Lögberg-Heimskringla - 10.10.1963, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1963
3
Litið um öxl
(Jtdrættir úr Lögbergi og Heimskringlu
frá fyrri árum
Valið hafa
Dr. Þorraldur Johnson og Dr. Tryggvi J. Oleson
— Business and Professional Cards —
Úr Heimskringlu,
1. október 1903:
Únitarasamkoman, sem svo
mjög hafði auglýst verið, fór
fram að Unity Hall á 'þriðju-
dagskveldið var og var svo
fjölsótt, að hvert einasta sæti
var skipað, og var gang-
urinn milli sætanna troðfull-
ur af standandi fólki og einnig
talsvert margt í fordyri húss-
ins. — Prógramið var langt,
19 stykki, og var því samkom-
unni ekki lokið fyrr en kl. 1
að morgni. En svo var fólkið
ánægt með það sem fór fram,
að allir sátu og stóðu sem
fastast þar til öllu var lokið.
Gísli Jónsson prentari frá
Akureyri, sem nýkominn er
hingað vestur, var auglýstur
að syngja á þessari samkomu,
og munu margir hafa komið
til að hlusta á hann, og einnig
kappræðu þá sem H. Leo og
K. Á Benediktsson héldu um
áhrif blaðanna á ísl. tungu
og þjóðerni . . . Langt skaraði
söngur Gísla fram úr öllu
öðru, sem þar fór fram. Gísli
er framúrskarandi góður
söngmaður, enda var hann
klappaður upp hvað eftir ann-
að. Vér skoðum hann hæg-
lega $5 virði fyrir hverja
samkomu sem hann syngur á.
Vér teljum víst að ef Gísli
héldi söngsamkomu í byggð-
um íslendinga hér vestra,
mundi hann allstaðar fá hús-
fyllir. Hljóð hans verðskulda
að þeim sé sómi sýndur.
Framhald frá bls. 2.
Mjólk hækkar um 18,5%
25% hækkanir frá því
haustið 1962.
Framleiðsluráð landbúnað-
arins hefur auglýst hið nýja
verð á mjólk og mjólkurvör-
um. Mjólk í lausu máli hækk-
ar úr kr. 4.85 lítrinn í kr. 5.75
og nemur hækkunin 18,5%.
Smjör kostar nú pr. kíló
kr. 103.55 en kostaði kr. 80.75
í fyrrahaust. Ostur (45%)
kostar nú pr. kíló kr. 84.15 en
kostaði kr. 71.35 pr. kg. í
fyrrahaust.
Mgbl. 24. sept.
☆
Kjötið hækkar
Nú hefur Framleiðsluráð
landbúnaðarins lokið útreikn-
ingum sínum á verði landbún-
aðarafurða fyrir verðlagsárið
1963—1964.
Skýrt er frá nýja verðinu á
mjólk og mjólkurafurðum í
blaðinu í dag, en nýtt verð á
kindakjöti, slátri og kartöfl-
um er sem hér segir: súpu-
kjöt kostar nú 44.40 kr., í
fyrrahaust kostaði það 32.25
Úr Heimskringlu,
8. oklóber 1903:
Úr ritstjórnargreininni
, „Vistarbandið óleyst“.
í júlí síðastl. kom frá Is-
landi alfluttur hingað vestur
Jón alþingismaður Jónsson
frá Sleðbrjót. Hann ritar í síð-
asta Lögberg langa grein um
vinnufólks vandræðin á Is-
landi . . . Þess hefir áður verið
getið í Hkr., að hjúin á Is-
landi hefðu með vistarbanns-
lögunum frá 1894 verið gerð
að frjálsum manneskjum . . .
En Jón segir um þetta: „Hið
sanna er, að vistarbandið er
óleyst á íslandi enn.í dag. Það
var aðeins talsvert rýmkað
um klafann með lögum 2.
febrúar 1894.“ Það þarf ekki
að taka fram, að Jón er mað-
ur sem er svo nákvæmlega
kunnugur þessu máli öllu, að
hann veit hvað hann er að
fara með og því tekur Hkr.
leiðrétting hans að sjálfsögðu
gilda og góða. Jón segir lögin
á Islandi nú vera þau, að 22
ára karl eða kona fái keypt
lausamennskubréf móti 15 kr.
gildi frá karli en 5 kr. frá
konu, en þeir sem hafa náð 30
ára aldri, fá lausamennsku-
bréfin ókeypis, að undan-
skildri 2 kr. borgun til lög-
reglustjóra. Enginn má enn
vera laus yngri en 22 ára. Jón
hefir því sýnt það sem vér
áður ekki vissum, að talsverð-
ur tollur er enn þá lagður á
mannfrelsið á Islandi . . .
