Lögberg-Heimskringla - 21.09.1967, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 21.09.1967, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. SEPTEMBER 1967 Á sjötfa þúsund ný vegabréf Hreindýrastofnunin ætti að geta tvöfaldast ó tíu órum ÍSLENDINGAR hafa gerí víðreist í ár. Samkvæmt upp- lýsingum útlendingaeftirlits- ins hafa rúmlega 5300 vega- bréf verið afgreidd frá ára- mótum. Flugfélögin skýra frá aukn- ingu í farþegaflugi til og frá landinu. Vertíð ferðaskrifstof- anna stendur sem hæst og hó- telin eru fullsetin. j Útlendingaeftirlilið Eftir því sem skrifsofa út- lendingaeftirlitsins upplýsti, væri hér um Reykvíkinga að ræða. Úti á landi væru það sýslumenn, sem sæju um út- vegun vegabréfa. Þessi tala gefur aðeins ófullkomna hug- mynd um ferðamannastraum- inn frá íslandi. Mikill fjöldi hefur haft vegabréf sín í gildi, og afnumin hefur verið vegabréfaskyldan á Norður- löndum. Hér er því aðeins um hluta ferðamannastraumsins að ræða. Eftir endumýjun gilda vegabréfin nú til 10 ára, en voru til þriggja ára áður. Aðspurður um e r 1 e n d a menn, sem hér eru í atvinnu- leit, eða vafasamari tilgangi, sagði útlendingaeftirlitið, að hér hefði verið við nokkurt vandamál að stríða. Hjá sum- um þessara manna hefði at- vinna brugðizt þegar komið var út á land. Væri þá haldið aftur til Reykjavíkur. Gæti það kannski verið ástæðan fyrir því hversu mikið hefði borið á þessu fólki hér að undanfömu. Viðvíkjandi brottvísun úr landi var sagt, að til hennar hefði eins og oft áður þurft að grípa í nokkrum tilfellum. Flugfélögin og Eimskip 1 utanlandsflugi Flugfé- lagsins hefur orðið aukning. Ekki voru tölur tilbúnar fyrir júlí- og ágúst-mánuði, en í maí sl. varð 15% farþega- aukning og í júní 8%. Taka skal fram að reikna má með að júlí- og ágúst-mánuðir séu hvað hagstæðastir fyrir fé- lagið. Hefur ágúst unnið á hvað þetta snertir. Er því ljóst að aukning hef- ur orðið á ferðamannastraumi til landsins. Og hvaðan koma svo ferða- mennirnir? Flugfélagsmenn telja að aukningin sé til komin með fjölgun ferðamanna frá Bret- landseyjum. Þar er auglýs- ingaherferð félagsins f a r i n að bera góðan ávöxt. Bretar sjá sér hag í að koma til ís- lands, því landið er á Ster- lingssvæðinu. Fá þeir því ó- takmarkaða gjaldeyrisyfir- færslu til Islandsfarar, en annars er hámark gjaldeyris- yfirfærsla til ferðamanna £50. Hjá Loftleiðum hf. fékk blaðið upplýsingar um far- þegaflutningana í m a í o g júní. Frá Islandi til Evrópu flugu í maí 10.622 farþegar og í júní 13.602. Til Bandaríkj- anna flugu í maí 4.945 og í júní 10.272. Aukning á flutningum fyrstu sex mánuði ársins var 14%. Frá því í maí hefur Gull- foss flutt 1329 farþega til landsins og 1475 farþega utan. Sagði Sigurlaugur Þorkels- son, fulltrúi hjá Eimskip, að haustferðimar vinsælu yrðu teknar upp að nýju í ár. Verða það 16 daga ferðir til meginlandsins. Hólelin Mbl. hafði samband við tvo hótelstjóra í Reykjavík og spurði tíðinda af ferðamanrta- strauminum. Konráð Guðmundsson í Hó- tel Sögu sagði blaðinu, að hvað aðsókn snerti v i r t i s t sumarið ætla að koma út mjög svipað og á síðasta ári. Flestir væru gestirnir frá Norðurlöndunum og Banda- ríkjunum. ítölsk ferðaskrif- stofa hefur sent hin'gað nokkra hópa í sumar, sem gist hafa á Sögu. Bandarískar ferðaskrifstofur skipulögðu einnig hópferðir hingað og hafa þeir hópar þá viðkomu hér í byrjun eða endi ferðar- innar. Annars virtust sér ferðamennimir vera í öllum aðalatriðum frá sömu löndum og áður. Stefán Hirst, hótelstjóri Loftleiða, sagði að herbergja- nýtingin hefði verið með á- gætum. 