Lögberg-Heimskringla - 08.09.1966, Síða 6

Lögberg-Heimskringla - 08.09.1966, Síða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1966 a»._-- ■ v GUÐRÚN FRÁ LUNDI: Tengdadóttirín Skáldsaga —------------ „En sú svarsýni. Það er eng- in hætta á, að svo sorglega takist til. Ég var að tala um það við mömmu þína, að þú kæmir heim til mín. Þaðan er svo stutt að ná í lækni, ef á þarf að halda,“ sagði Sigur- fljóð og strauk blíðlega yfir vanga hennar. „Áttu við að þú takir mig að Hraunhömrum? Ef þér hef- ur dottið það í hug, þá segjum við áreiðanlega nei, ég og mamma. Þangað stíg ég aldrei fæti mínum,“ sagði Ásta. „Hraunhamrar eru ekki orðnir mitt heimili ennþá, en á Hálsi á ég alltaf heima. Þú varst nýbúinn að segja, að þér hefði fallið ágætlega á Hraun- hömrum. Það fjölgar alltaf snögunum, sem hægt er að hengja hattinn sinn á. Sigga var eitthvað að tala um, að þú hefðir oft farið upp í hamra til huldumannsins.“ „Það er satt, þangað fór ég oft. Það var svo gaman að sitja þar, að ég nú ekki tali um, þegar huldumaðurinn lét sjá sig,“ sagði Ásta og brosti dauflega. „En hvað hinu við- víkur, hvort ég fer í burtu héðan, er bezt að mamma ráði.“ „Segðu mér eitthvað meira um huldumanninn þinn. Mig er farið að gruna, að ég þekki hann svolítið,“ sagði Sigur- fljóð. „Hafði hann tengda- pabbi nokkurn kaupamann í fyrra sumar?“ Ásta neitaði því. Þeim var báðum þungt um andardrátt- inn. Ásta hélt þá áfram sam- ræðunum, annað var þýðing- arlaust: „Mér datt ekki annað í hug en að þú vissir, hvernig í málinu liggur. Það verður sjálfsagt þó nokkuð rothögg fyrir þig að heyra, að það var kærastinn þinn, sem ég var að finna í hömrunum.“ Sigurfljóð hélt niðri í sér andanum, meðan Ásta talaðit Svo létti henni og hún strauk vasaklút yfir andlitið eins og hún væri að þurrka af sér svita. „Ég þóttist vita, að svona lægi í þessu, þegar ég sá hvað hjónunum brá við fregnina um að hér væri vænt- anlegt barn,“ sagði hún. „En honum?“ spurði Ásta. „Hann var ekki heima. Ég hef ekki séð hann síðan. En mig var farið að gruna, að eitthvað væri í huga hans, sem hann vildi ekki láta uppi við mig. Ég talaði um það við hann í gær, þegar hann kvaddi mig, spurði hann hreinlega að því, hvað stæði á milli okkar. Svarið varð náttúrlega eintóm undanbrögð. Satt að segja var ég að gefast upp á þessum sí- felldu eftirgangsmunum — kannske væri réttara að kalla það sníkjur eftir atlotum hans. Ég skil bara ekkert í því, að hann skyldi láta sér detta ann- að eins 1 hug og að fara að trú- lofast, þegar svona stóð á fyr- ir honum. Náttúrlega sóttist ég eftir honum og faðir hans hafði þá ekkert á móti því að fá eitthvað af reytunum, hvað sem mér sjálfri leið. Reyndar hefur Þorgeir verið fjarska al- mennilegur við mig þessar vik- ur, sem ég er búin að vera þar. En núna síðustu vikurnar hafa þó komið smádyntir í hann.“ Aftur sveif vasaklút- urinn yfir sveitt ennið. Svo hélt hún samtalinu áfram: „Ég býst við, að það sé okkur báð- um fyrir beztu að losna úr slíkum hlekkjum, sem hjóna- band hefði orðið. Hvaða vit var þetta líka, að fara að hríf- ast af manni, sem er tólf ár- um yngri en ég? En ég vona, að ég geti átt hann að vin, þó að trúlofunin slitni.“ „Já, en Sigurfljóð,“ greip Ásta fram í, „þú ferð þó ekki að slíta trúlofuninni mín vegna. Það er þýðingarlaust, þó að við elskum hvort annað, þar sem þau standa bæði á móti því, Þorgeir og mamma. Hún segir, að ég skuli aldrei fara að Hraunhömrum.“ „Sei, sei, við sjáum nú hvað setur, Ásta mín,“ sagði Sigur- fljóð og hló titrandi hlátri. Svo tók hún hægri hönd Ástu og smeygði fallega trúlofunar- hringnum upp á baugfingur hennar. „Þarna passar hann alveg. Hann var alltaf heldur þröngur á mig. Ég er líka svo hnúaber.“ „Því gerirðu þetta, Sigur- fljóð?“ sagði Ásta og kafroðn- aði af geðshræringu. „Þú kemur til mín, Ásta mín, og lofar mér að leika mér að litla drengnum þínum. Hann á að heita Hjálmar. Mér er farið að þýkja vænt um hann strax, af því að hann er sonur hans og þín, eftirlætis- barnanna minna.