Lögberg-Heimskringla - 04.07.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 04.07.1963, Blaðsíða 1
Högberg - l)etmsímug;la StofnaS 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN *4. JÚLl 1963 cEgfgfep NÚMER 27 Ávarp Þau gera vinsælustu landkynníngamyndirnar flutt í Lystigarði Akureyrar við heimsókn Vestur-íslend- inga 25. júní 1963 af séra Benjamín Kristjánssyni. Kæru frændur og þjóð- bræður frá Vesturheimi. Við heilsum ykkur með hjartanlegri gleði. Verið vel- komin ti'l Akureyrar. Verið velkomin heim! Undanfarandi daga hefi ég naumast getað þverfótað fyr- ir spurningum: Ætli þessi eða hinn komi? Veiztu, hvort ég á nokkurn ættingja í hópn- um? Það hefur verið spurt með innilegri eftirvæntingu, og ef svarið hefur verið jákvætt, hefur ljómað af svipnum: En hvað þetta var nú gaman! Of lengi hefur verið vík á milli vina. Einu sinni á ævinni fá- um við þó að sjást. Slíkar tilfinningar brenna í brjóstum okkar allra. Og jafn- vel þó að ættirnar verði ekki í fljótu bragði raktar saman, þá vitum við samt, að við er- um skyld. Bræður og systur erum við, og öll eruð þið okk- ar ósegjanlega kær. Við er- um greinar af sama þjóðar- meiði: Blóðið sama er í okkur, dropar tveir, en sami sjór. Hér vildum við heilsa ykk- ur fyrst á þessum fegursta bletti í höfuðstað Norður- lands, af því að staðurinn er okkur sérstaklega kær. Með tilbeina hollra handa var hann græddur upp úr ber- angri, og hingað safnað nær öllum íslenzkum grösum. Staðurinn ber því í senn vitni um, hvaða dýrindi íslenzk náttúra geymir í skauti sínu og sýnir, hvernig unnt er að klæða landið og gera það hlý- legra. Sjá, þannig skulum við ei’nnig ástunda að græða upp á ný berangur ókynnis og fá- lætis, sem lagzt hefur um stund milli þjóðarbrotanna austan hafs og vestan, og rækta þar helgan lund, sem öllum hlutaðeigendum má til yndis og fagnaðar verða. Þið, Vestmenn, hafið af ástúð ykkar til ættjarðarinn- ar gefið örlátlega til skóg- ræktar á Islandi og þannig sýnt með fögrum hætti vinar- hug ykkar til ættjarðarinnar. Með hópferðum ykkar til Is- lands á þessu sumri stigið þið þó enn stærra skref í þá átt að efla og græðá Vitazgjafa bróðernis og vináttu. Fyrir þetta þökkum við ykkur sér- staklega í dag. Hinn áhugasami og árvök- uli grasgarðsvörður, sem eins og Heimdallur vakir yfir þessum gróðri, Jón Rögn- valdsson garðyrkjuráðunaut- ur, sem innan skamms mun sýna ykkur garðinn, er aldrei ánægður, fyrr en hann hefur náð hingað öllum þeim grös- um íslenzkum, sem hann veit um. Sumar jurtirnar hefur hann sótt um langan veg um fjöll og firnindi til að planta þeim hér. Og í hvert sinn, sem nýtt gras bætist í garð- inn gleðjast þeir, sem hér vinna, og finnst garðurinn hlýlegri og fegurri en áður. Eins og þessi fjalla og ör- æfagrös, hefur íslenzka þjóð- in dreifzt um allar álfur, en þó hvergi meir en um sléttur hins óravíða Vesturheims frá hafi til hafs. Islenzk eru grös- in samt sem áður, þó að ör- lagaveðrin hafi feykt þeim víða. Þau hafa öll sín íslenzku vaxtareinkenni, enda þótt þau hafi borizt svo langar leiðir og hafi fest rætur í framandi mold. En þess vegna finnst okkur hlýrra og fegurra í garðinum Okkur barzt í póstinum á þriðjudaginn smágrein úr dagblaðinu Tíminn. er hér fylgir: „Margt er nú hér góðra gesta frá öðrum löndum, en engir eru þó eins velkomnir og Vestur-Islendingarnir, sem hafa dvalizt hér um skeið. Þeir aðilar, sem