Lögberg-Heimskringla - 12.12.1963, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 12.12.1963, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. DESEMBER 1963 Úr borg og byggð MESSUR á hálíðunum í Unitara kirkjunni í Winnipeg. 15. des. kl. 11 f.h. messa á ensku. Kl. 7 e.h. messa á íslenzku. 22. des. kl. 11 f.h. messa á ensku. 25. des. kl. 11 f.h. jóladags guðsþjónusta á íslenzku. — Jóladagsmorguninn. 29. des. kl. 11 f.h. messa á ensku. 31. des. kl. 11.30 e.h. gaml- árskvöld, aftansöngur á ís- lenzku. 5. jan. 1964, kl. 11 f.h. messa á ensku. — Fyrsti sunnudag- urinn í nýárinu. Séra Philip M. Pétursson prédikar við allar ofangreind- ar guðsþjónustur. ☆ T ryggingars j óður Lögbregs-Heimskringlu Þjóðræknisdeildin „Brúin“ Selkirk, — $25.00. Mr. og Mrs. W. J. Árnason, Gimli. 1 minningu um kær- ann bróður og tengdabróður, Guðmund J. Johnson — $10.00 Meðtekið með þakklæti, K. W. Johannson. gjaldkeri L.-H. ☆ Pre-Chrisímas Social at the Scandinavian Centre, 360 Young St. on Saturday, Dec. 14, at 8.00 p.m. — Dancing, Singing, Refreshments. — Admission $1.50. ☆ Looking Backward Thiríy Years Ago—Dec. 4, 1933. Reform efforts instead of punishment would save most criminals, declared Rev. Philip M. Petursson, in a sermon at the Unitarian Church. Mr. Petursson said it was not coddling that he re- •commended but kindness and sympathy. Winnipeg Free Press, Dec. 4, 1963. ☆ Befel Building Fund Mr. og Mrs. K. Oliver, 222 Bedson Street, Kirkfield Park 22, Man., $25.00 — I minningu um G. J. ,,Mundy“ Johnson. Meðtekið með þakklæti. K. W. Johannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man., féhirðir byggingarsjóðsins. ☆ Framhaldssaga hefst í blað- inu eftir hátíðarnar. ☆ Úr bréfi frá Reykjavík, 5. des. Allt er í báli og brandi hér þessa dagana vegna yfirvof- andi verkfalla. Skelli það á verður það algjört, allar verzl- anir, prentsmiðjur, verk- smiðjur, já, bókstaflega allar framkvæmdir hafa hótað vinnustöðvun 10. þ.m. verði ekki búið að semja fyrir þann tíma. Eins og þú skilur eru þarna menn og konur úr öll- um flokkum — alls ekki pólitískt. — Fólk er orðið upp- gefið á þessari voðalegu dýr- tíð sem hér er á öllum svið- um, og skiljanlega segir fólk hingað og ekki lengra. Maður vonar og bíður að samningar takist. ☆ Gjafir í byggingasjóð Hafnar, Vancouver, B.C. f minningu um son — Hjálmar Krisljánsson — dáinn júlí 1957 Mrs. Anna Kristjánsson, Blaine, Wash. $50.00 í minningu um Sigrúnu Hjálmarson dáin okt. 14. 1963 Mrs. Matth. Frederickson 10.00 f minningu um Fanney Eymundson, dáin í Vancouver 1963 Ströndin 5.00 Mrs. Eileen Smith, Vanc. 20.00 Mr. og Mrs. Barney Erikson, Steveston, B.C. 50.00 Miss Sofia Goodman, Vancouver 15.00 Mrs. Ina Abrahamson, Vancouver 10.00 Mr. og Mrs. Erling Bjarna- son, Vancouver 10.00 Mrs. Jóhanna Lárusson, Reykjavík, Iceland 23.50 Mrs. Inga Skonseng, Seattle 25.00 Mrs. S. McDowell, Höfn 25.00 Victoria Icelandic Club 50.00 Mrs. og Mrs. Victor Ander- son, Vancouver 37.00 Mrs. Freda Domoney, Vancouver 50.00 40 bollapör, Mrs. A. T. Ander- son. — Jewellry, frk. Guðrún Jónsdóttir, Reykjavík, Iceland. Thanking you for past favors. Mrs. Emily Thorson, Ste. 103 — 1065 W. llth Ave., Vancouver 9, B.C. ☆ Lögberg-Heimskringla er mörgum kærkomin jólagjöf. Sendið vinum ykkar á Islandi og hér blaðið. Verðið er það sama $6.00 fyrir árið. Jólakort með nafni gefanda og tilkynn- ingu um áskriftina er send ásamt jólablaðinu. ☆ Civil Defence says: — Even without an attack on Canadian soil we could still be exposed to radio-activity from nuclear detonations elsewhere. Have you pre- pared your basement shelter area? Metro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUrner 8-2351 ☆ Dánarfregnir Jóhann Sigmundson andað- ist að heimili sonar síns Sig- urðar, 6076 Tisdale St., Van- couver, B.C. 27. nóvember 1963, 86 ára að aldri. Hann átti lengi heima í Winnipeg og var smiður að iðn. Hann flutti vestur til Vancouver fyrir 13 árum og þar missti hann konu sína fyrir þremur árum. Hann lifa tveir synir Sigurður í Vancouver og Thorvaldur í Phoenix,- Ari- zona; tvær dætur, Mrs. George Bonnett í Waterloo, Ont. og Miss Margrét Sigmundson í Toronto; 13 barnabörn og tíu barna-barnabörn. Hann var lagður til hvíldar í fjölskyldu- grafreitnum í Forest Lawn MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Háiíðamessur og sam- komur í Fyrstu lútersku kirkju 22. des. kl. 7.30 e.h. — Jóla- tréssamkoma sunnudagaskól- ans. 24. des. kl. 7.30 e.h. — Fjöl- skyldumessa við kertaljós. Söngflokkarnir syngja jóla- söngva. 