Lögberg-Heimskringla - 09.05.1963, Side 7

Lögberg-Heimskringla - 09.05.1963, Side 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. MAÍ 1963 7 Fréttir fró íslandi sem blaðið hefur aflað sér í dag. Þinglausnir Alþingi lauk í gærkvöld og munu þinglausnir farar fram í dag. Lýkur þá síðasta þingi þess kjörtímabils, en eins og kunnugt er hefur þing verið rofið og alþingiskosningar á- kveðnar 9. júní næstkomandi. Tíminn 20. apríl. ☆ 6 brezkir togarar á Akureyri. Hér eru nú sex brezkir tog- arar í höfn. Er það allóvenju- legt og líklegast einsdæmi, að svq margir erlendir togarar hafi komið hingað í einu. Flestir þessara togara eru komnir hingað þeirra erinda að fá vatn, olíu og vistir, eftir hrakninga og fiskileysi und- anfarið. Tíminn 21. apríl. ☆ Veírarlangt Sauðárkróki, 26. apríl. Er Þórólfur bóndi Helga- son í Tungu fór að huga að hrossum eftir stórhríðarhvell- inn, sem gerði um páskana, fann hann tvær kindur úti- gengnar í svonefndu Stakk- felli. Þetta voru tveggja vetra ær. Kindurnar reyndust vera eign Sigurðar B. Magnússon- ar, bónda á Veðramóti í Gönguskörðum. Ærnar líta vel út að sögn. Mun það einsdæmi að kind- ur gangi úti vetrarlangt í há- fjöllum Staðarafréttar, a. m. k. nú hin síðari ár. ☆ Brezkur togari tekinn í Iandhelgi Mikla athygli vekur nú yf- irgangur Breta. íslenzkt varð- skip kom að bugtum togara út af Skaftarósi í landhelgi. Togarinn flúði en varðskipið elti. Þá kom brezkt herskip í leikinn, tók skipstjórann úr hinum flýjandi togara 'og fór með hann til Bretlands. En íslenzka varðskipið tók þá togarann og fór með hann til Reykjavíkur og þar er hann. Tíminn 1. maí. ☆ Sæluhúsið hvarf Vík, 23. apríl. Því var veitt athygli, er 1 páskahretið var gengið yfir, að skýlið undir Hafursey sást ekki. Héldu menn fyrst,* að fennt hefði yfir það, en bíl- stjóri, sem kom yfir sandinn í gær, sá enn ekkert á húsið, þrátt fyrir hlýindin undan- farið, var farið að aðgæta þetta. Kom þá í Ijós, að húsið hafði fokið og gereyðilagzt í óveðrinu. Húsið var nýtt, vígt í fyrra, og talið mjög traust. Veggir þess voru úr stein- steypu; steyptum flekum, sem ♦ boltaðir voru saman. Þakið i hefur fokið af í heilu lagi og síðan brotnað og veggir húss- ins hafa síðan fokið um koll. Inni í húsinu voru m. a. vönd- uð gastæki, til eldunnar, upp- hitunar og ljósa, dýnur og teppi, matvæli o. fl., sem að gagni kemur þreyttum ferða- löngum. Er þetta allt ónýtt með öllu. — Hús þetta var eign slysavarnadeildarinnar hér, Vegagerðarinnar, Slysa- varnafélags Islands og sýslu- sjóðs. Tíminn 24. apríl. ☆ Jarðhræringar nyðra Klukkan 21,13 í gærkvöldi varð jarðskjálfta vart á Norð- urlandi, sem mun hafa átt upptök sín í mynni Skaga- fjarðar, eða á sömu slóðum og kippirnir, sem urðu í síðustu viku marzmánaðar. Fjarlægð jarðskjálftans frá Reykjavík var 245 km., en hans varð frekar vart á Hrauni á Skaga, Grenivík og Siglunesi. Hér var aðeins um minni háttar kipp að ræða, og mun hvergi hafa orðið tjón af hans völd- um, eftir þeim upplýsingum Tíminn 23. apríl. ☆ Húnavaka Húnavakan stendur yfir á Blönduósi þessa dagana og er mjög fjölsótt og á hverjum degi sýndir tveir eða þrír sjónleikir, söngskemmtanir, dansleikir og fleira. Það er orðin föst venja, að Ungmennasamband Austur- Húnvetninga gefur út ársrit, sem heitir Húnavaka, og kom þriðji árgangur þess út núna í byrjun húnavökunnar. Rit- stjórn annast Þorsteinn Matt- híasson, skólastjóri, og Stefán Á Jónsson, kennari, Efni rits- ins er allfjölbreytt, í senn frá- sagnarþættir af öldnum Hún- vetningum, ritgerðir, sögur og ljóð. Er ritið vel úr garði gert og með allmörgum myndum, rúmlega hundrað blaðsíður að slærð. Tíminn 19. apríl. Þar sla enn íslenzk hjörtu Það virðist hafa vakið mikla athygli