Lögberg-Heimskringla - 25.04.1963, Qupperneq 21

Lögberg-Heimskringla - 25.04.1963, Qupperneq 21
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. APRÍL 1963 21 Próf. Haraldur Bessason: Vegir og vegleysur ísland er að víðáttu ekki ýkja stórt. Sé hins vegar litið til höfðatölu landsmanna, má segja með nokkrum sanni, að alldrjúg landspilda komi í hlut hvers íbúa, jafnvel þó að eingöngu séu höfð í huga þau landsvæði, sem umlykja mið- bik landsins og talin eru byggileg. Miðja landsins er eins og flestir vita, ekki annað en jöklar og hraunflæmi, fjöll og firnindi — fornir bústaðir útilegumanna — heimkynni harðgerðra jurta — leikvangur refa og í seinni tíð hreindýra. Og þessi landsmiðja er og var því nær ófær mennskum mönnum, ef frá eru skildir örfáir fjallvegir, sem brotizt var yfir milli landsfjórðunga. Það er ekki ósennilegt, að forfeður okkar hafi alið með sér nokkurn beyg, áður en þeir lögðu á Kjöl og Sprengisand. Jafnvel minni háttar fjall- vegir eins og Hjaltadalsheiði, sem er milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, reyndist mörgum ferðalangnum fullörðug. Mönnum gat orðið þar svo villugjarnt, að þeir ættu ekki afturkvæmt til byggða, en um heiðina fórust séra Jóni Þor- lákssyni á Bægisá svo orð, sennilega nokkru fyrir alda- mótin 1800: Hjaltadals er heiði níð hlaðin með ótal lýti, fjandinn hefur á fyrri tíð flutti sig þaðan í víti. Enda þótt íslenzkt landslag hafi orðið tilefni til róman- tískari kveðskapar en framan- skráð ferskeytla er, mun ekki örgrannt að hún sýni að ein- hverju leyti hugarþel fyrri tíðar manna til háskasamlegra fjallvega. Inni á hálendi íslands eiga sér upptök jökulár, sem hafa angrað vegmóða frá upphafi landsbyggðarinnar. Ýmissa stétta menn, allt frá sýslu- mönnum niður í umrenninga hafa sofnað í þeim flaumi sín- um hinzta svefni. Og það eru ekki einungis mannslífin, sem jökulárnar hafa á samvizk- unni, heldur hafa þær bundið enda á lífshlaup margrar sauðkindarinnar og margs strokuhestsins, sem hugðu far- sæld sína bíða hinum megin ár. Af heimildum síðari alda verður ekki annað ráðið en að veðurfar hafi mjög aukið í ógnir hinnar íslenzku veg leysu. Stórviðrin sýnast hafa setið um fólk á erfiðustu leið- unum til þess eins að hrekja það af réttri leið í nærliggj- andi gil eða klettaskoru. Heilar bækur hafa verið teknar saman um þetta efni, eins og t. d. „Söguþættir land- póstanna“ og „Hrakningar og heiðavegir'L Þær bækur eru ein samfelld vegleysa eða stórhríð. Þær geyma sagnir um menn, sem brjótast yfir heiðar og um fjallaskörð í iðu- lausri stórhríð og ófærð, ber- andi farteski og uppgefna félaga á herðum sér. lósjaldan eru leiðangursmenn komnir á fjóra fætur um það bil þeir ná til byggða og hefir því ekki mátt tæpara standa. Sagnir eru um það, að menn legðu einhesta á fjallvegi undir veturinn. Þessir menn sýndu ekki einungis af sér mikla drifsku, heldur áttu þeir ráð undir hverju rifi, þegar í harðbakkann sló. Þess eru dæmi, að menn træðu um lágsveitir íslands, munu hallmæla vegunum og telja þá með köflum vegleysur ein- ar. Vænti ég þess þá, að hrjúf- leiki veganna megi stuðla að því að fólk fái betur en ella skynjað og metið frumleik stórbrotinnar náttúru. Veit ég, að svo hefir erlendum gestum f u n d i z t, enda þótt þeir væru aldir upp við malbik og önnur lífsþægindi. Dreg ég það meðal annars af eftirfar- andi sögu, sem leiðsögumaður amerískra ferðalanga á ís- landi sagði mér ekki alls fyrir löngu. Hann var á leið til Þingvalla frá Reykjavík, þeg- ar bifreiðin, sem leigð hafði verið til ferðarinnar festist í leirslarki. Einhvern veginn fannst leiðsögumanninum sem óhapp þetta myndi verða mið- ur góð landkynning og tók að afsaka óblíð atlot Isafoldar .Ekki komst hann þó langt i ræðu sinni, áður en hefðar- kona ein í hópnum tjáði hon- um, að þetta væri þó eitthvað betra en h vegirnir Ohio. Stakkholtsgjá IÞórsmörk) slóðir fyrir hesta sína til þess að hlífa þeim við erfiði, en stundum dugði slíkt ekki og jaðraði þá við að maður bæri hest, þegar áfangastað var náð um síðir. Oftlega var ófærðin slík, að landpóstarnir urðu að leysa póstkoffortin ofan af hestunum og bera þau sjálfir, eftir að hinir síðar- nefndu höfðu gefizt upp. Sízt vildi ég láta að því liggja, að íslenzkar sagnir um hrakning úti á vegleysum og á fjöllum uppi séu uppspuni. Víslega mun þó ekki gert minna úr hlutunum en efni stóðu til. Slíkt haggar samt ekki þeirri staðreynd, að jafn- an er hollt að hyggja að for tíðinni. Meiri hluti íslenzkra kynslóða lét sig aldrei dreyma um bifreiðir og akfæra vegi