25. des. kl. 11 f.h. — Jóla- messa á íslenzku. 29. des. Guðáþjónustur með venjulegum hætti, kl. 9.45 og 11 f.h. og kl. 7 e.h. á íslenzku. Memorial P^rk. Séra Ingþór Indriðason flutti kveðjumál. ☆ Mrs. Margrél Johnson, ekkja Halldórs Johnson fast- eignasala, lézt 10. des 1963. Hún var fædd á Islandi, dóttir séra Einars Vigfússonar og Björgu Jónsdóttur konu hans. Hún fluttist til Manitoba fyrir 60 árum og átti hér heima til æfiloka. Hana syrgja ein dótt- ir, Svafa — Mrs. Nixon í Win- nipeg; einn sonur, Thor John- son í Guelph, Ont.; sex barna- börn og 5 barna-barnabörn. Hún var meðlimur í Kven- félagi Fyrstu lútersku kirkju og fer útför hennar frá þeirri kirkju í dag (fimmtudag). Brezkur logari strandaði við Ingólfshöfða Laust fyrir kl. hálf þrjú að- faranótt sl. fimmtudags strandaði brezki togarinn Lord Stanhope H 199 frá Fleetwood á söndunum 5 km. vestan við Ingólfshöfða. Slæmt veður var er strandið varð, stormur og él, og var radar skipsins bilaður. Reyndi Lord Stanhope að hafa sam- fylgd við annan togara, King- ston Diamond, en missti af honum í veðrinu. Björgunar- sveit úr öræfum kom á vett- vang um morguninn, og tókst að bjarga allri á'höfn togarans, 18 mönnum. Ekki er talið að borgi sig að bjarga togaran- um, en ýmis verðmæti hafa þó verið fjarlægð úr honum. Bændur í öræfum hafa feng- ið leyfi til þess að hirða úr honum fiskinn, um 25 tonn. Það var brezki togarinn Kingston Diamond, sem gerði aðvart um strandið til Vest- mannaeyjaradíós. Gerði Slysavarnafélagið þegar ráð- stafanir, og fór björgunar- sveitin úr öræfum á vettvang. Kom hún á strandstaðinn um kl. 8 um morguninn, og hófst þegar handa um björgunina. Var línu skotið út í togarann, og áhöfnin síðan dregin í land á tveimur gúmmíbútum skips- ins. Tókst björgunin giftu- samlega. Varðskip kom einnig á vett- vang og beið átekta í því skyni að athuga möguleika á því að ná Lord Stanhope á flot. Tog- arinn er gamalt skip, smíðað 1935. Hefur hann verið gerður út frá Hull, en fluttist til Fleetwood í vor. Geir Zoega, umboðsmaður brezkra togaraeigenda, gerði þegar ráðstafanir til að sækja áhöfnina, og laust eftir há- degi á fimmtudag fór Dougl- asflugvél frá Flugfélagi ís- lands austur að Fagurhólms- mýri og flutti skipbrotsmenn til Reykjavíkur. Fréttamaður Mbl. tók á móti skipbrotsmönnum á flug- vellinum. Skipstjórinn heitir George Harrison, 49 ára frá Fleetwood. Var hann hinn hressasti í bragði er hann steig út úr flugvélinni og heilsaði fréttamannii Mbl. svohljóð- andi: „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég kem hér. Ég hefi tvisvar verið tekinn í land- helgi, 1958 og 1960. En í guð- anna bænum segðu ekki lög- reglunni frá því“. Þess má geta hér strax, að Harrison var skipstjóri á síðasta togar- anum, sem tekinn var áður en 12 mílna landhelgin gekk í gildi og þorskastríðið fræga hófst. Var hann tekinn aðeins tveimur dögum áður en út- færslan var gerð 1. sept. 1958, og vakti mál hans töluverða athygli á sínum tíma af þess- um sökum. Harrison skipstjóri tjáði fréttamanni Mbl. að radar skipsins hefði verið bilaður alla veiðiferðina, sem hafði staðið í sex daga er strandið varð. Mgbl. 11. nóv. Kaffið og grauturinn Karl einn var að drekka kaffi, sem honum hafði verið boðið í fínu húsi — en þótti dauft. Ekki kunni hann við að finna að því með stórum orðum, en starði áfram í boll- ann sinn, unz hann mælti: „Jæja — ég er þá eins og súlan, sé í botn á sextugu!“ Sami karl var annað sinn að drekka kaffið við líkar ástæð- ur; frúnni þar fannst hann ekkert ánægjulegur yfir boll- anum, og mælti í mesta grandaleysi: „Er eitthvað að kaffinu, Ólafur minn?“ „Nei — ónei“, svaraði karl, „kaffið 'er alltaf gott í sjálfu sér — en það kynni að vera helzt til mikið vatn í því“. Sami karl lýsti svo matar- vist á prestssetri einu, sem hann hafði verið á: „Þar var grautur á morgnana, grautur með graut á daginn — og grautur út á graut á kvöldin". ROSE THEATRE SARGENT al ARLINGTON COMING SOON ROMY SCHNEIDER and KARL BOEHN in FOREVER MY LOVE — O — Slarting December 26th for one week

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.