Lögberg-Heimskringla - 08.09.1966, Page 7

Lögberg-Heimskringla - 08.09.1966, Page 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1966 7 Skozka kyenhetjan (Þýit úr rilgerð frá 1879). Það er ekki svo langt síðan að enska parlamentið hafði peningakröfu til meðferðar, er Thomas Barnes Cochrane, hinn núverandi jarl af Dun- donald, krafðist í skaðabætur fyrir fjárupphæð, sem faðir hans, hin nafnfræga sjóhetja, lávarður Cochrane, missti. — Báðar deildirnar samþykktu kröfu jarlsins. 1 tilefni af þessu málefni fóru menn að leiða athygli að þessari aðalbornu fjölskyldu, sem er mjög auðug að sögu- legum viðburðum frá fyrri tímum. Herra C. Walford minnist á einn af þeim til- komumestu (í „Tales four great Families“), eins og hér fer á eftir. Hér um bil fyrir 200 árum giftist Sir John Cochrane, sem var yngri sonur hins þálifandi jarls Dundonald, dóttur Sir Strickland af Boyton í Yorks- hire. Þau eignuðust þrjá syni og eina dóttur, sem var nefnd gamla skozka nafninu Grís- hildur, og var hún nafnfræg fyrir fegurð. Þegar trúhræsni Jakobs II. kom því til leiðar, að hinir skozku þegnar hans gerðu upp reisn á móti honum, var John lávarður, faðir Gríshildar, á meðal þeirra og tók þátt í upp- hlaupinu í Argyle, sem mis- heppnaðist. Hann lagði á flótta og faldist hjá einum af vinum sínum í Renfrushaire. — Þar fundu konungsmenn hann, settu hann í járn og fluttu hann til Edinborgarkastala. — Þar varð hann örmagna af illri meðferð og beið háðulegan dauðdaga. Konu hans og börnum var leyft að koma í fangelsið til að kveðja hann. Konan bar sig aumlega og hélt um háls hans með gráti og harmtölum. Grís- hildur hallaði sér að brjósti hans með þungum ekka. Hann átti aðeins eftir þrjá daga ólifaða, því að konungur hafði ritað undir dauðadóm hans í Lundúnaborg, og póst- urinn, sem hafði hann með- ferðis norður til Skotlands, var kominn á stað. Á þriðja degi komu þær fréttir til Berwick, sem'þóttu undarlegar, að kvöldið fyrir hefði enska póstmanninum verið veitt árás á heiðinni við Tweedmauth og pósttaskan horfið. Undir eins voru menn sendir af stað til að komast eftir, hver þetta hefði gert, en ekkert kom fram, sem gat leitt það í ljós. I pósttöskunni var meðal annars dauðadómur Johns Cochranes lávarðar. Það voru liðnir nærri því 14 dagar frá því að þetta skeði og þar til Jakob konungur skrifaði undir nýjan dauða- dóm. Póstmaðurinn var nú í annað sinn sendur af stað með dauðadóm hins göfuga lávarð- ar. Ferðin gekk vel þar til hann kom á heiðina til Tweed- mauth. Hann hélt á hlaðinni skammbyssu í hægri hend. og gætti nákvæmlega að vegin- um og umhverfinu. Tunglið óð í skýjum og varp- aði drungalegum bjarma á hina stóru óbyggðu heiði, og honum fannst þögnin og ein- veran eitthvað svo geigvæn- leg. Rétt í því að hann beygði fram hjá nokkrum viðarrunn- um var skotið úr skammbyssu svo nálægt höfðinu á hestin- um, að eldglæringarnar þutu um nasirnar á honum. Við það fældist hann, stóð upp á aftur fótunum og fleygði manninum af sér. Áður en póstmaðurinn vissi af, stóð maður á bring- spölunum á honum. Það skipti engum togum. Ræninginn hvarf — maðurinn stóð á fætur, en pósttaskan var horfin. Enn á ný urðu allir hamslausir í Berwick, þegar ófarir enska póstsins fréttust þangað. En allar leitir urðu árangurslausar. Sökum þessa varð enn að fresta dauða lávarðarins í 14 daga, því á þeim tíma var enski pósturinn sendur til Skotlands aðeins aðra hverja viku. Áður en þessir 14 dagar voru liðnir, tók málefni lávarð arins betri stefnu. Konun.gur náðaði hann, og lávarður John Cochrane, yfir hvers höfði að dauðans sigð hafði tvívegis verið sveiflað, var látinn laus. Fáeinum dögum eftir að hann kom heim til sín, var honum sagt, að ókunnugur maður vildi tala við hann. — Honum var vísað inn í bók- hlöðuna. Þegar John lávarður kom inn, sá hann ungan mann standa við einn gluggann. Það var farið að bregða birtu og maðurinn hafði barðastóran hatt á höfðinu, sem hann hafði þrýst vel niður, svo að aðeins nokkur hluti af niðurandlitinu sást, sem lávarðurinn tók eftir að var óvenjulega frítt. Þessi maður gekk þegjandi til lávarðarins og rétti honum tvö skjöl. Hann leit á þau, varð náfölur og hrópaði upp: „Þetta er dauðadómur minn.