Lögberg-Heimskringla - 25.02.1965, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 25.02.1965, Blaðsíða 2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1965 Séra Philip M. Petursson: Forsefaskýrsla á Ársþingi Þjóðræknisfélagsins Framhald frá sl. blaði. Ég þakka samnefndarmönn- um mínum öllum, samvinnuna á liðnu ári, og vegna þeirra, hve léttilega forsetastaðan hefur hvílt á mér. En hér verður líka að telj- ast með fyrrv. nefndarmaður og fyrrv. forseti félagsins, dr. Richard Beck. Þó hann sé ekki lengur í nefndinni, vinn- ur hann enn mörg góð og þarfleg þjóðræknisverk, og hefur gengist inn á það að tala fyrir okkar hönd við ýms tækifæri og flytja kveðjur frá félaginu. Þannig var hann, samkvæmt sérstökum tilmæl- um stjórnarnefndarinnar, full- trúi félagsins í íslandsferð þeirra hjóna s.l. sumar. Hann flutti kveðjur félagsins og Vestur-íslendinga á afar fjöl- mennri þjóðhátíð 17. júní í Reykjavík á tuttugu ára af- mæli íslenzka lýðveldisins, sem útvarpað var samtímis; ennfremur í byrjun fyrirlest- urs um vestur-íslenzka þjóð- ræknisstarfsemi, sem hann flutti í Háskóla íslands; á gestamóti Þjóðræknisfélags- ins í Reykjavík; á tveim kennaraþingum; á Presta- stefnu Islands; á ársfundi Skógræktarfélags íslands, sem haldið var á Laugarvatni, og á mörgum öðrum samkomum norðan lands og sunnan. Dr. Beck flutti kveðju og frétta- ávarp frá Vestur-íslendingum í Islenzka Ríkisútvarpið stuttu oftir að þau hjónin komu til ’andsins í júní byrjun, og kveðju til þjóðarinnar kvöld- ið áður en þau lögðu af stað vestur aftur s.I. september. Skylt er einnig að geta þess að hr. Ásgeir Ásgeirsson, for- seti íslands, bauð dr. Beck, sem fulltrúa Vestur-lslend- inga að vera viðstaddur inn- setningar athöfnina í ágúst byrjun, er hann tók í fjórða sinn við embætti sem forseti bjóðarinnar. Síðan að dr. Beck kom heim úr ferðalagi sínu, hefur hann flutt erindi um ísland á ýms- um samkomum í Grand Forks, og meðal annars útvarpser- indi um Leif Eiríksson og Vín- landsfund hans. Af þessu öllu sést, að þó að dr. Beck sé ekki lengur í stjórnarnefnd félagsins, þá telur hann sig samt enn vera fulltrúa félagsins og flytur mál þess vel og skörulega. Fyrir hönd hinna félagsmann- anna allra, þakka ég honum áframhaldandi góðvilja og tryggð við félagið. Innan nefndarinnar höfum við, eins og fyrr góða menn og konur, sumir starfað í st j órnarnefndinni í fjölda- mörg ár eins og t.d. fjármála- ritarinn og gjaldkerinn, en aðrir eru nýjir í nefndinni. Enn allir hafa tekið að sér þau störf, sem þeim er úthlut- að að vinna, af einlægni og samvizkusemi. Ritari vor, Mrs. Hólmfríður Danielson hefur, auk hinna venjulegu ritstarfa, flutt erindi um ís- land og íslenzka menningu á fundum Y.W.C.A. (Kristilegu Félagi Ungra Kvenna), og hún fór með nokkrar konur í fylgd með sér, í íslenzkum búning- um, á samkomu Hjálpræðis- hersins, þar sem saman kom fólk af ýmsum öðrum þjóðum í þjóðbúningum sínum. Einnig hefur Mrs. Danielson kennt þremur miðskóla stúlkum ís- lenzku heima hjá sér einu sinni í viku í vetur. Sem skrifari félagsins hefur hún sent deildunum útdrátt af fundargjörningum stjórnar- nefndar til þess að þær deild- ir, sem þess æsktu, gætu fylgst með þeim málum, sem rædd hafa verið á fundum vorum. Alls á árinu hélt stjórnar- nefndin sjö aðalfundi, en þar í viðbót voru aðrir fundir, skyndifundir, og sumir aðrir þar sem að þrír eða fjórir komu saman til að ræða eða að ganga frá ýmsum atriðum eða málum sem komið höfðu upp á aðal nefndarfundum. Nefndarmenn mættu líka hjá öðrum félögum í nafni Þjóð- ræknisfélagsins. Við höfum ekki verið iðjulaus. Stjórnarnefndin hefir tekið til íhugunar öll þau mál, sem vísað var til hennar á síðasta þingi og fleiri mál og reynt að greiða úr þeim á einn eða annan hátt og mun ég aðeins nefna þau helztu. Síðastliðið vor kom hingað til borgarinnar á vegum ís- lenzku deildar Manitoba há- skólans hinn kunni Islands- vinur Dr. Gwyn Jones