Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 29.09.1966, Qupperneq 1

Lögberg-Heimskringla - 29.09.1966, Qupperneq 1
Hö gber g - ||etmökr tugla SíofnaS 14. itn., 1888 Síofnuð 9. sept., 1886 80. ÁRGANGUR ____WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1966__NÚMER 37 Stundar íslenzkunám við Háskóla íslands Miss Judith Taylor hlaut námsstyrk þann, er Mennta- málaráð íslands veitir stúdent um héðan til framhaldsnáms við Háskóla íslands. — Þjóð- ræknisfélagið velur úr þeim hóp af námsfólki, sem sækir um þennan styrk, og þótti hún uppfylla öll þau skilyrði, er nauðsynleg voru. Judith er dóttir Dr. og Mrs. J. Reid Taylor, en Dr. Taylor er læknir við Winnipeg Clinic. Fjölskyldan er á Gimli á frí- dögum sínum á sumrin, og þar fékk Judith fyrst áhuga fyrir að læra íslenzku og hefur nú stundað nám hjá próf. Haraldi Bessasyni í síðastliðin fjögur ár. — Hún brautskráðist frá Manitoba háskóla í vor sem Bachelor of Arts og hafði lagt megináherzlu á íslenzku. Hana langar til að ná síðarmeir meistarastigi í íslenzkum bók- menntum. Það er ánægjulegt, hve þessi unga stúlka, 22 ára að aldri, hefur mikinn áhuga fyrir ís- lenzkum bókmenntum, þótt hún sé ekki af íslenzkum ætt- um. Hún flaug til Islands á sl. laugard. og hlakkaði mjög til dvalarinnar þar í landi. - Hún mun hafa aðsetur á Nýja Garði. Hún þekkir aðeins eina unga stúlku á íslandi, sem var við nám í Manitoba háskólan- um sl. ár, en hana langar til að kynnast sem flestum og æfa sig í að tala íslenzkuna þessa mánuði, sem hún dvelur þar. Lögberg-Heimskringla árn- ar henni allra heilla. Bréf frá séra Tjörn, Vatnsnesi, 23. sept. Það er stundum óheppilegt að L.-H. berst til mín, þegar miklir viðburðir vestan hafs eru liðnir. Blaðið frá 28. júlí er nýkomið í hendur mínar og samkvæmt fréttunum í því vil ég nú — þótt seint sé — óska Dr. Sveini Björnson og frú Marju innilega til hamingju með gullbrúðkaup þeirra. — Ég minnist með hlýju gestrisni þeirra við mig í Winnipeg og hvert sem ég kom þar í borg, og norður í Nýja íslandi fann ég það bezt, þegar minnzt var á Dr. Björnson og konu hans, hve öllum þótti vænt um þau. Það var ánægjulegt að heyra um veizluna, sem haldin var þeim til heiðurs í Winnipeg. Ég óska þeim innilega til ham- ingju með þennan dag og sendi ég þeim beztu kveðjur mínar frá þessum afskekkta stað á Norður-íslandi. Göngur eru búnar um ger- vallt landið að þessu sinni og sláturtíðin stendur yfir með fullum gangi. Fleiri kindum verður slátrað nú en nokkru sinni fyrr, og er það í fyrsta skipti, sem ég man, að ekki hefur verið kjötekla í land- inu áður en sláturstíðin hófst. Nú er liklega að skapast sama ástandið með kjöt eins og ver- ið hefur með smjörið — of Robert Jack mikil framleiðsla. Þess vegna ber þeim, sem hlut eiga að máli, að selja íslenzka kjötið til útlanda. Nýlega gerðu kjötsölumenn frá Nýja-Sjálandi „innrás“ á sænskan markað, og hefur þeim orðið töluvert ágengt þar í landi. Síldarvertíðinni á Norður- landi er að ljúka, og hefur hún gengið mjög vel — talin metvertíð. Þessi blessaða síld er áreiðanlega björg í bú fyr- ir þjóðina. Nýlega hefur landið fengið stórt dollaralán í Bandaríkj- unum til framkvæmda við Búrfellsvirkjun, en hún verð- ur áreiðanlega ein stærsta virkjun í Evrópu, þegar henni er fyllilega lokið. Fyrir nokkrum dögum átti ljósmóðir okkar 50 ára afmæli. Hún heitir Ragna Levy og er systir Guðmanns í Winnipeg. Það var mjög gestkvæmt hjá frú Rögnu og bárust henni margar gjafir. Iðnsýningu er nýlokið í Reykjavík og sóttu hana um 85,000 manns. Hún var á ýms- an hátt mjög merkileg og hefði getað vakið athygli hvar sem var í heiminum. Margar íslenzkar vörutegundir eru sér staklega vandaðar og fullboð- legar á hvaða heimsmarkaði sem er. Það var með mikilli ánægju að ég hlustaði á ræðu dr. Richards Beck í útvarpi um daginn. Hann sýnir alltaf vel- vild og hlýjan hug til gamla landsins og íbúa þess. Allir hérlendis eru í þakkarskuld við hann fyrir höfðinglega gjöf hans til Háskóla íslands. Ég hef heyrt, að stór hópur manna hafi í huga að férðast til Kanada á næsta ári vegna 100 ára afmælis og hátíðar í sambandi við. það, og ég geri ráð fyrir að þó nokkrir héðan noti þetta tækifæri til að heim sækja vini og ættingja í Mani- toba. Robert Jack. Heiðruð Miss Lauga Geir, Edinborg, North Dakota, var heiðruð með samsæti í lútersku kirkj- unni í Garðar sunnudaginn 25. sept. sl. í