Lögberg-Heimskringla - 25.02.1965, Page 5

Lögberg-Heimskringla - 25.02.1965, Page 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1965 5 Um Þorskabít* Rámum villurómi má ei raddir blanda. Til að stilla strengi þá þarf stóran anda. Önd með sjónareðli skörpu — en engar grunnar — Nýjum tónum nær á hörpu náttúrunnar. Lágt í hljóði lyftist þráblíð löngun munar, Al-lífs móður árs á hátíð ummyndunar, Lengra að sjá og lögmál skilja lífs-sambanda; En ei má, því efnin hylja ’ið alsvaldanda. Ekkert spor í innri högum á hin snauða Þekking vor á leynilögum lífs og dauða. P.S. Vigfús Guðmundsson er svo vel þekktur í Reykja- vík að nánari áritun er ónauðsynleg. Bréf til Ingibjargar Eftir P.B. Fyrir nærfelt 60 árum síðan var ég svo heppinn að kynn- ast Þorskabít (Þorbirni Bjarnasyni) sem þá átti heima í Pembina, N.D., og að vits- munum fanst mér hann bera höfuð og herðar yfir alla sem bjuggu þar í sveit, þó George Peterson, Gísli Leifur og Hanneson bræðurnir, Jón og Jóhann, ættu heimili þar þá. í frístundum mínum fór ég oft til Þorbjörns og las hann mér þá mörg af kvæðum sín- um, og geðjaðist mér vel að þeim, en taldi ólíklegt að þau myndu metast eins og skyldi vegna hinnar lágu stöðu skáldsins í mannfélaginu. Nokkrum árum seinna voru þau þó gefin út í Reykjavík fyrir aðstoð nokkurra vina hér vestra; en aldrei fékk bókin þá viðurkenning sem henni bar. Og er mér næst að halda að einstæðings-skapur Þor- björns hafi verið aðal orsök þess. En víst er um það að fá önnur skáld hér vestra hafa gert betur en hann, og tvö af kvæðum hans álít ég jafnast við það bezta sem kveðið hef- ur verið á nokkurri tungu frá byrjun mannlífs til þessa dags. En nú loksins hefur Vigfús Guðmundsson í Reykjavík tekið sér fyrir hendur að gefa út úrval af ljóðum Þorskabíts í smáu kveri sem kostar aðeins $3.00 hér vestra, og ættu því allir Islendingar hér megin hafs, sem nokkra hugsun hafa, að eignast þá bók, þó ég verði að játa að öðru af tveim hans beztu kvæðum sé þar ekki getið. Fá stórskáld heimsins eiga meira en 5—6 kvæði sem kölluð mega meistaraverk og munast kynslóð eftir kynslóð, þó í því efni verði ég að frá- skilja Matthías, Þorstein, Hjálmar, Kristján, Davíð, Stephan G. og Guttorm, af því að þeir voru allir íslendingar. En eins og ætti að vera vitað er engin þjóð eins ljóðelsk og listræn á þá vísu og íslend- ingar. Og er því minni furða að Þorbjörn skyldi kveða að minstu tvö ljóð sem ekki eiga sinn líka eða jafningja á sínu sviði til þessa dags, Ann- að af þessum kvæðum er að finna í þessu úrvali og margt fleira lífrænt og gott, því öll kvæði Þorskabíts eru vel gerð. En hitt, af þeim tveim sem ég minntist á, læt ég hérmeð fylgja svo menn skilji hvað ég á við. Framhald frá bls. 4- hefði komist við af helgi at- hafnarinnar. En fyrir gildar ástæður lét hann ekki syngja það í þetta skifti. Að svo búnu steig hann eins og sigurvegari niður á jafnsléttu og skund- aði út. Gesturinn óvænti tók saman leifarnar, svo ekkert spiltist, gekk út í sólskinið eins hljóðlega og hann hafði komið og hvarf. Þannig end- aði þessi sérstæða messa í Tjaldbúðinni. Hver var hún? — Ókunnur gestur í kirkjunni, að sögn. Ekkert benti til að hún væri rugluð, öðru nær. Auðsjáan- lega