Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 31.10.1963, Qupperneq 4

Lögberg-Heimskringla - 31.10.1963, Qupperneq 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO, LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Monireal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Bjömsson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorizvd o» íecond class mail by the Post Office Deportment, Ottawa, and for payment of Postaoe in cash. Prófessor Haraldur Bessason: Tryggvi J. Oleson — Minning — Við fráfall dr. Tryggva J. Olesons þann 9. október síðast liðinn var stórt skarð höggvið í margar fylkingar. Næst var að sjálfsögðu höggvið eiginkonu, börnum, aldraðri móður og systkinum. Þá átti Manitóbaháskóli á bak að sjá einum af sínum beztu fræðimönnum og kanadísk eða í rauninni engilsaxnesk miðaldafræði einum úr hópi stafnbúa. Þá er og horfinn sá úr flokki okkar Islendinga, sem við sízt vildum án vera. Dr. Tryggvi var fæddur í Glenboro 4. maí 1912, sonur þeirra miklu sæmdarhjóna, Guðna Júlíusar Olesons og Kristínar (Tómasdóttur) Oleson. Guðni var ættaður af Aust- fjörðum, en fæddur í Nýja íslandi. Kristín var fædd á Hólum í Hjaltadal, en fluttist ung vestur um haf. Eftirlifandi kona Tryggva er Elva Hulda (Eyford) Oleson, dóttir þeirra hjóna Gríms og Sveinbjargar Eyford. Þrjú börn lifa föður sinn, Kathryn Gail M.A. (sérfræðingur í sagnfræði og frönsku), Tómas, sem stundar nám við Manitóbaháskóla, og Signý, sem er aðeins 10 ára að aldri. Tryggvi Oleson lauk meistaraprófi frá Manitóbaháskóla með latínu sem aðalgrein vorið 1936. Síðan kenndi hann við Jóns Bjarnasonar skólann í Winnipeg, Háskóla British Columbia fylkis og United College í Winnipeg. Árið 1950 lauk hann doktorsprófi frá Toronto háskóla með fornsögu Engilsaxa sem aðalgrein. Sama ár gerðist hann prófessor í miðaldasögu við Manitóbaháskóla og gegndi því embætti til dauðadags. Auk menntastiga hlaut dr. Tryggvi ýmiss konar aka- demískan heiður. Árið 1959 var hann kjörinn „Fellow of the Royal Society of Canada“, en það er æðsti heiður, sem kanadískir háskólamenn eiga yfir að ráða. Árið 1956 hlaut hann styrk Guggenheimstofnunarinnar í New York til árs dvalar í Boston og árið 1961 styrk frá „American Science Research Council“ til árs dvalar á Englandi. Oft hefir það heyrzt, að menn lentu á rangri hillu í líf* inu, þ.e. legðu fyrir sig einhver þau störf, sem væru þeim framandi og lítt viðráðanleg. Dr. Tryggvi lenti ekki á slíkri hillu, því að innsta eðli hans, uppeldi í heimahúsum og skólaganga virðist allt miða beint eða óbeint að fræði- mennsku og ritstörfum. Foreldrarnir vo'ru bókhneigt fólk með afbrigðum og faðirinn, sem kunnugt er, afkastamikill rithöfundur og ritaði bæði á íslenzku og ensku. Gamlir menn, sem þekktu dr. Tryggva, meðan hann var enn mjög á æskuskeiði, tjá mér, að þá þegar hafi fróðleiks- fýsi hans og söguþekking verið með ólíkindum, og endur fyrir löngu var eftirfarandi saga sögð í Heimskringlu í Winnipeg: Það var einn góðan veðurdag að fundum nokkurra ís- lendinga bar saman á ritstjórnarskrifstofu Heimskringlu. Tal manna kom víða niður, og meðal annars bar á góma, eins og jafnan vill verða, framtíð íslenzkrar tungu í Vestur- heimi. Sýndist mönnum sitt hvað um þau meðöl, sem helzt mættu íslenzkunni að gagni koma. Þegar umræður fóru sem hæst, kom ungur drengur á að gizka 8 ára gamall inn á skrifstofu Heimskringlu. Drengurinn var utan úr sveit, kunni íslenzku vel og varð því brátt áskynja, hvað menn ræddu um. Kvað hann vandamál að vísu flókin, en þó úr- lausn einfalda. Framtíð íslenzkrar tungu