Lögberg-Heimskringla - 12.12.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 12.12.1963, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. DESEMBER 1963 Æfiminning: Þorgerður Þórðardótf-ir 1 októbermánuði fyrir ári síðan (15. okt. 1962) andaðist á heimilinu Betel á Gimli Þorgerður Þórðardóttir, þá orðin 93 ára að aldri. Eftir hér- lendum sið hafði hún tekið nafnið „Thorðarson“ og vinir hennar þekktu hana bezt sem „Gerðu Thorðarson“. — Hún var fædd að Signýar- stöðum í Hólasveit í Borgar- fjarðarsýslu á Islandi, og var dóttir þeirra hjóna Þórðar Halldórssonar og Helgu Sig- hvatsdóttur. Móðir hennar dó er hún var fjögra ára gömul, og frá sex ára aldri ólst hún upp hjá föður sínum og stjúp- félagi Fyrsta Únitarasafnaðar Islendinga í Winnipeg og gekk í söfnuðinn árið 1905. Hún hafði altaf mikinn á- huga fyrir málum kvenfélags- ins og safnaðarins og studdi þau eftir mætti. Þorgerður var hæglát í framkomu, og var góður vinur allra sem á vegi hennar urðu. Á ungum aldri, varð hún fyrir slysi, sem lamaði hana það sem eftir var af æfinni, og þjáði hana oft, meira en hún lét á bera. En hún bar sig með þolinmæði og mestu hreysti. Vinir hennar minnast hennar í kærleika. Hún dó á Betel 15. október 1962. Kveðjuathöfn fór fram í Winnipeg, en eftir ósk hennar, var hún jörðuð í Lundar grafreit. Hún átti marga vini á Lundar og það var ósk hennar að hvíla þar í umhverfi1 sem hún hafði kynnst og elskað. Daginn eftir fór fram minn- ingarathöfn á heimilinu Betel á Gimli. Blessun allra sem þekktu hana fylgdi henni í dauða hennar. Vinir hennar allir, þakka fyrir góðan og fagran kunningsskap og fyrir margar kærar minningar frá fyrri dögum. P. M. P. voru mér einstaklega góð,“ segir Rósa, „og eins voru önn- ,ur hjón, Dr. Harris og kona hans. Báðar þessar konur voru .yndælar húsmæður s e m kenndu mér margt, og ekki vantaði að mér væri borgað vel. Ég fékk 10 cent á klukku- tíman og með því að vinna tíu klukkutíma á dag var ég þúin að eignast heilan dollar. þiika var hægt að vinna fyrir tíu dollurum á mánuði.“ „Þetta álítur þú hátt kaup,“ segji ég. „Já, sannarlega var það, í ,þá daga, og eitt sinn var mér borgað langt fram yfir það sem ég átti skilið.“ „Hvernig stóð á þeirri greið- vikni?“ Dakota kona 100 óra Þorgerður Þórðardóttir móður. Því miður veit sá er þetta ritar ekki hvað stjúp- móðir hennar hét. En Þor- gerður dvaldi hjá þeim til tuttugu og fjögra ára aldurs. Þá flutti hún vestur um haf, árið 1893, og hér vestra bjó hún til æfiloka. Fyrsta árið bjó hún í Win- nipeg, en fór þá suður til Bandaríkjanna og dvaldi þar 1 íslenzkum byggðum næstu tvö árin, en að þeim liðnum hvarf hún norður aftur og settist að hér nyrðra, og átti hér heima það sem eftir var af æfinni, mest megnis í Win- nipeg, en frá árinu 1958 á Betel, að Gimli, en þangað flutti hún 22. febrúar það ár. Alsystkini átt-i' Þorgerður fjögur. Af þeim dóu þrjú í æsku, en bróðir hennar Hall- dór, bóndi á Kjalverðarstöð- um í Reykholtsdal, dó einu ári á undan henni, um haustið 1961. Hálfsystkini átti hún tvö, Grím sem er búsettur í Reykjavík, og Helgu, sem er dáin fyrir nokkrum árum. Hún átti heima á Akranesi. önnur skyldmenni átti Þor- gerður hér vestra, og eru þau Mrs. Dóra Breckman í Winni- peg, og Mrs. Svana Magnús- son í San Diego, þær voru systkinadætur hennar. Þorgerður stundaði aðallega sauma, og sá um sig að öllu leiti fram á háan aldur, á meðan að aldur og heilsa leyfðu. En þar að auki var hún félagslynd mjög, og gerð- ist snemma meðlimur í Þjóð- ræknisfélaginu, og í fjölda mörg ár tilheyrði hún kven- Naumast get ég trúað að | vinkona mín Rósa Teitsdóttir ! Hannesson sé hundrað ára. j Samt er það svo, því 6. júní j 1963 var hundrað ára afmæl- ! isdagur hennar. Börn hennar, | tengdasonur og tengdadætur voru einróma um að halda uppá þennan merkisdag. Buðu þau því öllum sem vildu, að koma á heimili dóttur hennar, Helgu og tengdasonar Hall- dórs K. Halldórsonar, þar sem Rósa hefur átt heimili síðustu tvö árin, til að drekka kaffi með afmælisbarninu. 