Lögberg-Heimskringla - 19.01.1967, Síða 7

Lögberg-Heimskringla - 19.01.1967, Síða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. JANÚAR 1967 7 Þorgeirsboli (Sennilega þarf ekki að kynna bola fyrir íslendingum vestan hafs, þeir þekkja hann vafalaust allir af sögum og sögnum?). Það var margur Þorgeirsboli, það bar mest á eymd og voli áður fyrr með okkar þjóð. Þegar fór að frost og myrkur fjandinn reyndist mikilvirkur, boli þá um byggðir óð. — Berskjaldaður bærinn stóð. Tuddaleg voru við tuddagreyið tökin, naut að hálfu flegið illa búið í útivist undir haust og íslenzk veður, útigöngu, hvað sem skeður, hver hefir á slíku lífi lyst? Von er að þætti bölvað bola búnað slíkan verða að þola, eiga hvergi annars kost. Von er að yrði’ ei viðmótsgóður, vegalúinn, ferðamóður, þegar gnúði fjúk og frost. Mörgum títt hann gerði glennur, gerðust stundum harðar sennur þegar honum þrútnaði geð. Hygg ég að fleirum hefði orðið hrjúft og hnökrótt yfirborðið að vera ei meiri miskunn léð. Hann bar merki harðra daga, hann er okkar þjóðar saga, hún bar ekki alltaf heila há, varð af illum öflum flegin örbirgðar að feta veginn, fátt og lítið að fljóta á. — o — Þó að hljóðni um Þorgeirsbola það vill mörgu á fjörur skola, misjafnt enn er margt á ferð, illar koma að utan skottur, æði víða brotinn pottur, þjóðinni skömm og glenna gerð. Ef mér bæri um að velja íslenzkastan draug mun telja Þorgeirsbola, það er víst. Hann er af okkar holdi og blóði, heimafengið tap og gróði hvernig þjóðarsnældan snýst. Árni G. Eylands. Fréttir frá Ríkisútvarpinu Framhald frá bls. 1. skip bættist í íslenzkan skipa- stól á árinu 1966, þar af 15 fiskiskip, en 45 voru strikuð út af skipaskrá. 28 stálfiski- skip eru nú í smíðum erlendis fyrir íslenzka aðila. Síldar- leitarskip er í smíðum í Bret- landi og varðskip í Danmörku. Sex stálfiskiskip og þrjú tré- skip eru í smíðum innanlands. * ♦ * Á nýársdag hófst nýtt gos í Surtsey og gamla gosið aust- an til á eynni virðist engu minna en áður. Gosið hefur jafnt og þétt síðan nýja gosið hófst. Nýi skálinn í Surtsey er talinn í hættu vegna hraun- rennslis og hefur verið rætt um að flytja hann á öruggari stað. * * * Ákveðið hefur verið afnota- gjalds sjónvarps á þessu ári — 2400 krónur — og er gert ráð fyrir tveimur gjalddögum. — Afnotagjald útvarps verður ó- breytt — 620 krónur, Á Breiðdalsheiði hefur verið reist hús fyrir fjarskiptastöð, og er það síðasti hlekkurinn í kjeðju fjarstýrðra sendi- og móttökustöðva, sem flugum- ferðastöðin í Reykjavík notar til að hafa talsamband við flugvélar. Nýja stöðin nær allt til Grænlands. Hún verður að líkindum tekin í notkun næsta sumar. * * * Áætlað er, að stöð á Kefla- víkurflugvelli. sem á að taka á móti myndum frá veðurat- hugunarhnöttum verði tilbúin í apríl. Að öllum líkindum verða myndirnar símsendar til veðurstofunnar í Reykjavík. Gervihnötturinn, sem einkum er notaður til myndasendinga af skýjafari nefnist Tíros ní- undi. * \ * * Á síðastliðnu ári fóru 249,839 bifreiðar um nýja Keflavíkur- veginn. Vegatollurinn nam Ú: milljónum króna. * * * Á síðastliðnu ári urðu 79 banaslys hér á landi, 14 færri en árið áður. 149 mannslífum var bjargað. Björgunarsveitir Slysavarnafélags Islands björg uðu 45 erlendum sjómönnum af þremur strönduðum