Lögberg-Heimskringla - 04.07.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 04.07.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. JÚLÍ 1963 5 Haraldur Guðnason: Bréf úr Vestmanneyjum Gat aldrei lesið Faðirvorið Vertíðin 1963 var með betra móti og mun betri en vetrarvertíðin 1962. Á land kom alls 37.748 lestir af fiski, en í fyrra rösklega 34 þús. lestir. Þó gengu öllu fleiri bátar frá Eyjum í fyrra. Nú voru gerðir út 86 bátar; 55 voru með línu og net, 10 voru á botnvörpuveiðum og 15 voru á veiðum með hand- færi. Síldveiðar eru nú all- mikill liður í framleiðslu Eyjamanna, einkum fyrri hluta vertíðar. Og nú, um miðjan júní, ausa bátar upp síld við Bjarnarey, svo að segja „bæjarleið“ frá hafnar- mynninu. Um 1880 urðu menn varir við miklar síldartorfur austan við eyjar, og svo hef- ur vafalaust verið frá ómuna- tíð. En þá voru engin tæki til að hagnýta þessa góðu vöru þótt fólkið liði skort oft og einatt. Aflakóngur á vetrarvertið- inni var Helgi Bergvinsson, skipstjóri á Stíganda. Afli Stíganda var 1004 tonn. Löng- um var hér aflakóngur Benó- ný Friðriksson, kallaður Binni í Gröf. Enn er hann formaður og sækir fast. — Helgi var áður aflakóngur 1960. Hann er ættaður af Svalbarðs- strönd. — Mesta aflaverð- mæti á vetrarvertíðinni flutti á land vélbáturinn „Gjafar“, skipstjóri Rafn Kristjánsson. Hann var á síldveiðum fyrri hluta vertíðar og aflaði grimmt. Aflaverðmæti Gjaf- ars reyndist nokkuð á 8. millj. króna miðað við lokadag, 11. maí. Enn eru vertíðarlok við þann dag miðuð, þótt þessi gamli merkisdagur hafi misst gildi sitt að öðru leyti. — Hlutur Vestmannaeyinga í þjóðarframleiðslunni mun frá ári til árs vera sem næst 10—12%. Margar vertíðir í Eyjum hafa verið án mannfórna und- anfarin ár. Áður fyrr var ekki óalgengt, að 1—2 bátar færu í hafið á hverri vertíð. — Nú gerðist sá sorglegi atburður á liðinni vertíð, að vélbátur- inn ERLINGUR IV fórst þann 22. marz og með honum tveir menn: Guðni Friðriksson vél- stjóri, 34 ára að aldri, ættaður frá Siglufirði og Samúel Ingvason frá Akranesi, 20 ára. Vélbáturinn Halkion, skip- stjóri Stefán Stefánsson frá Gerði í Vestmannaeyjum, bjargaði þeim 8 mönnum af Erlingi IV, er af komust. Mikið lán hefur fylgt Stefáni skipstjóra og skipi hans. Þetta er þriðja áhöfnin sem hann og menn hans hafa bjargað alls 24 mönnum á skömm- um tíma. — Stefán á Halkion er sonur Stefáns í Gerði Guð- laugssonar, sem var farsæll formaðu ír Eyjum um hálfrar aldar skeið. — Mikil vinna er nú í frysti- húsunum. Skólanemendur og menn af Vestur-íslenzkum ættum hafa nú tekið þar starfa. Sagt er, að vestan- menn séu liðtækir til starfa, en kaup þykir þeim ekki hátt miðað við það, sem þeira eiga að venjast. Allmiklar framkvæmdir munu fyrirhugaðar á vegum kaupstaðarins. Er í ráði að malbika nokkrar götur, enda er þess mikil þörf. Hið mikla vandamál Eyjamanna, öflun góðs neyzluvatns, er enn óleyst. Á meðan er ekki annars kostur en safna vatni af þökum húsanna í stein- þrær eða brunna. Möl og mold rýkur af götunum á húsaþök- in, þar sem ekki er búið að malbika. Er því hin mesta þörf á, að hefta rykið, en þó fyrst og fremst að fá heil- næmt neyzluvatn, hvort sem þess verður aflað með djúp- borun, eimun sjávar eða vatnsleiðslu af landi (undan Eyjafjöllum). Hafin er bygging nýs sjúkrahúss í Eyjum. Verður það mikil bygging og vönduð. Er nú verið að steypa undir- stöður. Áætiað er, að gera húsið fokhelt á þessu ári. — Þá er hafin á vegum bæjar- sjóðs bygging nokkurra fjöl- býlishúsa. Ibúðaskortur hefur verið og er mikill í Eyjum. Er brýn nauðsyn að fá fleira vinnufært fólk í bæinn, því fólksekla er mikil við fram- leiðslustörfin. Ráðgert er að selja íbúðirnar óinnréttaðar, en hitakerfi og frágangur ut- anhúss verður fullgert. Áætl- að er, að kaupendur greiði 25—30% af andvirði húsanna í tvennu lagi, fyrirfram og við afhendingu. Unnið hefur verið nokkuð að innréttingu