131 manns þáðu boðið. Auk þess bárust henni ótal árnaðar- óskaskeyti úr öllum áttum og í allt sumar hafa heimsótt hana fjöldi gesta, sumir frá öðrum ríkjum og frá Kanada. Ekki sýndist þessi mikla gestakoma þreyta hana á af- mælisdeginum. Prúðbúin sat hún í fallegri stofu dóttur sinnar og tók brosandi á móti hverjum einstakling. Flest alla þekkti hún óðara, hvort heldur það voru íslendingar eða annara þjóða. Hún talar ensku prýðilega og er fljót að skifta um tungumál þegar við á. Uppáhalds vinur hennar er vinsæli héraðslæknirinn okk- ar, Dr. A. N. Flaten, sem hún telur betri en alla aðra lækna heimsins. Sjálfsagt var að taka mynd af henni með þessum vini, og aðra þar sem hún situr milli hans og sókn- arprests okkar, séra Claude Snider. Báðir þessir menn kalla hana kærustu sína. Dag- ur þessi, svo yndislega fagur, var þrungin þakklæti byggð- arfólks fyrir að hafa haft samfylgd með þessari heið- urskonu, sem allan sinn aldur hefur lagt gott til allra mála. Rósa var fædd í Dalakoti, Húnavatnssýslu á íslandi 6. júní 1863, dóttir Teits Teits- sonar og Önnu Stefánsdóttur. Tvítug að aldri, 1883, flutt- ist hún með foreldrum sínum, sex systrum og einum bróður til Ameríku. Ein systir, Agnes, ásamt manni hennar, Birni Nupdal, og tveimur börnum þeirra, komu síðar og settust að í grend við Mountain, þar sem þau bjuggu til æfiloka. Systur Rósu sem komu með foreldrum sínum voru: Ingi- björg, sem síðar giftist Einari Bjarnasyni. Bjuggu þau um skeið nálægt Gerald, Sask. Um tíma var hún hjá dóttur sinni í Winnipeg, en síðustu árin var hún á Betel þar sem hún lézt. Guðríður giftist Einari Bjarnasyni. Áttu þau heima nálægt Wynyard til æfiloka. Hólmfríður giftist norskum manni, Thomas Mit- haug. Voru þau búsett í Alberta, en eftir dauða manns síns fluttist hún til Verwood, Sask., til elsta sonar síns, þar sem hún lézt. Anna, kona Björns Thorðarson, var ein- lægt skammt frá Garðar á bújörð sem þau hjónin eign- uðust stuttu eftir að hingað kom, og dó þar í hárri elli. Ósk, kona Ásmundar Ás- mundsonar, bjó lengst af í Eyford byggð eftir að hún kom hingað. Bróðirinn, Ágúst fór héðan með konu sinni Sigurbjörgu, til Blaine, Wash., og var þar til æviloka. Annar bróðir Rósu, Teitur, varð eftir á íslandi og hugði að koma seinna, en ekkert varð af því. „Ég vildi verða eftir með þessum bróður mínum,“ ,segir Rósa, „því við vorum samrýmd og mér hefði liðið vel á íslandi, og hef einlægt ^aknað gamla Fróns.“ Foreldrar hennar, Teitur og Anna komu rakleiðis til Da- ,kota frá Islandi og settust að í bjálkahúsi, í skógi, á bújörð Sigurðar Sigurðssonar, sem nú heimili Höskuldar Einar- sonar, um fimm mílur norð- vestan við Garðar. Ekkert var ,að gera þar í skóginum og þröngt var í búi. Rósa dreif sig því til Pembina með tveimur systrum sínum, Ingi- björgu og Guðríði, til að leita vinnu, sem hún óðara fékk hjá ágætu fólki. Sérstaklega ,er hún þakklát fyrir að hafa fengið vinnu hjá heiðurshjón- um, Judge Kneeshaw og konu hans. Judge Kneeshaw hefur verið annálaður fyrir hvað hann var vinveittur íslenzku landnámsfólki. „Bæði hjónin Mrs. Rósa Hannesson „Það er nú saga að segja frá því. Um fimm árum eftir ,við komum hingað til Dakota fór faðir minn, Teitur, út í skóginn að sækja kýr í þrumu veðri, og