manna í Glou- cester í Massachusetts, Banda- ríkjunum, þegar Lagarfoss var þar í fyrra mánuði á dög- um „hafnarverkfallsihs í New York og öðrum hafnarbæjum á austurströndinni og við Mexikóflóa“, eins og sagt var í fréttum þá, en hafnarverk- fallið náði bara ekki til Gloucester — þar var ekkert verkfall, þar var unnið og vel unnið, og er það haft eftir skipstjóranum á Lagarfossi, Birgi Thoroddsen, í viðtali við hann, að meðal hafnar- verkamanna þar og sjómanna ríkir félagslyndi og glaðlyndi, og svo vel sé unnið, að til fyrirmyndar sé. Nú mun það ekki alveg eins dæmi, að skip frá Eimskipa- félagi fslands komi til Glou- cester — Lagarfoss kom þar sem sé einnig 7. des. og hafði stutta viðdvöl — en koma hans nú í janúar s.l. þótti nógu mikill viðburður þar til þess að „Gloucester Daily Times" birti viðtal við „skipp- er Thoroddsen“ í tilefni af komunni, og er það birt undir þriggja dálka fyrirsögn með tveimur myndum af skipinu. Og mjög greinilega kemur fram í fyrirsögn greinarinnar og viðtalinu, að bæði hinn „bláeygi skipstjóri, sem lítur út fyrir áð vera miklu yngri en 51 árs“, eins og hann kveðst vera, — og skipið sjálft, hafa vakið athygli fyrir glæsileik. Er skipinu lýst í viðtalinú, aldri þess og hvar það sé smíðað og stærð — að það hafi komið til Gloucester eftir 7 daga rólega ferð frá íslandi með eina milljón punda af frostnum fiskflök- um, — að skipið hafi farþega- rúm fyrir 12, farþegaklefarnir séu búnir öllum nútímaþæg- indum og á því séu tvær þern- ur — og síðast en ekki sízt hefur það vakið mikla aðdá- un og athygli, hve skipið sjálft og allt á því var tandurhreint, „sparklingly clean“, eins og það er orðað í viðtalinu. Eftir að blaðið hefur getið nokkru nánara um skipið og siglingar þess og annarra skipa E. í. segir, að í þessari ferð hafi verið landað úr Lagarfossi meira fiskmagn en dæmi séu til í sögu Glouceler og hafi toilurinn numið 38.000 doll- urum. „GLOUCESTER ER GÓÐ HÖFN". Birgir segir í viðtalinu, að Gloucester sé góð höfn og hafi hann aldrei séð eins snör handtök við affermingu og þar, og hann segir að við blaðamanninn: „Þið getið haft það eftir mér, að það sé mjög líklegt að við komum hingað aftur“. ÞAR ER ÍSLENZK „NÝLENDA" En meðal annarra orða, Gloucester er fiskimannabær, frægur í söng og sögu, bær, sem hefur átt sína seglbáta- og skútuöld og hefur lengi verið mikill togarabær. Um áratuga skeið hafa íslending- ar hjálpað þar til að gera garðinn frægan. Þar er nefni- lega íslenzk nýlenda. Þangað réðu sig íslenzkir sjómenn. Það er orðið langt síðan þeir fyrstu settust þar að. Og fleiri komu í kjölfarið. Ýmsir stofn- uðu þar heimili og þar slá ennþá íslenzk hjörtu, sem hrifust af íslenzka fánanum á Lagarfossi, eins og fréttamað- ur Gloucester Daily News segir, sem birtir mynd af fán- anum við hún í blaði sínu. Vísir 7. febr. Skrósetja efni íslenzkra blaða og tímarita Undanfarin ár hefur verið unnið á Landsbókasafninu að skrásetningu efnis í íslenzk- um blöðum og tímaritum. Þetta er seinlegt verk, sem stundum hefur orðið að víkja fyrir fjölmörgum öðrum verk- efnum. Því miðar samt stöð- ugt áfram svo að nú er senni- lega búið að skrásetja á um 100 þúsund kort, efni 49 tíma- rita og fylgirita, en meðal þeirra eru öll helztu ritin, sem komið hafa út. Auk þess er búið að skrá efni Vísis og Morgunblaðsins frá byrjun til ársins 1944. Verið er að skrá efni Tímans og er lokið við að skrá efni blaðsins til ársins 1940. Ætl- unin er að efni allra dagblaða frá upphafi verði skráð í fyrstu lotu, en síðan verði byrjað á annarri umferð, og lokið við það, sem eftir er. Jafnframt hefur Landsbóka- safnið í hyggju að fá dagblöð- in til að annast skráningu efnisins eftirleiðis , vegna þess að bókaverðir