Lögberg-Heimskringla - 19.01.1967, Side 8
8
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. JANÚAR 1967
Úr borg og byggð
The Annual Liíerary Supple-
ment.
Fyrsta útgáfa þessa fylgi-
blaðs Lögbergs-Heimskringlu
kom út í febrúar 1966. Þetta
eintak blaðsins varð svo eftir-
sótt, að þótt við prentuðum
nokkur hundruð eintök fram
yfir það venjulega, gátum við
ekki uppfyllt allar pantanir.
Við tókum því það ráð að
endurprenta meginritgerðirn-
ar í bæklingi; Ninety Years of
Icelandic Selllemeni in Wesl-
ern Canada eftir próf. Harald
Bessason og Some Notable
Scholars in the Iceland Field
eftir Dr. Richard Beck, og
flugu þessir bæklingar út, en
við eigum samt nokkra eftir.
Ef einhverjir óska að eignast
þá, er verð þeirra 50 cents, og
fást á skrifstofu blaðsins, 303
Kennedy Street.
Önnur útgáfa Annual Liter-
ary Supplement of Lögberg-
Heimskringla kemur út á svip-
uðum tíma og í fyrra, þ. e. í
byrjun febrúar.
Vegna tilmæla próf. Har-
alds Bessasonar og Dr. P. H.
T. Thorlakson hafa fimm
kunnir fræðimenn skrifað rit-
gerðir fyrir þessa útgáfu um
íslenzk efni og birtast þær
ekki annars staðar.
Þetta blað verður á ensku,
og ættu þeir, sem vilja senda
það vinum sínum, að panta
það sem fyrst.
— I. J.
* * *
f sumri og sól.
Um þessar mundir baða
nokkrir Winnipegbúar sig í
sólskini og veðurblíðu í Ha-
waii; þar á meðal Mr. og Mrs.
Gretlir Eggertson og Mr. og
Mrs. Njáll Bardal.
* * *
Þau hjónin, Bergihor og
Helen Pálsson frá Hecla, fóru
til Vancouver um jólaleytið í
heimsókn til HVjdar dóttur
þeirra og tengdasonar, Mr. og
Mrs. Aikenhead, og þar á frú
Helen líka sex systkini, sem
hún hlakkaði til að heimsækja.
Þau hjónin gerðu ráð fyrir að
koma heim í febrúar. Björg-
vin sonur þeirra fór vestur
með þeim, en kom til baka
eftir stutta dvöl, því hann
stundar nám við Manitobahá-
skólann.
* * *
í Hallveigarstaðasjóð.
Frú Pétur Thorsteinsson,
Washington ........ $10.00
Frú John D. Eaton,
Toronto ......... $50.00
Icelandic Canadian Club,
Los Angeles________ $109.10
Guðm. Thorsteinsson,
Los Angeles $10.00
Skúli Bjarnason,
Los Angeles ..... $10.00
Kærar þakkir.
Marja Björnson,
White Rock, B. C.
301-1250 Blackwood St.,
Bókmenntasaga Norðurlanda
endurprentuð.
Nýlega er komin út á vegum
The Kennikat Press í Port
Washington, New York, ljós-
prentuð útgáfa af Bókmennta-
sögu Norðurlanda, The His-
tory of Scandinavian Litera-
tures, sem útgáfufélagið The
Dial Press í New York gaf út
1938, og lengi hefir verið upp-
seld, og því ófáanleg. — Dr.
Richard Beck er einn af höf-
undum þessarar bókar, og
skrifaði þar ítarlegt yfirlit um
íslenzkar bókmenntir fram að
þeim tíma, og einnig sérstak-
an kafla um vestur-íslenzk
skáld. Hlaut bók þessi góða
dóma á sínum tíma, og meðal
þeirra, sem fóru mjög lofsam-
legum orðum um kaflana um
íslenzkar bókmenntir, voru
þeir dr. Alexander Jóhannes-
son og dr. Watson Kirkcon-
nell.
Heimsóf-ti
æskustöðvarnar
Síðastliðið sumar kom í
heimsókn til íslands Gísli
Hlöðver Pálsson, er um 17 ára
skeið hefur dvalizt í Banda-
ríkjunum hjá móður sinni,
giftri þar vestra, Kristínu
Gísladóttur frá Keflavík. Faðir
hennar er Gísli Daníelsson,
velkunnur borgari hér í bæn-
um, nú rúmlega áttræður að
aldri.