1 júlí 90.2% og það sem af væri ágúst 95.4%. Morgunblaðið 29. ágúsl. Hér hefur hann starfað í náinni samvinnu við Rann- sóknarráð ríkisins, en eitt af verkefnum þess er að annast frumrannsóknir á nýtingu auðlinda landsinis. Formaður ráðsins, Steingrímur Her- mannsson, sagði á fundi með blaðamönnum í dag, en þar voru einnig mættir B. Thia- garajan og Baldur Líndal efnaverkfræðingur að beðið hafi verið um aðstoð Samein- uðu þjóðanna til að gera at- huganir á efnavinnslu úr sjó á sem breiðustum grundvelli og væri raunin sú að sér- fræðingurinn hefði bent á möguleika í þessum efnum sem íslenzkir vísindamenn hefðu lítt hugsað um til þessa. En hafa yrði í huga að hér væri aðeins um frumrann- sóknir að ræða og engan- veginn hægt að segja á þessu stigi málsins hvort við höfum fjárhagslegt bolmagn til að hefja efnavinnslu úr sjó í ná- inni framtíð og margt yrði að athuga áður en farið yrði að hefjast handa um fram- kvæmdir. Það sem einkum vekur at- hygli í sambandi við tillögur sérfræðingsins er að hann hefur bent á að nota jöklana sem orkugjafa við efnavinnsl- una, ekki síður en1 jarðhita og vatnsorku. Segir hann að Is- lendingar eigi nær ótakmark- aða orku í jöklunum og vel gæti komið að því að þeir verði nýttir til þeirra hluta er tímar líða. 1 sambandi við efnavinnslu úr sjó er einkar hagkvæmt að virkja jökul- kuldann1 því að við vinnslu sumra efna úr sjó er einfald- ast að frysta sjóinn og ná efn- unum úr honum í því ástandi, en í öðrum tilfellum er sjór- inn hitaður. Einkum kemur Eyjafjallajökull til greina til virkjunnar, og virðast allar aðstæður þar fyrir h e n d i. Skriðjökullinn gengur allt niður á láglendi. Við rætur jökulsins er hverasvæði og mætti fá hitaorku þaðan og tiltölulega auðvelt er að ná til raforku á því svæði. Gallinn er sá að þarna er erfitt um hafnargerð við ströndina og yrði það kostnaðarsöm fram- kvæmd ef til kæmi. Fleiri staðir koma einnig til greina f y r i r sjávarefnaverksmiðju eins og til dæmis rætur Sól- heimajökuls. Baldur Líndal er sá ís- lenzkur vísindamaður s e m einkum hefur rannsakað möguleika á vinnslu sjávar- efna og hefur hann skilað greinargerðum til Rannsókn- arráðs um athuganir sínar og tillögur um vinnslu. Hefur hann einkum athugað hvera- svæðið á Reykjanestá en þar eru saltir hverir og borað hef- ur verið þar í tilraunaskyni. Saltið í borholunni er um 70% meira en í sjónum við strönd- ina og er nálega 100 gráðu heitt. Þarna yrði hægt að framleiða allt að 150 þúsund í frétlatilkynningu s e m Þjóðviljanum barst í gær frá menniamálaráðuneytinu segir m.a. svo um hreindýrastofn- inn í landinu: Menntam.ráðuneytið hefur eins og að undanförnu lát- ið fara fram lalningu á hrein- dýrahjörðinni á Austurlandi. Fóru þeir Ágúst Böðvarsson, íorstöðumaður Landmæling- anna, Guðmundur Gíslason, læknir o.fl. í flugvél yfir allt hálendið, sunnan frá Kollu- múla lil Smjörvatnsheiðar og að Möðrudalsfjallgarði. Voru teknar ljósmyndir af hrein- dýrahópunum og síðan lalið eftir myndunum. Reyndust fullorðnu dýrin vera 2.021 og 534 kálfar eða samtals 2.555 dýr eða 165 hreindýrum fleira en þegar talning fór fram í fyrra. Tvö undanfarin ár hafa ekki verið heimilaðar hreinL dýraveiðar, en þar áður hafði um skeið verið leyft að veiða allt að 600 dýr árlega á tíma- bilinu frá 7. ágúst til 20. sept- ember. En samkvæmt skýrsl- um hreindýraeftirlitsmanns- ins, Egils Gunnarssonar á Egilsstöðum í Fljótsdal, hafði tala þeirra dýra, sem veidd- ust verið sem hér segir: Árið 1959 484 hreindýr, árið 1960 384, árið 1961 268, árið 1962 285, árið 1963 338 og árið 1964 300 hreindýr. Við samanburð á niðurstöð- um af talningu dýranna þrjú síðustu árin virðist fullt sam- ræmi milli talnanna frá ári til árs. Ungkálfar reyndust t.d. öll árin vera um 26% af tölu fullorðnu dýranna. Þetta bendir til þess; að aðeins helmingur