Lands- bókasafnsins hafa ýmsum öðrum hnöppum að hneppa. Þeir líta svo á, að þetta yrði pkki nema augnabliksverk á degi hverjum. Hins vegar geta þeir ekki annazt daglega skráningu, þar sem blöðin berast þeim ekki í hendur nema með nokkurra mánaða millibili. Finnur Sigmundsson hóf þessa skráningu og vann að henni þar til hann varð lands- bókavörður. Um skeið vann Karólína heitin Einarsdóttir að skráningunni, en nú starfar Haraldur Sigurðsson bóka- vörður eingöngu að þessu. Hann kveðst skrá öll eftir- mæli og afmælisgreinar, alla ritdóma, leikdóma og list- gagnrýni, ritgerðir, sem ekki fjalia um dægurmál, utan prógrammgreinar stjórnmála- foringja. Einnig eru skráðar helztu fregnir af þeim mönn- um, sem helzt má ætla að framtíðin láti sig skipta. Yfir'- leitt má segja að þarna séu skráðar allar greinar, sem birtar eru undir nafni höfund- ar, ef þær fjalla ekki um mál dagsins í dag. Þess vegna er t. d. forystu- greinum dagblaðanna sleppt með öllu. Yrði reyndar óhægt um vik við skráningu þeirra, þar sem margar bera sömu heiti, og svo er það oftast að heitin gefa ekki mikið til kynna um efni þeirra. Þá myndi skráning þeirra verða gífurlegt verk, þar sem þegar hafa birzt um 50 þúsund for- ystugreinar í íslenzkum dag- blöðum. Þýddar sögur og kvæði eru skráð til að hægt sé að fylgjast með því hvaða erlendir höfundar eiga verk sín eða hluta þeirra þýdd á islenzka tungu. íslenzkar blaða- og tíma- |ritsgreinar eru ósjaldan merk- ar heimildir um menn og málefni, stundum þær einu, sem völ eru á. Það er því til mikils hagræðis fyrir þá, sem þurfa að styðjast við heimild- ir þessar að hafa fengið jafn ítarlega spjaldskrá sem þessa. Hún flýtir fyrir þeim og auð- veldar starfið um leið og hún ætti að tryggja að ákjósan- legt efni þurfi ekki að fara framhjá þeim. Vísir. Grafa þeir milljarð? Framhald frá bls. 3. Ekki var þá unnt að rann- saka staðinn nánar, en fyrir nokkrum dögum héldu þeir enn á vettvang, og þá með aðra tegund mælitækja en fyrr. Sýndu þessir mælar éinnig málm í jörðu á sama stað. í dag fóru þeir svo aftur á sandinn og að þessu sinni með tæki til að bora niður í sandinn. Er ætlunin að ná kjarna úr því, sem þarna er að finna, til þess að ákvarða, ! hvort þar sé um að ræða flak „Het Wapen van Amster- dam“. Má vera, að nokkur bið verði á því, að upp verði gefið, hvað þarna er að finna, ef líkur eru á því að hið dýr- mæta flak sé fundið. Eins og fyrr segir, var farmurinn talinn geysilega dýrmætur. Fornar heimildir telja, að hann hafi verið met- inn á 43 tunnur gulls, en með núgildandi verðlagi vantar ekki ýkja mikið á, að það jafngildi einum milljarði ís- lenzkra króna. Þótt eitthvað hafi rekið úr farminum og annað skemmzt, bætist nú það við, að þarna er um mjög merkar fornminjar að ræða, og kunnugir telja, að líkur séu á, að flakið sé mjög lítið skemmt í sandinum, skipið sé þar jafnvel í svo gott sem heilu lagi. Reyndist svo, myndi hér um að ræða ein- hvern merkasta fund af slíku tagi á síðari árum og lítill vafi, að sú „fiskisaga“ flygi út um allan heim. Sem fyrr segir, er staður- inn, sem þeir félagar leita nú á, um 15 kílómetrum vestan íngólfshöfða. Það er rétt aust- an óss Skeiðarár, eins og hann er í dag. Er þarna mjög erfitt um v.ik og alls ekki fært á staðinn, nema á belta- farartækjum. Þeir félagar hafa tvo beltisbíla staðsetta á Núpsstað og í þeim ösla þeir yfir vötn og sandbleytur. Mun til' dæmis alls ófært á hestum á staðinn. Verða þeir þarna því í ró og næði. Staðurinn er á Skaftafells- fjörum. La'ndeigendur hafa sett það skilyrði, að leitar- menn séu ekki á þessum slóð- um, um það leyti, er selurinn kæpir, og eru tímatakmörkin um 20. apríl. Tíminn 23. apríl

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.