Lögberg-Heimskringla - 04.07.1963, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 04.07.1963, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. JÚLI 1963 GUÐRÚN FRA LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga „Mér finnst það sé nú ráð- legast fyrir þig, að leggast eins og vanalega á letibedd- ann þinn, garmurinn, og láta engan heyra þig eða sjá. Ekki nema það þó, að ætla syni þínum að taka að sér fertuga kerlingu, sem þar til og með er alin upp á sveitinni. Það verður sjálfsagt ekki þetta árið, sem sú trúlofun verður borin sem frétt á milli bæja“. „Hana! Þar tók sú gamla af skarið“, flissaði Hrólfur. „En það er nú. einu sinni svona, þó að ég búist ekki við að Gunnvör hefði neitt á móti mér, þykir mér hún heldur óblómleg. Ég held að ég reyni heldur við hana Steinunni mína Bjarnadóttur. Hann fað- ir hennar hefur víst áreiðan- lega ekkert á móti mér sem tengdasyni, hvað sem kerl- ingarálkunni hans líður“. „Það skalt þú gera, sonur sæll. Hún er geðug stúlka og ég skal kenna henni að vinna og búa. En slíkt kann það ekki á Stóru-Grund“, sagði Herdís. „Ég segi þá alveg eins og mér býr í brjósti“, sagði Gunnvör, „að þó að ég hefði tekið orð Helga í alvöru, hefði ég áreiðanlega ekki skipt um til hins betra, því að á þessu heimili verður engin tengda- dóttir annað en argasta am- bátt. Ég sé það nú að það er satt, sem nágrannarnir segja um gamla bóndann hérna, að hann sé skynsamastur af fjöl- skyldu sinni“. Svo greip hún yfirsjalið undir handlegg sinn, kastaði kveðju á fólkið og fór fram úr baðstofudyrunum. Það yrði varla næsta sunnudag, sem hún yrði gestur á þessu heimili. Þangað myndi hún aldrei stíga fæti sínum fram- ar. „Það næsta sem fréttist af Bensa var, að hann væri byrj- aður á að byggja yfir sig stærðar steinhús, rétt við hlið- ina á Bjarnabæ. Sjálfsagt væri tengdafaðir hans tilvon- andi í félagi við hann, að minnsta kosti vann hann og synir hans að byggingunni öllum stundum, sem þeir voru ekki á sjónum. — Sá færi víst laglega á hausinn, þessi snáði, var algengasti spádómurinn hjá víkurbúum um framfarirnar hjá Bensa. Margir álitu, að faðir hans stæði á bak við allt þetta brask. Hann hafði víst riðjlð út að Stóru-Grund um vetur- inn til þess að tala við Bensa og boðið honum víst einhver kostakjör, vegna þess að hann náði í meðölin handa honum í manndrápsveðri. Karlinn hafði verið orðinn meðvitund- arlaus, þegar meðölin komu, en rétt við undir eins og búið var að koma þeim ofan í hann. Og svo hafði hann verið svona þakklátur fyrir að fá að tóra, að hann hafði riðið á fund sonar síns, sem han hafði aldrei litið réttu auga fyrr, og boðið honum að ganga í ábyrgð fyrir öllu þessu vit- leysisbraski. Jóna systir Signýjar í Bjarnabæ hafði brugðið sér vestur á land til þess að finna Sigríði dóttur sína. Þegar hún kom heim aftur, frétti hún auðvitað strax um öll þessi ósköp, sem á gengu. Hún lét ekki dragast að heim- sækja systur sína, heldur rölti til hennar sama kvöldið og hún kom í bæinn. En svo ó- heppilega vildi til, að allt fólkið á Bjarnabæ var við mótöku, svo að Jóna frænka séttist inn hjá Grétu í Móun- um. Hún þurfti hvort sem var að koma þangað, því að vin- konan í Móunum vissi stund- um eitt og annað, og réttast var að fylgjast sem bezt með öllu. Svo mundi vera gaman að heyra álit hennar á brask- inu í Bensa. Gréta tók henni vel eins og vanalega. „Sýriist þér vera nokkurt veldi á því þarna í nágrenn- inu?