Lögberg-Heimskringla - 29.09.1966, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 29.09.1966, Side 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1966 Lögberg-Heímskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor and Business Manager: INGIBJÖRG JÓNSSON Boord of Directors' Executive Committee President, Grettir Eggertson; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Philip M Petursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjornsson, Gudlaug Johannesson, Bogi Bjarnason. Lo* Angeles: Skuli G. Biarnason. Minneopolis: Hon. Voldimar Bjorn- son. Grond Forks: Dr. Richard Beck. Iceland: Birgir Thorlacius, Steindor Stein- dorsson, Rev. Robert Jack. London: Dr. Karl Strand. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class moil by tho Post Offico Department, Ottawa, and for payment of Postago in cash. DR. RICHARD BECK: Sævar- og sjómannaljóð Davíðs Stefónssonar fró Fagraskógi Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi var, eins og fjöldamörg kvæði hans bera fagurt vitni, tengdur íslenzkri sveit og sveitalífinu djúpum og traust- um böndum. En þó að sveitin og sveitafólkið ættu eins djúp- stæð ítök í huga hans og raun ber vitni, gleymdi hann ekki sjómönnunum íslenzku; hann hyllir þá í mörgum kvæðum sínum. Enda komst hann svo að orði í blaðaviðtali fyrir mörgum árum. „Ég kveð um líf fólksins, gleði þess og sorg- ir, ástríður þess og lífsbar- áttu.“ Og þegar blaðamaður- inn spurði skáldið: „Þér yrkið mikið um sveitafólkið?“ svar- aði hann: „Ég hefi aldrei ein- skorðað ljóð mín við neina sérstaka stétt.“ Þetta er hverju orði sann- ara. Og ekki þarf heldur ann- að en blaða lauslega í ljóða- bókum Davíðs, hvað þá lesa þær vandlega, til þess að sann- færast um það, að hafið, sigl- ingar og sjósókn, eru þar beint og óbeint, snar þáttur og merkilegur að sama skapi. Mörg slíkra kvæða hans eru táknræns eðlis, jafnframt því og sjálf sjávar- og sjósóknar- lýsingin er raunsönn. Ágætt dæmi þess er hið víðkunna .kvæði Davíðs „Á Dökkumið- um“, sem jafnframt er með sterkum þjóðsagnablæ, enda kveikju þess að finna í gam- alli þjóðsögu. „Sjódraugar“ og „Draugaskipið11 eru sama eðl- is, þrungin forneskju og geig. Á það ekki síður við hið hreimmikla, magni þrungna og mikið sungna kvæði hans „Nú sigla svörtu skipin“. Hún missir ekki marks þessi lýsing á brimfextum öldum hafsins: „Þau sigla svörtu skipin, og síga og taka dýfur, og brimið ristir byrðinginn sem beittur jötnahnífur.“ Glöggum dráttum dregið og tregaþungt er kvæðið „Vog- rek“. Hver íslendingur kann- ast við þessa strandarlýsingu, og þá sérstaklega gamlir sjó- menn: „Ströndin er stórgrýtt og úfin og standbjörg þar og hér, opnar víkur og vogar og viðsjál eyðisker.“ í mörgum sævarkvæðum Davíðs er það útþráin, sem kyndir undir, eins og í þul- unni „Sigling“. Það verður þó ennfremur sagt um hljóm- mikið og þróttmikið kvæði hans „Þú skalt farmanns kufli klæðast“, sem er í rauninni öflug hvöt til framsóknar og dáða, eins og ljóst má sjá af upphafserindi þess: „Þú skalt farmanns kufli klæðast, knerri þínum hrinda á flot. Ekki skaltu hrannir hræðast, holskeflur né ísabrot. Sé við ekkert illt að stríða, er ekki sigur neinn að fá. Fögur lönd í fjarska bíða falinn bak við úfinn sjá.“ En kvæðinu lýkur með þess- um eftirtektarverðu eggjunar- orðum: „En þú skalt farmanns kufli klæðast, knerri stýra í sólarátt.