Lögberg-Heimskringla - 06.06.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 06.06.1963, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1963 Séra Guðmundur P. Johnson: Frét+abréf yesfan frá hafi Ég sem þessar línur skrifa, flutti frá Blaine ásamt Margareti konu minni, 31. ágúst 1962 og fengum okkur heimili hér í Bremerton, Wash. þar sem dóttir okkar Dóra býr ásamt manni sínum Clarence Russell og fimm börnum þeirra. Þeim líður öllum bara vel, og öll eru börn þeirra mjög myndarleg. Ég sat hið mikla stofnþing hins nýja kirkjufélags, (Pa- cific Northwest Synod) sem nú mun vera eitt með stærri félögum innan vébanda lút- ersku kirkjunnar í Vestur- heimi, (ICA). Þingið var hald- ið dagana 26.—27. sept. 1962, í hinni stóru og glæsilegu, Gethsemane Lutheran Church Seattle, Wash. Þar hitti ég að máli tvo íslenzka presta þá séra Harald og séra Eric Sigmars, einnig bróðir þeirra George, þeir eru allir synir þeirra góðu hjóna Dr. og Mrs. H. Sigmar í Kelso, Wash. Þingið hófst með afar fjöl- mennri og hátíðlegri altaris- göngu. Því næst byrjuðu starfsfundir þingsins sem stóðu yfir í tvo daga, og var rætt um lög og fyrirkomulag í þessu fyrirhugaða kirkjufé- lagi. Að endingu var gengið frá stofnunn þessa nýja kirkjufélags sem hlaut nafnið, „PACIFIC NORTHWEST SYNOD“, (ICA) og lög þess voru samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Sunnudaginn 14. október, fór ég ásamt Margreti konu minni norður til Blaine og flutti messugjörð í Stafholti, þar var margt fólk við messu eins og oftastnær. Annar sunnudagur í hverjum mán- uði er kallaður, afmælis- sunnudagur í Stafholti, því þá er »okkur hluti messunnar helgaður þeim sem eiga fæð- ingardag í þeim mánuði. Síð- an eru frambornar veitingar eftir messu. Þá syngja allir „HAPPY BIRTHDAY TO YOU“. Oftastnær spilar fyrir þessar messur Mrs. Marian Irwin, hún er íslenzk að ætt og skólakennari í bæ sem heitir Marysville, Wash. Næsta dag, 15. okt., héldum við ferð okkar áfram til Van- couver, B.C. til þess að sjá minn elskulega og góða vin séra Eirík Brynjólfsson sem þá var mikið veikur en samt vel málhress. Þetta var í síð- asta sinn sem ég sá hann hér á jörðu, eftir stutt samtal og nokkur bænarorð tókumst vér í hendur og séra Eiríkur sagði, með blíðu brosi á vör- um, vertu blessaður vinur, þetta fer allt bara vel. Og víst var það orði sannast því eftir fáa daga var andi hans farinn heim til föðursins góða sem hann trúði á treysti svo örugglega í gegnúm allt sitt veikinda stríð og erfiðleika. Guð blepsi minningu þessa góða manns. Eftir þessa heimsókn ókum við út til Richmond, B.C. og heimsóttum þar gamla og elskulega vini Mr. og Mrs. Egil Johnson, Mr. Johnson er nú sem stendur heima á ís- landi, en Mrs. Johnson var heima og tók okkur með mik- illi vinsemd og gestrisni, þetta góða fólk höfum við þekkt síðan árið 1926, að við komum fyrst til Saskatoon, Sask. þá bjuggu þau í War- man, Sask. þar sem Mr. Johnson var section formaður fyrir C.P.R. járnbrautarfélag- ið og eftir að hann var leyst- ur frá því starfi, vegna aldurs, þá fluttist öll fjölskyldan vestur að hafi, börn þeirra hjóna eru 6, tvær dætur og 4 synir mesta myndar fólk. Laugardaginn 12. janúar 1963, hélt Þjóðræknisdeildin Aldan í Blaine sinn vanalega ársfund. Ársskýrslur em- bættismanna sýndu að allvel hafði verið haldið í horfi hið liðna starfsár. Allir embættis- menn voru endurkosnir. Fundurinn var bærilega ve sóttur, eining og gleði ríkti þar, og fólk skemmti sér með söng og glaðværu samtali. íslendingadagsnefndin kom saman eftir messu, sunnudag- inn 10. marz á Stafholti, Blaine. Skýrslur embættis- manna sýndu að bæði f jármál og allt starf nefndarinnar var í góðu lagi. Rædd var sam- þykkt að halda skyldi Is- lendingadag þetta ár eins og að undanförnu, í framkvæmd- arnefnd voru þessir kosnir, Einar Simonarson, forseti, Sigurbjörn Sigurdsson, vara- forseti, Bjarni Kolbeins, gjaldkeri, Edward