“ sagði Gréta að fyrra bragði. „Ég á nú bara engin orð yfir þetta írafár“, sagði Jóna frænka. „Strákurinn hlýtur að vera orðinn vitlaus. Reynd- ar hefur alltaf verið það. Hvaða fé skyldi hann hafa til þess að byggja aðra eins höll og þessa? Ég trúi því ekki, að þau ætli að verða í því með honum, Jónas og Signý. Þau hafa víst aldrei haft afgang af sínu, þær manneskjur“: „Það hjálpast víst margir að þar. Hallfríður hefur sjálf- sagt verið búin að safna tals- verðu saman, einhleyp konan. Strákurinn fór líka snemma að vinna. Og ekki er hægt að segja annað um hann en að hann sé duglegur", sagði Gréta. „Og það get ég sagt þér, Jóna mín, að Signý systir þín er alveg hætt að stynja, síðan Sigga setti upp hring- inn“. „Þá er hún áreiðanlega ánægð?“ sagði Jóna. Svo drukku þær kaffi, og tóku á meðan nágrannana til nánari umræðu. Jóna frænka heimsótti systur sína næsta dag. Feðg- arnir, Jónas og Mundi sonur hans, voru við steypuna á nýja húsinu, þegar hún kom. Jóna gaf þeim hornauga og bauð góðan dag, því að það voru þar einhverjir fleiri að vinna. Signý va£ inni í eld- húsi. „Sæl og blessuð, systir góð“, sagði Jóna og marg kyssti systur síha, og skilaði hún kveðju frá dóttur sinni til hennar. Signý bauð hana velkomna og spurði, hvernig Sigga hennar hefði það núna. „Ojæja, skinnið. Það er svona upp og ofan fyrir henni eins og fyrri. Hún er nú tekin saman við , þann þriðja, hvernig sem það endar. Hún vill helzt frá drengangann, sem hjá mér hefur verið, til þess að fá meðgjöfina. En mér finnst líka gott að fá hana. En auðvitað er ég ekki orðin nein manneskja til þess að hugsa um hann, litla skinnið. En tómlegt verður að vera ein eftir í kofanum, þegar hann er farinn“. „Það er meiri áhuginn, sem hún hefur á karlmönnunum. Ég er hrædd um, að ég væri ekki eins framtakssöm í því efni“, sagði Signý. ,^Ójá, það gengur nú svona. Það hefur bæði einn og annar búizt við, að betra lægi fyrir Sigríði minni, þessari mynd- arstúlku11, sagði Jóna. „Það held ég geti verið“, sagði Signý áhugalaust. „En hvernig heldur þú, að trúlofun dóttur þinnar endi? Það spá margir hálf leiðinlega fyrir henni. Strákurinn hefur aldrei verið í miklu áliti hjá okkur víkurbúum“, sagði Jóna frænka, og var nú komið að málefninu. „Það læt ég vera. Það er víst ekki hægt að segja annað en gott um hann, og ólíkt þyk- ir mér, að sú trúlofun endi öðruvísi en vel“, sagði Signý og brosti ánægjulega. „Svo er hann bara farinn að byggja, drengurinn, þetta þá líka litla hús. Sá er þó ekki aldeilis blankur, nýbúinn að kaupa vélbát. Það er sagt að faðir hans hafi hlaupið undir bagga með honum, og Þor- björg í Nausti. Það er svei mér hjálplegt við hann. Og svo þrælar Jónas greyið við húsbygginguna með drenginn með sér, þegar þeir eru ekki á sjónum. Fær svo ^náttúrlega ekkert fyrir stritið. Sízt að furða, þó að hann geti komið því upp“, rausaði Jóna. Signý brosti að ákafanum í Jónu. „Eitthvað er nú talað um bygginguna“, sagði hún, „fyrst þú ert búinn að frétta þetta allt um leið og þú kem- ur heim. En ég skal nú segja þér sannleikann, og hann er sá, að húsið á að verða tvílyft og við Jónas ætlum að eiga aðra hæðina. Það er orðið illmögulegt að búa í bæjar- greyinu lengur“. Jóna sló í borðið af undrun. „Já, það er svona. Þetta átti fyrir þér að liggja, að eignast stórt hús og búa í því. Ég vona að þú skjótir skjólshúsi yfir mig, aumingjann, því að ekki er kofinn minn hlýlegri en Bjarnabær“. „Það verður víst ekki nema handa okkur“, sagði Signý og brá fyrir sig að stynja ofur- lítið af gömlum vana. „Svo er það nú ekki komið upp ennþá. Hver veit nema það kafni í fæðingunni“. „Það er ólíklegt. Neðri hæð- in er þegar búin“, sagði Jóna. „Við fáum hana“, sagði Signý. „Flytur ekki Hallfríður í þetta hús með syni sínum?