Lögberg-Heimskringla - 12.12.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 12.12.1963, Blaðsíða 1
Högberg; - ^ctmðfermgla Stofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 12, DESEMBER 1963 NÚMER 47 Dr. Tryggvs J. Oleson Minning 1912 — 1963 Þótt heiðríkt sé yfir, og bein sýnist braut og bjart sé til fjalla og hlíða, fegurstu hlynir í foldarskaut falla, í straum sinna tíða, í storminum kalda og stríða. Og enn féll, sem haustlauf í móðurmald mætur og traustur hlynur, er hádegið ljómaði haf og fold. Af harminum samtíð stynur. Horfinn er hjartfólginn vinur! Og fósturjörðin sinn fræga son frjáls sér að brjósti vefur. í blundinum liggur nú brostin von: bjarthærði drengurinn sefur, og lengur til gulls ei grefur. Hún metur þær gáfur og lærdóms list, sem lék þér ungum á tungu, en mannkosti þína fremst og fyrst, ég fegursta tel, og mikils mist við stríð þitt í stormunum þungu. VÍGSLA SKÁLHOLTSKIRKJU 21. júlí 1963 Fi'ægð þín var sögunnar gróði og gjöf; gullkofn af iðju þinni, lýsti sem geisli yfir lönd og höf, sem lampi í vitundinni: málverk aldanna í minni. En frægust var tryggð þín við feðranna mál, og fögnuður hjartans mestur, er andann snerti þíns ættlands sál, við íslenzkan sögulestur. Þar endaði austur og vestur! Hvort séint eða snemma er haldið heim, úr heimkynnum reynslu og trega, vitundin lifir í verkum þeim, sem vatinst þú svo prýðilega, í vísindum mannlífsvega. S. E. Björnsson. V " Demantsbrúðkaup í Vancouver Á sunnudaginn 1. des. 1963 var talsverð dimm þoka hér í Vancouver, og ef það er nokk- uð sem tefur ferðir fólks hér, þá er það þokan, því það getur verið hættulegt að vera úti á strætunum. En það meinti ekkert þennan sunnudag, því að þann dag voru hin vinsælu og vel þekktu hjón Mr. og Mrs. V. B. Anderson að halda upp á 60 ára giftingar afmæli sitt „demants-brúðkaup“, og var veizlan haldin í nýja neðri sali elliheimilisins „Hafnar“. Vissulega var það tilhlýðilegt að fyrsta samkoman í þessum sal okkar skyldi einmitt vera til að heiðra þessi ágætu hjón, sem nú hafa náð þeim tíma- mótum sem fáir njóta, að fá að fylgjast að í 60 ár í blíðu og stríðu og elskast og virða hvort annað sem bezt má vera. Og nú kom vina hópur- inn, þó þoka væri — og fyllti stóra salin — til að samgleðj- ast heiðursgestunum, og óska þeim til hamingju með dag- inn. Okkur sem hér eigum heima var boðið að vera með, og var það þegið með þökk- um. Kl. 2.30 er allir voru komn- ir í sæti sín, voru Mr. og Mrs. Anderson leidd inn, og látin setjast við háborðið, en Dorothy Lincus spilaði brúð- ar „march“. Við hlið heiðurs- gestana voru Mrs. Emily Thorson, systir Mr. Ander- son og Victor sonur hans. Mr. Emil Thorson stýrði samkom- unni, bauð gesti velkomna, las upp ótal hamingjuskeyti, fró æðstu mönnum lands og stjórnar, og mörgum vinum. Þá var borið í kring vín í glösum og síðan drukkin „skál“ demants brúðhjónanna. Mr. McDonald M.P. og Óskar Howardson fluttu ræður og þökkuðu Andersons hjónun- um mikið og gott starf á langri Skálholtskirkja að innan. — Kross yfir altari. Prédikunarstóll Brynjólfs biskups til vinstri. Hvert sæti skipað. — Biskup talar í kór. Efri myndin: Mannþröng, fyrir framan Skálholts- kirkju. Skrúðganga presla. Neðri mynd: Pípuorgelið og söngflokkurinn. Dr. Páll ísólfsson við orgelið. — Gjafmildi og góðvild einkenna jólahátíðina um heim allan. Margir