“ Útþráin knýr þó enn fastar á hug skáldsins og brýzt fram sem stríður og ólguþrunginn straumur í „Eg sigli í haust“, í ljóðlínum sem þessum: „Eg lýt hinum mikla mætti. — Það halda mér engin bönd. Og hafið, — og hafið kallar. — Það halda mér engin bönd. Eg er fuglinn, sem flýgur, skipið, sem bylgjan ber. Kvæði mín eru kveðjur. Eg kem, og eg fer.“ Söm er undiraldan, þó að í annarri tóntegund sé, í hinu fagra og heillandi kvæði hans, „Hvítu skipin“, sem hefst þannig: „Frá bernsku létu mér bylgjan og skipin eins blítt og grasið og jörðin. Allt er mér kært, er setti svipinn á sveitina mína og fjörðinn. En seglin minntu í sunnanblænum á svífandi þandar fanir, er flugu þeir út með fjöllum grænum, fjarðarins hvítu svanir.“ Nokkurs trega kennir einn- ig í þessu fagra kvæði, því að skáldið finnur til þess, að „nú er að hefjast haustsins saga um höf mín og græna skóga“. En minningin og ófölskvaðir eldar hugsjónanna lifa honum í brjósti: „Minn æskudráumur, mín söngvasaga, er sagan um hvítu skipin.“ Davíð stóð, eins og alkunn- ugt er, djúpum rótum í móð- urmold og í ættar- og menn- ingarjarðvegi fæðingarsveitar sinnar, Eyjafjarðar. Gullfag- urt og andríkt kvæði hans, „Sigling inn Eyjafjörð11, ber hreinræktaðri og sonarlegri ást hans á æskustöðvunum ó- gleymanlegan vitnisburð. Sá íslendingur er sannarlega úr hörðum málmi, sem ekki hitnar um hjartarætur við að lesa þann lofsöng skáldsins, og finnst kvæðið vera ort um fjörðinn sinn, hvar sem hann er á landinu. Tala ekki loka- orðin t. d. til hvers þess, sem vitjar á ný æskuslóðanna? „Áfram — og alltaf heim, inn gegnum sundin blá. Guðirnir gefa þeim gleði, sem landið sjá. Loks eftir langan dag leit eg þig, helga jörð. Seiddur um sólarlag sigli eg inn Eyjafjörð.“ í kvæðinu „Út við nes og nafir“, sem annars er kröftug áminning um það, að senda ekki fúin fley á haf út, er þessi réttorða lýsing á þeim þroska- mætti, sem býr í sjósókn og glímunni við Ægi: „Ekkert eykur meira andans vilja og þrótt en standa einn við stýri stjörnulausa nótt.“ / Af skyldum toga spunnið er kvæðið „Á sjávarhömrum“, sem er hvorttveggja í senn, fjölbreytt og rauntrú lýsing á hafinu og minnir um leið á ægimátt þess til þess að stæla þrótt mannsins og lyfta sál hans til hærri sjónar. Loka- erindið gefið nokkra hugmynd um efni kvæðisins og hvernig þar er í strengi gripið: „Þú ættir að standa á hömrunum út við hafið og heyra það flytja drápur og kvæði sín, sjá það í stórviðri stjörnuljóma vafið stíga dansinn — og skapa örlög þín.“ Óhætt mun þó mega segja, að fegursta og tilkomumesta sjávarkvæði Davíðs sé „Óður til hafsins“, þar sem hinum miklu andstæðum þess, hrika- mætti þess og æðisgangi, ann- ars vegar, og friðsælli fegurð þess, hinsvegar, er brugðið upp í ógleymanlegum mynd- um, og jafnframt lýst eftir- minnilega hetjubaráttu þeirra, er sjóinn sækja. Síðustu er- indin tala sínu máli: „En við þá skepnu barðist frá ómunaöld, sá ættstofn jarðar, sem björg í búið sótti. I brjóst hans andaði stormur og kólga köld þeim karlmannshug, sem oft varð storkandi þótti. En þrátt fyrir mörg og mikil heljartök, þó mannskæð hrönnin á veikum súðum spryngi, þá elska þeir hafið og sýkna það að sök, er sjálfir berjast við ógnir þess og kynngi. En fegurst er hafið um heiða morgunstund, er himinn speglast í djúpum álum, og árroða bliki bregður um vog og sund, og bárur vagga, kvikar af fleygum sálum, en ströndin glóir, stuðluð og mikilleit, og storkar sínu mikla örlagahafi. Þá er eins og guð sé að gefa oss fyrirheit og geislum himins upp úr djúpinu stafi.