Lögberg-Heimskringla - 17.09.1964, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 17.09.1964, Side 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1964 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Björnsson. Monlreal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Björnsson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized os second class moil by the Post Office Deportmont, Ottowa, and for paymeot of Postage in cash. Tækifærin til nóms Svo sem skýrt er frá á forsíðu þessa blaðs, hafa þrír prófessorar verið skipaðir í nefnd við Manitoba háskólann til að leiðbeina unglingunum, sem sækja þessa stofnun: sálfræðingur (psychologist), geðveikislæknir (psychiatrist) og social worker, og er sá prófessor íslenzk stúlka, Miss Audrey Fridfinnson. Sennilega mun eitt af verkefnum þessa þremenninga vera, að leiðbeina unglingunum í vali námsefna með hlið- sjón af því hvaða störf þeir ætla að takast á hendur að námi loknu. Fjölbreytni í þjóðfélaginu og þá um leið í lífsstarfinu eykst með ári hverju og samtímis aukast kröfurnar um fjöl- þættari menntun og undirbúning undir störfin. Unglingarnir eiga bágt með að átta sig á því, hvaða störf þeim hennti bezt; þeir eru í miklum vanda með að velja rétt; þessvegna eru leiðbeiningar í þessum efnum mjög nauðsynlegar. Hörmulegt er þegar maðurinn lendir á skakkri hillu í lífinu og er svo fjötraðir alla æfi við starf, sem hann hefir ekki hæfileika til að inna af hendi og er aldrei ánægður í því sæti, sem hann hefir hlotið. Fyrir þessar ástæður verður hver og einn að undirbúa sig fyrir það starf, sem hann hefir áhuga fyrir og sem veitir honum gieði, en forðast að kjósa framtíðarstörf sín eingöngu vegnaiþess að þau séu vel launuð. Peningar jafnast ekki á við vinnugleðina. Vinnan sjálf er mikil blessun, það vita þeir bezt er verða láta af vinnu fyrir aldursakir eða aðrar ástæður. Þeir þjást af leiðindum og tómleika þar til þeir fá ný verkefni til að fást við. Vélatæknin og allskonar uppfinningar hafa skapað svo miklar fjölbreytni og nýungar í þjóðfélaginu að öllum ung- mennum er nauðsyn á afla sér staðgóðrar menntunar og þekkingar sér til framtíðar heilla. Þetta er stjórnarvöldun- um ljóst og reyna þau nú á allan hátt að hvetja foreldra til þess að afla börnum sínum aukinnar menntunar. Aldrei hafa ungmennin haft betri tækifæri en nú að stunda nám við háskóla og aðrar menntastofnanir. í þessu blaði er tilkynning um lán allt að $5000.00 fyrir nemendur sem óska eftir að fullnema sig við háskóla eða aðrar menntastofnanir — Canada Student’s Act Loan. — Þá var og tilkynning í þessu blaði 3. sept. að stjórnin veitti foreldrum tíu dollara styrk mánaðarlega fyrir börn á aldrin- um 16 og 17 ára til að stuðla að því, að þau héldu áfram skólagöngu. Vissulega munu margir notfæra sér þessi hlunnindi. En' allir unglingar eru ekki gefnir fyrir bóknám, og er það vel, því þjóðfélaginu er eins mikil þörf, og jafnvel meiri þörf á þeim störfum sem unnin eru aðalega með höndunum og er nauðsynlegt að börnum og unglingum sé kennt að virða og meta slík störf að verðugu, hvort sem verkamað- urinn klæðist grófum fötum eða fínum, og þótt hendur hans óhreinkist. — Að eiga haga hönd er mikil guðsgjöf. í öllum borgum landsins eru nú reknir iðnaðarskólar, Technical Schools, og getur hver sótt þá sem vill, bæði