hafa unnið að því, að Vestur-Islendingar gætu farið í hópferðir hingað, eiga skildar góðar þakkir. Það er báðum aðilum, Vest- ur-íslendingum og heima- mönnum, nauðsynlegt að tengslin rofni ekki, og þeim verður að halda við, þótt svo fari, að íslenzk tunga missi fótfestu vestanhafs. Tryggð niðja hinna fyrstu Vestur- íslendinga getur haldizt samt og verið bæði þeim og okkur til margvíslegs styrks. Það eitt hefur t.d. mikið gildi, að halda lifandi sögunni um hið merkilega landnám Islend- inga vestanhafs. Hún sýnir ekki sízt dug hins íslenzka kynstofns, og er gott dæmi um íslenzkar menningarerfð- ir. Þau endalok, að íslenzkan týnist brátt vestanhafs, má hins vegar vera okkur við- vörun um, hvað hér væri í vændum, ef landið yrði alveg opnað útlendingunum, o. s. frv.“ Við metum hlýyrðin í garð Vestur-íslendinga en okkur okkar í dag, að þið eruð kom- in heim, þó ekki sé nema um stundarsakir til ’ að prýða þennan reit og landið það, sem lifandi guð hefur fundið ástarsælan stað hérna úti í hafinu. Guð blessi inngang ykkar og útgang. Hann blessi ykkur þessar stundir, sem þið dvelj- ið meðal frænda og vina á ættjörðunni. Hann blessi einnig þá niðja íslands í Vesturheimi, sem þráðu að koma en gátu ekki margra or- saka vegna að þessu sinni. Við finnum í dag, að þrátt fyrir dreifunguna erum við ein þjóð í æðsta og hinzta skiln- ingi þess orðs. Það hefur lengi verið von mín, að heimaþjóðin eigi eftir að uppgötva Vestur-íslend- inga og Vestur-íslendingar heimaþjóðina. Hópferðir ykk- ar er stórt spor í þessa átt. Megi margar fleiri á eftir koma. Þá munu hæðirnar dansa og skógartrén kveða fagnað- aróp, eins og segir í fornum sálmi. þykir fullsnemmt að gera því skóna, að íslenzkan sé á hverfandi hveli, eða svo að segja útdauð í Vesturheimi. Við væntum þess að engir þeirra vestur-úslenzku gesta er heimsóttu ísland í sumar, hafi gert sig seka um að flytja ættbræðrum okkar hrakspár um afdrif íslenzkunnar vest- an hafs. — Hér um bil níutíu ár eru liðin frá því að íslend- ingar hófu verulegt landnám hér í álfu og þó ætlum við að flestir, ef ekki allir þeir Vestur-íslendingar, sem nú gista ísland geti komið fyrir sig orði á íslenzku og sanni þannig á óvéfengjanlegan hátt að enn lifi íslenzkan góðu lífi í Vesturheimi. ☆ Guttormur J. Guttormsson skáld átti nýlega viðtal við Morgunblaðið og birtum við hér kafla úr því; hann syngur ekki útfararóð yfir íslenzk- unnL, enda er hann glögg- skyggn og heilsteyptur ís- lendingur og þekkir sitt heimafólk. „Jörðin okkar heitir Víði- vellir,“ sagði hann, „og stend- ur við Riverton, sem er senni- lega enskasti bær sem til er í heimi fyrir utan London. Hann hefur breytzt mjög mik- ið frá því ég man fyrst eftir honum. íslendingar eru þar nú í miklum minnihluta. Samt Bandaríski ljósmyndarinn og ferðagarpurinn Hal Linker er nú að undirbúa útgáfu á nýrri ferðabók, sem tvær frægar bókaútgáfur austan og vestanhafs munu gefa út. Eru það bókaútgáfan Double- day í Bandaríkjunum og Mac- millan í Bretlandi, sem gefa bókina út. Hal Linker er kvæntur ís- lenzkri konu Höllu Linker og hafa þau hjónin getið sér fá- dæma vinsældir í bandaríska sjónvarpinu fyrir ótal ferða- kvikmyndir frá flestum lönd- um heims. Fyrir nokkrum árum gerðu þau svo tilraun til að gefa út fyrstu bókina, sem þáu köll- uðu „Three Passports to Ad- venture". Voru þetta frásagn- ir af heimsókn til fjölmargra landa með miklum