Lögberg-Heimskringla - 25.02.1965, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 25.02.1965, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1965 Úr borg og byggð Jakob Kristjánsson flutti s k ý r s 1 u leiguflugsnefndar Þjóðræknisfélagsins á árs- þinginu í fyrri viku og bennti félagsmönnum á að ekki væru enn nógu margir búnir að panta og borga farbréf til að tryggja ferðina og kvatti þá til að gefa sig fram sem fyrst. ☆ Dr. Barney Pétursson, vís- indamaður í jurtafræði var heiðraður á þingi Manitoba Horticultural Society, sem haldið var í Royal Alexandra hótelinu í fyrri viku. Var hann gerður að æfifélaga þess- ara samtaka á lokasamkomu þingsins í viðurkenningar- skyni fyrir mikilvægt fram- lag hans til garðyrkjufræða. ☆ Séra Kolbeinn og Mrs. Si- mundsson eru nú komin heim frá Juneau, Alaska og er ut- anáskrift þeirra 9221, 14th Ave., S.W., Seattle, Wash. ☆ Vestur íslenzkar æviskrár Svo sem skýrt hefir verið frá í blaðinu er annað bindi Vestur - íslenzkra æviskráa komið út. Verð á hverju bindi er $15 en fram að 15. marz fæst seinna bindið fyrir $10.00 eða bæði bindin fyrir $22.00. Mrs. Herdís Eiríksson, Box 255, Arborg, Man., tekur á móti pöntunum frá fólki í Ar- borg og grendinni og öðrum, sem þess óska. ☆ Flag Feelings — Mr. Mur- ray: My son, who was 10 years old on the 15th, was watching the new Canadian flag raising ceremony when I said to him: “It’s nice to be getting a Cana- dian flag on your tenth birth- day.” He looked at me thoughtfully and said:, “It would be good if I was being born today, eh, Mom?” My 16-year-old daughter cried with emotion and pride while watching this important cere- mony. My husband, who was death against the flag, learned a lesson from our children and said: “Yes, the children are right. It is good that we have a Canadian flag.” — Mrs. G. R. Hjorleifson, Lac du Bonnet, Man. Moss I Galher — Winnipeg Tribune. ☆ T ryggingarsj óður Lögbergs-Heimskringlu Séra Kolbeinn Sæmunds- son, Seattle, $10.00. Mrs. Lovísa Gíslason, Morden, Man., $25.00. Ásgeir Gíslason, Leslie, Sask., $4.00. Meðtekið með þakklæti, K. W. Johannson, féhirðir. ☆ Denis Eyjolfson, sem lengi hefir starfað fyrir félagið sem framleiðir Vick’s Vapour Rub hefir nú þegið stöðu á aðal bækistöðvum félagsins í Tor- onto. "Human Rights in the Canadian Setting" will be the subject of a seminar in Winni- peg, March 3rd and 4th. Sponsored by the Citizenship Council of Manitoba and the Canadian Citizenship Council, the meetings will be held in the Marlborough Hotel. The keynote speaker will be the Hon. Joseph T. Thorson, P.C., Q.C., a native of Winni- peg and retired President of the Exchequer Court of Can- ada. He will speak at the op- ening session on the evening of March 3rd. This session is open to the public. ☆ Icelandic Canadian Club Toronto We have had s p 1 e n d i d speakers this year including J. Ragnar Johnson, Q.C., our Honorary Consul for Iceland, Dr. W. Victor Johnston, M.D., Head of the College of Gen- eral Practitioners, Mrs. Mari- lyn French of the Bell Tele- phone Company and V. R. “Kris” Kristjansson from Air Canada. The Rt. Honourable Joseph Thorson, P.C., will be our honoured guest speaker on March 16, so we are expecting a record attendance. For ad- ded enjoyment at that meet- ing, there will also be a number of musical selections under the direction of Rosa Vernon and Alda Palsson. ☆ Frá Seven-Sisiers Falls Febr. 21. ’65. Þökk fyrir góð skil á blað- inu vikulega, það er mér ó- metanlegt samband við allt sem íslendinga varða, því hér hef ég engann „landa“ að spjalla við, — svo ég les L.