og brýr, sem lægju yfir þau vatnsföll, sem löngum runnu á landamærum lífs og dauða. Innbornum íslendingum finnst nú sem vegleysur á landi þeirra séu úr sögunni. Að vísu eru flestir vegir á há- lendinu ennþá óruddir. Nátt- úran hefir þar verið látin í friði, þannig að hún mætti verða til yndis innlendum og erlendum grúskurum og þeim sérvitringum, sem ekki hafa fundið hamingjuna á malbik- uðum strætum stórborganna. Mér er ekki til efs, að drjúg- ur hluti þeirra erlendu ferða- manna, sem á sumri komanda leggja væntanlega leið sína Stundum heyrist því haldið fram, að íslenzkir vegir séu hættulega bugðóttir, einkum þeim, sem ókunnugir eru stað- háttum. Ekki er fyrir það að synja, að bugður íslenzkra vega kunna að vera öllu fleiri heldur en fólkið í landinu, en þær hafa vissulega ekki verið búnar til í því augnamiði að hrella vegfarendur. íslenzku landslagi er nú einu sinni svo háttað, að beinum vegum verð- ur naumast komið þar fyrir, svo að nokkru nemi. I öðru lagi sakar ekki að geta þess, að tilurð ýmissa vega á íslandi á sér svipaðar rætur og Portage Avenue, en sú gata er, eins og flestir vita, fjarri því að mynda níutíu gráðu horn! við Main Street vegna þess, að hún var upphaflega lögð af vanaföstum mjólkurkúm, sem löbbuðu sig dag eftir dag og viku eftir viku frá miðbænum í Winnipeg vestur á haglendið í St. James. Á sama hátt réð ásauður miklu um hina fyrstu vegagerð á Islandi með því að beygja einatt sömu megin fyr- ir sama hólinn og skilja eftir götuslóða handa mannfólkinu. Margir hafa tekið til þess, að á íslenzkum vegum eru jafnan allkrappar bugður við brúarenda. Við slíkar bugður eru oft engin viðvörunarmerki vegna þess, að í bugðunum sjálfum felst viðvörun. Is- lendingar hafa látið sér skilj- ast, að óvíða er hættulegra að aka út af vegum en yfir gljúfrum og stórfljótum. Beygjur við brúarenda gegna því tvöföldu hlutverki. Aki jnenn ógætilega, kemur óvar- kárnin þeim í koll, áður en þeir komast inn á aðalhættu- svæðið og er það altjend nokk- ur björg. Eigi hins vegar í hlut gætnir ökumenn, sigrast þeir auðveldlega á tveimur hætt- um, þar sem annars hefði ver- ið ein. Eins og áður hefir verið lát- ið liggja að, er það heldur fá- títt, að aðvörunarmerkjum hafi verið komið fyrir úti á islenzkum þjóðvegum. Slíkt stafar ekki af hirðuleysi stjórnarvalda, heldur má segja, að það hafi vafizt fyrir íslendingum að skilgreina hættur og háska. Hvort tveggja eru afstæð hugtök og hætt við, að hver og einn verði að ákveða með sjálfum sér, hvað sé háskasamlegt og hættulegt og hvað ekki. Stundum hefir borið svo við, að í sjálfri fyrirbygging hætt- unnar hafi falizt hinn mesti háski. Það er alkunna, að beinustu og breiðustu vegirn- ir í Norður Ameríku, þar sem .hvergi er að finna bugður eða beygjur ogþar sem grafin hafa verið göng í gegnum hæstu fjöll til þess að forðast mis- hæðir, eru hinir mestu háska- staðir vegna þess, að þau við- vörunarmerki, sem náttúran sjálf bjó vegfarendum, hafa verið fjarlægð. Þó að erlendum ferðamönn- um kunni að finnast fátt um ágæti íslenzkra vega, er það engu að síður staðreynd, að þeir eru eitt af mestu af- rekum Islendinga fyrr og síð- ar. Það má furðulegt teljast, að lengstu vegum landsins skyldi vera lokið, áður en Is- lendingar komust í kynni við .stórvirkari tæki en haka og malarskóflu, sem mokað var með í örlitlar tvíhjóla kerrur, aem dregnar voru af dverg- hestum. Vegagerð á Islandi útheimti mikla skapfestu, því að menn ,urðu löngum að sætta sig við iþað, að einn iangur erfiðis- dagur þokaði verkinu um minna en fet. Sumar eftir sumar köstuðu menn sniddu inn í sama vegarspottann í sama mýrardraginu. Sumar eftir sumar töltu hælsárir strákhnokkar sömu leiðina .fram og aftur frá sjö á morgn- ana til sjö á kvöldin teymandi skapstygga kerruklára, sem löngu höfðu misst sjónar á til- gangi iðjusams lífernis og létu lífsleiða sinn gjarna bitna á afturenda strákanna. Margur Framhald á bls. 23. ÍSLENZKT gull- og silfursmíði Fagur gripur úr gulli eða silfri er ávalt ánægjulegur og eftirminnilegur minjagripur. Verkstæði okkar hafa nú staðið um nær- felt sex tugi ára. Við höfum ávalt lagt rækt við fornar erfðir íslenzkrar gullsmíði og jafn- framt haft forgöngu um ný og fögur form. Við höfum sýnt smíðar okkar á erlendum listiðnaðarsýningum. Við bjóðum yður að líta á fjölbreytt úrval okkar í sýningarsal verzlunarinnar, er þér eigið leið til gamla landsins. Jón Sigmundsson skartgripaverzlun LAUGAVEGI 8 — REYKJAVÍK „FAGUR GRIPUR ER Æ TIL YNDIS“

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.