“ „Hérna er ræninginn,“ svar- aði ungmennið, og lét um leið hattinn detta afsér. Og frammi fyrir John lávarði stóð Grís- hildur dóttir hans, með ást- ríka, fagra yfirbragðið og tinnusvört augun. „Hjartans barnið mitt, elsku lega Gríshildur mín,“ var allt sem hann gat sagt, og hann vafði hana í faðm sinn. Lávarður Cochrane varð síð ar jarl af Dundonald, og hin fagra og hugprúða dóttir hans giftist John Kerr lávarði af Marinton, nafnkunnu göfug- menni. Hversu sæll hefur sá maður hlotið að vera, er hlaut aðra eins konu — og börnin þeirra að eiga aðra eins móður. Hún stytti þeim löngu vetrarkvöld- in með því að segja þeim Tómstundagaman mæringa er að safna sjald- gæfum munum, og með söfn- un sinni á torgætustu mynd- um, frímerkjum, bókum, gim- steinum og ýmsu öðru, hafa beir komið verðlagi þvílíkra muna til að stíga, þannig að beir sem ekki eru loðnir um lófana eiga örðugt með að fylgja þeim í samkeppninni. Dýrasta málverkið? Það er ekki Mona Lísa, né heldur hin sixtínska maddonna Rafaels, heldur önnur mynd eftir Ra- fael, svokölluð Madonna Alba. Það hangir í National Gallery í Washington og er að sjálf- sögðu verðmætasti hlutur þess safns. Andrew Mellon, sem eitt sinn var fjármálaráðherra Bandaríkjanna, keypti mynd- ina fyrir ekki minna en 50,740,000 krónur, hæsta verð, sem hingað til hefur verið goldið fyrir eitt málverk. Flestir hafa heyrt eða lesið um hið fræga Mauritius-frí- merki. En verðmætasta frí- merki heims er 1 Cent British Guayana. Það er frá árinu 1856 og er ekki til nema í einu eintaki, að því er talið er. — Eftir fyrri heimsstyrjöld skaut því upp á uppboði í póstsafn- inu í Berlín. Helztu frímerkja- safnendur heims, eða umboðs- menn þeirra, sátu í uppboðs- salnum, og boðin hækkuðu brátt upp úr öllu valdi. Að lokum stóð bardaginn milli þriggja manna, sem allir áttu peninga eins og sand: Georgs V. Englandskonungs, banda- ríska tóbakskóngsins Burros og landa hans, frímerkjasafn- arans Hinds. Með 1,290,000 kr. tilboði taldi Georg V. sér sig- urinn vísan, en Hinds bauð þá 1,591,000 krónur, og hafði litla pappírssnepilinn með sér yfir Atlantshafið. Að Hinds látn- um seldi ekkja hans frímerkið fyrir 1,935,000 krónur. Er Gutenbergs-biblían verð- mætasta bók í heimi? Nei! Er það kannske útgáfan af harm- leikjum Shakespeares með á- ritun höfundarins? Fjarri fer því! Það hefðarsæti fyllir gömul sálmabók frá árinu 1457, en af henni eru til að- eins tvö eintök — annað í Landsbókasafni Austurríkis, hitt í Manchester. Bókin er minnst metin á 21,500,000 kr. Hin dapurlega saga Hope- demantsins hefur oft og iðu- lega verið rakin. Eðalsteinn þessi virðist hafa valdið hin- um ýmsu eigendum sínum ó- gæfu öðru fremur. Hann veg- ur 44,5 karöt og er upprunn- inn frá Indlandi. Hin ógæfu- sama drottning Frakka, María Antoinette, bar þennan stein á göngu sinni upp að fallöx- gömlu söguna um það, hvern- ig hún frelsaði líf föður síns tvisvar, með því að ræna póst- töskunni á heiðinni við Tweed- mauth. inni. Eftir það hvarf steinninn og var lengi álitin tröllum gefinn, unz honum skaut upp í fórum ensks bankamanns, Hope að nafni. En hann lét hann ekki lengi liggja í eld- tryggu hólfi sínu, heldur varð hann brátt til skrauts á banda- rísku leikkonunni Yohe, en hún giftist syni Hopes. Ógæfu- demant þessi var innanborðs á fyrstu og síðustu siglingu risaskipsins Titanic, en bjarg- aðist þó, og er nú í eigu banda rísks gimsteinasala, Winstons að nafni. Um þann auðuga mann er sagt, að hvað gim- steinaauðlegð snertir komi hann næstur á eftir brezku krúnunni. Winston keypti Hope-demantinn ásamt öðrum dýrmætum eðalsteini, Stjörnu Austursins, sem vegur 100 karöt. Samanlagt verð: krónur 64,500,000! Einhver verðmætasti gripur í heimi er hinn frægi Antiokia bikar