Lögberg-Heimskringla - 10.10.1963, Page 8
8
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1963
Úr borg og byggð
Messur á þakkargerðar
sunnudaginn 13. október í
Unitara kirkjunni á Banning
St., á ensku kl. 11 f.h., á ís-
lenzku að kveldinu kl. 7. Séra
Philip M. Pétursson prédikar.
Valin söngur við báðar mess-
ur. Sunnudagsskólinn hefst
kl. 11 f.h.
☆ '
Magnus (Mike) Magnusson,
að 633 Oakenwald Ave., Fort
Garry, hefir boðið sig fram til
að sækja gegn bæjarstjóran-
um í Fort Garry í kosningun-
um 23. október.
*Mr. Magnusson er fæddur
að Lundar en ólst upp og
menntaðist í Winnipeg; hann
er sölumannaformaður hjá
Moores Business Forms Ltd.
Er kvæntur og á fjóra syni.
Hann hefir lengi haft áhuga
fyrir bæjarmálum.
☆
St. Johns Guild of the
Childrens Hospilal will hold
it’s annual rummage sale in
the Hudson’s Bay Auditorium,
Friday Oct. llth from 11 a.m.
to 2 p.m.
☆
Gunnlaugur og Svanfríður
Holm, sem lengi ráku mynd-
arbú í Víðirbyggð í Manitoba,
en hafa dvalið í allmörg síð-
astliðin ár í Vancouver, eru nú
komin til Winnipeg og dvelja
um óákveðin tíma hjá dóttur
sinni Mrs. Fanney Helgason
að 573 Simcoe Street.
☆
Úr bréfi frá Rvík 26. sept.
Verkamennirnir sem komu
frá Kanada s.l. vor eru flestir
enn hér á landi, og eru nú
ýmsir þeirra farnir að láta
ágætlega af sínum hag. —
Ferðamenn frá útlöndum hafa
verið fleiri á ferð hér um ís-
land, en nokkru sinni áður. Og
er mikið útlit fyrir að landið
sé mjög vaxandi ferðamanna
land. Bændahöllin nýtur vin-
sælda sem hótel. — Kær
kveðja. — V.G.
☆
Séra Guðmundur P. John-
son er ný fluttur og hið nýja
heimilisfang hans er: P.O.
Box 642, Blaine, Wash. —
Sími: ED 2-7676.
☆
Úr bréfi frá Mikley 29. sept.
Misprentast hefir nafn á
gjafalista Betels, sem ég bið
þig að leiðrétta. Það á að vera
Thorsteinn Finnur Elíasson,
en ekki Eyjólfsson. Við Steini
eins og við vinir hans kölluð-
um hann, lékum okkur saman
sem drengir og vorum góðir
vinir. Blessuð sé minning
hans. —
Fiskveiðarnar í kringum
okkar hjartfólgnu eyju hefir
gengið vel það sem af er af
þessari vertíð, og allir ánægð-
ir og þá er mikið sagt. —
Jóhann K. Johnson.
T ryggingarsjóður
Lögbergs-Heimskringlu
Séra Kolbeinn Simundsson,
9221 — 14th Ave., S.W.
Seattle, Wash. — $10.00.
Meðtekið með þakklæti
K. W. Johannson, féhir,ðir.
☆
The Women's Association of
the First Lutheran Church
will hold a home baking sale
at SimpsonsJSears on Friday,
Oct. llth from 3.30 p.m. to 9
p.m.
☆
Bréf frá Mrs. Kristínu
Thorsteinsson
Gimli, 17. sept. 1963
Kæra Mrs. Jónsson.
Mér þykir fyrir, að heilsu
minnar vegna, er mér ekki
unnt að halda áfram að inn-
kalla áskriftargjöld fyrir Lög-
berg-Heimskringlu.
Það hefir jafnan verið
mér mikið ánægjuefni að geta
orðið blaðinu að liði og óska
því að heilum hug góðs gengis
í framtíðini.
* * *
Þakkarorð
Ég hefði viljað skrifa langa
grein um Kristínu Thorsteins-
son, um áhuga hennar fyrir
íslenzkum þjóðræknismálum,
tryggð hennar við íslenzkuna
og ómetanleg störf hennar
fyrir Lögberg-Heimskringlu.