viðurkenningarskyni fyrir framúrskarandi störf hennar í þágu skóla-, safnað- ar- og félagsmála í byggðinni þar syðra. Því miður bárust blaðinu fregnir af þessum mannfagnaði of seint, til birt- ingar í blaðinu í fyrri viku, en hér norðan landamæranna á hún fjölda vina, er hefðu gjarnan viljað láta í ljósi hlý- hug sinn og virðingu fyrir þessari mætu konu við þetta tækifæri. Við væntum þess að fá frekari fréttir af samsæt- inu síðarmeir. Miss Geir er vel ritfær, hef- ir meðal annars samið leikrit, sem var sett á svið og þótti ágætt. Við þökkum henni fyr- ir greinar, sem hún hefur skrifað fyrir Lögberg-Heims- kringlu, sérstaklega fyrir að- stoð hennar við Dakota út- gáfu Lögbergs-Heimskringlu, sem kom út í tilefni 75 ára af- mælis Dakotaríkis 1964. Við árnum henni heilla í bráð og lengd. — I. J. Douglas Parkhill Aulhor of "Computer Utiliiy'' book. “The Challenge of the Com- puter Utility” is the title of a new book soon to be pulished by Addison-Wesley and writ- ten by MITRE’s Douglas F. Parkhill, a Senior Consultant on the staff of Paul Edwards, Division 9 Technical Director. In this first book by the author, written for the layman as well as the technologist, a new method for distributing and utilizing computer power is discussed. Known variously as “information utility”, “in- formation network”, “time- sharing”, and “fireside com- puter”, this new method has been called simply the “com- puter utility” by the author— who aims at providing a “broad overview” of the sub- ject. To accomplish this, many aspects of computer utility are investigated, including His- torical and Technológical De- velopment, Economic and Le- gal Considerations and the existing technology. Political and social implications as well as future possibilities of the new change in technology, are discussed and—in doing so— the author touches upon many controversial matters, de- liberately provocative in the hope of stimulating wide- spread discussion of the issues raised. This subject of the computer utility is described by Parkhill as “surrounded by an an aura of excitement, by uncertainty, and by the element of doubt that always surrounds a novel event.” It is a topic which “is very much in the public eye,” the author continues, “as evi- denced by the many articles in both the popular technical press, prognostications by leading industrial and scienti- fic figures, and growing signs of interest on the part of gov- ernments everywhere. The technology of the com- puter utility does not depend upon any single technological breakthrough, but is built rather upon a logical exten- sion of many familiar techni- ques and ideas, Parkhill points out. But the method does “open up exciting new pro- spects for the employment of computers in ways and on a scale that would have seemed pure fantasy only five years ago.“ Author Parkhill has been with MITRE since 1961, trans- ferring recently to Division 9 from his post as a member of the Advanced Planning Staff, Systems Planning Division. He is a 1949 E.E. graduate of the University of Toronto, and makes his home in Boston, with his wife and two child- ren. His wife, Bertha, is the daughter of Mrs. Hólmfríður Kristjánsson of Garfield St., Winnipeg, and the late Friðrik Kristjánsson. Frá Ríkisútvarpi íslands 25. sept. 1966. Síldaraflinn í vikunni varð um 30.500 lestir og er þá heild- araflinn orðinn yfir 410 þús- und tonn. * * * Handhafar valds forseta ís- lands hafa samkv. tillögu for- sætisráðherra kvatt reglulegt Alþingi 1966 saman til fundar mánudaginn 10. okt. n. k. * * * í vikunni tók gildi lána- samningur milli Alþjóðabank- ans og Landsvirkjunar og hlaut þá aðalsamningurinn milli ríkisstjórnar Islands og Swiss Aluminium Ltd. um byggingu álbræðslu í Straums vík fullnaðargildi samkvæmt gildistökuákvæði sínu, svo og fylgissamningur hans. Vita- og hafnarmálastiórnin hefur auglýst útboð í október- mánuði n. k. á smíði hafnar- garðs með bryggju í Straums- vík. Þetta verður með mestu framkvæmdum sinnar tegund- ar hér á landi. Sjálfur hafnar- garðurinn verður 220 m við- legukantur fyrir 12 m dýpi. * * * Illa horfir með kornuppskeru á Suðurlandi í ár. * * * Alþjóða Hafrannsóknarráðið heldur 54. þing sitt í Kaup- mannahöfn dagana 3. til 12. okt. n. k. Búizt er við um 200 vísindamönnum frá aðildar- Framhald á bls. 8.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.