-H. upphátí fyrir sjálfan mig, svo ég tapi ekki framburði máls- ins, — það er ekki nóg að lesa aðeins með augunum. ☆ From Berkley — Feb. 18/’65. This winter has been cold and wet. We’ve had torren- tial rains, causing dangerous floods involving human and stock deaths — this within 100 miles north of us. — But now on our street the flower- ing trees are all in bloom and the sun is shining. . . ; I do þppe the L.-H. con- tinues to exist for years to come. We both enjoy it so much. It keeps us posted on activities of Icelanders all over the world. And (psst) my husband reads the serial. I think it sends him into the environment of his youth. Civil Defence says: — In an emergency your hot water tank can supply you with vital water. Do you also have canned food available? Meiro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUrner 8-2351 MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45. f. h. 11.00 f. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. Dánarfregnir Sleindór Jakobsson, 800 Banning St., Winnipeg, lézt 16. febrúar 1965. Hann var fædd- ur að Látraströnd S.-Þing. 29. júlí 1893. Foreldrar hans voru Jakob Jóhannesson og kona hans Jóhanna Friðriksdóttir (sjá V.-í. æviskrár I.) Stein- dór fluttist með þeim fimm ára gamall til Akureyri 1898. Vann þar við kjötverzlun og síðan hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga. Hann fór vestur til Winnipeg árið 1913 og átti þar heima síðan. Vann fyrst við málningu, síðan við verzlun- arstörf; stofnaði og rak sína eigin matvöru og kjötverzlun frá 1926 þar til hann lét af störfum 1959. Árið 1921 kvæntist hann Halldóru (Dóru) Lárusdóttur Goodman og var hún honum mjög sam- hent í starfi hans og félags- lífi, en hann tók mikinn þátt í því; var í stjórn Sambands- safnaðar í 15—20 ár, féhirðir um skeið, í stjórn Þjóðræknis- félagsins og deildarinnar Frón. í nefnd “íslendingadags- ins“ átti hann sæti lengur en flestir aðrir, var forseti henn- ar í tvö ár og sótti jafnvel síð- ustu fundi hennar þó hann væri þá farinn að heilsu. Á fyrri árum tók hann þátt í leikstarfsemi Sambandssafn- aðar og Good Templara. Stein- dór var söngelskur og var í Karlakór Skandinava. Hann var maður vel gefinn og fé- lagslyndur. Auk konu hans lifa hann tveir synir, Steindór Júlíus og Lárus Brian báðir búsettir í Winnipeg; 3 barnabörn og ein systir á íslandi, Mrs. N. Fred- ricksson. Kveðjuathöfn fór fram í Unitarakirkjunni sem séra Philip M. Pétursson stýrði og bálför að henni lokinni. Mrs. SigríSur Sigurdson er fyrrum átti heima að 717 Warsaw Avenue, Winnipeg, ekkja Sigbjörns Sigurdson, andaðist að Betel 12. febrúar 1965, 89 ára að aldri. Hún átti heima í Wynyard fyrstu fjög- ur árin að hún kom frá Is- landi, en síðan í Winnipeg. Hana lifa einn sonur, Oscar í Los Angeles; tvær dætur, Louise — Mrs. C. W. Miller, Wheeling, Illinois og Step- hanie — Mrs. F. L. Prescott í Winnipeg og sjö barnabörn. Dr. V. J. Eylands flutti kveðjuorð; hún var lögð til hinztu hvíldar í Brookside grafreit. ☆ Mrs. Sigurborg Ingveldur Johnson, 48 Kennedy St., Winnipeg lézt 13. febrúar 1965, 67 ára gömul. Hún var ekkja Þorsteins Johnson. Hún var fædd í Riverton en átti heima í Winnipeg síðustu tíu árin. Hana lifa fjórir synir, Geiri, Steini, Lárus