þannig
vaxin, að þessir tveir aðal
straumar hennar renna með
mörgum hætti í einn farveg.
Úíbreiðslu- og fræðslumál
Að þessum málum, sem
ávalt eru meginþættir í starfi
félagsins, hefir stjórnarnefnd-
in unnið eftir beztu getu og
aðstæðum, en jafnframt notið
í þeim efnum góðrar aðstoðar
ýmissa velunnara félagsins
nær og fjær.
Fyrrv. forseti félagsins og
heiðursfélagi, dr. Valdimar J.
Eylands, hefir nú sem áður í
ræðu og riti slegið áþjóðrækn-
isstrenginn og hvatt til varð-
veizlu íslenzkra menningar-
erfða. Hann ey einnig jafnan
reiðubúinn til þess að verða
félagi voru að liði, þegar til
hans er leitað.
Varaforseti, séra Philip M.
Pétursson, flutti ræðu á sam-
komum deildanna í Selkirk
og á Lundar. I fjarveru for-
seta, afhenti hann Hon. Duff
R o b 1 in , forsætisráðherra
Manitobafylkis, heiðursfélaga-
skírteini Þjóðræknisfélagsins
við virðulega athöfn, að við-
stöddum flestum stjórnar-
nefndarmönnum félagsins.
Vara-forseti hafði einnig sam-
komustjórn með höndum í há-
degisverði þeim, sem félagið
hélt til heiðurs ferðamanna-
hópnum frá íslandi, og ávarp-
aði hina góðu gesti í félagsins
nafni. Einnig flutti hann
kveðju Þjóðræknisfélagsins á
íslendingadeginum að Gimli.
Votta ég honum innilega þökk
fyrir fulltrúastörf hans vegna
fjarvistar minnar.
Ritari félagsins, prófessor
Haraldur Bessason, hefir á
liðnu ári eins og undanfarið
verið athafnamikill að út-
breiðslu- og fræðslumálunum.
Síðastliðið vor ferðaðist hann
vestur á Kyrrahafsströnd og
flutti erindi á samkomum
deildanna í Vancouver og
Blaine; ennfremur á samkom-
um deildanna í Selkirk, Ár-
borg og að Gimli, á almennri
samkomu í Glenboro, og á
sumarmálasamkomu í Winni-
peg. Hann skipar forsetasess í
deildinni „Frón“ og á einnig
sæti í Islendingadagsnefnd-
inni. Auk þess hefir hann á
árinu ritað mikið í vikublað
vort, og annaðist ritstjórn
þess meðan ritstjórinn var í
Islandsferð sinni, er síðar get-
ur. I þágu fræðslumálanna
mun og mega telja Leskaflana
í íslenzku handa byrjendum,
sem ritari og forseti hafa sam-
ið og komið hafa um skeið í
Lögbergi-Heimskringlu, og átt
hafa vinsældum að fagna, og
þá væntanlega að einhverju
gagni komið.
Vararitari, Walter J. Líndal
dómari. Hefir ritað fjölda
Frh. & bls. 5.