Lögberg-Heimskringla - 19.01.1967, Side 3

Lögberg-Heimskringla - 19.01.1967, Side 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. JANÚAR 1967 3 HRUND SKÚLASON: Hitfr og þetta -------------------—------------------------------- Þetta ár þykir sjálfsagt að skyggnast aftur í tímann og yfirlíta farinn veg; rifja upp og endurskoða verk þeirra, sem á undan eru gengnir, og dæma svo árangurinn. Hvers vegna var ekki þetta eða hitt gert og betur búið undir framtíðina? Og allsnægta-börnin í dag dæma öreiga fortíðarinnar; bera þeim á brýn framtaks- og hugsjónaleysi, en loka augunum fyrir erfiðleikunum, sem þeir sjálfir hafa aldrei þekkt. Ég læt þessum orðum fylgja smákvæði úr „Framfara“ frá 1877—1878, svo að við getum lagt hlustir við röddum liðna tímans. Kvæðið, sem ort er til „Framfara“, er hann hóf göngu sína fyrir níutíu árum, veit ég ekki hver hefir ort, en sjálf- sagt kannast einhverjir við J. P., sem þá var að yrkja. H. S. Kveðja til Framfara. 1. árg. No. 1, Lundi, 10. sept. 1877. Heill þér, Framfari, heill sé þeim öllum, er heill þína styðja; í Hrímnis-móði hress og fjörga hugi okkra; hús vor séu heimili þín. Mæl í hetju öflgum anda; flyt þú fréttir til Fróns. Frömuður vor af fólknárungum þeim er frelsinu framast unna. Heimsæktu Garðars- hólmann forna; blaða vitrastur Kl. 15. — Jæja, það stytti upp, svo að ég gat vígt hatt- inn í kirkjuferðinni. — Mér skildist, að guðspjallið væri um miskunnsama Samverjann, — annað skildi ég ekki, nema dálítið af sálmunum, sem ég las. Á fimmtudagskvöldið kom Margret dóttir Öbbu með yngsta son sinn, James, 14 ára, með sér; mjög geðugan dreng. Margret er eins og faðir henn- ar, tónlistin er henni í blóð borin, hún leikur hvert klass- iskt tónverkið á fætur öðru blaðalaust. Hún hefur stjórn- að kirkjukórum og gerir enn, leikið í danshljómsveitum og var mjög eftirsóttur undir- leikari á yngri árum. Hún hef- ir kennt á píanó síðan hún var 16 ára. Hún á það líka skylt við föður sinn að vera of gjaf- mild og rausnarleg til þess að verða rík af þessa heims gæð- um. Þau hjón eiga þrjá syni, er sá elzti giftur, en hinir tveir eru í skóla. Þennan dag kom frænka mín, Mrs. Marie Trones, að sjá mig, hún skrifaði mér gott bréf eftir að Mundi dó. Hún er hálf-norsk og á norskan mann. Hún býr inn í borginni. 1 gær bauð Abba heim þeim systkinum Munda, sem búa hér í nágrenninu, Lilju (Mrs. Victor Henn) og hennar manni virða fræddu, þars barmar vorir und byrði þungri, baksárir áþján berjast við. Landnámi voru liðskyldur sért; legg nú ráð svo rekkum hlýði. Kenn oss að búa, kenn oss að lifa, því reyndir lítt læra þurfum. Endurlífga í brjóstum bragna ást á félagsskap, ást á sannleika; svo muntu Óðni öldnum framar, tignaður verða, um ár og öld. og Harold Goodmanson og konu hans Idyll, og ekkju Christians bróður þeirra. Lilja varð sjötug á föstudaginn var, en Harald er 64 ára. Hvorugt þeirra talar íslenzku, en þau skilja eitthvað. Abba hélt okk- ur hina ágætust veizlu, og sýndi þá til fullnustu sína miklu húsmóðurhæfileika. — Um kvöldið komu börn henn- ar og barnabörn úr nágrenn- inu, og voru þá skoðaðar lit- skuggamyndir, bæði þær sem ég hafði haft með mér og aðr- ar, sem til voru á heimilinu. * * * 11. júlí. Við fórum heim til Ben Johnson í gærkvöldi, og þegar þangað koma, fóru þau hjón með okkur á fínt