“ „En ef það yrði stúlka?“ sagði Ásta skjálfrödduð. „Þá leik ég mér að henni, meðan þú ert að læra eitthvað, áður en þú sezt í húsmóður- sætið á Hraunhömrum, og hringinn máttu ekki hreyfa af fingri þér, nema með mínu leyfi,“ sagði Sigurfljóð. „Komdu hingað inn fyrir, Kristín mín!“ kallaði Sigur- fljóð. „Ég er búin að laga sokk inn — hann var öfugur eins og mig grunaði. Reyndar var það ég, sem var búin að troða mér í sokkinn hennar Ástu litlu, sem auðvitað var allt of þröngur mér eins og þú getur skilið.“ Kristín kom og horfði forvitin á þær á víxl. Þær voru báðar kafrjóðar af geðs- hræringu, en þó ekki óánægð- ar. „Viltu sjá, hvernig ég er búin að skreyta hendina á henni dóttur þinni?“ sagði Sig urfljóð. „Hvað á þetta eiginlega að þýða?“ spurði Kristín fálega. „Það, að nú er hún kærastan hans Hjálmars á Hraunhömr- um, en ekki ég. Þú þekkir mig þó svo vel, Kristín, að þú get- ur ekki álitið mig svo ómerki- lega, að ég taki mann frá ann- arri konu og það henni Ástu minni. Það væri að taka lamb fátæka mannsins.“ „Hvað segir hann um þetta?“ sagði Kristín. „Það á ég eftir að heyra, Kristín mín. Líklega þykir honum vænt um að fá að njóta þeirrar konu, sem hjartað þrá- ir, þó að hann hafi látið for- eldra sína ráða fýrir sér. Hve- nær hann hefur ætlað sér að minnast á Ástu við mig, er ekki gott að vita. Varla hefur honum dottið í hug að geyma hana hér, án þess að ég fjrétti eitthvað af henni. Aumingja piltinum hefur hlotið að líða illa, enda hef ég ekki skilið framkomu hans undanfarið — þvílík þögn og þegjandaskap- ur.“ „Ég hef nú sagt honum það sjálfum, að Ásta fari aldrei að Hraunhömrum,“ sagði Kristín hávær. „Þá fer hann þaðan,“ svar- aði Sigurfljóð. „Annars skaltu láta mér þetta eftir, Kristín. Fyrst ég lagaði sokkinn, reyni ég að koma skónum á hana og vona, að hann kreppi ekki að henni. Ég vona, að þú lofir mér að taka hana til mín núna strax og ég er búin að losa mig frá Hraunhömrum. Ég hef hugsað mér að hún læri eitt- hvað, áður en hún tekur við heimili. Þá hugsa ég um barn- ið hennar á meðan. Ég set það upp, eins og illvættirnir hér áður, að fá bamið, líklega þó ekki til eignar, þó að ég vildi það helzt. Um það tölum við seinna.“ „Ætli það verði nú ekki bið á því að hún verði húsmóð- ir?“ sagði Kristín fálega. „Jú, það getur verið að svo verði. Hjálmar langar til Nor- egs og þangað verður hann að fara í vor, en svo þar á eftir giftast þau náttúrlega." „Þetta eru nú hálfgerðar skýjaborgir, finnst mér, Sigur- fljóð mín,“ sagði Kristín. „Þær hafa oftast nær staðið, mínar skýjaborgir, nema þessi síðasta, vegna þess að hún var byggð á svo ótraustum grundvelli. Manstu þegar ég var að ráðgera að fara á kvennaskóla og læra mikið? Pabbi tók ekki líflega undir það. Og svo sagði ég, að það yrði að stækka túnið og byggja nýjan bæ. Það er langt síðan þær voru reistar, þessar borg- ir, þær hafa allar staðið og eru nú orðnar vel traustar. Eins getur farið með þetta ráða- brugg, Kristín mín. Við Ásta mín erum ekki skildar að skiptum." „Ef ég á nokkuð að leggja til þessara mála, þá verð ég að segja, að mér lízt ekkert á ykkur,“ andvarpaði Kristín. „Ég verð nú líklega að fara að hugsa til heimferðar,“ sagði Sigurfljóð og beygði sig yfir Ástu og kvaddi hana með tveimur löngum kossum. „Þú manst það, góða mín, að hreyfa ekki hringinn minn af fingr- inum, nema með mínu leyfi,“ bætti hún við kveðjuorðin. Ásta byrgði sig undir sæng- ina og grét, þegar hurðin lok- aðist á eftir þessari miklu vel- gerðarkonu hennar, en það voru ekki gleðitár, heldur kvíðatár fyrir komandi degi. Hver gat vitað, hvaða endi þetta uppátæki þessarar stór- lyndu konu kynni að hafa? „Kannske ég þiggi súpuna núna, sem þú varst að bjóða mér áðan, Kristín mín. Nú borða ég ekki fyrr en heima á Hálsi einhverntíma í nótt,“ sagði Sigurfljóð, þegar hún kom fram í eldhúsið. „Þér dettur þó ekki í hug að fara að leggja á heiðina núna, komið undir miðaftan?