Lögberg-Heimskringla - 31.10.1963, Side 5

Lögberg-Heimskringla - 31.10.1963, Side 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1963 5 Kveðja fró London að nemendur fylgdust vel með í fræðigrein sinni. Sumum mun hafa þótt dr. Tryggvi heldur um of kröfuharður um lestur, en slíkur ágalli er af góðum mönnum talinn til höfuðkosta. Ekki var Tryggva það nóg, að nemendur sætu uppi með staðreyndatal. Hann taldi það miklu máli skipta, að stúd- entar kynntust sem bezt þeim verkum, sem sprottin eru úr menningarlegum jarðvegi þeirra tímabila, sem um var að ræða hverju sinni. Þannig var það ekki ótítt, að stúdent- ar hans læsu töluvert af nor- rænu eða forníslenzkum bók- menntum í enskri þýðingu, um leið og farið var yfir forn- sögu Norðurlanda. Ég hefi nú vikið nokkuð af störfum dr. Tryggva sem mið- aldasagnfræðings. Er þess þá loks að minnast, að þrátt fyrir aðalstörf sín, fór því fjarri, að hann dveldist alltaf aftur í grárri forneskju. Hann lét sig nútíðina miklu skipta og lagði ekki lítinn skerf fram til Sögu íslendinga í Vestur- heimi, en hann var ritstjóri fjórða og fimmta bindis þess verks og skrifaði sjálfur sögu íslendinga í Winnipeg, hið skemmtilegasta verk, og er framlag hans þar hvorki meira né minna en um 400 blaðsíður að stærð. Aðra hluta þeirra binda rituðu þeir menn, sem löngum stóðu næst rit- stjóranum, þeir Guðni Júlíus faðir hans og Heimir Thor- grimson. Ég man eftir því, að eftir lestur umræddra bóka endur fyrir löngu, furðaði ég mig á íslenzkukunnáttu landa í Vesturheimi. Ég sá þá rit- stjórann, dr. Tryggva Oleson, fyrir mér í anda, sem aldrað- an gráskegg, er flutzt hefði vestur einhvern tíma um 1880 eða 1890. Ég varð 'ekki lítið forviða, þegar ég fyrst hitti manninn heima á íslandi árið 1956 bráðungan og komst að því, að hann væri í föðurætt Kanadamaður í þriðja lið. Tryggvi Oleson var mikil. unnandi góðra bókmennta, hafði yndi af bókmenntaum- ræðum og kunni utan bókar ógrynnin öll af bundnu máli jáfnt sem óbundnu. Islenzkar bókmenntir frá öllum öldum voru hans heimahagar. Hug- urvaka, Heimskringla, Sturl- unga, rímur alls konar, kvæði Gríms Thomsens, Þorsteins Erlingssonar, Jóns Helgason- ar og Guttorms J. Guttorms- sonar o. m. fl. voru honum tiltæk jafnan. Hygg ég, að dáleika á síðast greindum höfundum hafi mátt rekja til „útlagans“ 1 sumum kvæða þeirra, en Tryggvi Oleson var ef til vill framar öllu öðru mikill Islendingur, og það var sem ísland væri að reyna að toga hann til sín öllum stund- um. Þó að Tryggvi væri orð- inn því nær hálffimmtugur, þegar hann fyrst leit ísland, hafði honum þó lengi verið „meira í hug melgrasskúfur- inn harði“, og það gleður mig nú, að hugsa til þess, að í ís- landsferðum sínum síðustu árin, eignaðist Tryggvi fjölda vina á „Fróni“, og við andlát hans mátti bæði í blöðum og útvarpi heima á Islandi greina, hversu ísland mat þennan afkomanda sinn, sem var fæddur og ól allan sinn aldur að kalla vestur á slétt- um Kanada. Prófessor Ti’yggvi J. Oleson verður ógleymanlegur þeim, sem kynntust honum að nokkru ráði. Hann var maður trygglyndur og vinfastur og rækti mjög vináttu við aðra menn. Hann var með af- brigðum yfirlætislaus og virtist jafnvel hafa óbeit á öllu auglýsingaskrumi. Hjálp- samur var hann og hollráður. Margir leituðu á hans fund með ólíkustu vandamál. Marga greinina var hann bú- inn að lagfæra. Slíka hjálp veitti Tryggvi ekki einungis með glöðu geði, heldur hafði hann yndi af því að veita hana. Tryggvi var manna skemmtilegastur og gæddur miklu meiri kímnigáfu en al- mennt gerist. Það yrði löng skrá, ef ég skrifaði á blað öll þau tilsvör og