Lögberg-Heimskringla - 25.02.1965, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 25.02.1965, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1965 3 Frá Vancouver, B.C — Business and Professional Cards — ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseti: SÉRA PHILIP M. PÉTURSSON • 681 Banning Street, Winnipeg 10, Manitoba Styrkið félagið með því að gerast meðlimir. Ársgjald $2.00 — Tímarit félagsins frílt Sendist til fjármálaritara: MR. GUÐMANN LEVY, 185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE Minnist BETEL í erfðaskrám yðar G. F. Jonasson, Pres. and Man. Dir. KEYSTONE FISHERIES LIMITED Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 16 Martha St. WHitehall 2-0021 Canadian Fish Producers Ltd. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: BUS.: SPruce 5-0481 SPruce 2-3917 Framhald frá bls. 1. Björnson, White Rock, Höfn margar ágætar og vel bundn- ar bækur. Mr. og Mrs. Jón Sigurdson (consul) gáfu heim- ilinu „Æviskrá Vestur-Islend- inga“, eftir séra Benjamín Kristjánsson, fyrsta hefti; en Mr. og Mrs. Albert Wathne gáfu annað heftið. Má með sanni segja að Höfn eigi nú mjög ágætt stórt og vandað bókasafn, og þökk sé Strönd- inni og meðlimum hennar fyr- ir. f sfjórnarnefnd Sírandar til næsta árs voru kosnir, forseti Herman Eyford, vara-forseti Dr. R. E. Helgason, skrifari Sigurbjöm Sigurdson, vara- skrifari Mrs. Rebecca Einar- son, féhirðir Joe Johannson, vara-féhirðir Herman Árna- . son. Fulltrúi á þjóðræknis- bíng, Snorri Gunnarsson. Snorra var innilega þakkað fyrir mikið og vel unnið starf sem forseti Strandar. Þau hiónin Snorri og Ásthildur giörðu allt sem hægt var ís- lendingum til gagns og sóma, og lögðu fram krafta sína, tíma og efni hvenær og hvar sem þurfti með. Betra og samvinnuþýðara fólk hef ég ekki unnið með í nokkrum fé- lagsskap, og ég vona bara að við fáum að njóta þeirra sem lengst þó að hann verði ekki í forseta sætinu. Ég óska Herman svo alls hins bezta; hann er líka málunum kunn- ugur, og ef hann þreytist á að halda ræður, þá getur hann bara spilað á fíolínið sitt eða píanó' sóló, þar sem hann er vel fær með hvortveggja. Kaffi og veitingar eftir fund. 27. janúar hélt söfnuður „Lutheran Church of Christ (Icelandic)" ársfund sinn í neðri sal kirkjunnar. Kl. 6 e.h. mætti safnaðar fólkið til kvöldverðar, sem W.A. konur höfðu undirbúið og framreitt. Fólk skemmti sér vel, matur- inn góður og allir glaðir. Prest- ur safnaðarins séra R. Osmun flutti síðan bæn og las biblíu kafla. Mr. L. H. Thorlaksson, vara-forseti safnaðarins setti fund kl. 8 og bað hann em- bættismenn að lesa skýrslur sínar. Forseti W.A. Mrs. Mona Bjarnason og féhirðir Mrs. Helga Isfjord sögðu frá starfi og fjárhag W.A. kvenn- félags kirkjunnar. Jim Peter- son gaf skýrslu yfir starf Luther League. Embættis- mönnum og fulltrúum var innilega þakkað með lófa- klappi og skýrslur allar sam- þykktar. I safnaðarráði er nú, sem hér segir: Rev. Robert Osmun, forseti; Mr. L. H. Thorlaksson vara-forseti; Mr. Allan Stefanson, féhirðir; Mr. J. Shirley, skrifari; og Gunn- þór Henrikson, Allan Barnes, Vigfús Baldwinson, Mundi Sigurdson, Paul Frederickson, Jón Sigurdson (consul), Thor Sveinbjornson, B. E. Kolbeins. Svo fengum við kaffi og kökur á eftir fundi. Ég fór heim í góðu skapi. Allt sem fram fór bendir til aukins áhuga, og góðrar samvinnu. Mér heyrist fólk vera vel ánægt með prestinn, og er þá mikið sagt. Hann er líka á- gætur ræðumaður, og liggur ekki á liði sínu það sem snert- ir starf kirkjunnar. Vitanlega er það viðkvæmt mál að nafni kirkjunnar var breytt — en sannarlega er hún líka sama Guðs húsið sem áður var. Og ef ég þekki rétt til, þá veit ég að þeim góðu og göfugu mönn- um sem stofnuðu þennan söfnuð, og byggðu þessa kirkju, mundi þykja sárt til þess að vita að við vanrækt- um kirkjusókn og starf af þeirri ástæðu. Látum okkur ís- lendinga hér í Vancouver vera