Lögberg-Heimskringla - 13.06.1963, Page 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1963
5
J. G. Sigríður Inglehart:
Minningar um móður mina,
Rannveigu K. G. Sigbjörnsson
16. febrúar 1963, rann upp
sá dagur, kaldur og sólskins-
lítill, sem ég hafði alla æfi
kviðið fyrir. Það var dagur-
inn sem hún móðir mín dó.
En ég er þakklát fyrir hvað
langt á leið er komið, því að
hún var orðin áttatíu og
tveggja ára gömul.
Móðir mín var fædd í Bol-
ungarvík á Vestur-Islandi 2.
desember 1880. Móðir hennar
hét Steinunn Bergsdóttir og
var ættuð frá Arnardal. Saga
þeirra er mikil rauna saga.
Faðir mömmu hét Guðmund-
ur Guðmundsson og hún sagði
mér að hann hefði verið ætt-
aður af Breiðáfirði. Fóstur-
foreldrar hennar, sem henni
þótti mjög vænt um, hétu
Guðrún Hallgrímsdóttir og
Jón Sakaríasson. Faðir henn-
ar kom henni* fyrir hjá þeim
og gengu þau henni í foreldra
stað.
Það var vanalegt fyrir börn
á þeim dögum á íslandi að
læra að lesa og skrifa heima.
Faðir mömmu kenndi henni
að draga til stafs og fóstur
foreldrar hennar borguðu
skólakennaranum á ísafirði,
Eggert Jochumssyni, fyrir að
kenna henni skrift og reikn-
ing í klukkutíma á hverju
kvöldi. Þessum hr. Jochums-
syni datt í hug að gott væri að
fá þessa litlu stúlku til að
hjálpa konu sinni að passa
börnin. Svoleiðis var það að
móðir mín byrjaði að vinna
fyrir sér tíu ára gömul.
Þrettán ára fór hún í árs-
vist í Hnífsdal og var þar í
næstu sjö árin, flest af þeim
hjá Sigurði Þorvarðssyni og
Halldóru Sveinsdóttur, konu
hans. Sagði mamma sjálf: „Ég
var æfinlega hjá myndarlegu
fólki og allir þeir og þær, er
áttu yfir mér að segja voru
mér góðir. Ég þoldi samt ekki
þessa tegund lífs lengur. Ég
gat ekki lifað nema að hljóta
einhverja meiri þekkingu en
ég hafði og sjá eitthvað meir
af heiminum.“ Þetta var or-
sökin fyrir því að hún réðist
í það að fara á kvennaskólann
í Reykjavík.
Það var meir en lítið erfiði
fyrir stúlkur að stíga svo
stórt spor í þá daga. Fólk var
ráðið í ársvinnu, en sent út í
„sumarvinnu“. Því var borgað
fyrir þá vinnu en kaupið
gekk til húsbóndans. Árs-
kaupið fyrsta árið sem hún
vann var fjórtán krónur, og
síðasta árið fjörutíu krónur.
Stígvélaskór kostuðu sjö
krónur og sjalklútur tvær og
hálfa krónu. Það er auðséð á
þessu að manneskjan vann
aðeins fyrir borði og fatnaði,
mest af því slit föt.
Góður vinur móður minnar,
Ingibjörg Halldórsdóttir í
Búð á ísafirði, lánaði henni
áttatíu krónur, og hún hafði
líka sumarkaupið, sextíu
krónur. Ekki veit ég af hverju
hún fékk að eiga þær sjálf.
Margar bjartar minningar
átti hún frá þeim dögum, bæði
frá Hnífsdal og Hafrafelli, þar
sem hún var í sumarvinnu.
Húsbændur þar voru Guð-
mundur Oddson og Ólöf
Sveinsdóttir, systir húsfreyj-
unnar í Hnífsdal, og börn
þeirra voru henni sem syst-
kini. Heima í Hnífsdal
kenndi hún börnunum og
varð að lesa á undan þeim til
þess að geta það. Á kvöldin
las hún fyrir fólkið í bað-
stofunni þar sem það sat við
Rannveig K. G. Sigbjörnsson
ullarvinnu, Biblíuna og
gömlu sögurnar og húslestra.
Veturinn áður en hún
fermdist var hún í barna- j
skóla hjá Karli Olgeirssyni og
las dönsku hjá honum í hjá-
verkum. Hann setti upp söng-
félag á sunnudagskvöldum
fyrir unga fólkið og var
henni ánægja af því að mega
vera þar. Líka hafði hún gott
af að fara, aftur á sunnudags-
kvöldunum, að læra hann-
yrðir og tungumál hjá Þor-
björgu Friðriksdóttur, sem
veitti dálitla tímakennslu í
þessum greinum.