allar þær at- hugasemdir, sem frá Tryggva eru runnar og ég mun ekki gleyma. Sem ég er að ljúka þessum fátæklegu minningarorðum um vin minn hér á skrifstofu minni á Manitóba-háskóla, verður mér litið fram að dyr- unum, sem hann gekk um daglega. Mér finnst það und- arlega erfitt að verða að sætta mig við það, að í fyrramálið komi enginn hingað inn á skrifstofuna til mín með brot úr „Áföngum“, „Konungs- annál“, eða ævisögu „Skálds- ins á Þröm“. Við brottför Tryggva þykir mér sem heilt tímabil sé á enda runnið. Fjarri fer því, að ég vilji hafa í frammi hrakspár um ís- lenzkuna í Vesturheimi. Engu að síður virðast mér litlar líkur til þess, að„ í náinni framtíð fæðist sá maður á sléttum Norður Ameríku, sem verði hvort tveggja í senn hluti allra alda íslands byggð- ar og einnar aldar í Vestur- heimi að auk. Jarðarför dr. Tryggva Ole- sons var gerð frá Sánkti Páls kapellu á Manitóba háskóla þann 11. október síðast liðinn að viðstöddu miklu fjölmenni. Síðasti spölurinn varð vanda- mönnum og vinum erfiður. Harmur okkar átti að nokkru leyti rætur í þeirri eigingirni, sem minnir okkur á, hvers viS sjálf munum nú fara á mis. Hitt hryggði okkur þó eigi síður, að við vissum gjörla, að nú var sá horfinn úr hópnum, sem minnstar líkur voru til, að samtíðin fengi nokkru sinni bættan. Ég votta nánasta venzlafólki dýpstu samúð. Haraldur Bessason. Til eru þeir menn, sem við fyrstu kynni skapa sér á- kveðna persónuleikamynd í huga viðmælanda, sem aldrei breytist síðan í aðallínum, heldur eflist og fyllist þannig að persónan stækkar jafnt og þétt en heldur eigi að síður þeim séreinkennum skýrum til hinzta dags, sem gripu við- mælandan fyrst. Slíkum per- sónuleikum svipar til góðra listaverka, sem hrífa þegar í upphafi og halda síðan áfram að vinna á, því betur sem þau kynnast. Dr. Tryggvi J. Oleson, pró- fessor, var einn slíkur maður. Fyrstu kynni gáfu þegar í skyn heilsteyptan persónuleika, þar sem gáfur, víðsýni og gott spaugskyn ófust snurðulaust saman við hógværð og örugga þekkingu. Hann var sérstæð- ur maður í sjón og raun, erfð og uppeldi, samruni af fróð- um og glaðværum íslenzkum bónda af göfugasta tæi og al- þjóða vísindamanni af vönd- uðustu gerð. Öll sýndar- mennska var honum fjarri og virðing fyrir sannindum aðall hans. Það var erfitt að segja hvað gaf persónuleika hans mest aðdráttarafl, gáfur hans, kýmni, þekking eða dreng- lund. Sá er þetta ritar kynntist Tryggva prófessor aðeins tvö stutt tímaskeið, er hann dvaldi í London. Eigi að síður er fráfall hans eins og missir vinar, sem sprottið hefur upp í sama túni og elft tryggðar- böndin æ síðar. Á þessum stuttu tímabilum eignaðist hann marga vini 1 London og virðingu allra þeirra vísinda- manna er kynntust störfum hans. Hann var eljumaður, sem hreifst af starfi og hreif aðra með sér í tali og riti, vígur á mörg viðfangsefni og víðfeðmur að áhugamálum. Dr. Tryggvi mun lengi lifa í verkum sínum, eftir að þeir, sem þekktu hann persónu- lega hafa horfið heimi. En við sem áttum þess kost að kynn- ast honum hljótum einkum að minnast hans fyrir það, hversu gott var með honum að vera. Hann talaði íslenzku ágætlega og var jafnvígur á gamansemi íslenzkrar og enskrar tungu. Ljóð og laust mál íslenzkra og erlendra manna, þekktra og lítt þekktra, var honum nærtækt hvenær sem við átti. I sam- tali var hann frjór, fræðandi, gamansamur og sérstaklega hógvær. Það heimili, er hann átti með fjölskyldu sinnr í London um stundarsakir, geymdi innan veggja þá hlýju andans, sem minnti á gamal- dags íslenzka gestrisni þar sem koma manns var hátíðar- atburður. Ágæt kona hans og