sameinuð í öllu því sem er gott og göfugt. Geslir Hér hafa verið margir gest- ir á ferð, eins og gjörist, víðs- vegar að. Sumir þeirra hafa komið frá kuldanum í Mani- toba til að verma sig í veður- blíðunni í Hawaii, og hafa þá heilsað upp á Hafnar búa um leið. Friðrik Helgason (bróðir minn) frá Edmonton kom í heimsókn til ættingja og vina í Vancouver, Burnaby og Van- couver Island; Mr. og Mrs. W. J. Lindal, Mr. og Mrs. A. G. Eggertson frá Winnipeg, Mr. og Mrs. S. V. Sigurdson, River- ton, Man., Mr. og Mrs. Henry Björnson, Elfros, Sask., Mr. og Mrs. Árni Jóhannson, Langruth, Mr. Baldur Sigurd- son, Sarnia, Ont., og Mr. og Mrs. L. I. Simmons, Brandon, Man. Hafið þökk fyrir kom- una góðu vinir! Með kærri kveðju, Guðlaug Jóhannesson. Við erum Mrs. Jóhannesson innilega þakklát fyrir að senda blaðinu sín ágætu fréttabréf frá Vancouver og vildum við óska að fleiri í byggðum Islendinga færu að hennar dæmi. — I.J. Fréttir fró fslandi Framhald frá bls. 2. sem gerðar hefðu verið á her- styrk Bandaríkjamanna í Evrópu stöfuðu einvörðungu af breyttri tækni eins og til dæmis því, að nýjar tegundir flugvéla leystu öðru hverju eldri gerðir af hólmi. Það hefði hins vegar stundum minni háttar breytingar í för með sér á þeim fjölda her- manna, sem nauðsynlegt væri að staðsetja í Evrópu. Engar slíkar breytingar væru þó fyr- irhugaðar hér, og yrði því her- styrkur Bandaríkjanna ó- breyttur hér í næstu framtíð, eða um þrjú þúsund manns. Þegar Weymouth aðmíráll var spurður um byggingu olíu- geymanna í Hvalfirði sagði hann að engu væri við fyrri yfirlýsingar íslenzkra og bandarískra aðila um þetta mál að bæta. Bandaríkin og Nato hefðu enga þörf fyrir kafbátastöð í Hvalfirði, og hin- ir nýju olíugeymar ættu að- eins að koma í staðinn fyrir eldri geyma, sem ekki væru lengur hentugir fyrir varnar- liðið. Fullyrðingar um vænt- anlega kafbátastöð í Hvalfirði ættu því ekki við rök að styðj- ast. Mgbl. 19. jan. ♦ * * 45 erlendir blaðamenn á fundi Norðurlandaráðs Mjög mikil aðsókn verður að fundi Norðuríandaráðs af hálfu blaða-, útvarps- og sjón- varpsmanna. Munu samtals koma 45 blaðamenn frá Norð- urlöndum. Eru 15 þeirra frá Danmörku, 12 frá Noregi, 5 frá Finnlandi og 13 frá Sví- þjóð. 8 íslenzkir blaða- og út- varpsmenn munu fylgjast með störfum fundarins. Samkvæmt nýjustu upplýs- ingum um fjölda þátttakenda á fundinum er gert ráð fyrir að samtals muni um 250 manns sitja fundinn að með- töldum blaðamönnum. Upp- runalega var gert ráð fyrir að um 190 manns muni sitja fundinn og að 25 blaðamenn kæmu. Vegna hinnar auknu að- sóknar hefur orðið að útvega mörg gistiherbergi á stúd- agörðunum og á heimilum úti í bæ. Mgbl. 7. febr. Framhald á bls. 8. VIÐ KVIÐSLITI Þjáir kviðslit yður? Fullkomin lækning og velliðan. Nýjustu að- ferðir. Engin teygjubönd eða viðj- ar af neinu tagi. Skrifið SMITH MFG. Company Dept. 234. Praston. Ont. J. M. Ingimundson Reroof, Asphalt Shingles, Roof repairs, install vents, aluminum windows, doors. J. Ingimundson. SPruce 4-7855 632 Simcoe St., Winnipcg 3, Man. Thorvaldson, Eggertson, Saunders & Mauro Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA BLDG. Portage and Garry St. WHiteholl 2-8291 S. A. Thorarinson Borristcr & Solicitor 2nd Floor, Crown Trust Bldg. 364 MAIN STREET, Office WHitehall 2-7051 Residence HU 9-6488 The Business Clinic Oscar Hjörleifson Office at 194 Cathedral Ave. Phone 582-3548 Bookkeeping — Income Tox Insurance HAGBORG FUEL LTD. Ph. SP 4-3431 Coal—Wood—Stoker Cool Furnoce Fuel Oil Distributors for Berwind Charcool Briquettes Serving Winnipeg Since 1891 Benjaminson Construction Co. Ltd. 911 Corydon Avenue GR 5-0498 GENERAL CONTRACTORS Rcsidcntial ond Commcrcial E. BENJAMINSON, Monoger ASCEIRSON Paints & Wallpapers Ltd. 696 SARGENT AVE. Builders' Hardware, Paints, Vornishes, Wollpapers SU 3-5967—Phones—SU 3-4322

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.