Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 19.01.1967, Qupperneq 1

Lögberg-Heimskringla - 19.01.1967, Qupperneq 1
ILögberg-J^etmökrmgla Stoínað 14. jan. 1888 • Slofnað 9. sept. 1886 'l1 £1. ÁRGANGUR__WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 19, JANÚAR 1967 NÚMER 3 Hon. Errick F. Willis latinn Hon. Errick F. Willis. fyrr- verandi fylkisstjóri í Mani- toba, lézt síðastliðinn mánu- dag, 9. janúar, þremur vikum eftir að hann varð fyrir slysi á heimili sínu. Þykir að hon- um hinn mesti mannskaði. — Hann var sjötugur að aldri; fæddur í Boissevain, Mani- toba, og var lögmaður að menntun. Hann gaf sig að stjórnmálum um 40 ára skeið, fyrst sem þingmaður í Sam- bandsþinginu og svo formað- ur Conservative flokksins í fylkisþinginu og tíu ár í ráðu- neyti sameiningarstjórnar síns flokks og Líberala. — Hann naut ávallt vinsælda og virð- ingar Manitobabúa, en sérstak lega sem fylkisstjóri þeirra. Hann var einstaklega skemmti legur ræðumaður; fólkið naut hlýleika hans og fyndni. — Hann var ávallt reiðubúinn að gera sérstaka hátíðadaga ánægjuríkari og virðulegri með nærveru sinni. — Hann lætur eftir sig konu sína, tvo syni og eina dóttur. Sir Winston Churchill ,Hann kom þegar veröld reið allramest á‘, þegar Evrópa sundruð og flakandi lá og beið þess með biluðum huga að helfjötur þrældómsins þrengdi henni að. og þá virtist einsætt að létt mundi það, hinn leiðtogalausa að buga. Þá hóf hann upp raust sína. Heimurinn fann að hér stóð að baki sá kraftuf að hann mundi að endingu úrslitum ráða. Því Churchill var mikill; en meiri var sá er meitlaði orðin er sagði hann þá er brýndi hann til dugs og til dáða. Og árin hin löngu sem fylgdu þá fimm, — sú fórnartíð, neyðartíð — hefðu orðið dimm ef hans kyndill hefði ekki brunnið. Því orðin hans þau urðu að eldslogum þá er allan heim lýstu svo bjart var að sjá. Og enn er við ljósið hans unnið. Hann var sendur af guði. Því sigraði hann. Og sigurinn Bretland það dylst ekki — vann: stóð eitt þegar allt var í veði. Nú hyllum vér leiðtogann; þökkum samt þeim sem þama stóð ofar, sem frelsaði heim, sem úrslitum ógnanna réði. Snæbjörn Jónsson. He Neyer Dies By GUS SIGURDSON Big-Ben in London slowly chimes This hour to the foggy skies. The living hero of our times, Has passed away, but never dies. As long as love of freedom lives, So too, the Churchill spirit soars Towards the side where justice gives Eternal hope, to end all wars. Jan. 1965. Ríkisútvarp íslands 7. janúar 1967. Árið 1966 var meðalhili í Reykjavík 4,3 stig C., sem er 0,7 stigum kaldara en í meðal- árferði. Á Akureyri var meðal hiti ársins 2,3 stig, sem er 1,6 stigum undir meðaltali. — Á báðum þessum stöðum var úr- koma neðan við meðallag. * * * Talið er að aflamagn íslend- inga 1966 hafi numið 1 milljón og 240 þúsund tonnum. Það er mesti ársafli Islendinga til þessa, um 3 prósent meiri en 1965. Allt bendir til þess, að Island sé, hvalð aflamagnið snertir, fjórða landið í Evrópu, á eftir Sovétríkjunum, Noregi og Spáni, og tíunda landið í röðinni í heiminum. Nemur þá hluti íslands í fiskafla heimsins 1966 um 2,3 prósent. * * * Síldveiðarnar fyrir austan hófust að nýju strax eftir ára- mótin og hafa veiðzt á fimmta þúsund lestir síðan. Síldin er nú heldur lengra úti. * * * Yfirnefnd verðlagsráðs sjáv- arútvegsins hefur ákveðið að lágmarksverð á síld í bræðslu veiddri fyrir norðan og austan lands í janúarmánuði sé 1 kr. og 23 aurar fyrir hvert kg. * * * Allir samningar við stéttar- félög í landi eru nú lausir. — Sum félög hafa sett fram kröfur, hin eru fleiri, sem ekki hafa gert það enn. — Nokkrir viðræðufundir hafa verið haldnir. Bátakjarasamn- ingum hefur hvergi verið sagt upp nema á Vestfjörðum og þar standa yfir samninga- umræður. Togarasamningum hefur ekki verið sagt upp. * * * Skipaslóll landsmanna 1. jan. 1967 var sem hér segir: 577 fiskiskip undir 100 rúmlest- um brúttó, samtals 19,014 rúmlestir. 