veitingahús í Oak Bay, á sjávarbakka, var þar mikill fjöldi skemmtibáta úti fyrir, enda er þetta nærri syðst á eyjunni. Ég borðaði lax, en mikið þykir mér vanta á að Kyrrahafslaxinn sé eins góður og sá er gengur í árnar á íslandi. Á eftir áttum við ánægjulega stund á heimili þeirra hjóna. * * * Chilliwack, 18. júlí. Ég er nú komin í hinn fagra Frazer-dal, sólin er ný-risin og hanarnir gala í nágrenninu. Veður er nú hið bezta á degi hverjum. — Á mánudaginn var unnum við Abba dálítið í garðinum. Þá var léttskýjað. Á þriðjudaginn þurfti Gil- berte að fara með Harald son sinn í bólusetningu. Við fór- um með henni til Lilju systur Munda og borðuðum þar. Var þá hið fegursta veður og 80 stiga hiti. Nokkrar myndir voru tekn- ar úti í garðinum, þar á meðal ein af mér á bak við La France rós, sem var hærri en ég. — Á miðvikudaginn fórum við til Mrs. Trones. Þau hjón eiga gott hús og þrjú börn, stúlku 15 ára og dreng og stúlku 8 ára. Mrs. Trones var í vinnu og ég sá hana ekki. Eftir há- degið fórum við niður í borg- ina og fórum þar á Bíó og sá- um mjög skemmtilega mynd, byggða á raunverulegum við- burðum fyrir og í byrjun II. heimsstyrjaldar. En þrátt fyr- ir það sá ég hálfpartinn eftir að vera ekki úti í góða veðr- inu þessa tvo tíma. — Þaðan fórum við svo í „Bus“ til Flo- rence og vorum þar allt kvöld- ið. Maður Florence, Fred Conconi, er af ítölskum og enskum ættum, fríður og gjörvulegur, „mesti forstands“ maður og að allra dómi ágætis maður og umhyggjusamur heimilisfaðir. — Börn þeirra hjóna eru fjögur; mjög mynd- arleg. Ég skoðaði garðinn, í honum eru margar tegundir blóma og trjáa, en mér varð minnisstæðast blóðberg og helluhnoðri. Hefir það senni- lega komið úr Butchart Gar- dens á meðan faðir Florence vann þar. Morguninn eftir kvaddi ég þennan ógleymanlega stað í rigningu og allt þetta mitt kæra velgjörðafólk og elsku- lega frændfólk, og lagði af stað til Vancouver með „Bus“, sem fór á ferju yfir sundið. Upp stytti á leiðinni, og varla hreyfðist bára við stein. Þegar nærri landi kom, var siglt fram hjá Point Robert, en þar hafa margir Islendingar búið. Þegar til Vancouver kom, beið þar blessaður Jón Sumarlida- son eftir mér á stöðinni og ók mér heim til sín. Dr. J. P. Pálsson var búinn að mæla svo fyrir, að ég heim- sækti Pál Bjarnason skáld og ljóðaþýðanda. Sagði, að dóttir síns, Mrs. Stewart, gæti ekið mér til hans. Það gerði hún líka þá um kvöldið. Það er yndisleg kona, bæði falleg og gáfuð, og umfram allt góð. Hún var gift ágætum manni, og þau eignuðust tvo drengi. En skyndilega var „sem sortni formyrkruð sól á hádegi“. — Þessi góði drengur, sem allir hörmuðu, fórst með flugvél sinni ísingu hlaðinni á fjalls- tindi, sem ég sá á leiðiilni hingað. Þar létu 54 menn lífið, og eru líkamsleifar þeirra þar uppi, því að ekki var hægt að flytja líkin niður þaðan. Framhald í næsta blaðL Þar mætast stálin stinn. J. P. Ferðasaga Solveigar Guðmundsdóttur — Business and Professional Cards — ÞJÓÐRÆKNISFÉLAQ ISLENDINGA 1 VESTURHEIMI Forsetis SÉRA PHHJP M. PÉTURSSON 681 Banning Street, Winnipeg 10, Manitoba BtrrkiS félagiS með þrí að garast maSlimlz. Artgjald $2.00 — Timarit félagcios fritt Sendist til fjármálaritara: MR. GUÐMANN LEVY 185 Lindsoy Street, Winnipeg 9, Monitobo

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.