Lögberg-Heimskringla - 25.04.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 25.04.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. APRÍL 1963 7 Valdheiður Thorlakson: Til íslands furðustranda Svo það eru stórir hópar Vestur íslendinga að leggja leið sína til gamla Fróns á komandi sumri. Dásamlegar fréttir. Hvað verður þá það helzta sem þið, er tilheyrið hinni svo nefndri alþýðu munduð hafa mesta löngun til að sjá og skoða? Ef ég væri í ykkar sporum, hypjaði ég mig upp á Þjóðminjasafn, þar vildi ég eyða góðri dagstund, athuga þá muni er opna mundu hjá mér meiri skilning á lífsbar- áttu forfeðra minna. Reyna að (setja mig betur inn í hugsun- arhátt og viðleitni alþýðu ís- lands á liðnum öldum. Þegar maður ber það saman við tækni nútímans, undrast mað- ur þá þrautseigju, er forfeð- ur okkar sýndu. Þá má ekki gleyma að pkreppa upp á aðra hæð þjóð- minjahússins og skoða vax- myndasafn óskars heitins Halldórssonar, það eru lista- verk er vert er að líta, þó ekki hafi þau íslenzkar hönd- ur mótað. Þá má ekki gleyma að bregða sér austur yfir Elliða- ár og heimsækja Árbæ, þang- að fara nú flest elztu hús Reykjavíkur ásamt gömlum innannstokksmunum og ýmsu er að búskap laut um þær mundir er forfeður okkar voru að flytja úr landi til Vestur- heims. Það er skemmtilegra að sjá og skoða nútíma ísland og kynnast landi og þjóð, alþýð- ,unni, sem er grundvöllur hverrar þjóðar. Þér finnið hana frjálsa, glaðlynda og góð- viljaða, reiðubúna að sýna ykkur alla gestristni og greiða- semi. En ég hygg það bless- aðist bezt að gefa henni tóm og tækifæri að sýna ykkur og segja frá gæðum Islands, og þau eru mörg. Grípið ekki fram í með stórhóli um Vest- heim, eftir allt, fóruð þið til The Hótel Borg is situated in the heart of the modern city of Reykjavík, and faces the Austurvöllur square where the Cathedral (Lutheran) and the Alþing (Parliament) are also located. The Hótel Borg is unique in that a11 rooms are heated with thermal water direct f rom the renowned hot springs. Hotel Borg Reykjavík, lceland íslands til að kynnast landi og þjóð, ekki til að auglýsa Ameríku, ég segi Ameríku, — því enginn á Islandi gjörir greinarmun á Kanadabúa eða Bandaríkjaþegn, þeir steypa okkur öllum í einn deiglu- pott og kalla okkur Amerí- kana. Ef þið skreppið á hlýjum sumardegi ofan að sjó til Nauthólsvíkur getið þið litið æsku íslands taka sterkleg sundtök, frjálsa og mannvæn- lega þar er enginn beinkröm né visnaðir limir af lélegri fæðu og illum húsakynnum, nei, nú býr æska íslands við gnægð góðra hluta. Ef þið verðið stödd í Reykja- vík er lengstur er dagur, þá bregðið ykkur upp á Öskju- hlíð á heiðríku kvöldi, rétt fyrir miðnætti. Ég trúi ekki að til sé sú sál sem ekki yrði hrifin af því glitofna geisla- flóði, er vefur allt umhverfið er miðnætur sólin siglir yfir norðurhvel lofts og lagar. Allt virðist titra í því ólýsanlega töframagni er faðmar bæði haf og himin og þið sjáið meir, alla Reykjavík, Flóann, dökkgrænar eyjarnar og Esjuna, allt umvafið regnbog- ans litum dýrðar og dásemd- ar. Ef þið Kanadabúar saknið kjörlands feðra ykkar þá gangið um í Fossvogsgrafreit á milli háu hvítu flötu stein- anna er bera nöfn sem Cam- eron, Henderson, McCormick og fleiri og fleiri, ykkur finnst Framhald á bls. 29 REYKJAVÍK The Fisheries Bank of Iceland ÚTIBÚ: Akureyri ísafirði Keflavík Seyðisfirði Siglufirði Vestmannaeyjum Útvegsbanki íslands var stoínaður árið 1930, sem hlutaíélag, er að langmesiu leyti var í eign ríkissjóðs, en árið 1957 var hlutafélaginu breytt í sjálfstæða ríkisslofun. Útvegsbankinn annast alla almenna bankastarfsemi, þar á meðal kaup og sölu er- lends gjaldeyris. Það er sérstaklega verkefni bankans að styðja sjávarútveg, iðnað og verzlun landsmanna. Eigið fé bankans í árslok 1962 nam 103.09 millj. kr., spariinnlán 598.7 millj. kr., og veltiinnlán 146.1 millj. kr. Ríkissjóður ábyrgist allt innstæðufó í bankanum. Yfirstjórn bankans er í höndum 5 manna banka- ráðs og 3 bankastjóra. Bankaráðið skipa: Guð- mundur í. Guðmundsson,, utanríkisráðherra, formaður, Björn ólafsson, stórkaup- maður, fyrrv. ráðherra, Gísli Guðmundsson, alþm., Lúðvík Jósefsson, alþm., fyrrv. ráðherra og Guðlaug- ur Gíslason, alþm. Bankastjórar eru: Jóhann Hafstein, Jóhannes Elíasson, Finnbogi Rútur Valdimarsson.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.