Lögberg-Heimskringla - 07.11.1963, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 07.11.1963, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1963 GUÐRÚN FRA LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga Svö klappaði Elínborg ofan á handaband þeirra. „Þakka þér fyrir, Ella mín“, sagði Hallfríður hálf kjökr- andi. „Þú varst alltaf svo in- dæl stúlka“. Sigga kom ofan tröppurnar og heilsaði mæðgunum, og bauð þær velkomnar. Því næst bauð hún þeim inn í húsið. „Það er erfitt fyrir ykkur að ganga upp þessar háu tröppur", sagði Vilborg, sem var holdug kona. „En þið eruð nú svo grannar og léttar á ykkur, að ykkur munar ekkert um að hlaupa þær í einum spretti“. Vilborg stanzaði við austur- gluggann á stofunni og horfði yfir fjörðinn. „Það er fallegt hérna hjá þér, Sigríður mín. Þú sérð langt út á haf úr glugganum þínum“, sagði hún. „Já, ég sé til kærastans löngu áður en hann kemur að landi, enda stend ég oft við þennan glugga“, sagði Sigga brosandi. Hún tók við fötunum af gestunum og buað þeim sæti. „Hann er náttúrlega á sjó núna, hann Benedikt?“, sagði Elínborg. „Ertu ekki hrædd um hann, þegar sjórinn er svona úfinn og göróttur?“ „Þetta er ósköp gott sjóveð- ur í dag“, sagði Sigga. „En ég er náttúrlega hálf óróleg stundum, ef vont er í sjóinn. En hann rær sjaldan í tvísýnu útliti“. Hallfríður var frammi og lét Siggu skrafa við gestina. Hún var tæplega búin að ná sér eftir geðshræringuna, sem hún hafði komizt í, þegar hún sá hina gömlu og harðlyndu húsmóður sína birtast svona allt í einu með framrétta sátt- arhendi. Hún hafði ekki búizt við því, að eiga eftir að sjá þá konu framar á lífsleiðinni. Sigga dúkaði borðið og bar fram fínt kaffibrauð. Hall- fríður varð að koma inn og drekka kaff'i með gestunum. Hún var nú búin að klæða sig í laglega dagtreyju og reyndi að sýnast róleg. „Mér finnst þú bara halda þér framúrskarandi vel, Fríða mín“, sagði Vilborg í sínum hlýjasta húsmóðurmálróm. „Ég hef þó heyrt, að þú hafir verið heldur heilsuveil“. „Ég hresstist strax og ég kom hingað út í víkina, þó að ólíklegt megi virðast“, sagði Hallfríður. „Það hefur víst átt vel við mig sjávarloftið og sjómaturinn“. „Þau hafa sennilega átt ver við þig verkin í sveitinni, og færri hvíldarstundirnar þar, heldur en eftir að þú varst sjálfs þín húsbóndi. Það þekk- ir maður“, sagði Vilborg. „Það er erfiðast fyrir ykkur að hafa ekki næga mjólk. Hefur þú nokkurn tíma átt kú?“ „Nei, ég hef ekki lagt í það. Ég hef alltaf keypt mjólk hjá þeim, sem eru svo duglegir að eiga kú, og þeir eru þó nokkuð margir hérna“, sagði Hallfríður. „En gaman væri samt að eiga kú“. Sigga kom inn með fallega súkkulaðiskönnu setti hana á borðið, rétt hjá Vilborgu. „Þú hefur allt of mikið fyrir okkur, Sigríður mín“, sagði hún. „Mér finnst þú ættir að veifa til Gunnvarar. Hún er þarna úti við“, sagði Hall- fríður við tengdadótturina til- vonandi. „Hún mundi áreið- anlega þiggja að fá sér sopa með okkur. Hún er nýflutt hingað í nágrennið og þekkir fáa enn. Og þær Fjallsmæðg- ur þekkir hún að góðu“. Það leið ekki á löngu, þar til Gunnvör var sezt við borð- ið, og þá urðu samræðurnar líka talsvert fjörugri. Það hafði Hallfríði líka dottið í hug, að Gunnvör yrði léttara um mál við gestina, en henni sjálfrí. Það var alltaf dásam- legt að hafa hreinan skjöld. „Þetta eru nú meiri trakt- eringarnar hjá henni Sigríði litlu“, sagði Gunnvör, þegar kaffið kom á eftir súkkulað- inu. „Hún ætlar svo sem að verða myndarfrú hérna í Höfðavík, það vantar ekki. Ég var talsvert lánsöm að lenda hérna við hliðina á henni. En náttúrlega get ég ekkert af henni lært, því að ég hef hvorki efni eða skyn- semi til þess“. Þá hlógu allar konurnar. „Gunnvör er nú eins og fyrr. Getur komið öllum til þess að hlægja“, sagði Vil- borg. Eftir kaffidrykkjuna fóru þær mæðgur að hugsa til heimferðar. „Það er talsvert langt fram að Fjalli, þó að vordagurinn sé langur líka“, sagði Vilborg, þegar Elínborgu fannst þeim ekkert liggja á. Sigga brá sér í kápu og fylgdi þeim inn í víkina. Hún benti þeim brosandi út á fjörðinn. Þar sást stór vél- bátur ösla úfnar öldurnar og kljúfa þær í sundur hverja af annarri. „Þetta er báturinn hans Bensa míns“, sagði hún. „Við verðum að heilsa upp á hann“, sagði Elínborg. „Hann verður varla lengi að ná landi. Þvílíkur flýtir á honum“. „Ætlar þú að fara að slóra fram á bryggju, Elínborg?