Lögberg-Heimskringla - 07.11.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 07.11.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1963 7 Kunnu ekki að fara með auð Skömmu eftir fyrri alheims styrjöldina, á árinu 1923, sátu saman eitt kvöld í matsal í Chicago borg tíu stórmenni þeirra daga Þetta var ráð- stefna, til að ræða sameigin- leg mál, og þá að sjálfsögðu landsins gagn og nauðsynjar. Allir voru stórmenni á fjár- hagslega vísu, flestir milljón- eramæringar og heimsfrægir. Mennirnir sem sátu þarna saman voru þessir. (Allir um miðaldur): Charles Schwab, formaður stærsta járngerðarfélagsins (U.S. Steel) og þá sagður hæstlaunaður allra einstakl- inga. Samuel Insull, formaður stærsta og ríkasta rafmagns fyrirtækisins (Midwest Utili- ties). Howard Hopson, formaður eins stærsta gas félags þeirra daga. Arthur Cotton, fjárglæfra- maður, sem keypti og seldi korn í stórum stíl. Sagður vellríkur. Richard Whitney, formaður New York Stock Exchange. Albert Fall, ráðgjafi í stjórn Hardings forseta, stór- ríkur. Jesse Livermore, mjög auð- ugur „spekulanti“. Ivar Kreuger, Svenski eld- spýtna „kóngurinn“. Tveir aðrir, ónefndir, voru formenn stórra bankakerfa. Aldarfjórðungi síðar, árið 1948, tók blaðamaður á sig þann krók að rekja feril og afdrif þessara stórmenna, sem þá voru allir dánir, á þessa leið: Schwab, lifði í örbrigð síð- ustu fimm ár ævinnar, á náð ættingja. Insull, dó bláfátækur. Komst upp að hann hafði far- ið með svik og pretti. Hopson, dó á vitfirringa- hæli. Cotton, dó í Evrópu, flótta- maður, allslaus. Whitney, lifði síðustu áriin í Sing Sing fangahúsinu. Fall, sakaður um svik (Tea- pot Dome Scandal). Dó alls- laus. Livermore, sjálfsmorðingi. Allslaus. Kreuger, sjálfsmorðingi. Allslaus. Bankastjórarnir tveir virð- ast hafa komist af nokkurn- vegin slysalaust, en að lík- indum hafa ekki flutt neinn auð burt með sér. („Þú ríður á einum eins og ég, Allra seinast héðan“, sagði Hjálm- ar). Svo mætti virðast, að þess- ir menn, svo fræknir sem þeir voru í þeirri list að safna auði, kunnu ekki of vel að fara með hann þegar til kastanna kom. — L. F. Gjafir í byggingasjóð Hafnar Vancouver, B.C. í minningu um Mrs. Sofia Brynjólfson — San Francisco Dr. og Mrs. Richard Beck $10.00 í minningu um Mr. Hugo Davis — Vancouver Mr. og Mrs. S. Grimson 5.00 í minningu um J. Th. Johnson, Ingibjörg Johnson, Bessi Pálsson, Laurence O. Jónason, Helga G. Thordarson Chrisfopher Jóhann K. Johnson, Hecla 25.00 í minningu um Mrs. H. J. Helgason — Foam Lake Mr. og Mrs. O. W. Jónsson 10.00 í minningu um W. Mooney — Vancouver Mrs. Rita Mooney 50.00 í minningu um Halldóru Josephson Mr. og Mrs. O. Gunnlaugson 20.00 f minningu um Sigurð Sigurdson dáinn af slysi, sepf. 1963. Frá vinum á Höfn 28.00 Miss Jennie Johnson, Wpg. 10.00 Mrs. Thora Smith, Vancouver 50.00 Mrs. Elisabeth Björnson, Höfn 10.00 Mrs. Olive Bergsveinsson 8.00 Mr. G. F. Jónason, Wpg. 50.00 Mr. Mundi Egilson, Vanc. 100.00 Mrs. Ena Abrahamson, Vancouver 2.00 Mrs. Ingrid Sigurdson, Vancouver 5.00 Mrs. S. W. McDowell, Höfn 25.00 Mrs. Rebecca Einarson, Höfn 25.00 Mr. og Mrs. S. Einarson, Swan River, Man. 200.00 Miss Lily Sigurdson, Vancouver 5.00 Mrs. Inga Skonseng, Seattle 10.00 Mrs. Margaret Arngrímson, Höfn 100.00 Mrs. Emily Thorson, Vanc. 100.00 Mr. og Mrs. John Indridson, Burnaby 100.00 Mr. Odin Thorton, Vanc. 50.00 Mr. Don Christopherson, Vancouver 5.00 Mrs. Salome Johnson, Vancouver 5.00 Mr. Malcolm Campbell, Vancouver 5.00 Mrs. A. T. Anderson, Vanc. 5.00 Mr. og Mrs. A. C. Orr, Edmonton 