“ „Jú, auðvitað gerir hún það“. „Hver flytur þá í Bakka- búð. Það hefur nú alltaf verið hlýtt þar og hreinlega um- gengið“, sagði Jóna. „Já, Hallfríður er þrifin kona og ágæt manneskja", stundi Signý. „Það er víst ástæðulaust fyrir þig að vera að stynja og andvarpa, þar sem þú átt aðra eins máttarstólpa undir fram- tíð þinni og tvo duglega syni og karlinn. Hann er víst alveg fullvinnandi ennþá, sýnist mér. Og svo þennan duglega og stórefnaða tengdason. Dá- lítill munur eða ég, vesaling- urinn“, sagði Jóna. „Stórefnaður er hann ekki, enda engin ástæða til þess“, sagði Signý. „En hann er dug- legur og hann verður aldrei öðruvísi en góður við Siggu mína, þó að hann þyki nokkuð orðhvatur“. „Ekki vantar það, að nóg sé um hann talað, strákgreyið. Hann hafði nú bara verið nærri búinn að hengja mann þarna fram í sveitinni í vetur. Aðeins vegna þess, að hann hélt að þessum náunga litist vel á Siggu“. „Blessuð vertu ekki með þennan leiðinda þvætting, sem lítill fótur er fyrir. Komdu heldur inn í baðstofu og drekktu kaffi með feðgun- um. Það er orðið nokkuð langt síðan þú hefur fengið þér sopa með okkur“. Þær fóru inn, önnur með kaffikönnuna, en hin með bollapörin. Feðgarnir komu inn rétt á hæla þeim, gráir af sementsryki. Jóna heilsaði þeim báðum með kossi. „Þú ert orðin sjaldséður gestur hér, Jóna“, sagði hús- bóndinn kíminn, þegar hann var búinn að hella í bollana. Það var svo sem auðséð, að það lá vel á karlinum. „Ég kom heim í gær úr þessu langa ferðalagi þarna vestan að, og er ennþá hálf lasin eftir sjóferðina“, sagði Jóna dálítið þreytulega. „Það leikur nú ekki eins við mig lífið eins og þig, sem ert að byggja yfir Þig stórhýsi“. „Það er svo sem ekki orðið mjög hátt í loftinu ennþá. En það er vonandi, að það fari að líta betur út. Þeir- fara nú líklega að byggja yfir þig bráðum allir tengdasynirnir þínir. Ég heyri sagt, að Sigga þín sé búin að ná sér í þann þriðja. Það væri svo sem ekki mikið, fyrst þessi eini tengda- sonur minn getur haft mig til þess arna“, sagði hann stríðnislega. „Það lítur alls ekki út fyrir, að Sigríður mín ætli nokkurn tíma að eignast þak yfir höf- uðið, þessi efnilega stúlka sem flestum fannst. Hún var þó heldur líklegri til þess að komast áfram í heiminum en dóttir þín, sem var algerlega heilsulaus vesálingur. En það er eins og prófastsfrúin sagði við mig einu sinni, að það væri eins og ógæfan legði efnilegustu stúlkurnar í ein- elti stundum. Við vorum að tala um hana Siggu mína. Prófastsfrúin bjóst við svo miklu af lífinu henni til handa eftir að hún var búin að vera hjá henni og kynnast henni nánar“, sagði Jóna rauna- mædd. „Mig minnir að þú værir ekkert sérlega ánægð yfir til- verunni hennar þar og svo gekk hún víst í burtu þaðan að lokum“, sagði Jónas. „Ojæja, mig minnir að dótt- ir þín gerði það sama. Hlypi burtu úr ágætis vist, sem ég réði hana í“, sagði Jóna sár- gröm. Það var nú eins og það var vant að vera með fjandans ógerðarháttinn og stríðnina í Jónasi, enda var Signý farin að sjúga þykkjulega upp í nefið og ámálga það, að þau gerðu ekki kaffið kalt í boll- unum. Why not visii ICELAND now? ALL-WAYS Travel Bureau Ltd., 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man., WHitehall 2-2535, is the recognized Agent of all steamship- and airlines, including Icelandic Airlines, and has assisted more Iceland- ers in Maniloba with their travel arrangements than any other travel agent. Mr. P. E. Salomonsen and Mr. A. A. Anderson, both Scandi- navians, will render you every assistance in connection with your travel, in an endeavour to have your trip as comfort- able and pleasant, yet in- expensive, as possible. Consult ALL-WAYS Travel Bureau Ltd. 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man. WHilehall 2-2535 NÆRFÖT - SOKKAR - T-SKYRTUR

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.