Lögberg-Heimskringla - 02.05.1963, Qupperneq 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. MAÍ 1963
Gullbrúðkaup að
Þann 4. apríl s.l. áttu hin
góðkunnu hjón Guðmundur J.
Jónasson og Elísabet Jónasson,
sem um langt skeið hafa verið
búsett í Eyford-byggðinni í
Norður-Dakota, 50 ára hjú-
skaparafmæli. Sunnudaginn 7.
apríl var 'þessa merkisáfanga
í ævi þeirra minnst með sam-
komu, sem börn þeirra höfðu
efnt til, og fram fór í sam-
komuhúsinu að Eyford. Var
samkomuhúsið fagurlega
skreytt, og þegar skemmti-
skráin hófst kl. 3 eftir hádeg-
ið, var hvert sæti skipað í
rúmgóðum salnum, en í önd-
vegi sátu heiðursgestirnir við
sérstakt veizluborð, eins og
vera bar, og sómdu sér prýði-
lega. Hin mikla aðsókn byggð-
arbúa í þetta afmælishóf ber
því, hins vegar, óræktan vott,
hverjum vinsældum gullbrúð-
kaupshjónin eiga að fagna í
heimabyggð sinni.
Dóttir þeirra hjóna, Mrs.
Valdimar ólafson, hafði sam-
komustjórn með höndum, og
fórst það mjög vel; með sömu
prýði annaðist hún einnig
undirleik á píanó fyrir allt
söngfólkið, sem fram kom á
samkomunni.
Skemmtiskráin hófst með
því, að fjórir söngmenn sungu
þrjá alkunna og fallega amer-
íska ástarsöngva, en í fjórsöng
þessum tóku þátt þeir Palmer
(Pálmi) Jónasson, sonur gull-
brúðkaupshjónanna, Dean og
Robert Ólafson, dóttursynir
þeirra, og Alfred Sigfússon,
systursonur Mrs. Jónasson.
Þá söng Curtis Ólafson, ung-
ur piltur, dóttursonur gull-
brúðkaupshjónanna, giftingar-
sönginn vinsæla, „I love you
truly“. Þessu næst komu þeir
fjórmenningarnir fram að
nýju og sungu íslenzka hjóna-
vígslusálminn yndisfagra:
„Hve gott og fagurt og indælt
er“.
Dr. Richard Beck flutti síð-
an ræðu fyrir minni heiðurs-
gestanna. Sem fyrrv. forseti
Þjóðræknisfélagsins þakkaði
hann, í nafni núverandi for-
seta þess, félagsstjórnar og
félagsfólks, þeim Jónasson-
hjónunum starfsemi þeirra að
íslenzkum félagsmálum, og
Guðmundi sérstaklega hið
mikla og ágæta starf hans í
þágu þjóðræknisdeildarinnar
„Bárunnar" í N.Dakota, en
hann er núverandi og fyrrv.
forseti hennar. Sem ræðis-
maður Islands í N.Dakota
þakkaði dr. Beck þeim hjón-
um einnig tryggð þeirra við
ættlandið og trúnað við ís-
lenzkar menningarerfðir, í
nafni Forseta íslands og ís-
lenzku þjóðarinnar. Að máls-
lokum afhenti ræðumaður
þeim hjónunum mikinn og
glæsilegan rafmagnslampa
(stangarlampa) að gjöf frá
„Bárunni", í virðingar- og
þakkar skyni fyrir störf þeirra
henni til eflingar.
Að lokinni ræðu Richards
Beck sungu fþeir Palmer Jón-
Eyford, N. Dak.
asson og þeir bræður Dean og
Robert Ólafson, og hylltu gull-
brúðkaupshjónin hvort um
sig með einkar viðeigandi og
hugljúfum söngvum.
Tók þá til máls Miss Lauga
Geir, sem kunn er af ritstörf-
um sínum, og ávarpaði heið-
ursgestina í nafni byggðar-
innar. Gat hún fyrst náinna
kynna þeirra Elísabetar Jón-
asson, allt frá æskuárum
þeirra þar í byggð og fram á
þennan dag, en fór síðan hlýj-
um og maklegum viður-
kenning^rorðum um þau
hjónin bæði og um hlutdeild
þeirra í starfs- og félagslífi
byggðarinnar. Talaði Miss
Geir á prýðisgóðri íslenzku,
og mæltist bæði vel og
skemmtilega.
