Lögberg-Heimskringla - 29.09.1966, Side 8

Lögberg-Heimskringla - 29.09.1966, Side 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1966 Úr borg og byggð Sljómarnefnd Fyrsla lúterska safnaðar í Winnipeg efnir til sérstakrar guðsþjónustu og samkomu á eftir í neðri sal kirkjunnar á sunnudagskvöld- ið kemur, 2. október 1966, kl. 7 að kvöldinu. Guðsþjónustan fer fram á íslenzku, en skemmtiskráin, sem á eftir fer, verður á ensku. Verður þar um að ræða nokkr- ar stuttar ræður, söng, kaffi- drykkju og samfélag vina. Tilefnið er áttatíu ára af- mæli safnaðarkvenfélagsins, og er öllum meðlimum félags- ins og hjálparkonum þess boð- ið sem sérstökum heiðursgest- um. Allir eru hjartanlega vel- komnir. * * * GIFTING Miss Earlis Laufey Gray og Douglas Alan Wright voru gef- in sarnan í hjónaband 13. ág. síðastliðinn í Fyrstu lútersku kirkju af Dr. J. V. Eylands. — Brúðurin, sem er hjúkrunar- kona að menntun, er dóttir Mr. og Mrs. John A. Gray. Afi hennar og amma eru Mr. og Mrs. A. H. (Óli) Gray og móðuramma hennar Mrs. Guð- björg heitin Christie frá Bald- ur, Man. — Brúðkaupsveizlan var í International Inn. Brúðguminn er brautskráð- ur úr Hamilton kennaraskól- anum og er nú skólastjóri í Anna Melick Memorial skól- anum í Moulton, T. S. A., Ontario. * * * Fjörutíu ára giflingarafmæli. Séra Philip M. Pétursson og Thorey kona hans héldu upp á sitt fertugasta giftingaraf- mæli sunnudaginn 25. þ. m. á heimili sonar þeirra og tengda- dóttur og barnabarna í Charl- eswood. Giftingardagur þeirra var 25. sept. 1926, og prestur- inn, sem gaf þau saman, var Dr. Rögnvaldur Pétursson, föðurbróðir séra Philips. * * * Leskaílar í íslenzku fyrir byrjendur. er samdir voru af próf. Haraldi Bessasyni og Dr. Richard Beck, birtust í L.-H. um tveggja ára skeið og reynd ust mjög vinsælir, og voru fyrstu kaflarnir gefnir út í bæklingi og verða e. t. v. allir gefnir út síðar í bók. — Okkur er það fagnaðarefni, að pró- fessorarnir hafa sýnt blaðinu og lesendum þess þá góðvild að hefja þessa leskafla á ný, en í breyttu formi, þannig að ekki verður farið út í mál- fræðina, og birtist, hér fyrsti kaflinn, Easy Readings in Ice- landic, á fimmtu síðu blaðsins þessa viku. Við biðjum lesend- ur að draga athygli unglinga að þessum köflum. — Við höf- um enn nokkur eintök af ofan- nefndum bæklingi og hefur hann meðal annars að geyma framburð íslenzka stafrófsins. — Verðið er 50 cent og fæst hann á skrifstofu blaðsins. Dánarfregnir Mrs. Elsa Hjaltalín Waylett. Hún andaðist þann 26. ág. 1966 á heimili foreldra sinna, að 1097 Garfield Street, Winni- peg, en heimili hennar hefur undanfarin ár verið í Mon- treal. Hún lætur eftir sig eig- inmann sinn, Squadron Leader Frederick J. Waylett og tvær dætur; Marsa Arlen og Kristín Lynn, og foreldra sína, Mr. og Mrs. Gottfred Hjaltalín. — Út- för hennar var gerð frá Bar- dals. Dr. Valdimar J. Eylands jarðsöng. * * * Margrave (Mike) Halldorson, Lundar, Manitoba, lézt 25. sept. 1966, 72 ára að aldri. — Hann var fæddur að Lundar, sonur landnámshjónanna, Halldórs Halldórssonar og konu hans og stundaði búskap þar í byggð alla ævina. Hann lifa Sigríður, kona hans, syst- ir hans Salome í Winnipeg, tveir stjúpsynir, Norman og Magnus Goodman og ein stjúpdóttir, Thelma — Mrs. Sveinn Sigfússon í Winnipeg. Útför hans fer fram frá lút- ersku kirkjunni í Lundar á fimmtudaginn, 29. sept., kl. 2. Hans verður nánar minnzt síðar. * * * Mrs. Guðrún Krislbjörg Thor- steinson, eiginkona Thorsteins Thorsteinson, 519 Burnell St., Winnipeg, andaðist 23. sept. 1966, 58 ára að aldri. Hún var fædd í Húsavík á íslandi, en fluttist vestur barn að aldri. Síðustu 32 árin átti hún heima í Winnipeg. Auk manns síns lætur hún eftir sig eina systur, Sigríði — Mrs. K. Eiríkson í Brooklands og frændkonu, Mrs. Margrétu Thorbergson, Winnipeg. Séra Philip M. Pét- ursson jarðsöng hana. Til sölu eða leigu þriggja herbergja hús á góðum stað í Lundar. Sanngjarnt verð eða leiga. Nýmálað og til reiðu að flytja í það. Gott geymsluhús á lóðinni. Ágúst Eyjólfsson, Clarkleigh, Manitoba. Símið til Lundar 762-5289. MESSUBOÐ Fyrsia lúierska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili: 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45 f. h. 11.00 f.h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. THE POEMS OF GUS SIGURDSON: Roses for Stephanie (1966) Soft covered 54 pages $1.50 Dreams and Driftwood (1951) Cloth bound, very limited numbers ....