10.00 Mrs. Matta Frederickson, Vancouver 20.00 Dr. og Mrs. Bjömson, White Rock 10.00 Mr. Hakon Kristjanson, Vancouver 5.00 Mrs. Helga Isford, Vanc. 50.00 Mr. og Mrs. K. Frederickson, Vancouver 10.00 Mr. og Mrs. Victor Anderson, Vancouver 10.00 Mr. S. H. Scheving, Höfn 10.00 Mr. og Mrs. W. T. Reid, Vancouver 10.00 Mr. og Mrs. M. S. Bjarnason, Vancouver 10.00 Mrs. H. J. Troke, Vanc. 10.00 Mr. og Mrs. F. Heslip, Vancouver 5.00 Mrs. Elisabeth Goodman, Vancouver 5.00 Mr. og Mrs. A. Thordarson, Vancouver 2.00 Miss K. Davison, Vanc. 2.00 Mrs. Kristiné Oliver, Vanc. 10.00 Mr. Frank Fredrickson, Vancouver 10.00 Mrs. M. Hjalmarson, Höfn 5.00 Mr. og Mrs. C. Eyford, Burnaby 25.00 Mr. og Mrs. Fred Johnson, Burnaby 5.00 Mr. Norman Kolbeins, Vancouver 5.00 Mrs. Th. Indridason, Höfn 5.00 Mr. og Mrs. S. E. Johnson, Burnaby 10.00 Mr. Oscar Gunnlaugson, Höfn 10.00 Dr. Marteinsson, Vanc. 10.00 Vinur, Vancouver 5.00 Mr. S. Gunnarson, Vanc. 2.00 Mrs. Inga Skaftfeld, Vanc. 10.00 Mr. S. B. Olson, Vanc. 25.00 Mr. og Mrs. G. Stefansson, Vancouver 20.00 Miss Nan Dall, Vanc. 10.00 Mr. og Mrs. V. Balwinson, Vancouver 10.00 Mr. og Mrs. Herman Johnson, Höfn 20.00 Mrs. Helga Jacobson, Vanc. 5.00 Mr. Victor Jacobson, Vanc. 5.00 Miss Anna Eyford, Vanc. 5.00 Mr. og Mrs. Thor Gunnarson, ■ Vancouver 10.00 Mrs. Shefley, Vanc. 5.00 Mr. Th. Hallgrimson, Höfn 20.00 Mr. Herman Isfeld, Höfn 10.00 Mrs. Eliza Bjamason, Höfn 10.00 Mrs. G. J. Gudmundson, Vancouver 5.00 Mr. Johann Kristjanson, Höfn 10.00 Mr. W. Stock, Vanc. 10.00 Mr. og Mrs. J. S. Johnson, Vancouver 50.00 Mr. og Mrs. G. Robertson, Vancouver 2.00 Mrs. E. Wilson, Burnaby 5.00 Dr. Friðleifson, Vanc. 5.00 Mr. og Mrs. Sam Johnson, Vancouver 15.00 Mrs. Vala Christopherson, Ocean Park 5.00 Miss Carrie Christopherson, Ocean Park 2.00 Mr. og Mrs. Th. Ellison, Burnaby 20.00 Mr. Magnus Skafel, Mozart, Sask. 10.00 Ströndin, Vanc. 18.30 Samskot — Afmælis samsæti 105.71 Mr. og Mrs. S. Grimson, Vancouver 100.00 Mr. Elías Elíason, Vanc. 100.00 Myndir gefnar heimilinu Mr. George Johannesson, White Rock. Mr. Kristmanson, Prince Rupert. Mrs. Domoney, Vancouver. Hjartans þakkir frá stjórnar- nefndinni. Nú er verið að fullgera pláss fyrir átján fleiri manns á heim- ilinu. Ef nokkur óskar eftir herbergi er það æskilegt að skrifa Miss Evelyn Axdal, 6982 Butler, Vancouver 16, B.C., fyrir desember 31. 1963. — Hún gefur allar upplýsingar. Með þakklæti, Mrs. Emily Thorson — féhirðir Ste. 103 — 1065 W. llth Ave. Vancouver 9, B.C. Mannslát Maður er nefndur Jón og bjó fyrir austan. Var hann skrýtinn í svörum. Eitt sinn drukknaði maður, Jóni ná- kominn, við bryggju þar aust- ur frá, en fáleikar höfðu verið með Jóni og honum. Er Jón frétti lát skyldmennis síns, mælti hann: „Það var manns- lát, en ekki mannsskaði". Eitt sinn veiktist barn, sem Jón átti, mjög hastarlega. Er læknirinn var að telja meðala- dropa ofan í barnið mælti Jón: „Tíu dropar til, deyr eða lifir ekki“. Ekki þakkarvert Guðbrandur í Hólmlátri ætlaði eitt sinn að ríða frost- bólgna á á veikum ísi. Brast ísinn, og komst Guðbrandur yfir með reiðskjóta sinn við illan leik, en hafði þó áður misst svipu sína og ullarvettl- inga. Komst hann til bæja, sýlaður og illa til reika, og bar sig báglega yfir missi sín- um. Bónda fannst hann mikla um of tap sitt og segir: „Vertu ekki að barma þér yfir þessu. Þakkaðu guði, að þú hélzt lífi“. Guðbrandur tók þeirri á- minningu ekki illa, en segir þó: „Það væri kannski ástæða til þess, ef ég hefði ekkert tjón þurft að bíða.