55.60 k(., í fyrrahaust 42.30,
heil slátur með sviðnum haus
50.85 kr., í fyrrahaust 41.00 kr.
1 fl. kartöflur kosta nú 43.40
kr. í 5 kg. pokum, kostuðu kr.
35.00 kr. í fyrrahaust.
Tíminn 25. sept.
☆
Slórgjöf lil Lislasafns
íslands
Listasafni Islands hefir
tæmzt arfur, sem gizkað er á
að nemi 2—3 milljónum
króna, þótt sú tala sé birt án
ábyrgðar, en óhætt er þó að
fullyrða að safninu hafi aldrei
borizt stærri gjöf í krónum
talið. Er hér um að ræða arfs-
hluta, þriðjung verðs hús-
eignarinnar Austurstræti 12 í
Reykjavík, að frádreginni
einni milljón króna þó, en
ýmsir gizka á að eign á þess-
um stað sé alltaf 12 milljón
króna virði. Það var Sesselja
Stefánsdóttir píanóleikari,
sem lézt í Landspitalanum 4.
þessa mánaðar, sem arfleiddi
listasafnið að sínum hluta í
fyrrnefndri húseign, og er
þess sérstaklega getið að
minningargjöfin sé gefin í því
skyni að varðveita höggmynd-
ir Nínu Sæmundsson mynd-
höggvara innan vébanda
Listasafns íslands.
Vísir 24. sept.
☆
Á vegum Loftleiða
Sjö erlendir ferðamanna-
hópar og margir einstaklingar
hafa dvalið á vegum Loftleiða
á Islandi í sumar. Þrír komu
frá Þýzkalandi, 3 frá Banda-
ríkjunum og 1 frá Frakklandi,
alls 94 menn. Hér voru aðal-
lega á ferðinni erlendir blaða-
menn og starfsmenn ferða-
skrifstofa. Farið hefur verið
með þá umhverfis landið og
margt fleira hefur verið gert
fyrir þá í landkynningarskyni.
Hópar þessir koma aðallega
til landsins á vorin og haustin.
I fyrsta hópnum, sem kom í
vor, voru 15 Frakkar frá
París. Þeir voru allir starfs-
menn ferðaskrifstofa og
dvöldu hér 1.-4. apríl. 22.-26.
apríl dvöldu hérna 15 blaða-
menn, víðsvegar frá Þýzka-
landi og frá mörgum helztu
blöðum landsins. 15 þýzkir
forstjórar fyrir ferðaskrifstof-
um 29. apríl til 3. maí. 15
starfsmenn ferðaskrifstofa í
Þýzkalandi 15.-19. maí. 10
bandarískir blaðamenn 10.-13.
Framhald á bls. 4.
Goodman And Kojima Electric
ELECTRICAL COHTRACTORS
384 McDermot Ave., Winnipeg 2
WH 2-7759
ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA
SP 2-5561 LE 3-4633
Evenings ond Hoiidoys
HAGB0RG FUEL LTD.
Ph. SP 4-3431
Cool—Wood—Stoker—Cool
Furnoce Fuel Oil
Distributors for
Berwind Chorcool Briquets
Serving Winnipeg Since 1891
Capital Lumber Co., Ltd.
92 Higgins Avenue
Everything in Lumber, Plywood, Wall
Boord, Ceiling Tile, Finishing Moterials,
Insulation and Hardware
J. REIMER, Monoger
WH 3-1455 Phone WH 3-1455
Canadian Fish Producers Ltd.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Office: Bus.:
SPruce 5-0481 SPruce 2-3917
EGGERTS0N & EGGERTS0N
Borristers ond Solicitors
GUNNAR O. EGGERTSON, B.A., LL.B.
ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., LL.B.
500 Power Building, Portoge ot
Voughon, Winnipeg 1
PHONE WH 2-3149
Investors Syndicate
of Canada, Limited
H. Brock Smifh
Manoger, Winnipeg Region
280 Broadway Ave. WH 3-0361
Fréttir frá íslandi
kr., heil læri 51.65 kr. í fyrra-
haust 37.65 kr., lambalifur