fjölda ljósmynda. Hlaut hún góðar viðtökur og seldist í stóru upplagi. Nýja bókin sem nú er í und- irbúningi er skrifuð sem frá- sögn Höllu á því hvernig henni var innanbrjósts þegar hún kynntist Hal og átti fyrir höndum nýtt líf með ferða- lögum um allar heimsálfur. Löndin sem þau hjónin hafa heimsótt eru nú orðin æði mörg eða nærri hundrað tals- ins. In hinni væntanlegu bók verður m. a. sagt frá ferðalagi halda þeir trúnað við blóð sitt og uppruna. íslenzkan lif- ir góðu lífi vestan hafs og er töluð miklu betur og réttar en fyrir mannsaldri, en þá var enskt vatnsbragð af henni eins og þú getur séð af kvæð- inu Winnipeg Icelander, sem er skrifað á vestur-íslenzku, eins og hún þá var töluð. Menn vanda sig nú miklu betur, þegar þeir tala móður- málið. Og mikið af yngri kyn- slóðinni talar og skilur ís- lenzku, ég vil kannski ekki segja af þeirri allra yngstu, en hún er mállaus anyway. Það er alltof mikið veður gert útaf því að íslenzkan sé að deyja í Vesturheimi. En það nær engri átt. I mörg ár hefur verið sagt að íslenzkan sé á seinasta sálminum, en hún hefur alltaf komið aftur jafn fersk, og enn heldur hún velli. Spurðu bara þá sem ferðast um íslendingabyggðir. öll mín börn geta lesið Morg- unblaðið. En þú varst að spyrja um jörðina. Hún og móðurmálið eiga margt sam- eiginlegt, við eigum að rækta hvorttveggja.“ um mörg lönd Suður-Ame- ríku, um Mið-Evrópu, Fær- eyjar, suðurhluta Afríku, eyjar á Miðjarðarhafi og fjallaríkið Nepal í Himalaya. I sumar ætla Linkerhjónin að fljúga með pólferð flug- félagsins SAS frá Los Angeles til Grænlands. Þar munu þau dveljast í nokkra daga við kvikmyndatöku og halda síð- an áfram til Kaupmannahafn- ar. Þaðan til Póllands, þar sem þau verða við kvik- myndatöku í 10 daga. Munu óau ferðast víða um Evrópu, til Búdapest og Berlínar, um jrland, eyna Mön og Skotland. Loks fljúga þau vestur um haf til Kanada, ferðast um vesturströnd Kanada og víðs vegar um Alaska, allt norður til Point Barrow, sem er nyrsti tangi meginlands Ame- ríku. I þessari miklu ferð safna óau hjónin efni bæði í grein- ar, bók og í sjónvarpsþætti sína, sem halda sömu vin- sældum og áður. Sjónvarpsþættir Hal Link- ers eru sýndir víðs vegar í Bandaríkjunum og ennfremur eru þeir seldir nokkuð til annarra landa. Nýlega keypti japönsk sjónvarpsstöð birting- arrétt á þeim. Ennfremur hef- ur sjónvarpsstofnun banda- ríska hersins fengið leyfi til að sýna þá í 80 bækistöðvum víðs vegar um heim. Meðal þeirra er sjónvarpsstöð hers- ins á Keflavíkurflugvelli. Eru landkynningaþættir Linkers sýndir á föstum tímum í bandaríska sjónvarpinu hér. L a n d kynningarstarfsemi Hal og Höllu Linker hefur verið vel metin og þau hafa Framhald á bls. 7. Fara í langferð Séra Valdimar Eylands og frú Lilja lögðu af stað áleið- is til íslands á fimmtudags- morguninn. Eru þau boðs- gestir Þjóðkirkjunnar ís- lenzku í tilefni af vígzlu Skálholtskirkju sem ráðgert er að fari fram 21. þ.m. Að kirkjuvígzlunni afstað- inni halda þau til Rómaborg- ar og þaðan til Cagliari, höf- uðborgar Sardiníu. Þar búast þau við að dveljast í nokkra daga hjá Dolores dóttur sinni, sem þar býr ásamt fjölskyldu sinni. Þau gera ráð fyrir að koma til baka um miðjan ágúst. 1 fjarveru prestsins þjónar séra Kolbeinn Si- mundsson Fyrsta lúterska söfnuði. Benjamín Kristjánsson. íslenzkan í Vesturheimi

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.