Hún skrifaði um langt skeið
vinsælar fréttagreinar úr
byggð sinni, útvegaði nýja
kaupendur fyrir blaðið, inn-
kallaði áskriftargjöld án end-
urgjalds og lagði fram fé í
Tryggingarsjóð blaðsins, í
einu orði sagt, er einn ágæt-
asti stuðningsmaður Lög-
bergs-Heimskringlu.
Við þökkum henni innilega
fyrir hin miklu störf hennar
og stuðning og biðjum henni
blessunnar.
Fyrir hönd útgáfunefndar
Lögbergs-Heimskringlu
Ingibjörg Jónsson.
☆
Ekki orðin ein
North American
Publishing Co., Ltd.,
Sem féhirðir Þjóðræknis-
félags íslendinga í Vestur-
heimi, er mér sérstaklaga
Ijúft að framvísa framlagi
félagsins fyrir yfirstandandi
ár, að upphæð fimm hundruð
dollurum ($500.00), til styrktar
og eflingar vikublaðinu Lög-
bergi-Heimskringlu.
Með framlagi þessu eru það
$4,000.00 alls sem félagið hef-
ur lagt til tryggingar útkomu
íslenzks blaðs vestan hafs, og
ber að virða að makleikum.
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Heimili 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
A ensku: kl. 9.45 f. h
11.00 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h.
More Echoes by Paul
Bjarnason
A limited edition of numb-
ered copies obtainable only
from the author.
Price $4.50
1016 West 13th Avenue,
Vancouver 9, B.C.
☆
Norlhern Lighis, Icelandic
poems translated by Mrs. Ja-
kobina Johnson. Price $2.50.
Only a few copies left. Write
to Mrs. Johnson, 3208 N.W.
59th St., Seattle 7, Washing-
ton, U.S.A.
☆
Civil Defence says: —
If you are exposed to radio-
active fallout; remove cloth-
ing, wash off exposed parts
of the body, put on clean
clothing, get under shelter.
Meiro Civil Defence,
1767 Portage Avenue,
Winnipeg 12 — TUrner 8-2351
☆
Dánarfregnir
Percy G. Helgason, að 573
Simcoe St., Winnipeg andað-
ist á Victoria spítalanum
föstudaginn 4. október 1963,
60 ára að aldri. Hann lifa
eiginkona hans Fanney; einn
sonur, Dale; einn bróðir,
Oscar í Winnipeg; tvær syst-
ur, Mrs. Hugh Moffat (Olga)
í Winnipeg og Mrs. W.
E. Reynolds í Nashville, Ten-
nessee. Útförin fór fram á
þriðjudaginn — bálför. Séra
Philip M. Pétursson flutti
kveðjumál.
☆
Frétfir frá íslandi
Framhald frá bls. 4.
hrundu úr fjallinu og lentu á
kaffiskúr, þar sem þeir höfðu
verið að drekka kvöldkaffi
sl. þriðjudagskvöld.
Það varð þeim til björgun-
ar, að verkstjórinn kallaði
þá út úr skúrnum til að taka
vörur af vörubíl og voru þeir
að þeirri iðju, þegar stein-
arnir komu fljúgandi. Helli-
rigning var og því ólíklegt að
mennirnir hefðu verið úti við
að öðrum kosti.
Þegar mennirnir heyrðu
gnýinn af grjóthruninu hlupu
þeir undir kaffiskúr, sem er
rétt hjá hinum. Héldu þeir
þar til unz skriðan hafði geng-
ið yfir. Meira en 9 tímar voru
liðnir frá síðustu sprengingu
svo skriðan kom á óvart.
Þegar að var gáð kom í ljós,
að stærri steinninn um 70—80
pund að þyngd, hafði lent á
þaki kaffiskúrsins og í gegn á
sæti eins vegavinnumannsins,
sem þar hafði setið um tveim
mínútum áður, og fór steinn-
inn svo út um skúrhliðina og
valt niður í fjöru, sem er
30—40 metrum neðar.
