Lögberg-Heimskringla - 07.11.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 07.11.1963, Blaðsíða 1
feimskrmgla Stofnað 14. ]an., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77. ÁRGANGUR LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1963 ntíífp*. NÚMER 42 Minning: Þórhallur Magnús Hjólmarsson 1893 1963 Stormurinn gullskýjin burtu bar, blikið við hafströnd dreyfði sér ég sakna einhvers, sem að aldrei var en átti að búa í sálu mér. J. J. Smári. Þórhallur M. Hjálmarsson Þórhallur Magnús Hjálm- arsson var fæddur nálægt Akra N.D. 15. jan. 1893, dáinn í San Diego, Calif. 2. okt. 1963, sonur Halldórs Hjálmarsson og Margrétar dóttir Björns Halldórssonar, eru ættir þess ar Austfirskar og alkunnar. Bræður Hal eins og að allir vinir hans kölluðu hann eru látnir, Björn og Hjálmar, systir í Los Angeles, Björg Cunningham og fósturbróðir Dóri Hjálmarsson í Phoenix, Arizona. Þess má geta að Magnús var skírður af hinu ástsæla skáldi Matthíasi Jochumsson í Ameríku för hans 1893. Magnús var kvæntur glæsi- legri ágætis konu Elízabetu Thorvaldsson, áttu þau einn son Kenneth, sem að dó 8 ára að aldri 1939. Magnús var útskrifaður frá háskóla í N.D. sem verkfræð- ingur. Hann var í 2 ár í sjó- her Bandaríkjanna í fyrri .heimsstyrjöldinni. Árið 1921 flutti Magnús til Los Angeles þar sem að hann lagði gjörva hönd á margt í hans verka- hring. í 10 ár var hann aðal framkvæmdarstjóri hernaðar- varna fyrir Bandaríkjin í Panama, Puerto Rico og Guam. Hann ferðaðist ti'l Kína og Japan sem leiðbein- andi í sambandi við byggj- inga vandamál. Þangað til að hann lét af störfum var hann byggingjameistari fyrir Gas og rafmagnsfélagið í San Diego. Árið 1960 ferðuðust þau hjónin mikið um Ameríku og Evrópu og þar á meðal til ls' lands, en þar nutu þau sín vel, ekki síst þar sem að þau bæði kunnu móðurmál sitt vel. Magnús var fyrst og fremst mjög duglegur maður, gæddur m i k 1 u ímyndunarafli og þorsta eftir skilyrðum til þess að auðga anda sinn á allan hátt. Hann átti gott bókasafn ekki síst íslenzkt og svo átti hann flest sem að skrifað var um Lincoln. Magnús hafði fengið margar góðar vöggu- gjafir. Hann var mikilmenni í þess orðs fylstu merkingu í sjón sem reynd. Vinum sínum vildi hann vera allt í öllu. Án efa aflaði hann sér gulls og grænna skóga í hinu gullna ríki Kaliforníu. Magnús átti ættingja og vini af 2-3 kynslóðum í öllum áttum. Alstaðar þar sem að leiðir hans lágu vissu allir að hann var íslendingur, og yissulega var hann í þeim hópi sem að hefur varpað ljóma á ísland og íslendinga í hinum volduga vesturheimi Skúli G. Bjarnason. Orðabók Menningarsjóðs íslenzk orðabók, fyrsta ís- lenzka orðabókin með íslenzk- um skýringum, kemur í bóka- verzlanir í dag. Menningar- sjóður hefur látið gera þessa orðabók og er Árni Böðvars- son aðalhöfundur hennar. í orðabókinni eiga að vera flest eða öll íslenzk stofnorð, sem komið hafa í íslenzkar orða- bækur, forn og ný, svo og al- gengustu ' samsetningar. Þar eru skýrð heiti skáldamáls- ins, sýnd dæmi um kenning- ar, skýrð 'hvers konar orð úr fornum ritum