ungl- ingar og fullorðið fólk. Stjórnarvöldin hvetja fólk til að sækja þá með því að veita því allskonar hlunnindi. Fólk almennt er nú farið að notfæra sér þessa skóla. Nýlega var ég stödd í hveitbændahéraði í Saskatchewan og var mér sagt að bændur í því héraði sæktu tækniskóla á vetrin í nálægri borg til að læra logsuðu (welding) og annað sem til þyrfti svo þeir gætu sjálfir gert við verkfæri sín ef á lægi. Tækifærin til náms í okkar góða landi eru óþrjótandi og okkur til blessunar ef við höfum viljan til að notfæra okkur þau. Þytur svartra fjaðra Minningarorð um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Það var í þá daga, er sautján ára kaupakona gekk heim af engjum með hrífuna á öxl- inni, vot um fætur, með leir- uga svuntu og í alltof síðum pilsum, eftir að hafa rakað á votengi allan daginn. Og tólf ára drengstauli gekk við hlið hennar, þegar götuslóðarnir leyfðu, í skinn- leitum, með verpta skó og þreytuverk í veiku baki og lítið orf, sem þó var of þungt fyrir alltof granna arma. Það var í þá daga, þegar kvöldganga af engjum varð að ævintýri, því sautján ára ungmeyjarvarir fluttu alla leiðina ljóð, sem voru engu lík, engu lík, sem áður hafði heyrzt á engjagötum. Ljóð, búin undrafullum seiði, næst- um því óleyfileg, nema í húmi og návist óvita barns, sem hlýddi hugfangið án þess að vita hvað það heyrði, sem skynjaði án þess að skilja. Ljóð, sem voru leyndarmál í barmi mikils fjölda frum- vaxta meyja og kölluðu roða fram í kinnar ungra sveim- huga: „Allar vildu meyjarnar eiga hann, en ástina sína hann aldrei fann." „Alein sat’ hún við öskustóna. — Hugurinn var frammi á Melum. Hún var að brydda brúðarskóna. — Sumir gera allt í felum.“ Það var í þá daga, er ljóða- bók var á nokkrum mánuðum lesin og lærð, því hún bjó yfir töfrum, sem ekki varð staðið gegn, því hún fann sér sam- hljóm í hjörtum fólksins. Ljóð, sem voru nýr tími á gömlum dögum, fyrirheit, óskir draum- ar og þrár. En umfram allt töfrum slungin leyndarmál, sem allir vissu, en enginn mátti vita að hann vissi. „Heitrofi, heitrofi, hrópa ég á þig; það eru álög, sem ástin lagði á mig. Komdu, ég skal brosa í bláu augun þín gleði, sem aldrei að eilífu dvín. Komdu ég skal kyssa í þig karlmennsku og þor, hreystina og fegurðina og frelsisins vor.“ Það var í þá daga, þegar síð- sumarshúmið var sannleikur í lífi fólksins og varð fyrr en varði að myrkri, nema að til kæmu töfrar. „Ég ætla að láta lifa ljóstýru hjá mér í nótt. Það er ekki einleikið orðið hvað að mér hefur sótt. I fyrrinótt fannst mér einhver yfir fletið mitt halla sér svo fundust mér gaddkaldar greipar grípa um hálsinn á mér. Ég ætla að láta lifa ljóstýru hjá mér í nótt, því mamma segir ég*sofi þá sjálfsagt vært og rótt.“ Og það var þá — í þá dýrð- legu daga, þegar sambúð og skilningur átti sér athvarf í nýju ljóði. Þegar loksins þorað var að segja, hvað hjartað hafði trúað vörunum fyrir. „Svívirtu ekki söngva þá, er svörtum brjóstum koma frá, því sólelsk hjörtu í sumum slá, þótt svörtum fjöðrum tjaldi, svörtum fjöðrum í sólskininu tjaldi.“ „Krunk, krunk, krá. Sumum hvíla þau álög á aldrei fögrum tóni að ná, þó að þeir eigi enga þrá aðra en þá að syngja, fljúga eins og svanirnir og syngja.