Fyrir nokkrum árum var
skýrt frá því hér í blaðinu, að
Gísli Hlöðver, sem kallar sig
Jack Gilbert Hills vestan hafs,
hefði sýnt frábæra námshæfi-
leika og hlotið þá sjaldgæfu
viðurkenningu að fá verðlaun
sem eitt af mestu vísinda-
mannsefnum meðal náms-
manna í háskólum U. S. A.
Hlöðver, eða Hlölli, eins og
hann var kallaður hér í Kefla-
vík, áður en hann fluttist vest-
ur um haf með móður sinni,
er hann var 6 ára gamall, hef-
ur síðustu árin stundað há-
skólanám í Kansas í Banda-
ríkjunum og hefur haft sem
sérgrein stjörnueðlisfræði, en
aðalgreinar hennar eru stjörnu
fræði, eðlisfræði og stærð-
fræði. Hann lauk meistara-
prófi frá háskólanum í Kansas
síðastliðið sumar og hlaut
hæstu einkunnir, sem unnt er
að fá í öllum aðalnámsgrein-
unum.
í haust hóf Hlöðver nám við
háskólann í Michigan í Banda-
ríkjunum og les nú til doktors-
prófs í stjörnueðlisfræði.
Hlöðver kom hingað til lands
í sumar í boði föður síns, Páls
S. Pálssonar, hrl. Átti hann
þess kost að ferðast um land-
ið, bæði um byggðir og öræfi
og að veiða lax í ágætri veiðiá
nyrðra. Mun hann hafa verið
mjög hrifinn af því, sem fyrir
augu bar, en ekki hvað sízt
þótti honum vænt um að heim
sækja æskustöðvarnar í Kefla-
vík og hitta þar afa sinn, móð-
ursystkini og annað frænd-
fólk,
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Heimili: 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku: kl. 9.45 f. h.
11.00 f. h.
Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h.
Alls dvaldist Hlöðver þrjár
vikur á Islandi í þetta sinn,
og er það raunverulega fyrsta
sumarleyfið, sem hann hefur
átt, því að undanfarin sumur
hefur hann unnið allan skóla-
leyfistímann í stjarnfræði- og
geimrannsóknarstöðvum á
ýmsum stöðum í Bandaríkjun-
um.
Faxi, jólablað 1966.
Dánarfregnir
Viclor Eyjolfson andaðist 28.
desember 1966 eftir langvar-
andi vanheilsu, 77 ára að aldri.
Hann var fæddur á Unalandi
við íslendingafljót (Riverton).
Foreldrar hans voru Gunn-
steinn Eyjólfsson Magnússon-
ar frá Unaósi í Hjaltastaða-
þinghá, Norður-Múlasýslu, og
kona hans, Guðfinna Eiríks-
dóttir Sigurðssonar frá Heið-
arseli í Hróarstungu. Gunn-
steinn er kunnur fyrir ritverk
sín og tónsmíðar. Hann rak
verzlun við íslendingafljót og
var póstmeistari byggðarinn-
ar. Að honum látnum tók
Victor að sér þetta starf, þá
aðeins tvítugur að aldri, og
þegar síminn kom til River-
ton, var símastöðin fyrstu 14
árin í verzlunarbúð hans. —
Hann var ágætur reiknings-
haldari og stundaði það starf
á síðari árum.
Victor heitinn var listrænn
mjög; rithönd hans var ein-
staklega falleg, svo og allur
frágangur á reikningshaldi
hans. Hann var gefinn fyrir
hljómlist, svo sem hann átti
kyn til, var í tólf ár organisti
í kirkju Bræðrasafnaðar og
þótti sérstaklega hæfur undir-
leikari (accompanist) bæði á
orgel og píanó. Hann var í
lúðraflokki Riverton-bæjar á
meðan Riverton Band var við
líði og lék á trombone.
Victor var kvæntur Láru,
dóttur Jóhannesar Helgason-
ar skipstjóra á Winnipegvatni.
Hún dó árið 1953 og Gunh-
steinn sonur þeirra árið 1964.
Eftirlifandi eru Alice Eyjólf-
son, dóttir hans, á Gimli; þrír
bræður, John, Axel og Albert,
allir búsettir í Riverton; fimm
systur, Thordis — Mrs. S. O.
