Lögberg-Heimskringla - 06.06.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 06.06.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1963 5 Davíð Björnsson: Náttúran baðast í brosi i. Þótt hvergi sé upphaf né endir að sjá og eilífðin tengist við mannlífsins 'þrá í útboði framandi andans, Þú hlýtur ei fegurri, brosandi blett en blessaða jörðina skrúðbúna rétt. — Hún ól þig í viðjaþraut vandans. Og vorið er anda þíns uppsprettu lind í allífsins björtu og fegurstu mynd og vængjuðu hugsjóna hafi, f glímu við allt sem er andstætt og þrátt frá upphafi vega að síðustu nátt með andríku al-hyggðar rafi. II. Þegar með vorinu vindarnir hlýja, viðjarnar gleymast og hamfarir skýja leysast í sundur með líðandi dag, þá er svo gaman að ganga um salinn, gæla við stráin og fjöllin og dalinn, og syngja sitt uppáhalds lag. Horfðu á landið í hátíðar skrúða, hrikalegt, fagurt, með jöklana prúða og hlíðarnar, tíbrá og teig, hrífandi myndir af firði til fjalla, fossana, vötnin og lækina alla, og hressandi vorgróðurs veig. III. Ef vissir þú bara hvað veðrið er gott, að völlurinn angar því grasið er vott, að góðurinn gægjist úr vosi, að áður en varir þér bregður í brún, því blómgresið skrautklæðir engi og tún, svo náttúran baðast í brosi. í heiðríkju vorsins við hillingalönd, er hafaldan fellur að gullbryddri strönd og vorsólin leikur á ljóra, þá dansar í kringum þig dverganna fjöld og dísirnar syngja með kvöld eftir kvöld í ljóshafi lýðskólans stóra. IV. Og loftfleygu sálirnar svífa um geim syngjandi, fagnandi yndisleik þeim sem ljómar frá ættjarðar arni. — Af sjónarhól mannvitsins horfir þú hátt og hlustar á blóm-hafsins andardrátt, — er alveldið brosir því barni. and annually since that time have presented to the public, without charge, in one of our great city parks, what we call the Scandinavian Music Fes- tival and each year we feature one of the Scandi- navian countries. This year we are featuring Iceland and Icelandic Male Chours, under the direction of Tani Bjorn- son, will present numbers, and a great Icelandic soloist, well known to music lovers, namely, Dr. Edward P. Palmason, will appear on the program. In addition, we will cause the flags of all Scandi- navian countries to be carried in a parade with adults and children participating, wear- ing Scandinavian costumes, and about 40 of the top flight members of our great Seattle Symphony Orchestra will participate. This Festival is sponsored by interested citizens, the Seattle City Park Board and a Seafair commit- tee. In anticipation of this trip we feel that Iceland now seems closer to us than it has Árið 1952, að vorinu til, var hér sett á stofn nýtt félag, sem tók þegar til starfa. Það nefndist The Scandinavian Music Festival Committee og samanstendur af erindrekum frá flestum félögum Norður- landa fólks í Seattle — á- samt þeim einstaklingum sem óska eftir að styrkja mál- efnið. En „málefnið11 eða til- gangurinn er að kynna tónlist Norðurlanda, með því að standa fyrir opinberu móti árlega, þar sem flutt verði tónverk frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og ís- landi. Fyrsta mótið var haldið 27. júlí, 1952, í yndislegum listi- garði — Volunteer Park. Þar eru stórir grasfletir og gnæf- andi tré — og þar stendur líka aðal-listasafn borgarinn- ar. — Sinfóníuhljómsveit Seattle skemmtir þar á hverj- um sunnudegi