hafði hún ekki komið til að taka þátt í skemmtuninni, alltaf háalvarleg, siðprúð og skikkanleg. Hún hafði komið til að taka virkan þátt í helgri athöfn. Það hafði hún sýnt með því móti að hjálpa til við sönginn. Hún hafði að vísu komið of seint til mesáunnar, sennilega sofið frameftir og ekki gefið sér tíma til að borða morgunverð, ekki vjljað missa af að hlýða messu hjá síra Bjarna (ég lái henni það ekki) og ekki getað gizkað á, hve messan yrði löng. Dæmi var til hér vestra að messa væri sex klukkutíma löng og í miðri messu færi fólk heim til miðdegisverðar og kæmi aftur og presturinn messað stanzlaust á meðan og haldið áfram. Var ekki vissara að hafa bita með sér? Jú, ég held nú það. Hún sem ein af forsjálu meyjun- um hefur trúlega haft með sér í körfunni tvo máls verði, annan þeirra til vara. Hinn nafnkendi kennimað- ur og leiðtogi síra Elmer Gantry sagði að kristindóm- urinn væri kát trúarbrögð. Annar guðfræðingur fullyrti að guði væri hláturinn eins þóknanlegur og gráturinn. Við orð hans sögð í gamla tímanum, en sjálfsagt enn í gildi, leyfi ég mér að bæta þessu: Hláturinn er svo beztur að hann sé vel til fundinn, annars getur hann verið sær- andi. Maður særður hefur enga matarlyst, það er nú eitt fyrir sig. Öll framkoma konunnar vitnaði um að hún hafði ekki særst, hvort sem það var henni sjálfri eða söfnuðinum að þakka. Hún hefur vitað að hlátursefnin eru óteljandi, og hana grunað að hún væri eitt þeirra. En hún lét sig það engu skifta, hirti ekkert um það, sýndi að hún var mikil- menni og merkileg kona. Hún hefur vitað það sem allir vita, að fólk hlær að því sem því þykir skrýtið, en þegar hið skrýtna er ógeðfelt, þá hlær það ekki. Menn hlæja að hrakföllum annara, en ekki velgengni. Menn hlægja jafnt að góðgletni, sem er saklaus og grágletni sem er saknæm. „Löngum hlær lítið vit“, mik- ið vit alteins oft. „Heimskur hlær að hugsun sinni“, vitur eins og ekki minna. Hlátur er næmur eins og næmur sjúkdómur. Ekki þarf nema einn að byrja til að öðr- um verði að hlæja. En hlátur er ekki alltaf næmur. Maður stendur frammi fyrir hóp af fólki og hlær að sinni eigin fyndni, hneigir sig fyrir hverjum einum til að vekja athygli, en enginn annar hlær. Hún, blessuð konan, mun hafa skilið allt. Og „að skilja allt er að fyrirgefa allt“. Skal nú víkja að því sem fyrr var frá horfið: Þriðji prestur Tjaldbúðar- kirkju var síra Friðrik Berg- mann rithöfundur og ritstjóri tímaritsins Breiðablik, höf- undur margra bóka, sem kunnugt er, þ. á m. merkis- bókarinnar Trú og þekking, sem geymir margan og mik- ilsverðan fróðleik og söguleg- an sannleika. Þar koma marg- ir og merkir íslendingar við söguna og mörg merkileg til- svör þeirra geymast þar, sem annars hefðu gleymst svo sem svar síra Björns B. Jónssonar við spurningu Barða Skúla- sonar. Nýja Guðfræði þeirra Campbells, síra Jóns Helgason- ar og síra Haraldar Níelssonar fann bergmál í Tjaldbúðinni og hljómaði eins og Liberty Bell út um allar byggðir ís- lendinga. Það er Tjaldbúðar- innar bezta saga. Biblíugagn- rínin er fyrir löngu dauð — og er það skaði. — En um- burðarlyndið lifir, líklega af því að ekkert er að umbera. Með vinsemd og virðingu, Guttormur J. Guttormsson * * * Kæri vinur Guttormur, Hjartanlega þakka ég þér fyrir bréfið og þessa skemmti- legu frásögn. Þótt þú nefnir þetta „Bréf til Ingibjargar“ vænti ég að þú fyrirgefir þótt ég birti það, án þíns leyfis, öðrum til gagns og gamans. Nú bið ég þig, góði vinur, að sýna mér þá vinsemd, að skyggnast aftur í þín gömlu blöð og doðranta og senda mér fleiri slík bréf. — Ingibjörg. Ártist Hides Hated Walls With Murals Svavar Hansson doesn’t like bare walls. He does some- thing about them. Last fall the 19-year-old student from Iceland took a dislike to the aqua walls in his history classroom at Ar- lington’s Washington - L e e High School and now the room has a 9-by-22-foot mural highlighting American history from the Pilgrims to the United Nations. Hansson, who has won prizes in Italy for his paint- ings and recently had a show at the International Monetary Fund headquarters in Wash- ington, worked on the mural after school and on Saturdays for about seven weeks. The mural includes scenes symbolizing the founding of the United States, the Civil War, the pioneers’ expedi- tions west and the industrial explosion of the 20th Century. Until he left Iceland three years ago, Hansson was plan- ning to be a dairy farmer, but a trip to Italy where he at- tended an American school changed his plans. He plans to become an American citizen and work his way through college after his graduation from high school this spring. A career as a painter ap- peals to him, but “I’ve got to live,” he said yesterday. At the moment Hansson, of 6022 N. 9th st„ Arlington, is looking for new walls to conquer. He spotted some very bare ones in the school library, he said, but the li- brarian turned down his offer to paint another mural. The Washington Post, February 3, 1965. Vér brosum — Gjaldkeralaunin eru kr. 8000.00 á mánuði, sagði for- stjórinn við umsækjandann. — Maður kemst nú ekki langt með það. — Það var heldur ekki meiningin. Stuðiaðar Stutthcndingar Las ég feiminn lofs í .greinum ljóðhvöt þína. Vel sé þeim sem vill hjá einum viljann brýna. Ljóð um valda vorsins dýrð er vandi að gera. Hún er aldrei eins vel skýrð og ætti að vera. Aðeins lýsa litnum mér finst léttur forði. Kjarninn vísdóms aldrei er á yfirborði. Jafnvel minsta jurtablóm sem jörðin elur, Lífsins insta leyndardóm und litnum felur. Til að boða og sjá hið sanna sízt má gleyma Alla að skoða orsakanna undirheima. Listarinnar eitt er mið með æfing sinni: Sjálft að finna samræmið í sundrunginni. Etja töflum, ef er gáð frá insta grunni, Gagnstæð öfl, hvort öðru háð, í alverunni. Þeir sem vilja um völd þau kveða á vorsins dögum, Þurfa að skilja í efnis- og eðlislögum. Bók ef aldinn þölur þyldi, þætti skrítið, Innihaldið ef ei skildi ofurlítið. Litla fremur list ég ber að lýsa megi Öllu sem til sýnis er á sumardegi: Lýsa eika ljúfum krans með laufum grænum, Sem að leika sveifludans í sumarblænum. Draga upp hæðir, dali’ og völl og daggarúða, Sem þau klæðir klökkur öll í kristals-skrúða, Birta svana blíðukvak og blómalestur, Hugarþan og tungutak mig til þess brestur. Náttúran enga nærir gljúpa nöldursóna; Hennar strengir hafa djúpa og háa tóna.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.