Johnson, vara-gjaldkeri, Olgeir Gunn- laugsson, skrifari, Guðmund- ur P. Johnson, vara-skrifari, og Th. Ásmundson varamað- ur. Dagurinn var ákveðinn sunnudaginn 28. júlí 1963, í skemmtigarðinum við Friðar- bogan á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Skemmti- skráin hefst kl. 1 e.h. Gleymið ekki þeim mikla degi góðu landar. Víða eru blessaðir landarn- ir. Fyrir nokkru síðan var mér símað frá dvalarheimili fyrir aldrað fólk, í smábæ sem Paulsbo heitir, hann er um 25 mílur suður frá Brem- erton. Var spurt um hvort ég talaði íslenzku og hvað ég svo vera, var ég þá beðinn að koma og tala við aldraða konu sem héti Jónína Jónasson, hún er nú 83 ára gömul, og var um tíma mikið veik eftir að hún kom á þetta dvalar- heimili, og talaði þá bara ís- lenzku svo fáir skyldu hana, en nú er hún orðin hressari og talar aftur ensku. Miss Jónas- son, eins og hún er kölluð, jví hún hefur aldrei verið gift, hefur dvalið yfir 60 ár í Vesturheimi, en hefur ekki gefið sig mikið að Islending- um, samt búið í Seattle um eða yfir 50 ár, en hin síðustu 12 árin í Paulsbo, en á þessu dvalarheimili bara nokkra mánuði, Miss Jónasson er mjög fálát við fyrstu við- kynningu en hressist brátt við að tala íslenzku, en hana tal- ar hún vel. Fyrir nokkru síðan heim- sótti ég mína góðu vini Dr. og Mrs. Sigmar og son þeirra George, í Kelso, Wash. Dr. Sigmar hafði verið all lengi mikið veikur og lá á sjúkra- húsi og dvalarheimili um eða yfir tveggja mánaða tímabil, hann er nú heima hjá sér í Kelso, og er heldur að styrkj- ast. Sumarmálasamkoma Öld- unnar í Blaine, var haldin laugardaginn 27. apríl 1963, kl. 7.30 að kvöldinu. Mjög vel var vandað til skemmtikrafta, þar má fyrst telja Karlakór- inn frá Vancouver, B.C., söng- stjóri Sigurbjörn Sigurdsson, hann er ágætur söngstjóri og allir í flokknum hans ágæt- lega æfðir og hver einstakur söngmaður í flokknum annast vel sitt hlutverk, og í stuttu máli ágætir söngmenn enda hrífa þeir sína tilheyrendur. Þá skemmti líka, The Breidfords Quartet, undir stjórn Elíasar Breidford, John og Mrs. Breidford og dóttir þeirra hjóna Mrs. Kruse, þetta ágæta söngfólk er fyrir löngu síðan orðið viðurkennt fyrir sinn inndæla fjórradd- aða söng sem altaf er stór hjálp við allar íslenzkar sam- komur, sérstaklega í Blaine. Þá var upplestur sem Mrs. Dagbjört Vopnfjörð flutti, mjög yndislega, því næst söng sonur hennar, Mr. Walter Vopnfjörð, skólakenn- ari, Walter er ágætur söng- maður, mjög sterkraddaður og söngur hans áheyrilegur. Dr. Sveinn E. Björnson, las upp kvæði, öllum til mikillar skemmtunar. Séra Albert Kristjánsson, flutti ræðu um „Merki Vorgróðurs", sagðist honum vel og kom víða við. Síðan var almennur söngur, svo að endingu framúrskar- andi veitingar sem konur Öldunnar stóðu fyrir. Þjóðræknisdeildin „Aldan“, er mjög þakklát öllu þessu ágæta fólki sem vann svo ve að því að þessi sumarmála- samkoma hepnaðist ágætlega í allastaði, þó sérstaklega þakkar Aldan söngflokknum frá Vancouver og fleirum sem komu langt að og skemmtu á þessari samkomu. Séra Guð- mundur P. Johnson, annaðist samkomust j órn. Athugs. Nokkrum fréttum, sem áður hafa birzt í blaðinu höfum við sleppt. — Ritst. Hver var William Shake- speare? Óefanlega var til maður með því nafni á árun- um 1564—1616 (A.D.), fæddur í Stratford-on-Avon (norður af London) árið 1564 og dó í sama föðurhúsi árið 1616. Þetta mikið er skráð í kirkju- bókum þar, og það með, að hann var þriðja barn foreldra sinna, en tvær systur hans höfðu áður dáið. Faðir hans var bæjarfógeti í Stratford og allvel fjáður, svo að þessi son- ur hans öðlaðist grammar- skóla menntun þar (hvað svo sem það þýddi í þá daga), en fór svo ungur, en innan við tvítugt, til London til að lefta fjárs og frama. Fyrst um sinn hafði hann ofan af fyrir sér með því að halda í tauma hesta þeirra ríku (ihe carriage trade), en þar kom, að hann fékk að leika smá-parta