bókasafnshúss. Bæjarbókarsafnið átti hundr- að ára afmæli á s.l. ári. Hefur það jafnan verið í leiguhús- næði og oft miður góðu. Standa nú vonir til, að það flytji áður en langt líður í eigið hús eftir mörg vistferli í heila öld. Allmargir mætir Eyjabúar hafa horfið úr tölu lifenda síðan um áramótin síðustu. Torfi Jóhannsson bæjarfógeti lézt 10. apríl, rösklega 57 ára að aldri. Torfi var vel metinn í sínu starfi og lagði hvar- vetna gott til mála. — Þann 11. s.m. andaðist Árni J. Johnsen 70 ára að aldri. Hann var forvígismaður bindindis- manna í Eyjum um áratugi. Árni var íþróttamaður á yngri árum, t.d. mikill sund- maður. Mun hann hafa bjarg- að nær tug manna frá drukknun. Árni var söngmað- ur góður, söng t.d. á þjóðhátíð í Herjólfsdal í hálfa öld og í kirkjukórnum svo að segja til hinstu stundar. — 20. sama mán. andaðist Friðþjófur G. Johnsen skattstjóri, fimmtug- ur að aldri. Friðþjófur var ln Memoriam ! January the 18th 1963, was a cold dreary day, one that will long be remembered by all who knew Roy Nelson — for on that day he was called to his maker after a sudden accident. He is mourned by his loving wife Jónína, by his parents John and Larsína Nelson, five brothers, Joe, Albert, Norman, Arnold and Murray, all in Winnipeg, one sister, Jean — and by his mother-in-law, Guðný Aust- ford, Ella and Mundi Austford and several other near rela- tives. He was born in the Inwood District, Man., March 27. 1921 and lived for some years at Ideal, Manitoba where he at- tended school. For many years he helped his father on his Dairy Farm. He showed at an early age an aptitude for mechanics and soon became an expert in building both with wood an iron, his advice was often sought by relatives and others, and always provec to be sound. After Roy and Ninna were married, they lived for a while at Marklanc. in the Vestfold Post Office district. In 1956 he decided to con- centrate on mechanics and moved to Winnipeg. He work- ed for others for several years, then last year started in business for himself — in partnership with his brother Arnold. He was reliable, a friend to his friends, with a smile for everyone. It was always a pleasure to visit with Roy and Ninna. His smiling way and pleasant face are a pleasure to recall, He had a kindly word for each and died beloved by all. Some day we hope to meet him, Some day, we know not when. To clasp his hand in the better land. Never to part again. God Bless his memory. — A Friend. lögfræðingur að mennt, hinn mætasti maður. — Þá andað- ist á þessu vori Guðjón Jóns- son á Heiði, 80 ára. Var hann hraustmenni með afbrigðum á yngri árum og formaður í 40 ár. Guðjón var Eyfelling- ur að ætt. Fyrir fáum dögum lézt annar Eyfellingur, Árni Jónsson. Hann var um langt skeið verzlunarmaður hjá Gunnari Ólafssyni á Tangan- um. Árni kom sér tvisvar upp stóru safni valdra bóka. Hann unni mjög þjóðlegum fróð- leik Qg persónusögu. Séra Gísli Gunnlaugsson var prestur í Kirkjubólsþing- um í ísafjarðarsýslu í 30 ár (1783—1813). Hann var af góðu bergi brotinn. Sonur séra Gunnlaugs Snorrasonar, sem var hefðarklerkur á Helgafelli. — Síra Gísli var fæddur árið 1743 og útskrif- aður úr Skálholtsskóla 1767. — Tveimur árum síðar vígð- ist hann kapelán til föður síns og var þar næstu 14 árin, eða þangað til hann fékk Kirkjubólsþing. Þegar séra Gísli fór norður til brauðs síns, fluttust foreldrar hans, sem voru orðin gömul og far- in, með honum norður að Djúpi, og þar dóu þau há- öldruð í skjóli hans. Með presti flutti þá einnig norður kvenmaður, sem varð bústýra hans alla ævi, og var hún á líkum aldri og hann. Hún hét Ólöf Guðmundsdótt- ir og var af „lítilli ætt“ í Helgafellssveit. — Faðir séra Gísla, prófasturinn á Helga- felli, hafði tekið Ólöfu „af hrepp“ og alið hana upp, enda þótti hún nýt og myndarleg kona, en var aldrei vel þokk- uð. — Á yngri árum hafði séra Gísli beðið Oddnýjar dóttur Skúla fógeta, en „var synjað þess ráðs.