skip- um. * * * Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt út 486 sinnum á nýliðnu ári. Eldsvoðar urðu 354, sjúkraflutningar í Reykjavík 8243 og slysaflutningar 669. * * * Verðlaunum úr Riihöfunda- sjóði Ríkisútvarpsins var út- hlutað á gamlársdag að venju. Verðlaunin hlutu að þessu sinni tvö ljóðskáld, Stefán Hörður Grímsson og Þorgeir Sveinb j arnarson. * * * Forseti íslands sæmdi tíu menn heiðursmerkjum hinnar íslenzku Fálkaorðu á nýárs- dag. * * * Á nýliðnu ári voru 146 nýj- ar íbúðir fullgerðar í Kópa- vogi. * * * Árið 1966 fengu um 200 sveitabýli rafmagn frá raf- magnsveitum ríkisins. * * * Hinn 23. febrúar 1965 stofn- aði forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, börn hans og tengdabörn, minningarsjóð um forsetafrú Dóru Þórhalls- dóttur, og hafa þau nú lagt . fram allt stofnfé sjóðsins, 300 þúsund krónur. — Tilgangur sjóðsins skal vera að reisa minningarkirkju á fæðingar- stað Jóns Sigurðssonar á Rafnseyri við Arnarfjörð. — Sjóðnum hafa þegar borizt nokkrar minningargjafir. — Sjóðurinn er í vörzlu biskups- embættisins. * * * Samgöngumálaráðherrar ís- lands, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur halda fund í Kaup mannahöfn á morgun og verð- ur þar rætt um Loftleiðamál- ið. — Af íslands hálfu sitja fundinn Ingólfur Jónsson sam- göngumálaráðherra, Brynjólf- ur Ingólfsson ráðuneytisstjóri og Níels P. Sigurðsson deild- arstjóri. Til þessa fundar er eingöngu stofnað vegna óska Loftleiða um að fá að nota hinar stóru Rolls-Royce-flug- vélar sínar á áætlunarleiðum til annarra Norðurlanda. * * * I yfirliti dr. Halldórs Páls- sonar búnaðarmálastjóra yfir landbúnaðinn á liðnu ári segir m. a. að veðurfarslega hafi ár- ið verið óhagstætt landbúnað- inum og heyskapur hafi orðið með allra minnsta móti í flest- um sýslum, nema á Austur- landi. Nú er nær ógerningur að fá keypt hey og víða sé teflt á tæpasta vað með ásetn- ing. — Áburðarverksmiðjan Gufunesi framleiddi 22,720 lestir af kjarna 1966, 6,6 pró- sent minna magn en árið áð- ur. Áburðarsalan seldi alls 53,344 lestir af áburði. Hey- fengur var víða 10 til 15 pró- sent minni en 1965. Nýræktir spruttu lítið, grænfóðurrækt- un var með minnsta móti, kornakrar voru um helmingi minni en 1965 og kornuppsker- an fremur rýr. Framleiddar voru um 1000 lestir af gras- mjöli á árinu og um 110 lestir af heykögglum. Kartöfluupp- skeran var léleg um landt allt, aðeins um 25,000 tunnur. — Framleiðsla á gulrófum var mjög lítil. Sölufélag Garð- yrkjumanna seldi grænmeti á árinu fyrir um 21 milljón kr. Innvegið mjólkurmagn fyrstu 11 mánuði ársins 1966 var 95,- 835,181 kílógramm. — í haust var slátrað í sláturhúsum 837,573 kindum. Framleiðslu- aukning á kindakjöti var að- eins 483 lestir, en nú var slátr- að 8,4 prósent fleiri kindum en 1965, en dilkar urðu 5 pró- sent rýrari en árið áður. Fé á fóðrum mun svipað og árið áður, 840 til 850 þúsund. — Ketill A. Hannesson búfræði- kandídat frá Edinborgarhá- skóla, hefur verið ráðinn til Búnaðarfélags Islands sem ráðunautur í búnaðarhag- fræði. — Búnaðarmálastjóri sagði, að tækni við heyskap væri nú orðin góð hjá öllum þorra bænda, en mjög skorti enn á, að næg tækni væri not- uð við skepnuhirðingu og til- færingu búfjáráburðar. * * * Leikfélag Reykjavíkur á 70 ára afmæli á miðvikudaginn kemur og verður hátíðarsýn- ing á Fjalla-Eyvindi á mið- vikudagskvöldið.