og nýjum, sér- stök áherzla lögð á að bókin verði sem notadrýgst öllu skólafólki og reynt var að miða við að bókin sé sem að- gengilegust. Kostnaður við bókina var um 3Vz millj. kr og kostar hvert eintak rúmar 7 hundruð krónur. Ritnefnd orðabókarinnar og höfundur skýrðu fréttamönn um fró útkomu hennar í gær Sumarið 1957 ákvað Mennta^ málaráð að gefa út íslenzka orðabók handa skólum og al menningi, og var í fyrstu gert ráð fyrir að hún yrði minni en raun hefur orðið á. Þá um haustið hóf Árni Böðvarsson vinnu við bókina með hálfum vinnudegi, en full vinna hófst svo vorið 1958. Við samningu bókarinnar hafa verið notaðar allar tiltækar íslenzkar orða- bækur og orðasöfn, bæði um fornmál og nýmál og orðabók Sigfúsar Blöndals lögð til grundvallar. Var verkið unnið húsakynnum Orðabókar Há- skólans. Kvað ritnefnd það ó- metanlegan styrk að geta leit- að til seðlasafna stofnunarinn- ar um heimildir og starfs- menn Orðabókar Háskólans íafa lagt Menningarsjóði lið í ráðleggingum og leiðbeining- um. Auk þess hefur verið leitað til fjölda fólks um upp- lýsingar um fjarskyldustu efni, sérfræðinga ýmis konar, stofnana o.fl. Allan tímann sem orðabók Menningarsjóðs hefur verið í smíðum, hafa tveir eða þrír menn unnið að staðaldri við hana, og lang- tímum saman fleiri. Auk Árna Böðvarssonar hafa þeir Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi og Helgi Guðmundsson lengst unnið að undirbúningi handrits undir prentun. Við samningu orðabókar- innar var stöðugt miðað við að hún yrði sem aðgengileg- ust, sem fyrr er sagt, og not- endur þyrftu helzt aldrei að leita þar án árangurs. Skýr- ingar eru með ýmsu móti, beinar lýsingar á merkingum orða, dæmi um notkun þeirra eða samheiti. Nýjung er það í þessari bók, að það er all- mikið af orðhlutum, sem að eins eru til sem síðari liðir samsetninga, svo sem — æri (góðæri, hallæri), —■ heldinn (orðheldinn, fastheldinn) o.fl. einnig skammstafanir, bæði algengar og sjaldgæfar. Eftir meðaltali 35 blaðsíðna í bók- inni munu vera um 65 þús. uppflettingarorð feitletruð, sem öll eru skýrð. Auk þess eru undir feitletruðu orðun- um víða skýringar á samsett- um orðum, sem þau eru liður í. Til dæmis eru orðin raf- orkumál, raforkumálastjóri raforkuver útskýrð undir orð- inu raforka og skáletruð þar. Slík skáletruð orð munu vera hátt á 9 þúsund í allri bókinni og skýringar við meginþorra þeirra, þannig að þar munu vera skýringar á rúmlega 70 þús. orðum. Að sjálfsögðu eru miklu fleiri orð í ísleiizkri tungu en þetta, þ.e. samsett orð, en allar almennar merk' ingar þeirra eiga að vera auð' skildar eftir þeim skýringum sem fram koma af samsetn- ingarliðum þeirra í orðabók- inni. Orðabók Menningarsjóðs er 852 bls. að stærð. Mgbl. 23. okt. Mrs. Hildur Siqríður Winnemuller Þessi myndarlega kona út- skrifaðist frá Hospital for Mental Diseases, Selkirk, Training School for Nurses með Diploma í Pcychiatric Nursing og Certificate of Licensed Practical Nurse. Skólauppsögnin var mjög hátíðleg og fór fram í Recrea- tion Hall þeirrar stofnunar. Hildur er yngsta dóttir Mr. og