sumarlangt. En þennan vissa dag flytur hún Norðurlanda músík. Auk hennar skemmta karlakórar Norðmanna og Svía ásamt blönduðum kór Finnlendinga; að auki einsöngvarar, stund- um aðkomandi. Einnig eru sýndir þjóðdansar. — Seattle á mjög færan kennara í þeirri list, Mr. Gordon E. Tracie, sem hefur kynnt sér sögu hennar í heimalöndunum. Mótið hefst með skrúðgöngu, þar sem þjóðbúningar eru á- berandi — fánar eru bornir inn á sviðið, með stjörnu fán- ann í fararbroddi — og allir þjóðsöngvarnir hljóma. — Á þetta mót eru allir velkomnir, enda safnast þar saman tals- vert margar þúsundir fólks á hverju ári. Frá byrjun hefur söngstjóri ever been before. We have read of preparations in Reykjvík to receive the group which will arrive in Reykja- vík by airplane on Friday, June 14th, and we. look for- ward to our visit. The coming event of our next Scandi- navian Music Festival on Sunday, August 4th, com- mencing at 3.00 o’clock at one of our great parks here in the city, and our anticipated trip, has prompted me to make a special request and it will be greatly appreciated if you will kindly print the enclosed article which we believe will be of considerable interest among the readers of your fine weeklypaper. Harold M. Easivold. * ☆ (Mr. Eastvold, attorney at law in Seattle, is president of the Seattle Scandinavian Music Festival. He was one of the professors at the Jon Bjarnason Academy when the late Rev. Hjortur Leo was principal of the Academy. —Ed). dagsins verið hinn sami. — Mr. John Sundsten er fæddur á Finnlandi, en kom til Ame- ríku á unglings aldri. Hann er álitinn afbragðs píanóleik- ari, og kennir þá list. Einnig er hann söngstjóri Sænska karlakórsins og Runebergs- kórs Finnlendinga. Hann skipuleggur skemmtiskrá mótsins, ásamt sérstakri nefnd. Margt þarf að athuga svo tilbreytni náist ár frá ári — og stundum þarf hann að raddsetja nýfengin lög. Starf hans í þarfir mótsins er því mikils metið. Þess er vænzt að íslenzkir gestir á ferð hér vestra í byrjun ágústmánaðar geri sér far um að sækja The Scand- inavian Music Festival þann 4. ágúst, kl. 3.30 e.h. í Volun- teer Park. Það fellur inn í Seattle Seafair Week, sem cultural event. Á fjölmennum undirbún- ingsfundi 21. apríl s.l. lýsti forseti Sc. M. F. C. yfir kjöri tveggja heiðursmeðlima: Mr. Karl F. Frederick og Mrs. Jakobínu Johnson. Jakobína hefur verið meðlimur frá byrjun, en Karl forsetinn um nokkur undanfarin ár — var því kjörinn heiðursforseti. Karl er fæddur í N.-Dakota skömmu eftir að foreldrar hans komu þangað frá íslandi. Þau voru hjónin Friðbjörn Friðriksson frá Austari Krók- um í Fnjóskadal og Sigíður Einarsdóttir Grímssonar frá Krossi í Kelduhverfi í S. Þing- ayjarsýslu. Með þeim fluttist Karl hingað vestur árið 1902, og hefur lengst af síðan átt heima í Seattle. Ætíð hefur hann tekið virkan þátt í fé- lagslífinu, bæði ísl. og öðru, og á því marga vini. Árið 1958 var hann skipaður ræðismað- ur íslands í Washington rík- inu. Hann er maður vel að sér um margt og kemur fram með gætni og góðvild íslands vegna, hvenær sem til hans er leitað. í viðurkenningar- skyni var hann sæmdur Riddarakrossi íslenzku Fálka- orðunnar árið 1958. Jakobína er fædd á íslandi, en fluttist með foreldrum sínum til Manitoba, barn að aldri. Þar ólst hún upp og gerðist barnaskóla kennari. Til Seattle flutti hún með eiginmanni sínum og tveim sonum árið 