Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 17.09.1964, Qupperneq 1

Lögberg-Heimskringla - 17.09.1964, Qupperneq 1
Jteíntéímngla Stofnað 14. ian., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 78. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1964 NÚMER 36 Frú Dóra Þórhallsdót-tir ó Bessastöðum lótin Þau sviplegu tíðindi bárust vestur hingað síðast liðinn föstudag, að deginum áður hefði frú Dóra Þórhallsdóttir, kona herra Ásgeirs Ásgeirs- sonar, forseta Islands, látizt. Með frú Dóru Þórhallsdótt- ur er hdrfin af sjónarsviðinu mæt og mikilhæf kona og glæsilegur fulltrúi hins ís- lenzka kynstofns — kona, sem um árabil skipaði æðsta önd- vegi íslenzkra kvenna með einstakri sæmd. Hin íslenzka forsetafrú var fædd fyrir rúmlega sjö ára- tugum á einu mesta menning- arheimili íslands, Laufási við Reykjavík. Foreldrar hennar voru þau séra Þórhallur Bjarnarson prestaskólakenn- ari og síðar biskup og frú Val- gerður Jónsdóttir. Foreldrar Þórhalls biskups voru þau séra Björn Halldórsson, eitt af höfuðskáldum sinnar tíðar og Sigríður Einarsdóttir, hreppstjóra í Saltvík á Tjörn- nesi. Frú Valgerður var einnig af Þingeyskum ættum, dóttir Jóns Halldórssonar hrepp- stjóra á Bjarnastöðum í Bárð- ardal og Hólmfríðar Hans- dóttur konu hans. Þess má geta, að frú Val- gerður var ung að árum tekin í fóstur af Tryggva Gunnars- syni og frú Halldóru að Hall- gilsstöðum í Fnjóskadal, og ólst hún síðan upp hjá þeim. Þau Tryggvi og frú Halldóra fluttust til Kaupmannahafnar, þegar Valgerður fósturdóttir þeirra var aðeins 10 ára að aldri. Á sumrin fór þó Tryggvi Gunnarssoh til Islands til að sækja þing. Tók hann fóstur- dóttur sína tvisvar með sér í þær ferðir og kom henni fyrir um þingtímann á Bessastöð- um hjá frú Jakobínu og Grími Thomsen skáldi. Þar var frú Valgerður fermd í þeirri kirkju, sem síðar varð heima- kirkja dóttur hennar, konu forseta hins íslenzka lýðveld- is, frú Dóru Þórhallsdóttur. Af því, sem nú hefir verið sagt, má sjá, að frú Dóra Þórhallsdóttir var af hinum merkustu ættum komin, en hvort tveggja í senn ættin og uppeldið urðu börnunum í Laufási við Reykjavík hinir traustustu kjalviðir. Bræð- urnir Björn og Tryggvi urðu snemma hinir mestu atgjörvis- menn. Þungur harmur var kveðinn að Laufásfjölskyld- unni árið 1916 við andlát Bjarnar. Tryggvi fetaði i fót- spor föður síns, varð guðfræði- kennari, en tók síðar mjög virkan þátt i stjórnmálum og Frú Dóra Þórhallsdóilir varð sem kunnugt er forsæt- isráðhorra íslands. Svava eldri systirin giftist Halldóri Vil- hjálmssyni skólastjóra á Hvanneyri. Yngsta systirin, Dóra, giftist Ásgeiri Ásgeirs- syni guðfræðingi, en hann var þá ritari föður hennar. Þann dag varð hún sú ís- lenzka húsfreyja, sem hlaut að hafa einna mest umsvif allra stallsystra sinna ís- lenzkra á þessari öld. Þó að maður hennar væri undir það búinn að taka prestvígslu, lá fyrir honum önnur ganga, um erfiðustu á ábyrgðarmestu embætti hins fullvalda ís- lands, og árið 1952 var þeim hjónum skipað til öndvegis, þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn annar forseti hins ís- lenzka lýðveldis. Frú Dóru Þórhallsdóttur verður ávallt minnzt sem eins af merkustu fulltrúum, sem hið unga íslenzka lýðveldi hefir eignazt. Með manni sín- um heimsótti hún flest byggð- arlög á íslandi og í opinberar heimsóknir til útlanda fóru þau hjónin oft. Þau gerðu sér far um að kynnast íslenzku þjóðinni sem bezt og á er- lendum vettvangi urðu þau beztu sendimenn hennar. Hin íslenzka forsetafrú var tíguleg í allri framgöngu. Glöggt mátti kenna, að þar fór kona, sem hafði að bak- hjarli íslenzka menningu allra alda. Hún var kona rammíslenzk og ann öllu því, sem bezt er og fegurst í ís- lenzkri menningu. Hún var einnig hámenntuð á annarra þjóða vísu. Þess vegna var henni jafneðlilegt að sitja við háborð með erlendum þjóð- höfðingjum eins og að slá íslenzkan vef heima á Bessa- stöðum. 1 tíð frú Dóru Þórhallsdótt- nr var Bessastaðaheimilið ávallt i þjóðbraut. Af gest- risni þeirra hjóna fór einstakt orð um allt ísland og víðs vegar um útlönd. Á heimili þeirra komu háir jafnt sem lágir, en öllúm vár þar jafn- vel fagnað, því að gestrisni Bessastaðaheimilisins þekkti hvorki manngreinarálit né mannamun. Vestur-lslendingar munu lengi minnast heimsóknar Ásgeirs Ásgeirssonar forseta íslands og frú Dóru Þórhalls- dóttur til Kanada haustið 1961. Sú heimsókn var öllum þeim, sem íslenzkir eru eða íslandi unna, til sæmdar. Þeir eru og ófáir Vestur-lslendingarnir, sem notið hafa gestrisni Bessa- staðaheimilisins á liðnum ár- um. Vestur-lslendingar harma fráfall frú Dóru Þórhallsdótt- ur og senda herra Ásgeiri Ás- geirssyni, börnum þeirra hjóna og íslenzku .