“ Sjálfir hljóta sjómennirnir íslenzku sinn verðskuldaða hetjuóð í kvæðum eins og „Brandur skipstjóri“, og er þeim djarfa sjósóknara og mikla hraustmenni hressilega lýst, eins og honum sæmir, og jafnframt af samúðarríkum skilningi. En hafið heimtar miklar fórnir, og svo fór, að Brandur varð að greiða þá lokaskuld, sem svo margir ís- lenzkir cjáðadrengir hafa orð- ið að gjalda Ægi fyrr og síð- ar. En þá er að minnast orða skáldsins um hann: „Sumum er það nóg, að hann var hetja og íslendingur.“ Kvæðið „Útnesjamenn“ er sömu ættar, en þar gætir meir ádeilunnar á yfirborðsmennsk unni, samhliða heilhuga lof- gjörð um þá, er ganga, í dag- legu nytjastarfi, djarflega að verki, „og hafa aldrei af hólmi runnið né hræðzt in þungu tök.“ I svipmiklu kvæðinu „Brim- lending“, með þungri undir- öldu djúpra tilfinninga, er, á átakanlegan hátt, sögð hreysti og sorgarsaga, sem ósjaldan gerðist við stórbrimasamar Is- landsstrendur fram á hin síð- ari ár. — Vor mikli nökkvi siglir blásandí byr um blá djúp himins qg klýfur stjörnusæinn. Með þeim myndríku ljóðlín- um hefst snilldarkvæði Davíðs „Nökkvinn“, markviss tákn- mynd af jörð vorri, með okk- ur mannanna börn kynslóð eftir kynsláð, um borð á hraðri siglingu hennar um himingeiminn. Áhrifamikil er einnig sú táknmynd, sem brugðið er upp í kvæðinu „Gömul skip“, eins og þessi erindi sanna: „Alltaf dreymir þau úthöf blá og æsast við sjávarniðinn. Einasta vonin er að sjá þau ungu — sigla á miðin. Þó falli í gleymsku gömul nöfn mun getið annarra víða.... Þyngst er að dvelja heima í höfn og hafa ekki neins að bíða.“ „Skipalestin“ á, eins og nafn- ið bendir til, rætur sínar að rekja til heimsstyrjaldarinnar síðari, og er eitt af þeim kvæð- um Davíðs, sem ber því vitni, hve djúpt hörmulegir atburðir þeirra ára hafa orkað á skáld- ið. Kvæðið „Skiptapar“ er allt í senn, hjartnæmt, rauntrútt og táknrænt. Þar er að finna þessar efnismiklu og athyglis- verðu ljóðlínur: „En sá er heitast sokknu fleyi unni mun sárast harma önnur skip.“ Þá er „Stafnmærin“ prýði- legt kvæði bæði um innihald og efnismeðferð, og mun finna bergmál í hugum gamalla sjó- manna, sem muna vel, hver skipsprýði hún var, og hafði einnig táknræna þýðingu, en skáldið lýsir ágætlega áhrifa- mætti hennar í þessu kvæði. Svo vil ég ljúka þessari greinargerð minni um sævar- og sjómannaljóð Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi með því að minna á kvæði hans „Gamall sjómaður“, er segir sögu sæbarins víkings á frá- bærlega látlausan, en um leið áhrifamikinn og minnisstæð- an hátt, svo að hin aldna hetja stendur lesandanum lifandi fyrir sjónum. Hún hlýjar bæði um huga og vekur maklega aðdáun sagan sú. Djúp trega- kennd og áminning um trúnað við hið bezta í sjálfum sér falla í einn farveg í lokaer- indunum: „Um svefn minn er líkt og sjófugl, er tekur kafið. Ég sæki alla gleði mína í hafið, en ljúfast er mér ljóðið, sem aldan þylur, um leyndardómana miklu, sem enginn skilur. Bezt er að ganga til búðar hress og glaður, þó byrðin sé þung og erfitt að vera maður. Til átaka brestur mig afl við brimið og strauminn, — en enginn tekur frá mér síðasta drauminn." Það er ekki til fagnaðar að flasa.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.