“ sagði móðir hennar. „Við ná- um ekki heim fyrir mjalta- tíma, ef þú gerir það“. „Jú, jú. Við náum þá he'im fyrir háttatímann, að minnsta kosti“, sagði Elínborg. Svo gengu þær fram á bryggjuna. ■ „Hvaða svo sem þyrping er þarna á bryggjunni?“ sagði Bensi við háseta sína, þegar báturinn nálgaðist. „Sigga og tvær prúðbúnar peysuf ata- frúr“. Hásetar Bensa voru þeir Tryggvi bróðir Siggu og Kjartan í Móunum. „Þetta er tengdafólk Siggu, þykist ég sjá“, sagði Tryggvi. „Heimasætan á Fjalli og lík- lega móðir hennar“. „Jæja, sjáum til“, sagði Bensi. „Er þá ekki sú góða stjúpmóðir allt í einu komin á kreik. Hvað skyldi maður sjá og heyra næst?“ Hann veifaði til kvennanna um leið og báturinn rann fyrir bryggjusporðinn og lagðist sunnan við hana. Þá klifraði hann upp á bryggjuna og heilsaði mæðgunum brosleit- ur og þakkaði þeim fyrir síð- ast. Þær þökkuðu honum fyrir góðgjörðirnar heima hjá hon- um. „Svo þið eruð þá búnar að sjá nýbýlið mitt“, sagði hann. „Já, ég er nú hrædd um þáð, og okkur leizt ágætlega á það“, sagði Elínborg. „Og lík- lega eigum við eftir að verða gestir þínir í hvert skipti, sem við komum í heimsókn í vík- ina“. Hún færði sig nær hon- um og bætti við í hálfum hljóðum: „Nú eru þær sáttar heilum sáttum, mæður okkar. Allt er það mér að þakka“. „Fyrir það áttu margfaldar þakkir skilið. Svo náttúrlega komið þið, þegar ég gifti mig. En ekki veit ég enn hvenær það verður. Líklega ekki fyrr en í haust. En ég ætla að halda veizlu, eins og hver annar heldri maður, og þá komið þið auðvitað“, sagði hann. „Bara við tvær?“ spurði Elínborg. „Helzt ætti gamla konan, sem gaf mér hlýju og mjúku vettlingana að vera með ykk- ur. Heldur þú, að hún geti setið á hesti svo langa leið?“ „Já, það getur hún áreið- anlega“, sagði Elínborg og brosti glettnislega. „En eigum við þá aðeins að koma þrjár. Engir fleiri af heimilinu?“ „Auðvitað er húsbóndinn sjálfsagður að fylgjast með konunni, þar sem þau eru eitt, maðurinn og konan. En ég býst ekki við, að hann sé vel ánægður við mig síðan í fyrra vetur, karlinn. Ég var víst ekki sem kurteisastur við hann þá. Það fann ég, þegar mér var runnin réiðin. Jæja, við sjáum nú til. Það er lang- ur tími til brúðkaupsins". Prófið sjón yðar — SPARIÐ $15. Sendið nafn yðar, addressu og aldur, og við sendum þér Home Eye Tester, I nýustu vörubik, rril og fullkomnar uppdýsingar. VICTORIA OPTICAL CO., Dept. N-659 276*A Yonge St. Toronto 2, Ont. ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON AIRCONDITIONED CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday EATON'S O■lueeAt o-qÍ&a lotítíc GAuJoí I 2 i 4 5 6 7 O g \IT H ^ /6 r Wortderful idea for yourself or for gifts, o sub- scription to Eaton's "Cheese of the Month Club." Each month (with the exception of July and ___ August) the member receives two world renowned varieties of cheese! Yearly subscription, 20.00. Here are the selections for November . . . DANISH TILSIT—A semi-solid cheese with a strong flavour thot's favoured by cheese lovers for snacks and tid-bits! In brick form. Per lb., 90c. FRENCH ROQUEFORT—A blue veined cheese that will sotisfy the palate of the most fastidious gourmet. "A distinctive taste treot." Per lb., 2.25. Fancy Food Shop, Eaton's Third Floor. ......... ' • EATON'S of CANADA ■ L. Póstið jólabréf og böggla snemma Ekki seinna en 17. des. til útbýtingar í borginni

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.