— Stjórnandi er Gísli Halldórsson, — Helga Backman leikur Höllu og Helgi Skúlason Kára. * * * 1 kvöld frumsýnir Þjóðleik- húsið tvo nýja íslenzka ein- þáttunga eftir Mallhías Jó- hannessen: Eins og þér sáið ... og Jón gamli. Leikstjóri er Benedikt Árnason. Ég labbaði upp Sargeni . . . Framhald af bls. 5. svolítið hífaður“ eða „Það ligg- ur svo makalaust ljómandi vel á mér.“ Þó voru þetta prýðis- strákar. Nú er þetta liðin tíð. Allar verzlanir íslendinga horfnar; byggingar í niðurníðslu; dyra- umgerðir skakkar; halla undir flatt, eins og gömul jómfrú, með flagnaða bletti, er minna mest á aldraða hefðarfrú, er notar of mikinn andlitfarða, er sezt bara ofan í dýpstu hrukkurnar. Nú verður ferð mín ekki lengri; ég horfi vestur götuna, sem ég rölti oft á dag í fjórð- ung aldar; þekkti hverja sprungu og skorning alla leið vestur á Ingersoll Street. — Ég veit, að þar sem Heims- kringla átti húsaskjól, er nú grænn flötur, allar byggingar jafnaðar við jörð, sem „Spart- ar“ hefðu þar verið að verki. Ég sakna Heimskringlu. — Hún var ein af mínum æsku- vinkonum. Og síðasta ritstjóra hennar, prúðmennið Stefán Einarsson, taldi ég ætíð góð- kunningja. Ég bið honum allrar bless- unar í huga mínum og óska honum sólbjarts og friðsæls ævikvölds með þökk fyrir fyrir margra ára skemmtilega viðkynningu. Ég lýt höfði í kveðju og virð- ingarskyni við alla gömlu ís- lendingana, er tróðu glaðir og reifir Sargent götu á liðnum árum. Friður fylgi minningu ykk- ar allra. Valdheiður Thorlakson. íslandssaga Framhald af bls. 4. voru þeirra samfarir góðar. Þau bjuggu fyrst vestur í Döl- um, en síðar á Grund í Eyja- firði, hinu mesta höfuðbóli. Snorri óx upp í Odda með Jóni Loftssyni. Hann var nítj- án ára, er fóstri hans andað- ist. Þá tók við búi í Odda Sæ- mundur sonur Jóns. Hann bað til handa Snorra Herdísar ríku frá Borg á Mýrum. Snorri var þá félaus maður, en fékk með konunni einhver hin mestu auðæfi, sem þá voru í ein- staks manns eigu á íslandi. Snorri bjá fyrst á Borg, unz hann náði Reykholii í Borgar- firði; þá flutti hann þangað, og var þar aðalheimkynni hans eftir það. Brátt urðu þeir Sturlusynir einna voldugastir höfðingjar í landinu. Þeir sátu yfir mikl- um auði, höfðu hver um sig mörg bú og stór og mikil mannaforráð. Höfðu þeir jafn- an um sig margt manna og sýndu af sér rausn mikla í hví- vetna. Nokkuð voru þeir bræð ur fjöllyndir í ástamálum. Þórður og Snorri skildu báðir við konur sínar, en áttu mörg börn með fylgikonum. Brot úr gömlu ástarbréfi. „Ástin mín! Mikið hefur mér leiðzt síðan þú fórst í verið. — Þegar ég fylgdi þér út á Stekkjarholtið, vildi ég ekki láta þig sjá hvað mér leið illa. Ég horfði lengi á eftir þér og flóði öllum í tár- um, en ég vildi ekki láta þig sjá tárin mín, mér fannst þú hafa nóg að bera samt, elsku vinur minn, þótt þú bærir þau ekki líka. Loksins labbaði ég heim, og ekki stökk mér bros allan lið- langan daginn, fyrr en um kvöldið, þegar ég var háttuð. Þá gat ég ekki að mér gert að hlæja. Þá tók ég fyrst eftir því, að ég var í skyrtunni þinni, en þú hafðir farið í minni skyrtu.“ SPAKMÆLI DAGSINS Þar er hver maður veik- astur fyrir, sem hann heldur sig sterkastan. — N. Emmons,

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.