$2.50 Pencil-Stub Stanzas (1950) Cloth bound, limited numbers ........... $2.00 Each for price quoted, or all three for only $5.00, while they last. Please write to: Burnaby Bookshop, 4417 E. Hastipgs St., N. Burnaby B. C. Fréiiir frá Ríkisúivarpinu Framhald frá bls. 1. ríkjum ráðsins á þingið, auk fulltrúa frá þeim löndum og stofnunum, sem ráðið hefur samstarf við. — Á þinginu verður meðal annars rætt um þorskveiðar og karfaveiðar við ísland og Grænland. * * * í fyrradag hófust fram- kvæmdir við fyrsta húsið af þremur, sem Öryrkjabandalag íslands hyggst reisa fyrir norð an Laugaveg í Reykjavík. — Gert er ráð fyrir, að þarna verði reist þrjú álta hæða íbúðarhús með 270 til 330 íbúð- um. * * * Háskólaráð hefur kjorið Magnús Magnússon prófessor til að gegna starfi forstjóra Raunvísindastofnunar Háskól- ans til fimm ára. Fjögur emb- ætti prófessora hafa verið auglýst laus til umsóknar við háskólann. * * * Nýi mennlaskólinn við Hamrahlíð í Reykjavík var settur í gærmorgun í fyrsta sinn að viðstöddum fjölda gesta. Skólanum bárust kveðj- ur og gjafir, m. a. höggmync eftir Ásmund Sveinsson frá Reykj a víkurborg. * * * í gærkvöldi var fyrsta frum- sýning leikársins hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur á klassísku ítölsku leikriti: Tveggja þjónn eftir Carlo Goldoni, í nútíma- legum og nýtízkulegum bún- ingi. Leikstjóri var Christian Lund frá Svíþjóð. Næst sýnir félagið Fjalla-Eyvind og Tangó eftir pólska leikskáldið Mrozek. Einnig verða sýndir í vetur tveir nýir einþáttung- ar eftir Jónas Árnason. Leik- félag Reykjavíkur verður 70 ára í velur og verður þess minnzt með hátíðarsýningu 11. janúar. * * * Á þriðjudag leggur Karla- kór Reykjavíkur upp í sjöundu utanför sína með rússneska skemmtiferðaskipinu Baltica og er förinni heitið til Mið- jarðarhafs og Svartahafslanda. Alls verða í förinni 430 íslend- ingar. Þetta er bæði söng- og skemmtiferð. * * * Árni Krisijánsson, tónlistar- stjóri útvarpsins, er farinn til Bandaríkjanna og tekur hann sæti í dómnefnd í píanó- keppni þeirri, sem kennd er við píanóleikarann Van Cli- burn. Enginn íslendingur tek- ur þátt í keppninni. * * * Út er komin hjá Helgafelli ný ljóðabók efiir Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi, er heit- ir Síðustu ljóð. 1 bókinni eru 145 ljóð og hefur ekkert þeirra birzt áður. SKRÍTLA Nýlega voru nokkrir fram- haldsskólakennarar í kaffi á Hressingarskálanum ásamt séra Páli Pálssyni. Einn kenn- arinn sagði: „Það er segin saga, að þegar ríkisvaldið ræðst í stórfram- kvæmdir, sker það allt af eitt- hvað niður á öðrum sviðum“. Þá mælti séra Páll: „Svona er þetta alls staðar, af því að það gildir alltaf sama lögmálið í sambandi við framkvæmdir og niðurskurð. Hvernig var þetta ekki t.d. þegar Loftleiðir létu lengja flugvélar sínar og birtu af því myndir í blöðum? Strax á eftir birtu svo blöðin myndir af því, að pilsin á flugfreyjun- um hefðu verið stytt! ! ! Draumaráðning. Hár: — Að hafa mikið og fallegt hár í draumi, er flest- um fyrir góðu. Að hafa þunnt hár eða grátt er fyrir sorgum og veikindum. Að klippa hár- ið er líka fyrir góðu, en að missa það á annan hátt boðar tap. GOING TO ICELAND? Or perhaps you wish to visit other countries or places here, in Europe or elswhere? Where- ever you wish to travel, by plane, ship or train, let the Triple-A-Service with 40 years travel experience make the arrangements. Passports and other travel documents secured without extra cost. Write, call or telephone to- day witnout any obligations to: ARTHUR A. ANDERSON TRAVEL SERVICE 133 Claremont An. Winnipeg S, Man. TeL: GLobe 2-S44S WH 2-5949 WANTED Welders — Machinists — Assemblers to work in modern factory in Winnipeg. Clean working conditions. Good wages and fringe benefits. Federal and Provincial sponsored train- ing program. For Interview: see Mr. D. G. Scott. RIVERTON — Sandy Bar Hotel — Oct. 14 3 p. m. to 9 p. m. GIMLI — Gimli Hotel — Oct. 15 10 a. m. to 7 p. m. Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. BUILDING MATERIALS 696 Sargent Avenue Winnipeg 3, Manitoba • All types of Plywood • Pre-finish doors and windows • Aluminum combination doors • Sashless Units • Formica • Arborite • Tile Boards • Hard Boards etc. • Table Legs Phones SU 35-967 SU 34-322 FREE DELIVERY UMBOÐSMAÐUR LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU á ÍSLANDI SINDRI SIGURJÓNSSON póstaígreiðslum. P.O. Box 757, Reykjavík Verð Lögbergs-Heimskringlu er kr. 240 á ári. Subscription Blank NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy St., Winnipeg 2. I enclose $6.00 for 1 year □ $12 for 2 years □ subscrip- tion to the Icelandic Weekly, Lögberg-Heimskringla NAME ..................................... ADDRESS ..................................

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.