sem samið hefir bækur um ísland og gert þýðingar af nokkrum íslendingasögunum. H a n n flutti fyrirlestur í þessum sal undir umsjón deildarinnar Frón en Þjóðræknisfélagið efndi til hádegisverðarboðs honum til verðskuldaðs heið- urs. Ég fór síðan tafarlaust í bókabúð og keypti mér þar fjórar bækur um ísland, um íslenzk mál og um Grænland, sem hann hafði samið, og af þeim þýðingum úr íslenzku á ensku, sem ég hefi séð og les- ið, finnst mér þessar, eftir Gwynn Jones, vera með þeim beztu. Hinn næsti stór-viðburður meðal vor íslendinga var tuttugu ára afmæli hins ís- lenzka lýðveldisins. Var þess minnst hér í Canada að til- h 1 u t a n féhirðis félagsins, Grettis Johannson, ræðis- manns, og með aðstoð vara- forseta,. próf. Haralds Bessa- sonar. Barst rödd forseta ís- lands, hr. Ásgeirs Ásgeirsson- ar til Canadískuþjóðarinnar í tilefni af deginum 17. júní í þjóðarútvarpinu C.B.C., og landstjóri Canada, Gov. Gen. George P. Vanier, flutti einnig nokkur vinarorð til þjóðar- innar og til íslendinga. Þar voru líka leikinn nokkur ís- lenzk lög og mæltist þessi út- varpsliður mjög vel fyrir. Þeir sem á hann hlýddu fundu að hér var um að ræða þjóð sem stóðst vel samanburð við aðrar menningarþjóðir. (Því næst las forseti ávarp forseta íslands, er hann kvað verða birt með skýrslu sinni í Tímariti Þjóðræknisfélagsins — var prentað í L.-H. 25. júní 1964). Þessi viðburður var enn í fersku minni íslendinga er annan bar að. Haldið var upp á 75 ára afmæli íslendinga- dagsins, og forsætisráðherra íslands, frú hans og sonur komu heimanað til okkar ís- lendinga í heimsóknar- og kynningarferð, og að fagna yfir því, með þeim, hvað þeim hefur farnast vel í þessu landi. Landið byggðist á árunum eftir að íslendingar settust hér að og áttu þeir sinn skerf í þeim framförum og þeim þroska sem átti sér stað. Það voru mikil landsvæði, sem þeir byggðu, og þeir stóðu sem jafningjar, hverra sem voru, á hverju sviði sem þeir völdu sér, þó að það væri í fátækt og kunnáttuleysi sem þeir komu hingað. Islendingadagsnefndin sem ! stóð fyrir komu þessara góðu gesta tók mjög vel og virðu- lega á móti gestunum og á ís- lendingadeginum sjálfum, var farið með forsætisráðherran og frú hans og fylgilið þeirra, vatnsleið á Winnipegvatni, frá Winnipeg Beach til Gimli. Veður var bjart en hægur vestan vindur lék um vatnið, sem gerði nokkurt öldurót en ekki til muna. Það var skemmtiskipaklúbbur í Winni- peg, the Winnipeg Yacht Club, sem sá um skipsferð- ina, og um öll skemmtiskip- inn, sem sigldu saman í fylk- ingu með forsætisráðherra skipinu klukkustundarferð til Gimli. En þar, á bryggjunni var mikill fólksfjöldi, og með- al annara, bæjarstjóri Winni- pegborgar, til að taka á móti flotanum. íslendingadagsnefndin má vera hreykinn af degi þess- um, og framgang öllum. Þjóð- ræknisfélaginu þótti vænt um að geta haft samvinnu með þeirri nefnd, í að gera daginn eftirminnanlegan, og ekki sízt með því að lána minjagripi úr safni sínu, sem voru til sýnis úti í skemmtigarðinum. Forsætisráðherra í s 1 a n d s flutti eftirminnilega ræðu í garðinum, og meðal þeirra sem báru fram kveðjur, var ég þar staddur, fyrir hönd þessa félags, og flutti nokkur orð. Miðvikudaginn 5. ágúst var samsæti haldið í Winnipeg til heiðurs hjónunum á Inter- national Inn, af íslendinga- dagsnefndinni. En þann sama dag, um hádegi, hafði fylkis- stjórnin haldið heiðursgestun- um samsæti á Fort Garry Hotel. En á samsætinu á Inter- national Inn, afhenti ég, fyrir h ö n d Þjóðræknisfélagsins, gestunum viðeigandi gjafir, til minnis um komu þeirra til Winnipeg. Eftir það, tók Þjóðræknis- félagið við, og ráðstafaði, ferðum og heimsóknum gest- anna, undir umsjá og leið- sögn hr. ræðismanns, Grettis Johannsonar, honum og félag- inu til mikils sóma. Grettir og frú Lalah sál. ferðuðust með heiðursgestun- um, sem fylgdarmenn eða leiðsögumenn, og varð það gestunum til mikillar og ómet- anlegrar ánægju, því Grettir er