“ — Dætur fógetans þóttu kvenkostir miklir, og vandlátar um gjaf- orð og tóku ekki hverjum og einum biðli, en auk þess hefur Oddnýju eflaust þótt prófasts- sonurinn frá Helgafelli eitt- hvað kátlegur. — Séra Gísli bað aldrei konu eftir þetta og átti aldrei barn. Það er um séra Gísla sagt, að hann var oftast spaklátur og dagfarsgóður, búmaður mikill og auðsæll, en ekki nema í meðallagi gáfaður, og er það máske eitt þeirra skil- yrða, sem menn þurfa að upp- fylla til þess, að geta orðið miklir búmenn og auðsælir. — Það, sem þó sérstaklega einkenndi séra Gísla og gjörði hann öllum minnisstæðan, var hin óþjála rödd hans og mál- færi. Hann var einkennilega stirðraddaður og klaufskur í flutningi orðsins, en af þessu var það, að hann gat aldrei lesið Faðirvorið af predikun- arstóli nema fáein fyrstu orð- in „Faðir vor, þú sem ert“ ... Þetta tókst honum með harm- kvælum, en komst ekki lengra, þá heyrðist ekki annað' úr munni hans en alveg ó- skiljanlegt bull og buldur. — Og þetta varð söfnuðurinn við Djúpið að sætta sig við í 30 ár. Ef guðsmaðurinn var spurð- ur um orrökina til þessa, sagði hann að þetta væri að kenna barnsvana, og honum væri ekki hægt að breyta, né um að betra. — (Sbr. Præ. Sighv. XI, 985). Séra Gísli var álitinn fjöl- kunnugur eins og margir guðsþjónar í þá daga, en það var bót í máli, að hann var mönnum ekki meinsamur með kunnáttu sinni, og það jafnvel ekki þó að þeir hefðu gjört á hluta hans. —- Til eru sagnir, sem benda til, að ekki hafi með öllu verið ósatt um kunnáttu hans, og skal ein sögð hér. Með presti var á vist allein- kennilegur náungi, sem Þórð- ur hét Þórðarsop og var kall- aður „lagsi“. Á þessum Þórði hafði guðsmaðurinn miklar mætur og vildi ómögulega missa hann úr vistinni, en svo fór þó, að Þórður ,,lagsi“ fór í burtu þvert á móti vilja séra Gísla. Hann kom sér á duggu með Hollendingum, sem þá voru í hundraða tali við fiski- veiðar undir ströndum lands- ins, og með þessum útlend- ingum ætlaði svo Þórður „lagsi“ að strjúka af landi burt, en það fór nú á annan veg og var það kennt göldr- um séra Gísla. Eftir að Þórður var farinn til sjós, tregaði prestur hann mjög og oft hafði hann tautað fyrir munni sér: „Þórður kem- ur aftur. Þórður kemur aft- ur.“ — Það var því trú manna, að nú hefði gamli klerkurinn tekið á allri kunnáttu sinni í „galdrakúnst.“ — En það er frá veiðiskap Hollendinganna að segja, og dvöl Þórðar hjá þeim, að þar gekk allt á aft- urfótunum, og var eins og all- ur fiskur forðaðist þá, eftir að Þórður var kominn á flot með þeim. Svo fóru þeir líka að sjá ýmsar undarlegar sýn- ir. Þeir sáu t. d. oft kerlingu á hlemm, sem flaut á sjónum og sveimaði kringum skútuna, en af völdum þessarar „fínu dömu“ héldu þeir hollenzku að fiskleysið stafaði og að lok- um trúðu þeir því, að allt væri þetta samt Þórði „lagsa“ að kenna, og því væri eins lík- legt að svo færi, að skipið færist með öllu saman, ef þeir væru með þennan óvætt inn* anborðs. — Þeir tóku því þann kostinn, að sigla sem skjótast til lands og reka Þórð „lagsa“ af skipinu, í von um að þeir kæmust þá heilu og höldnu til Hollands, en Þórður fór jafnskjótt aftur heim til séra Gísla, sem fagnaði honum vel. Séra Gísli Gunnlaugsson varð tæplega 70 ára gamall, og dó rétt fyrir jólin 1813. Ekkjan og börnin grétu hann ekki, því að hann átti hvorugt, eins og fyrr greinir, en Ólöf, gamla ráðskonan hans, hefur eflaust syrgt hann, en þar var „huggun harmi gegn“ sá mikli auður, sem hún hlaut að erfðum eftir prestinn, sam- kvæmt ráðstöfun hans. — Eflaust hefur þessi mikli og auðsæli búmaður átt mikla fjármuni og bendir það m. a. til þessa, að Ólöf gjörðist pró- ventukona hjá séra Arnóri prófasti Jónssyni í Vatnsfirði, og þar dó hún. Það var líka ekkert óeðlilegt að séra Gísli, Framhald á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.