sló hann elding, svo að hann beið bana af. Er það eina dauðsfallið í þessari byggð orsakað af eldingu. Nú gat móðir mín ekki verið ein. Eins og geta má, var þessi óvænti missir reiðarslag fyrir hana og líka fyrir okkur gystkinin. Var hún um skeið hjá systrum mínum búsettum í þessari byggð, Agnesi, Önnu og ósk, en nú kom að því að hana langaði að vera hjá mér. Varð ég því áð hafa einhver ráð með að byggja hús yfir okkur, en skorti peninga til að ráðast í annaðeins stórræði. Fór ég því á fund Mr. Nixons, sem var timburkaup- maður og sagði honum þessi vandræði. Óðara bauð hann að lána' mér viðinn í húsið, sem ég gæti borgað með tím- anum. Svona var hann vænn. Auðvitað hjálpaði ég konu hans ef eitthvað sérstakt var að gera. Nú var dóttir þeirra að fara á skóla og var stofnað til veizlu fyrir hana, og nú biður Nixon mig að hjálpa við veitingarnar. Þótti mér vænt um að gera það, því það var svo gaman að vera þar og heyra fiðluspil og sjá unga fólkið dansa. Þegar ég var að fara heim, færir þessi öðling- ur mér þrjá dali. Ég varð orð- laus. Að hugsa sér að fá svona mikið fyrir svo lítið verk, og það frá manni sem ég skuld- aði fyrr viðinn í húsið mitt,“ „En verst þótti mér að heyra hvað hefði komið fyrir þá sömu nótt, eftir ég var farin heim. Hjónin voru sofn- uð fyrir nokkru þegar Mrs. Nixon vaknar við einhvert þrusk. Verður henni litið fram í eldhúsið og sér hvar maður er að skríða út um eldhús- gluggann. Maður hennar stekkur á fætur og ætlar að grípa buxur sínar til að klæð- ast í en þær voru farnar. Þjófurinn hafði stolið þeim og í vösunum voru $35 dollarar og dýrindis gullúr, sem fjöl- skylda hans hafði gefið hon- um og var því það dýrmæt- asta sem hann átti. Haldið var að þjófurinn hefði verið vel kunnugur, máske einn gesturinn þar um kvöldið,, sem strauk frá skuld- um og sást ekki framar. Nixon fékkst ekki svo mikið um að missa peningana en Honum þótti verulega slæmt að tapa úrinu sem ástvinir hans höfðu gefið honum. Mikið þótti mér fyrir að þessi greiðvikni vin- ur minn skildi verða fyrir jþessu óhappi sama kvöld og hann gladdi mig svo mikið.“ „Var nokkuð um íslenzkan félagsskap í Pembina um þetta leyti?“, spurði ég hana. „Neii, það var lítið um sam- komur, en það voru íslenzkar messur fimm eða sex sinnum á ári, og þá komu allir Is- lendingarnir sem voru í bæn- um til kirkju að hlýða á séra Friðrik Bergman prédika. Hann kom keyrandi alla leið frá Garðar á einum gráum hesti sem einlægt var kallað- aður prestgráni, og ávann sér hylli byggðarbua engu síður en presturinn. Blessuð skepn- an sú var búin að brokka æði margar mílur þegar ellin og þreytan drap hann. Vonandi hefur hann komist í einhvern hestahiminn, þar sem betur fer um hann, en á jarðríki. I hvert sinn sem að messað var í ’íslenzku kirkjunni sáu þau Kneeshaw hjónin um að ég kæmist til messu. Þeim fannst það áríðandi að ég kæmist það, hvað annað sem var að gera. Sjálf fóru þau í enska kirkju á hverjum sunnudegi. Mér hefði þótt gaman að sækja enska kirkju stöku sinnum, en ég varð að vera heima og gæta bús og barna, sem auðvitað var sjálf- sagt.“ Árið 1896 fór Rósa ásamt móður sinni alfarin frá Pem- bina til að taka við bústjórn fyrir Ágúst bróður sinn, sem var búinn að eignast bújörð skammt fyrir sunnan Moun- tain. I félagi með honum var annar maður, Jónas Hannes- son. Hann og Rósa kynntust fljótt og hún giftist honum í desember 1897. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Eru það þessi: Helga (áður- nefnd, gift Halldóri K. Hall- dórsyni); Hannes, kvæntur Sigríði Thorwardson og Valdi- Framhald & bls. 3,

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.