1908. Hér er hún kunn almenningi fyrir erindi sín um ísland, flutt í skólum og klúbbum o. s. frv. Hún hefur þegið þrenn heimboð til Islands frá félögum og frá vinum — en stjórn íslands hefur sýnt henni heiður á ein- hvern hátt, í hvert skifti. Heildarútgáfa af ísl. ljóðun- um hennar kom út á íslandi 1956: Kertaljós. — Þýðingar hennar af ísl. ljóðum á ensku, komu út hjá Menningarsjóði Islands, árið 1959: Norlhern Lights. Ritverk hennar hafa birzt í blöðum, tímaritum, söngheftum og bókum — á báðum málunum. — Hún var heiðruð með Riddarakrossi íslenzku Fálkaorðunnar árið 1933 — en Stórriddarakross- inum 1959. „Fyrir að færa út takmörk íslenzkrar menn- ingar,“ — mælti Ásgeir Ás- geirsson forseti, er hann af- henti henni orðuna í Reykja- vík, síðast er hún heimsótti ættlandið. Sc. M. F. C. er mikil á- nægja í því að heiðra þessa íslenzku meðlimi, þakka þeim samstarfið og óska þeim góðs. Seattle, Wash., maí, 1963. Virðingarfyllst, Harold M. Eastvold, Forseti Scandinavian Music Festival. :réttir fró íslandi Torseti íslands skorar á jjóðina að synda 200 m. „Eins og áður hvet ég alla slendinga, sem geta fleytt sér, eindregið til að taka þátt í hinni norrænu sundkeppni, sem hefst í dag og stendur fram til 15. september, og alla óá, sem hafa til þess aldur og heilsu, að æfa sig tímanlega og duglega til þátttöku. Það er ekki mikið á sig lagt, að synda tvö hundruð metra. Vér íslendingar erum eitt af fámennustu ríkjum heims, og þó við njótum góðs ná- grennis og velvildar, þá er stundum um það spurt, hvernig svo fámennt ríki fái staðizt. Til þess eru fleiri á- stæður en hægt er að rekja í stuttu máli. Við höfum varðveitt eigið mál og sjálfstæða menningu. Það er óumdeilanlegt, að ís- lendingar eru afmörkuð þjóð. En ekki hefur öllum dugað það til fullveldis. Saga, bók- menntir og þingræði eru sterkar stoðir. En manndóm- ur kynslóðar líðandi stundar og framtíðarinnar. Það styrk- ir álit, hverrar þjóðar, að þegnar hennar skari fram úr, kunni nokkura íþrótt um- fram aðra menn, afli sér álits og frama. Hér skulu ekki raktir aðrir þættir en sundmenning þjóð- arinnar. Það vekur athygli, að hér á norðurhjara, sem svo er nefndur, búi þjóð í landi, sem ber hið kalda nafn: Is- land, sem ber af öðrum um almenna sundkunnáttu og sundiðkanir. Slíkt skapar virðingu og vinsældir. Og þegar um keppni er að ræða, þá er það næstum þegnskylda að láta það koma í ljós, að íslendingar séu í þann veginn að verða alsynd þjóð. Skilyrðin eru hér og betri en ókunnugum er ljóst: hinar heitu laugar, sem náttúra landsins lætur oss í té. Víða getur sundið verið árlög í- þrótt, ein sú hollasta og ör- uggasta við vor náttúruskil- yrði. Vér Islendingar eigum að varðveita vort Norður- landasundment og bæta það, bæði með aukinni sókn og vaxandi kunnáttu. Keppnisreglurnar eru nú hagstæðar. Sá sem situr heima getur átt sína sök á ó- sigri. íslendingar hafa unnið norskan bikar, og nú er kost- ur á að vinna sænskan bikar, og að því skulum vér stefna að vinna jafnmarga sigra og nemur tölu Norðurlandaþjóð- anna. Þó afrek einstaklinga séu ágæt, þá eru friðsamlegir sigrar, sem unnir eru af þjóð- inni allri, beztir". Mgbl. 18. maí. ☆ Kona gaf hjón saman í Reykjavík Sögulegur viðburður átti sér stað í gærdag á skrifstofu borgardómara í Reykjavík. Framhald á bls. 7. Fréftabréf frá Seatt-le, Wash.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.