“ Voru það nokkur undur, þótt ungur drengur yrði heill- aður af að heyra slík ljóð, vera trúað fyrir slíkum leyndarmálum, þótt hann ekki skildi þau og þótt hann ekki vissi, að einnig í hans litla barmi voru leynihólf undar- legra fjársjóða. „Ef sofnað ég get ekki síðkvöldum á, þá sveipa ég mig hljóður í feldinn og hlusta í kyrrðinni á hjarta mitt slá og horfi inn í deyjandi eldinn. Það grípur mig seiðandi, sorgblandin þrá, er sólin er hnigin á kveldin. Þá minnist ég alls, sem gæfan mér gaf af gimsteinum auðæfa sinna. Og draumarnir vakna dvalanum af, er deyjandi geislana finna. — Ég sé bak við endalaust, ólgandi haf álfkonu draumanna minna.“ Þannig komu Svartar fjaðr- ir inn í líf fólksins. Blak þeirra fjaðra varð þytur í kyrrð kveldanna. Blikið af fönum þeirra varð lampi margra þreyttra fóta. Dagarn- ir á íslandi urðu aldrei þeir sömu og áður við flug þeirra. Tregi hugans varð heitari en fyrr. Þrá hjartans dýpri. Eftirsjáin varð sárari. Ástin unaðsfyllri. H a m i n g j a n stærri. En umfram allt, leyni- hólfum var lokið upp og fjár- sjóðir, sem þar voru faldir, urðu í fylling tímans að auð- æfum, sem báru ávöxt. Og ungar kaupakonur urðu kennarar í nýjum bókmennt- um um allt Island, án þess að vita það. En harpa skáldsins hafði hljómað saman við hörpu þeirra eigin hjartna. Það voru dýrðlegir dagar. „Þú sem eldinn átt í hjarta, óhikandi og djarfur gengur út í myrkrið ægisvarta eins og hetja og góður drengur. — Alltaf leggur bjarmann bjarta af brautryðjandans helgu glóð. Orð þín loga, allt þitt blóð; á undan ferðu og treður slóð. Þeir þurfa ekki um kulda að kvarta, sem kunna öll sín sólarljóð. — Þú sem eldinn átt í hjarta, yljar, lýsir, þó þú deyir. Vald þitt eykst og vonir skarta, verk þín tala, þótt þú þegir. Alltaf sjá menn bjarmann bjarta blika gegnum húmsins tjöld. Eldurinn hefur æðstu völd uppskera hans er þúsundföld. Mannsálin og myrkrið svarta mundu án hans dauðaköld.“ Og hvílíkur dagur, fyrir 32 árum! Heiður himinn og stafa- logn. Sólin ekki enn komin upp yfir Vaðlaheiðarbrúriina. Blár skuggi á Pollinum, morg- unroði á Súlutindum og Sól- arfjalli. Hásumar í júní, bráð- þroska sumar, sem tekið hafði daginn snemma vors, til þess að eiga langt líf fyrir höndum. Sólin reis yfir brúnina á meðan bifreiðin rann út Kræklingahlíð, yfir Mold- haugnaháls, norður Möðru- vallapláss að garði í Fagra- skógi — þeim garði er fegurst nafn hafði borið, síðan á engjagöngu við þyt af Svört- um fjöðrum. Skáldið gekk niður traðirnar í blóma lífs- ins, með yfirbragð þess óska- sonar, sem flest allt það prýðir, sem einn mann má prýða. Kveðjan var hlý og björt. Bifreiðin varð stærri við komu hans, vegurinn breið- ari, fjöllin tígulegri, fjörður- inn blárri, sólin heitari. Síðan var ekið norður Galmarsströnd. Skáldið var hugfangið af fegurð, tign og undursamlegum ljóma ætt- byggðar sinnar, sem það unni hugástum, og við hin urðum hugfangin af töfrum þess. Skáldið talaði, og orðin urðu hörpusláttur á vörum þess. En á bak við sló heitt hjarta, sem lifði og hrærðist í lífi þess fólks, sem orti ljóð sín í mold og mannvirki, og sem skapað hafði sögu byggðar- innar allt frá landnámsöld. Hann sagði okkur sögu ör- nefna og bændabýla. Hann vakti athygli okkar á dýrð litanna og línum fjallanna. Orð hans urðu ljóð án stuðla og ríms. Og svo var ekið framhjá Kálfskinni. „Heyrið þið hvað Frarnhald á bls. 5,

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.