ís- lendingar vestan hafs munu minnast fyrirhugaðs Skálhollsskóla um hátíðirnar. Undirrit- aður veitir tillögum í skólasjóð viðtöku. og sendir kvittanir: Grettir E. Eggertsson, 78 Ash Street, Winnipeg, Manitoba. Gullbrúðkaup Þann tuttugasta og þriðja nóvember síðastliðinn var þess sérstaklega minnzt, að þá var hálf öld liðin frá því að frú Helga og Páll Westdal, 652 Home Street hér í bæ, héldu brúðkaup sitt. Afmælisveizla til heiðurs þeim hjónum var haldin að heimili sonar þeirra og tengdadóttur Mr. og Mrs. Haralds Westdal að 40 Garnet Bay í Fort Garry. Þau Páll og Helga eru með afbrigðum vinmörg eins og mátti sjá á gullbrúðkaupsdegi þeirra. Um hálft annað hundrað ættingja og vina heimsótti þau þann dag, og voru sumir langt að komnir. Af utanbæjargestum má nefna frú Boggu Björnson, sem kom alla leið frá Blaine, Washington, og systur hennar frú Baldvinson frá Vancouver. Frú Björnson var brúðarmey í brúðkaupi þeirra Helgu og Páls fyrir fimmtíu árum síðan. Af öðrum gestum, einnig langt að komnum, má nefna Pál Guðmundsson frá Leslie, Sask., sem einnig hafði verið í brúðkaupi þeirra hjóna fyrir hálfri öld, Ted Enarson frá Wynyard og frú Salóme Walker írá Gladstone. Frú Helga Westdal er fædd í Winipeg, dóttir þeirra hjóna lífs leið. Þá tók Mr. Anderson til máls og þakkaði fyrir sam- sætið og ræðurnar. En aðal- lega var þó ræða hans kær- leiksríkt þakklæti til konunn- ar hans, fyrir aðstoð hennar og hjálp í 60 ár. Þau Ander- son’s hjónin eru alveg dá- samlega ungleg, bæði í sjón og raun. Og vissulega er það gott að hitta þau svona líka hress og glöð. Á eftir pró- graminu voru frambornar ríkulegar kaffiveitingar, Mr. og Mrs. Anderson áttu heima í Winnipeg í mörg ár, og þar vann Mr. Anderson hjá Columbia Press í 25 ár sem prentari. Hann tók drjúg- an þátt í stjórnmálum og sér- staklega málum verkalýðsins. Hann var Alderman í Winni- peg í 19 ár; og var tvívegis heiðraður af borgarráði, þegar hann var útnefndur „Hon- orary Citizen of Winnipeg", og afhent „Com. Service Award.“ Mr. og Mrs. V. B. Anderson búa á heimili sínu 719 — 63 Ave., E. Vancouver. Þau eiga þrjá syni, Cecil í Winnipeg, Victor, Ocean Falls, B.C. og Claude, Kelowna, B.C. G. Jóhannesson. frú Jónínu Margrétar Theo- dórsdóttur og Sveins Níels- sonar, bróður prófessors Har- alds Níelssonar. Frú Helga fluttist með foreldrum sínum til Islands, þegar hún var barn að aldri, en kom aftur til Winnipeg, sautján ára gömul. Páll Westdal er fæddur að Brú á Jökuldal, sonur hjón- anna frú önnu Kristrúnar Gunnlaugsdóttur og Jóns Jónssonar Westdal. Þannig voru þeir Páll og Einar heit- inn Páll ritstjóri Lögbergs systkinasynir. Þann 20. nóv. 1913 voru þau Páll og Helga gefin saman í hjónaband hér í Winnipeg af séra Runólfi Marteinssyni. Þau hjónin bjuggu í Wyn- yard, Sask. til ársins 1940, en þá fluttust þau til Winnipeg og hafa dvalizt þar síðan. Börn þeirra Páls og frú Helgu eru: 1) Björgvin Jón Einar matsmaður fasteigna hjá fylkisstjórn Manitóba. Kona Björvins heitir að fyrra nafni Evelyn; 2) Sveinn Níels- son Hallgrímur B.S.A. aðstoð- arframkvæmdastjóri lána- stofnunar bænda í Manitóba. Kona Sveins heitir Margrét; 3) Sigríður Jónína Margrét hjúkrunarkona, brautskráð frá Háskóla Manitóba í hjúkr- unarfræðum. Sigríður er gift prófessor Baldri Stefánsson Framhald á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.