myndarleg börn áttu ríkan þátt í þeim heimilisbrag. Vinir Tryggva prófessors í London kveðja hann með al- úðarþökkum fyrir ógleyman- legar samvistir. Konu hans og börnum senda þeir- inni- 1 e g u s t u samúðarkveðjur. Þjóðir Kanada og Islands hafa misst snjallan vísindamann og sérstaklega góðan og mæt- an son. London, 27. okt. ’63. Karl Sírand. Ný bók eftir H.K.L. komin út I dag kemur í bókaverzlan- ir ný bók eftir Halldór Lax- ness, „Skáldatími“, en efni bókar þessarar hefur mjög verið til umræðu manna á milli að undanförnu. Er hún 318 bls. að stærð, gefin út af Helgafelli og prentuð í Vík- ingsprenti. — I bókinni staldrar höfundur víða við, segir frá kynnum sínum af mönnum og málefnum og leggur á þau dóma. Ekki munu skrif þans um Sovét- ríkin á valdatímum Stalins vekja minnsta athygli, en um hinn fallna einvald og ástand- ið í Rússlandi á dögum hans, er Laxness mjög harðorður. „Skáldatíma“ er skipt í fjölmarga kafla, eða alls 37. Framantil í bókinni ræðir Laxness kaþólsku sína fyrr á árum, Bandaríkjaför sína og segir frá kynnum sínum af ýmsum heimsþekktum skáld- um og rithöfundum, svo sem Upton Sinclair, Stefan Zweig o. fl. Þá ræðir hann um Karl Marx, Freud, Martin Ander- sen Nexö, Ibsen, Goethe og fjölda annarra. Síðar í bók- inni eru kaflar m.a. um Eggert Stefánsson, söngvara, og Er- lend í Unuhúsi. Athygli mun vekja, að Lax- ness greinir frá að Stefan Zweig hafi látið í ljós áhuga á að setjast að í Reykjavík. Hafi Zweig sagt honum í London, að ef stríð skylli á, væri hrun Evrópu fyrir sjáan- legt, en Island mundi komast af klakklaust. Segir Laxness að Zweig hafi síðan sagt við sig: „Þegar næsta stríð ríður yfir sendi ég yður orð að út- vega mér herbergiskytru ein- hversstaðar uppundir þaki í Reykjavík“. Laxness heldur áfram og segir: „Það er óþarft að taka fram að Stefan Zweig var um þessar mundir eins og aðrir góðir menn landflótta úr Stórþýzkalandi Hitlers, og hafðist við í Lundúnum". „Því miður sendi hann mér ekki þetta „orð“ þegar þar að kom heldur fór til Brasilíu í þau botnlausu leiðindi með æskufulla konu sína þar sem þau förguðu sér bæði. Ég hef þá fánýtu skoðun að hefði Zweig skrifað mér eins og hann sagði og ég útvegað honum kames undir súð í Reykjavík mundi ekki hafa farið sem fór“. Sinnaskipti Um Stalín og valdatímabil hans í Sovétríkjunum er Lax- ness ómyrkur í máli. Hann segir m.a.: „Stalín var tortrygginn maður að eðlisfari og þó enn tortryggnari gagnvart vinum sínum en óvinum. Kommún- istum trúði hann aldrei. Það er talið erfitt að finna í sam- anlögðum æviferli hans nokk- Framhald á bls. 7. Farewell, Friend Tryggvi As twilight descends over land and sea, and the night falls dark and cold, so the night must come to you and me, regardless if young or old. For the ruthless Reaper has no concern where the blows of his scythe may fall. No matter, whatever way you may turn, in the end he will harvest all. * * * Hushed is your harp, broken your bow, challenging, conquering chieftain. Brilliant but brief was your battle. * * * Gimli, home of the gods, honouring home coming hero, sparkles midst thousand stars, while winsome Walkyries to Walhall waft him high on their wings. — Balder the Good stands on Bifrost, waiting to bid him within. * * * Inscriber of tales in stone, master of runic meander, carve for him immortal runes! Singer, wherever you wander, Sing him your solemnest tunes! * * * Tell him we loved and revered him, and how we mourn our loss. Tell him how sorely we miss him; — thank him for all that he was Arlhur A. Anderson.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.