Mrs. Wilfred Finnsson, Hnausa, Man. Hún er fædd og uppalin í Hnausa byggð og naut menntunar þar að und- anskyldu einu ári við River- ton Collegiate. Útskrifaðist Daðan með 11. bekkjar stigi í júní 1960 og byrjaði í septem- ber það ár nám sitt við Selkirk spítalann. Þann 1. júní síðastliðin gift- ist hún Peter Winnemuller. Hjónavígslan fór fram í Fyrstu lútersku kirkju. Séra Valdimar J. Eylands gifti. Mrs. Hildur S. Winnemuller Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. J. N. Winnemuller, Sel- kirk, Man. Hann er einnig út- skrifaður í Psychiatric Nurs- ing við sömu stofnun. Eru nú hjónin í starfsliði spítalans. Heimili þeirra verður í Sel- kirk. Fréftir fró íslandi Úr Tímanum Fimmtán prestar sækja um prestaköll í Reykjavík, þar á meðal tveir, er þjónuðu ís- lenzku söfnuðunum í Norður Dakota: séra Ólafur Skúlason sækjir um Bústaðarpresta- kall; séra Hjalti Guðmunds- son sækjir um Nesprestakall. (29. okt.) ☆ Fyrsta prestvígslan fór fram í hinni nýju Skálholtskirkju 28. okt., er biskupinn yfir ís- landi herra Sigurbjörn Ein- arsson vígði Hrein Hjartarson til Ólafsvíkurprestakalls og Lárus Þ. Guðmundsson að Holti í Önundarfirði. ☆ Bændur kvarta sáran undan tjóni af völdum gæsa, og hefur það verið mjög tilfinnanlegt í Þingeyjarsýslum nú í haust. Þórarinn bóndi í Laufási segir: Ágangur gæsa á nýrækt og velgróin tún fer svo ört vax- andi hér í Kelduhverfi, að til vandræða horfir. Um mánaða- mótin ágúst og sept. koma gæsirnar hingað í stórum breiðum. Gráðugir gæsaungarnir sjá fljótt, hver bezt er að bera niður, því hvanngræn ný- ræktin við hliðina á gráum og sölnuðum úthaganum segir til sín. Svo stórir eru gæsa- hópar og mikilvirkir, að dæmi eru til að þeir hafi rótnagað fleiri dagsláttur af sláttuhæfu túni á einni viku. (27. okt.) ☆ Vegna mæðuveiki í fjár- stofni hófst í gær í Borgar- nesi niðurskurður á sauðfé úr Hörðudalshreppi, einum hinna þriggja hreppa Dalasýslu, þar sem allt sauðfé verður skorið niður í haust. (25. okt.) ☆ Vegna hækkandi dýrtíðar er talið að ríkisstjórnin muni binda kaupgjald í tvo mán- uði. (31. okt.) írskt blóð í íslendingum Alþýðublaðið birti í gær forystugrein um heimsókn tveggja Ira. Er þar m.a. kom- izt að orði á þessa leið: „Listalíf höfuðborgarinnar byrjar á þessu hausti með heimsóknum tveggja íra, ann- ar til að stjórna írsku meist- araverki í Þjóðleikhúsinu og hinn að stjórna Sinfóníu- hljómsveit íslands. Þetta er ánægjuleg aukning samskipta við frændur okkar og vini á grænu eyjunni í suðri. Sennilega er mun meira írskt blóð í íslendingum en almennt er talið. Ýmislegt er líkt í fari beggja þjóða, enda báðar stoltar, sterkar og list- rænar smáþjóðir. Færi vel á auknum kynnum og gagn- kvæmum heimsóknum“. 4. okt. Forsetinn snæðir hjá Elísabetu Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands, mun snæða hádegis- verð í Buckinghamhöll, er hann kemur til Bretlands í opinbera heimsókn 18. nóvem- ber. Dagskrá heimsóknarinnar verður birt um það bil 10 dögum fyrir komudag for- setans. Mgbl. 24. okt.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.