Þá söng Alfred Sigfússon
hinn fagra bænarsálm, „Bless
This House“. Er hann söng-
maður ágætur, enda eftir-
sóttur einsöngvari á samkom-
um á þeim slóðum.
Þessu næst kvaddi gull-
brúðguminn, Guðmundur J.
Jónassonr sér hljóðs og þakk-
aði fyrir hönd þeirra hjón-
anna, í hjartnæmri ræðu öll-
um þeim, er átt höfðu hlut
að þessum eftirminnilega
mannfagnaði þeim til heiðurs,
og sérstaklega dætrum þeirra
og sonum. Las Guðmundur
síðan upp nokkur kvæði eftir
sjálfan sig, en hann er prýð-
isvel skáldmæltur, svo sem
kunnugt er. Sló hann í kvæð-
unum bæði á streng gaman-
semi og alvöru, en lauk máli
sínu með því að lesa einkar
fallegt og hjartahlýtt íslands-
kvæði. Var ræðu hans ágæt-
lega tekið.
Sóknarprestur byggðarinn-
ar, séra Claude Snyder, flutti
þessu næst bænar- og blessun-
arorð. En skemmtiskránni
lauk með því, að Curtis litli
'Ólafson, söng bænarsálminn
„May the Good Lord Bless and
Keep You.“ Um söng hans og
annarra, sem sungu á sam-
komunni, skal því bætt við,
að þeim tókst öllum svo vel,
að veruleg ánægja var á að
hlýða.
Síðan voru bornar fram
höfðinglegar veitingar, og
nutu menn þeirra um stund
við fjörugar samræður. Að
því búnu lauk þessum framúr-
skarandi ánægjulega mann-
fagnaði, sem var öllum hlutað-
eigendum til sóma. En góð-
hugur ættmenna og sveitunga
í garð gullbrúðkaupshjónanna
lýsti sér ennfremur í því, að
þau voru sæmd fjölda ágætra
gjafa, auk gjafarinnar frá
,,Bárunni“, sem fyrr getur.
Guðmundur Júlíus Jónas-
son, eins og hann heitir fullu
nafni, er fæddur 31. júlí 1887
að Breiðstöðum í Gönguskörð-
um í Skagafirði, sonur hjón-
anna Jónasar Jónassonar og
Önnu Kristjánsdóttur. Hann
fluttist vestur um haf til N.
Dakota árið 1905. Kona hans,
Elísabet Guðnadóttir Jónas-j
son, er fædd að Eyford 20. okt.
1889. Foreldrar hennar voru
landnámshjónin Guðni Gests-
son (d. 1923) og fyrri konu
hans Guðlaug Jónsdóttir (d.
1902), en hún var systir hins
þjóðkunna Drauma-Jóa frá
Sauðaneskoti á Langanesi.
Guðni kom frá Islandi 1887 og
settist að í Víkurbyggð (Ey-
ford) í N.Dakota.
Þau, Guðmundur og Elísabet
Jónasson eiga fimm börn, sem
hér segir: Lovísa Guðlaug
(Mrs. Valdimar) Ólafson, Ey-
ford; Guðbjartur Jónas, smið-
ur, San Francisco; Elín Guðný
(Mrs. Albert) Thrush, San
Francisco; Kristinn Moritz,
smiður, San Francisco; og
Joseph Pálmi, heima. Auk
þess eiga þau Guðmundur og
Elísabet heilan hóp barna-
barna og annarra afkomenda.
Margréti konu minni og
mér þótti innilega vænt um
það, að geta tekið þátt í gull-
brúðkaupshátíðarhaldinu
þeim hjónum til heiðurs, á-
samt með fjölda sveitunga
þeirra og vina í íslenzku
byggðinni söguríku og blóm-
legu á þéim slóðum. Sjaldan
hafa fleygar ljóðlínur Jónasar
Hallgrímssonar og eftirlætis
samkomusöngur okkar íslend-
inga orðið mér nærgöngulli
en í þeim mannfagnaði:
Hvað er svo glatt sem góðra
vina fundur,
er gleðin skín á vonarhýrri
brá?
Eins og á vori laufi skrýðist
lundur,
lifnar og glæðist hugarkætin
þá.