og Jón; fimm dætur, Mrs. Fedorchuh, Mrs. J. Johnson, Mrs. R. Baker, Mrs. J. Coriea og Mrs. Helfrich og 30 barnabörn. Hún hvílir í Brookside. Fréttir frá fslandi Framhald frá bls. 3. Páll Kolka riiar sögu Læknafélagsins Páll Kolka, fyrrv. héraðs- læknir, vinnur að því að rita sögu Læknafélags Reykjavík- ur, en á 50 ára afmæli félags- ins var hann fenginn til að taka þetta verk að sér. í skýrslu félagáStjórnar fyrir árið 1964, sem birtist í Læknablaðinu, segir að Páll sé kominn nokkuð á veg með það verk og telji líklégt að hann muni geta lokið því á næsta sumri, enda færi vel á því, að þessu verki yrði lokið fyrir næsta haust, því þá á félagið 55 ára afmæli. Mgbl. 7. febr. ☆ . Ljósprenta 10 handrit til viðbótar Forlagið Rosenkilde og Bag- gers í Kaupmannahöfn hóf 1958 útgáfu á ljósprentunum á íslenzkum handritum á eig- in reikning, án þess að til kæmi neinn stuðningur af op- inberri hálfu eða af hálfu ein- staklinga. Ritstjóri bóka- flokksins hefur verið. Jón Helgason, prófessor. Bókaforlagið, sem gefið hefur út sex slík bindi, hefur nú ákveðið að gefa út 10 bindi í viðbót, þar sem bókaflokk- urinn hefur unnið sér mikið álit í heimi alþjóðavísindanna. Bækurnar eru útgefnar í fólíó og hefst hvert bindi á ítarlegum inngangi eftir þann vísindamann, sem bezt er kunnugur viðkomandi hand- riti. Því næst fylgir fullkomin ljósprentun af öllu handritinu í sömu stærð og það er sjálft. Mgbl. 7. febr. Goðanes aðstoðaði 14 bála Goðanesið, skip tryggingar- félaganna, kom inn í fyrradag eftir aðra sjóferðina til að hjálpa fiskibátunum. Mbl. spurði Ragnar Jóhannesson, skipstjóra, hvernig hefði gengið. Hann sagði að skipið hefði haft næg verkefni, sem sannaði að þörf hefði verið fyrir það. Goðanesið veitti 14 skipum hjálp, dró tvöt og náði netinu úr skrúfunni á 12 skipum. Ragnar er sjálfur kafari og hefur hann kafað niður og skorið nótina úr skrúfunni. Við spurðum Ragnar hvernig stæði á því að bátarnir fengju svo oft nót í skrúfuna. Hann sagði að straumurinn væri þeim svona erfiður, bátana ræki á nótina. Mgbl. 7. febr. Betel Building Fund In memory of Mrs. Sigríður Sigurdson Mr. and Mrs. Kristinn Good- man, 533 Clandeboy Ave., Selkirk, Mrs. Thora Walsh, $5.00. In memory of Steindór Jakobson Mr. and Mrs. K. W. Johann- son, Winnipeg, Man. $10.00. Mr. and Mrs. J. F. Krist- iánsson, 246 Montgomery St., Winnipeg, $10.00. In memory of Mrs. Björg Bjarnason Mrs. Thura Thorsteinson, Husavik, Man., Mrs. Jóhanna Helgason, Vancouver, B.C., Mr. and Mrs. Pete Peterson, Riverton,- Man., Mr. and Mrs. Leifi Peterson, Arnes, Man., $20.00. Mrs. Hazel Latimer, Lynn Lake, Man., Mr. and Mrs. Bill Martin, Wynyard, Sask., Mr. and Mrs. Harold Martin, Wyn- yard, Sask., Mr. and Mrs. Cliff Martin, Wynyard, Sask., Mr. and Mrs. Fred Bowerman, Nipawin, Sask., Mr. and Mrs. Max Olson, Foam Lake, Sask., $30.00. Mrs. Lauga Sveinson, York- ton, Sask., $3.00. Mr. and Mrs. Mundi Helga- son, Arnes, Man., Mr. and Mrs. Steini Magnusson, Gimli, Man., Mrs. Beatrice Magnu- son, Pine Falls, Man., Mr. and Mrs. Baldi Martin, Winnipeg, Man., $20.00. In memory of Sigtryggur Jóhannesson A Friend, $5.00. Með innilegu þakklæti fyrir h ö n d fjársöfnunarnefndar Betels. K. W. Johannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man. Hún: Þegar ég byrja að spila á píanóið, verð ég alltaf svo undarlega sorgmædd. Hann: Ég sömuleiðis, ástin mín.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.