Um haustið 1901, fór hún til
Reykjavíkur á kvennaskól-
ann. Frú Melsteð var fyrir
þessum skóla sem hún og
maður hennar Páll Melsteð,
höfðu stofnað.
En á afmælisdag mömmu,
er hún varð tuttugu og eins
árs var hún flutt á Reykja-
víkur spítalann með tauga-
veiki og hún lá í henni mikið
af vetrinum. Skömmu fyrir
páska komst hún aftur í
skólann. Hún las íslenzku,
dönsku, ensku og sögu og fékk
háa einkunn í vor prófunum.
Frú Melsteð bauð henni að
vera hjá þeim um sumarið,
þar sem hún var svo lömuð
eftir taugaveikina. Fröken
Sigríður Ólafsson, dóttir Jóns
Ólafssonar, skálds, sem hafði
• verið ensku kennarinn við
kvennaskólann, gaf henni
tíma í ensku það sumar.
En það var ekki mögulegt
fyrir hana að halda áfram
við skólann þó að hún hefði
getað klárað hann þann vetur
og þá verið viss um að fá
góða stöðu. Það var þess
vegna að hún afréð að fara til-
Ameríku. Bæði frú Melsteð
og Ólafía Jóhannsdóttir
reyndu a telja hana af því,
en hún gat ekki hugsað til að
fara út í óbrotna vinnu aftur.
í októbermánuði sté hún um
borð skipinu „Ceres“, og
höfðu Þorsteinn Davíðsson og
kona hans umsjón yfir þess-
um hóp sem var á vesturleið
— til Winnipeg, Kanada.
Þegar þangað kom tók
Olga Skaptfeld, kona Hreið-
ars Skaptfeld, á móti henni,
en hún var eina manneskjan
sem mamma þekkti. Hún fór
undir eins í vinnu hjá fólki
af enskum ættum til þess að
SigurSur Sigbjörnsson
læra betur að tala ensku.
Enska frúin réði ekki við
Rannveigar nafnið og eftir
það var mamma kölluð
Kristín þó gamlir vinir köll-
uðu hana ennþá „Veigu“. Mig
minnir að hún væri hjá þessu
fólki í tvö ár.
Þaðan fór hún á „coveralls"
verkstofu og eftir hún hafði
unnið þar um tíma varð hún
yfirlits kona yfir hinum
stúlkunum. Þessi vinna var
betur borguð en húsverkin.
En hana langaði að komast í
skóla, helzt Wesley College,
en það var ekki hægt. Hún
hafði gengið á kvöldskóla og
fór nú á Business College í
nokkra mánuði. Eftir það
vann hún á skrifstofu, en það
var ekki í mörg ár því þá
giftist hún föður mínum, Sig-
urði Sigbjörnssyni frá Ytra-
Núpi í Vopnafirði.
Veturinn 1908 fór pabbi
vestur til Leslie, Saskatch-
ewan og þrír bræður hans
og faðir þeirra og tóku þeir
heimilisréttarlönd í nánd við
bæinn. Margt af fólkinu í
byggðinni var íslenzkt og
komu frá Winnipeg, þegar
járnbrautin náði til Leslie.
Þar var líka fólk af írskum
ættum, og enskum og skozk-
um. Fyrir austan okkur var
Foam Lake byggðin sem var
mikið til íslenzk og hafði það
fólk sezt að áður en járn-
brautin kom. Fyrir vestan
náði íslenzka byggðin til
Wynyard og Kandahar.
Næsta vetur, þegar búið var
að byggja, fór mamma vestur
með mig, fárra vikna gamla
og Jóhönnu, systir afa míns.
Foreldrar mínir byrjuðu bú-
skap á heimilinu sem þau
áttu næstu fjörutíu og þrjú
árin. Þar voru systur mínar
Guðrún og Jóhanna fæddar.
Og þangað kom Hrefna Alice
1930, þá fjögra ára. Guðrún
er gift William Dunlop frá
Foam Lake og er barnaskóla-
kennari í Wynyard. Þau eiga
tvö börn og þrjú barnabörn.
Jóhanna, ógift, er hjúkrunar-
kona í Wynyard. Alice er gift
Thomas Allan í New West-
minster, B.C. Ég er gift Carl
Inglehart frá North Portal og
við eigum þrjú börn og eigum
heima í Shellbrook nálægt
Prince Albert.