“ Sá kviki og sá bratti Eitt sinn voru á Austfjörð- um tveir menn, er nefndust Jón í loftinu og Guðmundur bratti. Voru þeir ólíkir. Jón var kvikur á fæti, en Guð- mundur feitur og fór sér hægt. Eitt sinn mættust þeir á förn- um vegi; Jón var þá með pokaskjatta á bakinu. Guðmundur segir: „Þú ferð nú með þetta í loftinu Jón minn“. „Það fer nú eftir því hvað ég verð brattur, svarar Jón. Var prestur Sögð er þessi saga af Suður- nesjum: Roskin kona, nokkuð fljótfær, var á ferð á förnum vegi á þeim tíma, sem menn enn notuðu fæturna til ferða- laga, mætti ókunnum manni og spurði hann að heiti. „Ég heiti Eiríkur“, svaraði maður- inn. „Nú“, spurði sú aldraða, „er það þessi andskotans Eiríkur, sem bakar hráu brauðin í Keflavík?“ „Nei“, svaraði maðurinn góðlátlega, „ég er prestur kallaður á Útskálum". NÆRFÖT - SOKKAR - T-SKYRTUR AUGLÝSI NG um innköllun hlutabréfa í H.f. Eimskipafélagi íslands og útgófu jöfnunarhlutabréfa Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands 2. júní 1962 samþykkti að nota heimild þá, sem veitt er í D-lið laga nr. 70, 28. apríl 1962 um tekju- og eignarskatt, um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, og á aukafundi félagsins 29. desember 1962 var þessi samþykkt endanlega staðfest, og samþykktum félagsins jafnfram breytt í samræmi við þessa ákvörðun. Með skírskotun til samþykktar þessarar, tilkynnist hluthöfum félagsins hérmeð, að innköllun hlutabréfanna er nú hafin, og vestanhafs verður henni hagað í aðalatriðum á þann hátt sem hér segir: Hlutabréfin ásamt stofnum af arðmiðaörkum skulu af- hent hr. Árna G. Eggertson, 209 Bank of Nova Scotia Bldg., Portage Avenue and Garry Street, Winnipeg 1, Man. (Ekki er nóg að afhenda eða senda stofninn af arðmiðaörkinni einan, heldur verður að afhenda sjálft hlutabréfið). Þeir hluthafar, sem ekki geta komið því við, að senda hr. Árna G. Eggertson hlutabréf sín, geta sent honum þau í ábyrgðarpósti, og sendir hann hlutabréfin síðan áfram til aðalskrifstofu Eimskipafélagsins í Reykjavík. Með því að hlutabréfin eru nafnskráð, er nauðsynlegt að skrifa á bakhlið þeirra greinilegt nafn og heimilisfang þess, sem hlulabréfin skulu nafnskráð á. Hafi orðið eigendaskipti á hlutabréfi. skal útfyllt sérstakt eyðublað með tilkynningu um eigendaskiptin. Eyðublöð þessi má fá hjá hr. Árna G. Eggertson. Hluthafar fá kvittun fyrir þeim hlutabréfum, sem þeir afhenda eða senda hr. Árna G. Eggertson. og verða hin nýju hlutabréf síðan gefin út og send hluthöfum í ábyrgðarpósti beint frá skrifslofu Eimskipafélagsins í Reykjavík. Sé um að ræða mörg hlutabréf í eigu sama hluthafa, verður aðalreglan sú. að þau verða sameinuð í stærri hluta- bréfum, nema sérstaklega sé óskað að það verði ekki gert. Ef um er að ræða skipti á stærri hlutabréfum t.d. milli erfingja, verða gefin út smærri hlutabréf sé þess óskað, en þó eigi minna en 250 kr., sem er nafnverð minnstu hluta- bréfanna. Ef hluthafar óska af einhverjum ástæðum að halda sínum gömlu hlutabréfum, skal það sérstaklega tekið fram þegar hlutabréfin eru afhent eða send, en nauðsynlegt er að afhenda félaginu þau, svo hægt sé að stimpla þau með ógildingarstimpli, áður en þau eru send hluthafa aftur. Nú hefur hlutabréf glatast eða eyðilagst á einhvern hátt, og skal það þá tilkynnt hr. Árna G. Eggertson. Eyðu- blöð fyrir slíkar tilkynningar má fá hjá honum. — Um út- gáfu nýrra hlutabréfa í stað glataðra og skemmdra fer eftir ákvæðum 5. gr. félagssamþykktanna. Reykjavík, 12. júlí 1963, H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.