í Vesturheimi yrði því aðeins tryggð, að börnum og unglingum væri fengið 1 hendur gott lesefni á íslenzku. Ekki kvað drengur hörgul á góðum bókum og nefndi Sturlungasögu fyrsta í því sam- bandi. „Hinum yngri ætti ekki að vera vorkunn að læra íslenzku af slíkri bók“, mælti hann. Engan þarf að furða, þó að hinum fullorðnu féllust bæði orð og athafnir við þessa athugasemd drengsins, sem þeir skildu fyllilega, að eigi var borin fram af léttúð, heldur af römmustu alvöru, því að drengurinn hafði þeg- ar, þrátt fyrir æsku sína, eignazt að vini eitt flóknasta verk íslendinga fyrr og síðar, sjálfa Sturlungu. Það þarf varla að geta þess hér, að drengurinn, sem um ræðir var frá Glenboro og hét Tryggvi Oleson. En merki- legt má það heita, hve snemma sagnfræðingseðlið sagði til sín, og vissulega er þessi saga mjög táknræn um Dr. Tryggvi J. Oleson ævistarf dr. Tryggva. Það er ekki einungis, að hugur hans hneigist snemma að söguvísindum, heldur virðist honum þegar í æsku vera hug- leiknust iþau verkin, sem flóknust eru og erfiðust við- fangs. Athygli hans beinist snemma að þeim lendum sög- unnar, þar sem mikillar rat- vísi er þörf, og inni á myrk- viðum m i ð a 1 d a gerðist Tryggvi Oleson svo ratvís, að eftir leiðsögn hans er nú víða auðrataðra en áður var. Hér er ekki rúm til að gera ítarlega grein fyrir sagnfræði- störfum dr. Tryggva. Þó þykir mér hlýða að benda enn á fá- ein atriði umfram það, sem þegar er sagt. Á það er lítandi, að þegar dr. Tryggvi hóf fyrir alvöru sögurannsóknir sínar, var hann óvenjuvel undir slíkt starf búinn. Hann var ekki einungis fluglæs á þá tungu, sem hann lagði mesta rækt við á háskólaárum sín- um, latínuna, heldur hafði hann, eins og þegar er getið, lært ungur tungu Sturlunga til hlítar og orðið læs á önnur norræn mál. Síðan bættust honum þýzka, franska og fornenska. Dr. Tryggvi bjó þannig yfir miklu meiri tungumálakunnáttu en títt er um þá menn, sem ekki gera tungumál að höfuðsérgrein sinni. Áðurgreind lestrarkunn- átta, ef svo mætti að orði kveða, kemur berlega í ljós í h ö f u ð sagnfræðiverki dr. Tryggva „The Witenagemot in the Reign of Edward the Confessor“. 1 því verki er fanga leitað furðuvíða, í lat- ínu, forníslenzku, mjög svo í fornensku og þýzku, svo að eitthvað sé nefnt. 1 því verki, sem grípur inn á ekki ómerk- ari þátt í sögu Englands en uppruna Brezka þingsins, er að finna höfuðeinkenni sagn- fræðingsins, Tryggva Ole- sons. Þar er saman komin á tiltölulega fáum síðum margra ára vinna. Þrátt fyrir orðafæð er framsetning öll hin skilmerkilegasta, ályktan- Ir’dregnar af varfærni og, eins og fjöldi ritdómara hefir fyrir löngu bent á, mikilli skarp- skyggni beitt við heimilda- könnun. Ég hygg, að það fari ekki fram hjá neinum, sem les sagnfræðiritgjörðir Tryggva Olesons, að þær ritgjörðir bera jafnan vott um óvenju- frjóa tengigáfu, þ.e. hæfileika til að greina bæði orsakar- og skyldleikasambönd milli fjar- lægustu atburða og hluta. Þessi hæfileiki kemur mjög greinilega í ljós 1 ritgerðinni um miðaldaritið „Inventio Fortunata“, sem birtist í Tímariti Þjóðræknisfélagsins síðast liðið ár. Sú grein virð- ist þurr á yfirborðinu, en nenni menn að lesa, verður g r e i n i n með afbrigðum skemmtileg vegna þeirrar miklu hugvitsemi, sem að baki liggur. 