Það var mikið af myndar-
legu og skemmtilegu fólki í
byggðinni þegar við vorum
að alast upp, og átti það oft
glaðar stundir saman — á
samkomum, í jólaveizlum, á
þorrablóti á vetrinn og ís-
lendingadegi á sumrinn, á
gull- og silfurbrúðkaupum, og
bara heima hjá hvort öðru.
Svo kom fólk að, eins og
Stefanía Guðmundsdóttir og
annað leikfólk með henni,
Eggert Stefánsson söngmaður,
Sigríður Hall og Dr. B. J.
Brandson og svo margir fleiri.
En það var margt fólk heima
sem gat sungið, leikið á
hljóðfæri og flutt ræður.
Mamma var á meðal þeirra
síðast nefndu og kom oft
framm á samkomum í Leslie.
Svo komu árinn 1930,
þurrkaárin. Enginn skilur
hvað erfitt það var að strita
við að búa þau ár nema sá
sem reyndi. Hveitinu var
sáð um vorið með von um að
nú kæmi gott sumar, en regn-
skýinn sem sýndust vera,
reyndust vera rykský. Sum
árin voru skárri, en svo má
segja að uppskeran hafi verið
lítil nema árin 1933 og 1939.
Eins og þetta væri ekki nóg,
var kornverð mjög lágt.
Mamma var heilsulítil á
þessu tímabili og náði sér
aldrei fyllilega.
Þegar þau pabbi og mamma
hættu að búa, 1952, fóru þau
til Vancouver og áttu heimili
þar með systir minni Jó-
hönnu, sem þá var yfirhjúkr-
unarkona á Vancouver Gen-
eral spítalanum. Var margt
að sjá bæði í borginni og
héruðunum í kring. Við erum
þakklát fólkinu í íslenzku
lútersku kirkjunni í Vancou-
ver fyrir hvað það var vin-
veitt foreldrum okkar, og
öðrum vinum þar, gömlum og
nýjum.
Síðustu sex árin áttu for-
eldrar okkar heimili í Halyk
í Foam Lake. Nú gátum við
Guðrún séð þau oftar, einkum
Guðrún, og börn okkar. Þeim
þótti vænt um að sjá vini og
nágranna sem voru svo góðir
að líta inn til þeirra. Nýja vini
öðluðust þau í Anglican
kirkjunni í Foam Lake og þar
sem þau þekktu hvert manns-
barn.
Mamma var mikill bóka-
vinur alla æfi og las mikið
bæði á ensku og íslenzku. Svo
skrifaði hún eins lengi og ég
man eftir mér. Sumt af því
hefur verið gefið út, en mest
ekki. Hún skrifaði í Lögberg
í fjörtíu ár.
Nú kveðjum við ástríka og
þolinmóða foreldra um stund
og lifum í vissri trú að við
sjáum þau aftur þar sem öll
tár eru þerruð.
Staurar
Til Jóns og Unu.
Satt er haft að gildi gull
— Giftum áhrærandi —
Öldin hálf en ekki full
í einu hjónabandi.
Þótt sé brot á þjóðar sið,
Þraut sú teljist vandi,
Heilar ástir eigið þið
1 einu hjónabandi.
Óskafylli gæfan gaf,
Gáfu- snilli barna.
Gleði hyllið héðan af,
Hún kann illu varna.
J.P.P.
Bachelor of Education
Brian Thorkelson
Þessi efnilegi ungi maður
útskrifaðist frá Brandon Col-
lege, deild af Manitoba há-
skólanum árið 1959 með
B. Sc. B. Paed. stig. Síðan
kenndi hann stærðfræði og
vísindi við miðskólann 1
Brandon. I vor hlaut hann
Bachelor of Education gráðu
Manitoba háskólans. Hann
tekur mikinn þátt í íþrótta-
leikjum og hann leikur á
cornet, clarinet og saxophone
í hljómsveitum. Foreldrar
hans eru Karl B. Thorkelson,
fyrrum skólastjóri og skóla
inspector, og Mrs. Thorkelson,
þau eiga heima í Virden,
Manitoba.
Það var liðskönnun, og lið-
þjálfinn æpti: „Hver sagði
yður nr. 101, að þér ættuð að
mæta hér með hvítan flibba.
„Það er ekki hvítur flibbi
hr. liðþjálfi. Það eru bara
nærbuxurnar, sem ég fékk
úthlutað hjá yður í mrogun.“