184 fiskiskip yfir 100 rúmlestir brúttó, samtals 35,559 brúttólestir, að togur- um undanteknum. Fiskiskip- um undir 100 rúmlestum fækk aði um 43 á árinu, stærri fiski- skipum fjölgaði um 12. Tog- urum fækkaði um 6, eru nú 32 á skrá. íslenzkum skipum fækkaði um 32 á árinu 1966 og skipastóllinn minnkaði um tæplega 10,000 lestir; þar mun- aði mest um sölu olíuflutn- ingaskipsins Hamrafells, sem er 11,488 brúttólestir. íslenzk skip eru nú 878 að tölu, sam- tals 148,549 brúttólestir. Opnir vélbátar á skrá eru 1234, sam- tals 3318 rúmlestir. — Tveir þriðju hlutar alls íslenzka flot- ans eru yngri en 16 ára. — 21 Framhald á bls. 7. Orðsending til Vestur-íslendinga Prentun III bindis af Vestur íslenzkum æviskrám verður hafin strax upp úr áramótum, og ætti bókin væntanlega að vera fullprentuð á næsta ári. Biðjum vér þá, sem hjá oss eiga myndir, að vera þolin- móða þangað til, og munum vér þá strax senda myndirnar með ábyrgðarpósti. Þeir, sem óska að fá bókina með áskriftarverði, ættu sem fyrst að senda pantanir sínar til Prentverks Odds Björns- sonar á Akureyri. Löndum okkar vestan hafs óskum við árs og friðar, með þökk fyrir síðast. Benjamín Kristjánsson Bjarni Sigurðsson Á ferð um Quebec-fylki VII QUEBEC-BORG Að loknum kveldverði með Daniel Johnson forsætisráð- herra komu fram 15 ungar stúlkur og skemmtu okkur með söng og dansi af mikilli list. Þær voru bláklæddar og fín- legar eins og álfameyjar og báru með sér slíkan yndisþokka, að gestirnir urðu stórhrifnir. Þetta var lokaþáttur þessa eftirminnilega kvelds. Mr. Charles E. Dojack, formaður Canada Ethnic Press Federa- tion, flutti forsætisráðherranum og þessum listrænu ungu stúlkum þakkir fyrir hönd ritstjóranna. Mr. Charles E. Dojack, Hon. Daniel Johnson forsætisráðherra og W. J. Lindal dómari, sem var stofnandi og fyrsti formaður Canada Ethnic Press Federation. LAVAL HÁSKÓLINN Á föstudagsmorgun 21. október var okkur boðið til Laval háskólans, sem er talinn elzti háskólinn í Canada. Hann er í afsprengi prestaskóla, sem Monseigneur de Laval, fyrsti biskup Quebec-nýlendunnar, stofnaði fyrir 300 árum. Biskup arfleiddi skólann að löndum og lausafé til að tryggja fram- tíð hans. Árið 1851 ákvað biskupinn í Quebec að stofna há- skóla í sambandi við prestaskólann og ári seinna, 8. desember 1852, veitti Victoria drottning háskólanum réttindabréf — Royal Charter — og var hann nefndur eftir Laval biskup. Fyrst voru aðeins fjórar deildir — guðfræði-, lögfræði-, læknisfræði- og arts deildir — og segir í upplýsingariti, sem við fengum, að ýmissa orsaka vegna vilji franskir Canada- menn aðallega leggja stund á embættisnám, eins og læknis- fræði eða lögfræði. Það var ekki fyrr en 1935 og árin þar á eftir, að deildir voru stofnaðar, í heimspeki, vísindum, búnaðarfræði, félagsfræði, verkfræði, verzlunarfræði, lyfja- I fræði, heimilisfræði o. s. frv. Um sjö þúsund stúdentar sækja háskólann og kennararnir eru 1200 og 700 þeirra kenna alla kennslutíma, aðeins 17 prósent af nemendunum eru stúlkur, og þótti mér það lítil þátttaka af hálfu kvenþjóðarinnar. Kennslan öll fer fram á frönsku og um þúsund stúdentar frá öðrum fylkjum Canada og frá U. S. A. innrituðust í Laval háskólann á síðastliðnu ári í þeim tilgangi að læra franska tungu. Frh. á bls.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.