Ef til vill, enfremur fyrir
það, að vorið var einmitt að
ganga í garð, jörðin að klæð-
ast gróðurskrúða sínum, og
skógartrén að skjóta frjóöng-
um.
Eitt er víst, að við hjónin
munum lengi minnast þess
vinafundar með þakklátum
huga. Lifið heil!
RICHARD BECK.
Frá Arborg
Framhald frá bls. 1.
hann litmynd (colored slides)
um sama málefni.
Síðan skemmti hann með
söng og spilaði sjálfur undir á
gítar. Voru það íslenzkir al-
þýðusöngvar, bæði gamlir og
nýjir. Var fólki vel skemmt.
Forseti þakkaði þeim kom-
una fyrir hönd allra við-
staddra og Esjunnar í heild.
Að lokum var öllum veitt
kaffi og tími gafst að mæta
gestunum og skrafa saman um
stund.
☆
Þann 11. apríl var efnt til
samkomu í Arborg Com-
munity Hall. Var þar kominn
séra Robert Jack fyrrum sókn-
arprestur Ardalssafnaðar, er
nú hingað kominn frá Islandi
í þeim erindagjörðum að
jbjóða fólki vinnu.
Samkoman var vel sótt. Mun
þar hafa verið um tvö hundruð
manns. Gunnar Sæmundson
setti samkomuna, bauð fólk
velkomið og kynnti ræðu-
manninn. Flutti svo séra Jack
erindi bæði fróðlegt og
skemmtilegt. Það er altaf dá-
lítið spennandi að hlusta á
séra Jack. Það veit enginn
hvað hann kann aða segj
næst!
Næsti þáttur í skemmti-
skránni var samsöngur „com-
munty singing“ og spilaði
Mrs. Einar Vigfusson á píanó-
ið. Voru sungnir bæði íslenzk-
ir og enskir söngvar.
1 sambandi við erindi sitt til
þessa lands sýndi séra Jack
íslenzka hreifimynd með
enskum texta. Var það mest
um ýmiskonar atvinnurekstur.
Nokkuð af myndinni var
samanburður á gamaldags og
nýjum vinnubrögðum og sumt
voru landlags myndir. Var
þettað litmynd og alveg dá-
samlega hrífandi. Hefðu á-
horfendur gjarnan þegið að
hún hefði verið helmingi
lengri.
Síðan bauð séra Jack þeim
sem hefðu í hyggju að setja
inn beiðni um vinnuna, að
staldra við og skoða þau
skírteini er hann hafði með-
ferðis og fá frekari upplýs-
ingar um málefnið.
Fóru svo þeir sem rótgrón-
ir eru hér í Nýja Islandi að
tínast heim.
Viljum við hér með þakka
séra Robert Jack fyrir kom-
una og sérstaklega ánægju-
lega kvöld stund.
ÆTLARÐU
\Ð
FERÐAST?
Hvert sem þú
ferð, spara ég
þ é r peninga
og létti af þér
áhyggjum án
auka kostnað-
ar. Ég er um-
boðsmaður Icelandic Airlines
og allra aðal flug- og skipa-
ferðafélaga; skiþulegg ferðir
innanlands og erlendis. Ég
leiðbeini þér varðandi vega-
bréf, visa og hótel, ókeypis, og
þieð 30 ára reynslu get ép
ábyrgzt ágaeta fyrirgreiðslu.
ARTHUR A. ANDERSON
ALL-WAYS TRAVEL BUREAU
315 Horgrov* St., Winnipog 2
Office Ph. WH 2-2535 - Rot. GL 2-5444
Fró Álmennu
bifreiðaleigunni h/f
KLAPPARSTÍG 40 REYKJAVfK
Um leið og vér bjóðum yður hjart-
anlega velkomin iil gamla landsins,
viljum vér minna yður á bifreiða-
leigu vora, sem slaðselt er á bezta stað
í bænum. Leigið yður bifreið sjálf,
akið um landið og njótið fyllzta frelsis
á ferðum yðar. Með því aukið þér
ánægju yðar og vellíðan af íslands-
verunni.
Það er ódýrt að leigja bifreið hjá
okkur og þér njótið fyllztu þjónusiu.
Minnist ASmennu
BIFREIÐALEIGUNNAR H/F
KLAPPARSTÍG 40 REYKJAVÍK
sími: 13776