þaulkunnugur þar vestra og þekkir marga á mörgum stöðum. En áður en lagt var af stað héðan og vestur í Klettafjöll, var ferð gerð til Glenboro, og komið við á ýmsum stöðum þar, svo sem í kirkjunni á Grund, og svo að Baldur og Brú. Síðan var ferðast héðan til Edmonton, og þar tók félag Edmonton íslendinga á móti ferðafólkinu á mjög virðuleg- an hátt. Þaðan var ferðast til Red Deer og Markerville í virðingarskyni við minningu skáldsins mikla Stephans G. Stephansonar. Þaðan var ferðast til Banff og staðið þar við um tvo sólarhringa. Bílar komu frá Vancouver til að sækja gestina, og eftir því sem mér skilst var þessi hluti ferðalagsins hinn skemmtileg- asti. Fjöllin sáust í sínum mið- sumars skrúða, tignarleg og há, sólin skein, og gaf af sér mátulegan hita, og ferða- fólkið var glatt og hafði mestu ánægju af ferðinni. Komið var við í Kelowna þar sem íslendingur, Helgi Ó 1 a f s o n , hefur gististað (Motel) og þaðan svo til Van- couver og þjóðræknisdeildar- innar „Ströndin“. Þar var enn annar fagnaðar samkomu- fundur, og virðulega tekið á móti gestunum. En þar skildu gestirnir við leiðsögufólk sitt. Grettir og frú Lalah (sál.) komu heim, en forsætisráð- herrann og frú og þeirra fólk ferðuðust suður eftir strönd- inni og svo til New York og síðan heim til Islands. Þátttaka Þjóðræknisfélags- ins í komu og ferðalagi þess- ara góðu gesta er í hreinustu merkingu, samvinna við Is- land, og kemur undir þann starfslið félagsins. Stjórnin og félagið í heild sinni, er í þakk- arskuld við féhirðir félagsins, Grettir L. Johannson fyrir hans ágætu frammistöðu og leiðsögu í öllu sem fram fór. Án hans væri félagið miklu fátækara á mörgum sviðum en raun er á. Þjóðræknisfé- lagið er einnig í mikilli þakk- arskuld við Islendingadags- nefndina fyrir að hafa staðið fyrir komu þessara góðu gesta Framhald. Fréttir frá fslandi Framhald frá bl*. 1. vart, og þegar merkin voru boðin upp, hljóðaði fyrsta til- boðið upp á 53.750 ísl. krónur, en að nokkrum mínútum liðn- um, áður en uppboðshaldar- inn sló þrjú högg í borðið, var tilboðið komið upp í 150.00 ísl. krónur. Tilboðið kom frá bandarískum frímerkjasafn- ara og hreppti hann hin ís- lenzku frímreki, en meðal þeirra, sem höfðu augastað á þessum fágætu frímerkjum voru sænskir frímerkjasafnar- ar. Hefur áhugi á íslenzkum frímerkjum farið ört vaxandi í Svíþjóð hin síðari ár. Mgbl. 4. febr. , ☆ Óbreyll starf varnarliðsins 1 viðtali við fréttamenn s.l. laugardag sagði hinn nýi yfir- maður varnarliðsins, Ralph Weymouth aðmíráll, að hern- aðarlegt mikilvægi íslands væri sízt minna nú en í síð- ustu styrjöld. Hann sagði einnig, að ekki væri ráðgert að gera neinar breytingar á starfsemi varnarliðsins hér eða fjölda varnarliðsmanna, og að Bandaríkjamenn hefðu engan áhuga á að koma upp bækistöð fyrir kafbáta í Hval- firði. Ralph Weymouth aðmíráll kom fréttamönnum fyrir sjón- ir sem mjög traustur og að- laðandi maður og virðist við fyrstu kynni vera vel til þess fallinn að hafa á hendi yfir- stjórn varnarliðsins hér, ekki síður en fyrirrennari hans. Weymouth aðmíráll var að því spurður, hvort hann teldi mikilvægi Islands frá hernað- arlegu sjónarmiði hafa minnk- að frá því sem var í síðustu heimsstyrjöld. Svaraði hann því, að vegna legu landsins miðja vegu milli tveggja heimsálfa væri það mjög mik- ilvægt við varðveizlu friðar- ins í þessum hluta heims. Með tilkomu nýrrar tækni, svo sem langdrægra flugvéla og eld- flauga hefði hins vegar eðli hins hernaðarlega mikilvægis breytzt verulega. Mesta þýð- ingu nú á tímum hefði eftirlit það með kafbátum á Atlants- hafi, sem varnarliðið hér annast. Þá var yfirmaður varnar- liðsins spurður um, hvort nokkrar meiri háttar breyt- ingar væru fyrirhugaðar á starfsemi varnarliðsins eða fjölda varnarliðsmanna hér á landi. Sagði hann, að ekkert slíkt væri fyrirhugað í náinni framtíð. Þær einu breytingar, Framhald á bla. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.