kúnna, eða þar um bil komi fram kálfum. Ekki tonn af salti á ári og auk þess nokkur önnur efni úr sjó. Samkvæmt rannsóknum er möguleiki að vinna þarna 40 tegundir efna úr sjónum en ekki kemur til greina að vinna nema 25 þeirra svo að vinnslan geti borgað sig, en af þeim eru tæpast nema 7 efnategundir, sem telja má álitlegar til vinnslu og yrði þá venjulegt salt aðaluppi- staðan í vinnslunni, en af því er árleg notkun íslendinga um 50 þúsund tonn. Sérfræðingur Sþ gerir aft- ur á móti ráð fyrir að hér verði aðallega unnið natrium sulfat úr sjó, auk annarra efna, en það efni er tífallt verðmætara en venjulegt salt, og mikið notað til iðnaðar. En eins og fyrr er sagt eru athuganir þessar allar í frum- stigi og líklega langt í land að ákveðið verði hvort ís- lendingar reisi sjóefnaverk- smiðjur eða ekki. Tíminn 26. júlí. virðist fjarri lagi að áætla að heildartala dýranna sé um það bil 10 prósent hærri en fram kemur við talningu og að allur stofninn sé nú um 2800 dýr. Séu dýrin alfriðuð og engin stóróhöpp koma fyrir af nátt- úrunnar hendi ætti stofninn að geta tvöfaldast á um það bil áratug, ef slíkt væri talið æskilegt. Hreidýrastofninn fór vel fram á árunum frá 1940 til 1960, en árin, sem leyft var að veiða, var slátr- að árlega mun fleiri dýrum en eðlileg fjölgun hjarðarinn- ar gat bætt upp, og því gekk á stofninn á þessu tímabili. Síðustu þrjú árin, sem dýrin hafa verið friðuð, virðist þeim hafa fjölgað með eðlilegum hætti. Guðmundur Gíslason, læknir vinnur áfram að rann- sóknum sínum á heilbrigði hreindýrastofnsins. Þjóðviljinn 27. julí. Ferðahraðinn á fslandi L.H. hefir nýlega f 1 u 11 fregnir af 20 mínútna ferð með svifskipi frá Vestmanna- eyjum að Bergþórshvoli og þotu frá Reykjavík til Akur- eyrar, sem önnur blöð segja að hafi ekki tekið nema 15 mínútur. Ja — mikið hafa samgöng- urnar batnað á íslandi en ekki virðast samt allir ánægð- ir. Tíminn birti nýlega fregn þess efnis að allmargar flug- freyjur hjá flugfélagi Islands myndu vera að hugsa um að segja upp stöðum sínum síð- an Flugfélagið fór að nota nýju þotuna til ferða milli Reykjavíkur og London1 og Reykjavíkur og Kaupmanna- hafnar. Á eldri vélunum var starfsfólkið oft einn eða tvo daga erlendis, gisti á hótelum á kostnað félagsins og fékk dagpeninga, hvíld eða skemmtun. Þetta voru talin aðalhlunnindi flugfreyju- starfsins sem sagt er að sé erfitt og ekki sérlega vel borgað. En með nýju þotunni hverfa þessi hlunnindi. Á- ætlun hennar er þannig að ýmist eru farnar ein eða tvær ferðir til útlanda og til baka til Keflavíkur á hverjum degi. Þegar tvær ferðir eru gerðar á dag er þotið er frá Keflavík til London að morgní, lent aftur í Keflavík um tvöleytið, skipt um flug- freyjur, og þá farið til Kaup- mannahafnar og aftur lent í Keflavík um miðnætti. Það eiga allir glappaskot á æfi sinni. Góðir möguleikar eru ó efna-vinnslu hér úr sjónum Víðlækar athuganir fara nú fram á möguleikum til vinnslu á ýmis konar efnum úr sjó hér á landi. Hafa ís- lenzkir vísindamenn u n n i ð talsvert að þessu verkefni og undanfarnar tvær vikur hef- ur sérfræðingur í þessum efn- um, sem starfar á v e g u m Sameinuðu þjóðanna, dvalið hér og kynnt sér möguleika íslendinga á þessu sviði. Nið- urstöður hans eru, eins og reyndar íslenzkra vísinda- manna, að hér séu aðstæður fyrir hendi til síórvirkrar efnavinnslu úr sjó. Sérfræðingurinn1 sem Sþ sendu hingað að beiðni Rann- sóknarráðs ríkisins er Ind- verji að nafni B. Thiagarajan, og kom hann hingað fyrir milligöngu utanríkisráðu- neytisiins. Hefur hann um ár- bil stjómað rannsóknum á saltvinnslu úr sjó á Ceylon en1 unnið á vegum Sameinuðu þjóðanna undanfarin ár.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.