Thompson í Riverton, Cecilia
— Mrs. J. Nairn í Winnipeg,
Elizabeth — Mrs. A. John-
ston í Peterborough, Ont.; Vil-
borg og Margrét í Winnipeg;
5 barnabörn og 5 barna-barna-
börn.
Útförin fór fram í Selkirk.
Rev. W. Bergman jarðsöng.
* * *
Helgi (Harry) Helgason and-
aðist 1. janúar 1967 á Gimli,
77 ára að aldri. Hann var son-
ur Jakobínu Sigurðardóttur
Erlendssonar og manns henn-
ar, Jóhanns Helgasonar, skip-
stjóra á Winnipegvatni.
* * * y
Linda Carol Grimson, 2942
East 27th Avenue, Vancouver,
lézt 15. desember 1966, 19 ára
gömul. Hana lifa foreldrar
hennar, Mr. og Mrs. E. B. (Al)
Grimson og tvíburabróðir
hennar, Paul, auk fjölmenns
skyldmennaliðs. Að kveðjuat-
höfn lokinni fór fram bálför
hennar.
* * *
Hrólfur (Harry) Thorstein-
son, 625 Minoru Blvd., Burna-
by, B.C., fyrrum til heimilis í
North Battleford, Sask., and-
aðist 15. desember 1966, 74
ára að aldri. Hann lifa kona
hans Oddný; fjórir synir,
Stoney, Mundi, Marinó og
Harold, allir í Vancouver; ein
dóttir, Margrét — Mrs. W.
Stevens í Richmond; 10 barna-
börn og 5 barna-barnabörn. —
Kveðjuathöfnin og bálför hans
fór fram í kapellunni í Rich-
mond.
Sögur aí frægu fólki.
Tao-kuang, sem var keisari
í Kína 1820—1850, fór oft um
hið víðlenda ríki sitt og tók
sjálfur allar mikilvægar á-
kvarðanir.
Eitt sinn var í heimsókn hjá
honum gestur frá Evrópu, og
hann spurði Tao-kuang:
— Hvernig farið þér að því
að varðveita yðar góðu heilsu?
•— Það er ósköp auðvelt,
sagði keisarinn. Ég hef fjóra
líflækna, sem ég borga hátt
kaup. En ef ég veikist, þá
hætti ég að borga þeim kaup
— fram að þeim degi, sem mér
batnar. Og ég hef aldrei hing-
að til verið veikur meira en
fjóra daga.
GUNNAR 0. EGGERTSON
Barrister, Solicitor and Notary
500 Power Building
Winnipeg 1, Man.
Phone WH 2-3149
at Municipal Office, Riverton
12.00 Noon lo 3.00 p.m.
at Credit Union Office, Gimli
4.00 p.m. io 6.00 p.m.
First and Third Tuesdays
GOING TO ICELAND?
Or perhaps you wish to visit
other countries or places here,
in Europe or elswhereT Where-
ever you wish to travel, by
plane, ship or train, let the
Triple-A-Service with 40 years
travel experience make the
arrangements. Passports and
other travel documents secured
without extra cost.
Write, call or telephone to-
day without any obligations to:
ARTHUR A. ANDERSON
TRAVEL SERVICE
133 Claremonl Ave„
Winnipeg 3, Man.
TeL: OLobe 2-5446
WH 2-5949
Asgeirson Paints & Wallpapers
Ltd.
BUILDING MATERIALS
696 Sargent Avenue
Winnipeg 3, Manifoba
• All types of Plywood
• Pre-finish doors and
windows
• Aluminum combination
doors
• Sashless Units
• Formica
• Arborite
• Tile Boards
• Hard Boards etc.
• Table Legs
Phones
SU 35-967 SU 34-322
FREE DELTVERY
THE SCANDINAVIAN CENTRAL COMMITTEE will
hold its annual Mid-Winter Festival on February 3rd,
1967, in the Hastings Auditorium, 828 E. Hastings St.,
Vancouver.
A program begins at 8 p.m., with dancing starting
at 10 p.m. The Byberg Brothers Orchestra will play.
Coffee will be available. Admission $1.50.
ÍSLENDINGADAGSNEFND
hefur enn birgðir af
íslenzkum Harðfiski
Verð $1.00 pakkinn. — Póstpantanir sendist til
HELGI JOHNSON — Box 423, Gimli
J. F. KRISTJÁNSSON,
246 Mongomery Ave., Ph. 453-3454, annasl afgreiðslu
í Winnipeg.