úr drifnu silfri og ríku- lega skreyttur demöntum. — Hann stendur nú í Metrapoli- tan-safninu í New York og er sagður frá tímabilinu 1—600 e. Kr. Ýmsir halda því jafnvel fram, að bikar þessi sé sá hinn sami og notaður var við hina fyrstu kvöldmáltíð. Verðmæti hans er sagt jafngilda 43 millj. króna. Hins vegar ætlar safnið sér ekki að selja hann, þótt einhvern, sem les þessar línur, kunni að langa til að bjóða í hann. Hver skyldi trúa því, að gamall byssuhólkur geti verið 129,000 kr. virði? Það verð var þó goldið fyrir byssu af svo- kallaðri „Winchester“- gerð. Agragantum-silfurmyntin frá Aþenu kostar „aðeins“ krónur 2,150,000. Einnig má nefna bíl Dureyas-bræðranna, smíðaðan 1893, en hann er nú helzti gripur á safni Smitsonian- stofnunarinnar. Um notagildi Framhald á bls. 8. „ .. og smásveinn gæla þeirra . . Framhald af bls. 5. How do you do? sagði Mrs Marston óþolinmóðlega. Mrs. Edward Everett Mar- ston, fædd Patrica Cushing Nickerson var að útliti og framkomu svipuð því sem ég hafði hugsað mér hana: stolt og fyrirmannleg, há og grönn, með silfurgrátt hár, sett upp eftir nýjustu tízku fyrir kon- ur á hennar aldri, og í einum af þessum „einföldu og ó- breyttu“ kjólum, sem kosta að minnsta kosti mánaðarlaun kennara, og í dýrindis marð- arkápu. Hún leit yfir hús- gögnin okkar með augnaráði hefðarfrúr, sem kemur inn til skransala. Eins og margar mæður gera í líkum kringum- stæðum, notaði ég Jón sem hlífiskjöld.---Bjóddu Mrs. Marston góðan daginn, Nonni minn. Hún er móðir hans Eddy. Mr. Marston virtist hvorki heyra né sjá. Góðan daginn! Góðan dag- inn! Gilitrutt,“ sagði sonur minn. Mikið er það gott að svo fáir skilja íslenzku, hugsaði ég- Hildur kom inn. Eddy spratt upp, greip um hönd hennar, eiddi hana þangað, sem móð- ir hans sat og sagði: Mamnia, aetta er Hildur Mogensen. Hildur rétti henni hendina. How do you do, Miss------? Það var auðsjáanlega með vilja gert að látast ekki hafa heyrt nafn stúlkunnar. Og hún lét sem hún sæi ekki útrétta hönd Hildar. Eddy stokkroðnaði og sagði með niðurbældri æsingu: Mamma! Því verður ekki neitað að hún er lagleg — á sína vísu, sagði frúin í kuldalegum af- sökunarróm. Ég býst við að lenni sé vel kunnugt um að 3Ú verður vel efnum búinn, jegar þú nærð lögaldri. En mundu það, drengur, að þú færð ekki föðurarfinn fyrst um sinn, ef þú ekki útskrifast úr Marston-Nickerson College. Mér er alveg sama. Ég get unnið fyrir mér. Ég gef ekki túskilding fyrir arfinn, ef ég fæ ekki að eiga hana, sagði Eddy og lagði handlegginn ut- an um Hildi. Hildur lagði vangann upp að öxl hans, ert losaði sig svo með hægð, leit til Valda, eins og hún skyti máli sínu undir dóm hans. Ég hef fengið pláss á spítala í Pittsburgh og fer þangað á morgun. Það var eins og hún væri að þylja þulu. Eddy greip hönd hennar: Við förum til Pittsburgh! Ó, Eddy, hvíslaði Hildur. Farðu að ráðum mömmu þinn- ar og vertu kyrr í skólanum. Þér þykir þá ekki vænt um mig, sagði Eddy gremjulega. Mér þykir það mikið vænt um þig, hvíslaði Hildur, og augu hennar fylltust tárum. Það var eins og ég hefði ver- ið horfa á kvikmynd, sem end- aði fyrr en mig varði, og ég hafði ekki tekið eftir því, að Nonni hafði skriðið úr keltu minni. Hann stóð við hnéð á Mrs. Marston og horfði á hana með meðaumkunarsvip. — Er henni illt í tönninni sinni? sagði hann. Hérna, og um leið lagði hann „Loðinbjörn“ upp að vanga hennar. Ég saup hveljur. Skyldi hún ýta Nonna frá sér? Ef hún gerir það, vona ég að hún komi aldrei framar fyrir mín augu. En það var ástæðulaus ótti. Hin stolta og stæriláta Mrs. Marston lagðist á hnén á slitna blettinn á gólfteþpinu mínu, tók utan um Jón og lagði hann undir vanga sinn. Thank you, sagði hún og horfði yfir koll hans á eftir Hildi,, sem gekk hægt út úr stofunni.----Thank you, my dear. „Þá munu ung ljón og alifé ganga saman, og smásveinn gæta þeirra,“ hugsaði ég. Auðlegð þess óalgenga milljóna- A. M. Asgrimson.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.