Lögberg-Heimskringla - 04.07.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 04.07.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. JÚLÍ 1963 7 Hal Linker Framhald frá bls. 1. fengið 'þakkir víðs vegar að fyrir það ómetanlega gagn sem þau gera í að auka kynni þjóða í milli. Hal Linker hef- ur t. d. verið sæmdur tveim heiðursmerkjum fyrir land- kynningastörf sín. Annað er heiðursmerki Leopolds II í Belgíu og hitt heiðsursmerki finnska ljónsins. íslendingadagsræða Framhald frá bls. 3. rived at Great Salt Lake City after having been nearly a full year en route. Upon being directed by Brigham Young to settle at Spanish Fork, about 60 miles south of Salt Lake City, Samúel and his wife made their way to that little settlement. Helga remained for a time in Salt Lake City. The party of pioneers of which Samúel Bjarnason and his wife and Helga were members were composed of several nation- alities, but principally they were Danish. Since in 1855 the Icelanders were still subjects of the Danish king, it was only natural that Brig- ham Young should consider them as one unit. He directed both the Danes and the Ice- landers to settle Spanish Fork. Later, a number of Welsh immigrants were also sent there. At first there was a little friction between these groups, as might be expected, but later they be- gan to intermarry until today they are so thoroughly mixed that many of the Icelanders of the second and third gener- ation have names such as Jones Christiansen, Bowen, Nelson or Thomas. David and Thomas, of course, are favorite first names with all groups. Let us return to Samúel Bjarnason. He settled in Spanish Fork where he home- steaded 160 acres. He was a very capable man, and over the years he prospered and became one of the leaders of the community. I must confess that I do not remember him, but I do remember his picture hanging on the wall of the family home. I also remem- ber at least one of his children, a beautiful woman who used to invite me in on a hot afternoon and make lemonade or give me sugar cubes to munch on. Incident- ally, although we have the same name, he was not re- lated—as least not close enough to count. Framhald í næsta blaði. Ávarp ±il V.-íslendinga Framhald frá bls. 4. þess, að sú framtíðarsýn verði að veruleika, ljómar nú fyrir sjónum vor Heima-ís- lendinga, þegar vér lítum yfir hinn fjölmenna og fríða hóp frænda vorra að vestan, sem nú á þessu vori heim- sækja ættarland sitt og hér eru saman komnir. Bæði ein- staklings vilji og líka sam- taka vilji stendur að baki komu svo fjölmennra hópa, og vilji er líka allt, sem þarf til þess að tengslin milli frænda beggja megin hafs megi varð- veitast og eflast á komandi árum. Vér Heima-íslendingar vonum, að vort sviptigna land megi birtast ykkur, góðu gestir, góðu frændur, í sinni tærustu fegurð, svo að þið megið skynja sem skýrast hina nóttlausu voraldarver- öld, þar sem víðsýnið skín. Steinarnir tala. Fjöllin ís- lenzku eiga sitt mál, þögult alþjóðamál í sjónarheimi. Þau lýsa því með sviptign sinni og fjölbreytilegum blæ, hversu þau hafa í meira en þúsund ár staðið vörð um byggðir lands vors. „Söm er hún Esja, samur er hann Keilir, eins er hún Skjald- breið og á Ingólfs dögum“. Þið, góðu gestir og frændur, sjáið nú í fjarsýn hin sömu sjón sem vorir fyrstu land- námsmenn. En hið næsta ykkur sjáið þið, að vér frænd- ur ykkar, svo fáir og smáir, erum nú í óðaönn að færa bæi og byggðir, atvinnugrein- ar og aðbúnað mennta í það horf, sem nútíðin krefst. Og þegar þið, eftir dvölina hér, sem við vonum, að verði ykk- ur sem ánægjuríkust, haldið aftur héðan að heiman til heimkynna ykkar og ástvina, þá takið með ykkur og berið í ríkara mæli en áður mót ykkar ættarlands, heimalands okkar, sem nú fögnum ykkur hér. Þið finnið og við finnum, að hin ósýnilegu bönd sam- eiginlegs uppruna og sameig- inlegra erfða, sem aldrei voru rofin, þau hafa nú styrkzt og munu hér eftir verða öflugri en áður. Þið, kæru frændur, hafið gert stórt átak með því að koma hingað svo fjölmenn- ir. Ástæða er til að halda, að ykkar koma nú verði upphaf að árlegum fjölmennum hóp- ferðum vestan um haf og ef til vill einnig sams konar ferðum héðan til ykkar vestra. Ef svo verður, þá er með því hafið nýtt tímabil nánari kynna milli frænda vestan hafs og austan. Mætti það verða báðum aðilum til mikils góðs, einkum þannig, að vér lærðum betur að meta þá sameiginlegu arfleifð, sem oss var gefin, og um leið að unna henni heitar og vernda hana, hvert í sínum reit. Hvort sem vér erum búsett austan hafsins eða vestan, þá finnum vér öll jafn skýrt í reynslu vorri, að „sá guð, sem oss gaf landið og lífsins kosta val, hann lifir í því verki, sem fólkið gera skal“. Vér tökum öll undir árnaðarorð Einars Hjörleifssonar Kvaran, sem hann bar fram á Islend- ingadegi vestra fyrir 70 árum, þar sem hann biður þess, að „Leggi gæfan hönd um háls á hverjum íslending, er slyngur njóta sín vill sjálfs, í sannleik verða og anda frjáls og helgust geyma heimsins þing í hjarta og sannfæring.“ Lifið heilir, frændur, Vest- ur-íslendingar. Blessist ykkar byggðir, ykkar heimili, ykkar störf, ykkar framtíðarhagur. Gat aldrei lesið Faðirvorið Framhald írá bls. 5. sem enga lögerfingja átti, gæfi hinni tryggu og traustu bústýru sinni aleigu sína eftir sinn dag, svo að hún yrði ekki mannaþurfi, enda lenti hún í góðum höndum,.þar sem var hjá hinum merka Vatnsfjarð- arklerki. Lítinn skyldi lukkumann- inn dreyma. Vince Leah recaíís Sports Columnist, The Winnipeg Tribune utstanding ’ictories IN MANITOBA SPORT SEPT 16TH 1935 Winnipegbúar fögnuðu endurreisn atvinnu- basebolta 1933, urðu fyrir vonbrigðum Maroons töpuðu en væntu að úr myndi rætast 1934, svo varð ekki og fóru hinir vísu að stinga saman nefjum um að eigandinn, Bruno Haas, ætti að útvega sér boltaleikara. Haas lagði niður stjórn og réði Wes Griffin, sem leiðtoga liðsins, og leikara eins og Joe Goldfine, Lloyd Stirling, Ambrose Ebnet, Gene Corbett, Lloyd Sterling, Otto Meyers og Frank Piet. Maroons stóðu sig svo hraust- lega að þeir komust í lokaleik gegn Fargo- Moorehead Twins. Twins unnu fyrstu 9 innings 6-1 en undir forustu hins vaska Griffen, sem helti sér yfir leikdómarann, leikarana og alla jafnt — unnu Maroons gegn Twins 23-8, 6-4, 9-5 og 12-0. Þeir urðu að ná öðrum vinning; Ebnet sló boltann. Twins vörðust vel en knatttré þeirra Ellison, Piet og Goldfine voru svo skæð að Twins gátu ekki veitt viðnám. Úrslitin voru 11-5 og Winnipeg náði meistaramarki í atvinnu baseboltaleik í fyrsta sinn. O’KEEFE BREWING COMPANY /MANITOBA/LIMITED No. 5 in a series of Outstanding Victories in Manitoba Sport M1075

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.