1 umræddri grein leitast Tryggvi við að sanna, að fyrirmyndir að latínu- og miðaldaritinu „Inventio“, sem fjallar um landkönnun, séu norrænar. Þetta gerir hann svo snoturlega og af svo mik- illi kunnáttusemi, að maður neyðist hér um bil til að taka ágizkun hans sem fullgilda sönnun. Engilsaxnesk stjórnmála- saga á miðöldurrl var sérgrein dr. Tryggva. Víkingaöld,- landkönnun og landafundir voru hans önnur sérgrein, og mun tæpast fjarri sanni, að á síðari árum hafi dr. Tryggvi verið orðinn einn af lærðustu mönnum um þau efni. Rit- störf hans á þessum vettvangi eru mikil að vöxtum. Fyrst má nefna greinar í „The Canadian Historical Review“ og víðar. Þá kom út s.l. sumar allmikill bæklingur eftir Tryggva, sem nefnist „The Norsemen in America“. Þá er verið að gefa út í Bandaríkj- unum mikið safnrit um ýmsa þætti miðalda, og ritar Tryggvi þar mjög ítarlega um víkingaferðir. Að síðustu er þess nú von hvaða dag sem er, að lokaverk hans „The Early Voyages and Northern Ap- proaches, 860—1632“ komi í bókaverzlanir. Hryggilegt er til þess að vita, að dr. Tryggvi skyldi ekki lifa það, að sjá bók sína á prenti, svo mikla vinnu sem hann var þó búinn að leggja í hana. Hann hlakk- aði mikið til þess að lesa rit- dóma annarra sagnfræðinga, sem hann tjáði mér, að myndu verða allhvassir sumir hverj- ir, því að í umræddri bók eru mjög gagnrýndar ýmsar fyrri kenningar um landafundi. Enn bíður útgáfu ensk þýðing dr. Tryggva á hinu mikla verki dr. Jóns Dúasonar „Landkönnun og landnám Is- iendinga í Vesturheimi“ (sú bók fjallar um fornöldina). 1 þá þýðingu lagði Tryggvi geysilega vinnu, og er hún að kalla má fullbúin til prent- unar. Auk ritgjörðanna flutti dr. Tryggvi fjöldann allan af fyririestrum um víkinga eða landkönnun við marga há- skóla. Síðasta árið, sem hann lifði þáði hann m.a. heimboð eftir farandi háskóla: Háskóla íslands, Reykjavík; Brown University, Rhode Island; University of Minnesota, Minneapolis; Berkley Uni- versity, California. Ekki myndi það mjög úr vegi að kalla dr. Tryggva sér- fræðing í ýmsum greinum kirkjusögu, einkum var hann vel að sér um helgisiðafræði (litúrgíu) miðaldakirkjunnar. íslenzkir sagnfræðingar og bókfræðingar munu lengi kunna honum, mikla þökk fyrir þrjár langar og mjög efnismiklar ritgjörðir um bókasöfn íslenzkra kirkna á 14. og 15. öld, sem birtust í fræðiritum í Bandaríkjunum og Svíþjóð. 1 þeim ritgjörð- um er að finna fjöldann allan af skýringum og athugagrein- um, sem naumast var a ann- arra færi en próf. Tryggva að varpa fram. Að sinni treystist ég ekki til að gjöra skrá um ritverk dr. Tryggva Olesons. Sú skrá yrði löng — furðulega löng — ef þess er gætt, að athygli rannsakandans beindist eink- um að þeim efnum, sem voru erfið viðfangs og kröfðust mikilla rannsókna áður en nokkuð yrði fest á blað. Hér verður aðeins drepið á örfá atriði til viðbótar því, sem þegar hefir verið minnzt á. Sagnfræðileg framlög dr. Tryggva birtust einkum í eft- irtöldum ritum: Speculum (tímariti miðaldafræðinga í Bandaríkjunum); The Cana- dian Historical Review; The Saga Book of the Viking Society (London); Transac- tions of the Royal Society of Canada; Nordisk tidskrift för bok och biblioteksvásen (Sví- þjóð); Studia Islandica (árs- •rit Háskóla Islands; Andvari (Reykjavík); Tímarit Þjóð- ræknisfélagsins (Winnipeg); The Icelandic Canadian Maga- zine (Winnipeg). Auk þess mætti teija fjöldann allan af blöðum eins og t.d. íslenzku blöðin í Winnipeg. The Win- nipeg Free Press o. m. fl. Allar bera greinar Tryggva vott um fræðimannlega alvöru og þar er ætíð að finna þau höfund- areinkenni sem þegar hefir verið að vikið. Dr. Tryggvi Oleson naut mikillar virðingar meðal nemenda sinna, og þeim mun meir því þroskaðri sem nem- endurnir voru. Hann lagði alúð við fyrirlestra sína, þá er hann flutti í tímum, og lagði mjög mikla áherzlu á,

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.