í ýmsum leikum, og þá um leið að kynnast ýmsum leikurum. En aldrei komst han á þá skör, að verða fremsti leikandi (,,Star“). Þetta mikið er vitað með vissu um feril hans, frá þátíðar dagbókum. En svo tóku að koma fram, hvert leikritið á fætur öðru, sem öll báru nafnið William Shakespeare, og voru leikin í helztu leikhúsum London, og tók hann þátt í sumum þeirra, en þó ekki svo, að hann skar- aði fram úr öðrum sem leik- andi. Þessi leikrit voru prent- uð og veitt almenningi, og þarmeð margir kvæðabálkar sem báru nafnið William Shakespeare, og voru kallaðir bara Sonneis. Nokkrir merk- ismenn þeirrar tíðar tóku eft- ir þessari framleiðslu, en þeir voru margir á þeim dögum (þar með Ben Jónson, nokkr- um árum yngri en Shake- speare, sem mér er sagt að ha,fi verið íslendingur í húð og hár), Francis Bacon, Raleigh, Essex, Christopher Morley og margir aðrir, en enginn þeirra veitti William Shakespeare þá hefð og þann heiður sem hann og verk hans verðskuldaði. Óefanlega var Shakespeare það mesta skáld sem fram hefur komið í sögunni (og þar með telst Salomon, eða hver sem var höfundur Ordskvið- anna og Lofsöngsins, Hómer, Jóhannes postuli, Dante, Milton, Stephan G. eða hver annar). Shakespeare var ekki aðeins mesta skáld sinnar tíð- ar, heldur allrar tíðar til þessa dags. Sumar sonnetur hans eru þeir gimsteinar að ekkert verður jafnað við þeim í prentuðu máli. Shakespeare lifði á óeirðar- dögum (dögum hinna fyrri Elizabetu drottningar og James fyrsta, en þá var margt í óreiðu á Englandi, þótt Biblían (Authorized Version væri í undirbúningi til al- mennra nota). En margt var um manninn af þeim fram- við hirð Elza- betu, en á þeim dögum var ekki hættulaust að segja til syndanna, og því ekki ólíklegt að einhver af hirðmönnum hennar hafi tekið sér annað nafn, svo sem Bacon. Hver var þá þessi William Shakespeare, höfundur Sonn- ettanna, Hamlets, Lear, Ot- hello, Macbeth og umfram þrjátíu annara leikrita (Tem- pest hans síðasta)? Ungur fer hann til London, lítt menntað- ur og hefst við upp á eigin spítur við hvað sem er næst hendi, og svo semur hann á fáum árum þessar ódauðlegu sonnettur og leikrit, hvert öðru fegurra. Svo flytur hann sig til baka til Stratford árið 1611, þá lítið umfram fimmtugt, og setzt í helgan stein, að því leyti að eftir það semur hann ekki svo mikið sem vísu, ef undan- skilið er grafskrift sem er bæði vitlaus og klunnaleg, og erfðaskrá, þar sem hann á- nafnar ekkju sinni annað bezta rúmið sitt. Annars er ekki stafur að finna eftir penna hans, ekkert frumrit þótt öll leikritin og sonnett- urnar væru prentaðar. Hvers- vegna? Og því lagði hann ár- ar í bát frá 1611 til 1616 án þess að setja svo mikið sem eina sonnettu á blað á þeim fimm árum sem hann sat þar iðjulaus? Skrítið. Eðlilega skýringin er sú, að hann var ekki, gat ekki verið höfundur leikritanna og sonn- ettanna, sem að öllum líkind- um voru verk annaðhvort Bacons eða Christopher Mor- leys. Ýmislegt bendir til þess, að maðurinn William Shake- speare frá Stratford gat alls ekki verið höfundur þeirra. —L.F. Húsnæðisskoriur sívaxandi vandamál Á næstu 40 árum verður að reisa jafnmargar íbúðir í heiminum eins og reistar hafa verið á síðastliðnum 6000 ár- um, ef leysa á hin gífurlegu húsnæðisvandamál, sem nú steðja að, segir í skýrslu sem Félagsmálanefnd Sameinuðu þjóðanna lagði fram í lok ráð- stefnu sinnar 10. maí. Á „þró- unaráratugnum", þ.e. milli 1960 og 1970, er í þróunar- löndunum einum þörf fyrir 20 milljón nýjar íbúðir. Nefndin samþykkti ályktun, þar sem þess er krafizt, að nefnd Sameinuðu þjóðanna um bygginga- og áætlunarmál semji m.a. ýtarlega áætlun um hlutverk samtakanna á þessum vettvangi og verði sú áætlun látin ganga fyrir öll- um öðrum verkefnum nefnd- arinnar. Líkur sækir líkan heim. * * * Lengi man þar lamb geng- ur. Hver var Shakespeare? úrskarandi

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.