“ sagði Halldór. „Nei, á heiðina legg ég ekki héðan. Ég ætla mér út að Hraunhömrum fyrst. Það má ekki minna vera en að ég kveðji Þorgeir minn og son hans. Þangað verð ég komin svona klukkan tíu til ellefu. Þá er nægilegur tími til að fara heim í nótt í glaða tungls- skini.“ „Það er allt of erfitt ferða- lag fyrir þig og Rauð. Vertu bara hérna í nótt. Ég get látið hestinum líða vel og einhvers- staðar hlýtur Kristín að geta komið þér fyrir, þó að þröngt sé,“ sagði bóndi. „Þetta er vel boðið og sama sem þegið af mér, en mig lang- ar alltaf til að ljúka öllu af í hvellinum — það ættuð þið bæði að þekkja. Jafnvel þó að það sé óviðfelldið að kveðja á Hraunhömrum eftir það, sem á undan er gengið, skal ég drífa það af í kvöld og kom- ast svo heim til mömmu. Allt- af verður það hlýjasta bólið í þessum heimi. Þú fylgir mér út að Koti. Hann bauðst til að ríða með mér, þessi vinur Hjálmars og skólabróðir, svo að þetta er svo sem ekkert ó- álitlegt. Og nú skaltu fara og ná í Rauð minn, Halldór, ég þarf að rugla ofurlítið við kon- una þína í einrúmi, alltaf höf- um við nóg að ræða um, kven- fólkið.“ Hann fór út. Sigur- fljóð talaði í hvíslandi mál- róm: „Heldurðu að þau hafi skrifazt á í vetur, eftir að ég kom norður?“ „Það held ég ekki, að minnsta kosti hef ég ekki orðið þess vör, en hún hefur fengið bréf frá Völku," svaraði Kristín. „Frá Völku? Það finnst mér dálítið undarlegt. Ég hélt, að hún sæti nú ekki við skriftir, sú kona, en það er margt skrít- ið á því heimili.“ „Hefur hún lofað þér að lesa þau?“ „Nei, ég hef ekki óskað þess, — hef séð, að henni þykir vænt um þau,“ svaraði Krist- ín. „Hefur Láki í Koti komið með þau?“ spurði Sigurfljóð. „Þau hafa komið frá Hnausa koti.“ „Þaðan var nú einmitt þessi vinkona Völku, sem kom að Hraunhömrum í gær.“ Nú fylltist eldhúsið af krökkum. „Aldrei er friður, þar sem börn in eru,“ sagði Sigurfljóð í hálf- um hljóðum. „Það þætti ónæð- issamt að hafa þau á Hraun- hömrum.“ „Þau eiga sjálfsagt ekki eft- ir að rjúfa þögnina á því heim- ili, krakkarnir mínir,“ sagði Kristín. „Þú hefur vonandi ekkert á móti því að Ásta komi vest- ur?“ sagði Sigurfljóð, þegar þær kvöddust úti á hlaðinu. „Ég get ekki svarað því núna. Þetta hefur komið allt svo ó- vænt yfir mig, að ég er varla búin að átta mig.“ Ásta kallaði til móður sinn- ar, þegar hún heyrði að hún var komin inn aftur. Hún kom inn fyrir og var allt annað en ánægjuleg á svip. „Hefurðu nokkurntíma heyrt annað eins, mamma?“ sagði Ásta. „Hún lætur mér eftir kærastann og hringinn. Finnst þér hún ekki alveg dæmalaus?" sagði Ásta hikandi. „Nei, svona lagað hef ég aldrei heyrt getið um, og ekki get ég sagt, að ég sé ánægð yfir þessu óðagoti. Sigurfljóð hefur alltaf verið heldur fljót- fær. Það hefði verið skynsam- legra að fá honum hringinn og láta hann ráða því, hvað hann gerði við hann,“ sagði Kristín. Hún var alltaf svo tortrygg- in við mennina, enda var hún víst búin að reyna margt mis- jafnt af þeim, hugsaði dóttir- in. „En ég veit, að Hjálmar hefur ekki á móti þessu,“ sagði hún upphátt. „Hann getur ekki verið orðinn svo breytt- ur.“ GOING TO ICELAND? Or perhaps you wish to visit other countries or places here, in Europe or elswhere? Where- ever you wish to travel, by plane, ship or train, let the Triple-A-Service with 40 years travel experience make the arrangements. Passports and other travel documents secured without extra cost. Write, call or telephone to- day witnout any obligations to: ARTHUR A. ANDERSON TRAVEL SERVICE 133 Claremont Ave., Winnipeg 6, Man. Tel.: GLobe 2-5446 WH 2-5949 Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. BUILDING MATERIALS 696 Sargent Avenue Winnipeg 3. Manitoba • All types of Plywood • Pre-finish doors and windows • Aluminum combination doors • Sashless Units • Formica • Arborite • Tile Boards • Hard Boards etc. • Table Legs Phones SU 35-967 SU 34-322 FREE DELIVERY

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.