þjóðinni allri samúðarkveðjur vegna þess þunga harms, sem nú hefir verið að þeim kveðinn. Á slíkri stund vilja þeir þó minnast þess öllu öðru frem- ur, að með lífi sínu og starfi jók frú Dóra Þórhallsdóttir heiður íslands og hinnar ís- lenzku þjóðar, bæði heima á ættjörðinni og í þeim löndum sem hún sótti heim. Outsfanding Student In Dentistry Kennelh L. Johnson Mr. Kenneth Lincoln John- son, who attends the Faculty of Dentistry at the University of Manitoba has been an out- standing student. He obtained the highest marks in Dent- istry. Winning Bronze Medals in Anatomy, Pathology, Bacteriology, Biochemistry in his First and Second Years, he added further laurels in the Third Year as follows: Certificate of Merit (Honours standing); Scholarship, Inter- national College of Dentists (Canadian Section); C. V. Mosby Book Award (for highest standing in the fol- lowing subjects; Prosthodont- ology, Anaesthesiology, Oral Fró Vancouver Mikið var gaman að lesa um ferðalag þeirra herra, Bjarna Benediktssonar for- sætisráðherra íslands og konu hans frú Sigríðar Björnsdótt- ir og Björns sonar þeirra um Manitoba og Alberta. Við hér í Vancouver vorum mikið bú- in að hlakka til að fá þau hingað til B.C. og vorum mjög ánægð yfir því að tveir em- bættismenn úr deild þjóð- ræknisfélags Isl. hér „Strönd- inni“ lögðu af stað í sínum bílnum hvor, en það voru þeir forseti Snorri Gunnarsson og skrifari Helgi Helgason og konurnar þeirra voru með, til að mæta gestunum í Banff, Alberta. Héðan var farið á laugardagsmorgun 8. ágúst og var komið við í Kelowna, og náð sambandi við Islendinga þar og gjört ráð fyrir að gista þar á heimleið. Til Banff kom ferðafólkið á mánudaginn og varð þá fagn- aðarfundur, er þau hittu for- sætisráðherrann og fjölskyldu hans, og Isl. Consul Grettir Johannson og frú Lalah konu hans, sem fylgdu hinum tignu gestum alla leið frá Winnipeg og til Vancouver. Var svo farið í keyrslu túr, og skoðað sig um á þessum fagra stað. Kelowna Þriðjudagsmorguninn var lagt af stað vestur á bóginn, og komið til Kelowna undir kvöld. En þá stóð þar yfir hin árlega úti skemmtun sem nefnist „Kelowna Water Ragatta11, og þar margt merki- legt að sjá, og fjöldi fólks saman kominn. Var nú keyrt beint til „Helgi Olafson Motel“ — þar sem • fáni ís- lands blakti á stöng, og þar var gist þessa nótt. Herberg- in fyrir gestina voru fagur- lega skreytt blómum og við- tökurnar sem bezt gat verið. Seinna um kvöldið var hald- in veizla í Capri Motor Hotel til að fagna og heiðra gestina. Veizluna sóttu um 30 til 40 íslendingar og mun það vera í fyrsta sinn er svo margir landar mættu í einum hóp í Surgery, and G e n e r a 1 Surgery; Winnipeg Dental Supply Company (for highest standing in Clinical Dent- istry); Univérsity Bronze Medal for highest standing in Pharmacology. Kenneth is the son of Mr. and Mrs. Leo E. Johnson of St. Boniface, Manitoba, and grandson of the late Guðjón and Oddný Johnson and the late Thorarinn and Kristín Olson of Winnipeg. Kelowna. Næsta morgun var farið í Town Hall, þar sem „bæjarráð“ mætti gestunum og færði þeim gjafir, blóma- körfur og ávexti. Eins og margir vita eru ávextirnir í Kelowna og blómin, álitin þau beztu og fegurstu sem vaxa í B.C. í Vancouver Þá er nú komin miðviku- dagur, og var þá lagt snemma á stað í seinasta sprettinn til Vancouver. Þegar þangað kom var farið beint til Bayshore Inn, því þar gistu gestirnir á meðan þeir dvöldu í Van- couver. Eftir nokkra hvíld var svo aftur lagt af stað, og þá farið í íslenzku Lút. kirkjuna á 41st Ave., þar sem nokkrir vinir voru saman komnir. Mr. L. H. Thorlaksson, forseti safnaðarins ávarpaði gestina og bauð þau velkomin á þenn- an stað. Vicar Erling Lind- strom flutti bæn, og Mrs. Framhald á bls. 3 Skipuð í ábyrgðarmikla stöðu Miss Audrey Fridfinnson Manitoba háskólinn hefir nýlega skipað þrjá prófessora í þriggja manna nefnd til þess að leiðbeina stúdentum og prófa þá í þeim tilgangi að greiða úr vandamálum þeirra og aðstoða þá við að komast á rétta hillu í náminu. Einn af þessum prófessorum er Miss Audrey Fridfinnson og er hún ráðin við Social Work deild háskólans. Er þetta á- byrgðarmikil staða, ekki sízt vegna þess, að svona starf er alveg nýtt við háskólann. Foreldrar hcnnar eru Bertha Fridfinnson og Bill heitinn Fridfinnson sonur Jón Frið- finnsonar tónskálds. Bill Fridfinnson var einn af frækn- ustu köppum hins fræga Falcon skautaklúbs og var skrifari klúbsins.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.