Hinn steinninn, um 40
pund, fór inn um skúrhliðina
og stanzaði á miðju gólfi.
Mennirnir, sem þarna voru
telja fullvíst, að minnsta kosti
fjórir þeirra hefðu orðið fyrir
steinunum, ef þeir hefðu ekki
verið kallaðir út. — Þeir voru
alls um 10 í skúrnum.
Mgbl. 24. sept.
☆
Nýjar bækur
Hiá Helgafellsútgáfunni í
Reykjavík er í haust von á
bókum eftir tvo höfuðskáld-
snillinga okkar, þá Davíð
Stefánsson og Halldór Kiljan
Laxness, er þó hjá hvorugum
um skáldrit að ræða.
Bók Kiljans er einskonar
minningar um menn sem höf
undurinn hefur kynnzt eða
átt samskipti við á lífsleiðinni.
— 300 bls.
Bók Davíðs skálds verður
einnig allstór bók. Það eru rit-
gerðir og greinar sem höfund-
urinn hefur skrifað á ýmsum
árum, fáar þeirra hafa birzt
áður á stangli í ritum, en
flestar hafa hvergi birzt áður.
Vísir 25. sept.
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA
Eina íslenzka vikublaðið í
Norður Ameríku
Styrkið það,
Kaupið það
Lesið það
Það verður hverjum að list
sem hann leikur.
LASSES on 30 DAYTRIAL
PrófiS sjón yðar — SPARIÐ $15.
Sendið nafn yðar, addressu og
aldur, og við sendum þér Home
Eye Tester,
nýustu vörubók,
Frí* °8 fullkomnar
1 **• uppdýsingar.
Agents
Wantec*
VICTORIA OPTICAL CO., Dept. 658
'T6V? Yonge St. Toronto 2, Ont.
ROSE THEATRE
SARGENT ot ARLINGTON
AIRCONDITIONED
CHANGE OF PROGRAM
EVERY FOUR DAY5
Foto-Nite Everv
Tuesday and Wednesdav
SPECIAL
CHILDREN'S MATINEE
Every Saturday
Why not visil ICELAND
now?
ALL-WAYS Travel Bureau
Lid„ 315 Hargrave Street,
Winnipeg 2, Man., WHitehall
2-2535, is the recognized Agent
of all steamship- and airlines,
including Icelandic Airlines,
and has assisted more Iceland-
ers in Manitoba with their
travel arrangements than any
other travel agent.
Mr. P. E. Salomonsen and Mr.
A. A. Anderson, both Scandi-
navians, will render you every
assistance in connection with
your travel, in an endeavour
to have your trip as comfort-
able and pleasant, yet in-
expensive, as possible.
Consult
ALL-WAYS Travel
Bureau Ltd.
315 Hargrave Street,
Winnipeg 2, Man.
WHilehall 2-2535
UMBOÐSMAÐUR LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU
á
ÍSLANDI
SINDRI SIGURJÓNSSON póstafgreiðslum.
P.O. Box 757. Reykjavík
Verð Lögbergs-Heimskringlu er kr. 240 á ári.
Þjóðræknisfélagið ó s k a r
blaðinu gæfu og góðs gengis
í bráð og lengd.
Virðingarfyllst,
Grettir Leo Jóhannson,
féhirðir.
* * *
Meðtekið með þakklæti,
K. W. Johannson,
féhirðir
Lögbergs-Heimskringlu.
Joseph Björn Frederickson,
3022 Victoria Drive, Vancou-
ver, B.C. lézt 22. september
1963. Hann lifa einn sonur,
Paul, Winnipeg; þrjár dætur,
Shirley í Vancouver, Viola í
Burnaby og Caroline í Winni-
pe; einn bróðir, Paul í Winni-
peg; 20 bamabörn og 14 barna-
barnabörn. Útförin frá Rose-
lyn Funeral Chaþel — bálför.
Séra R. Durnford þjónaði.
Subscription Blank
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
303 Kennedy St„ Winnipeg 2.
I enclose $6.00 for 1 year □ $12 for 2 years □ subscrip-
tion to the Icelandic Weekly, Lögberg-Heimskringla
NAME .....................................
ADDRESS • ................................