Lögberg-Heimskringla - 21.09.1967, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 21.09.1967, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. SEPTEMBER 1967 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: Tengdadóttirin Skáldsaga „Guð má vita, hvað þessir þunglyndu menn taka fyrir. Það er líka geðveiki í ætt- inni.“ „Það er dálagleg ættar- fylgja eða hitt þó heldur,“ hnussaði í Þorgeiri. — „Það vantaði nú bara, að hann færi að leggjast í geðveiki út af þessu kvennastússi sínu. Það er óskiljanlegt, að allt þetta ólán og armæða skuli geta stafað af því að belja fór að drepast austur í Heiðargörð- um. Það lítur nú út fyrir, að það sé ekki sá hörgull á kven- fólki í sveitinni, að það þurfi endilega að velja þessa einu — og þó er það máske það bezta, fyrst svona er komið.“ „Það eru nú sumar mann- eskjur svona gerðar, að geta ekki elskað nema eina mann- eskju í veröldinni,“ sagði Gunnhildur. „Átakanlegast er þó að geta kennt sjálfri sér um þetta allt.“ Það var nú einmitt það, sem Þorgeir hafði sjálfur fengið að heyra hjá sinni eigin sam- vizku. „Það þýðir nú lítið að fara fram fyrir það, sem liðið er,“ sagði hann, „enda viss- um við ekkert. Allt hafðist það af því, að hann þagði eins og einhver rola. Þetta eru heldur engar aðfarir í honum í þessum ástamálum. Því ekki að fara austur að Heiðargörð- um og tala við stúlkuna? — Hvað skyldi vera að marka það, sem hinar og þessar skrafskjóður eru að bera um sveitina?“ Hann snerist á hæli, skálmaði inn í bæjardyrnar og kallaði hátt á Siggu. Hún anzaði innan úr búrinu. — „Veiztu, hvar krakkinn er?“ spurði hann. „Hann er hérna að koma í sig matnum.“ „Getur þú skroppið eftir honum Sörla fyrir mig, fyrst krakkinn er ekki búinn með matinn? Hann er hérna rétt fyrir ofan. Bjössi getur svo farið að hjálpa honum Gvendi við að koma heim sandi. Það verður farið að drífa í þessu. Þú hlýtur að geta tekið við strokknum, Gunnhildur, svo að Sigga geti hlaupið eftir hestinum. Það þýðir lítið að standa þarna og rifja upp gamla ófagnaðarviðburði. — Vonandi kemur ekki slíkt fyr- ir aftur. Svo þætti mér gott að fá eitthvað að éta áður en ég fer,“ rausaði hann. „Hvert ætlarðu, góði minn?“ spurði hún hikandi. „Ætli það verði ekki ég, sem verð að reyna að útvega einhverja kvenmannsmynd á þetta heimili, en hvort það verður tengdadóttir, veit ég ekki,“ anzaði hann gustmikill. „Hvað skyldi það vera, sem ég verð ekki að gera hérna, ef eitthvað á að mjakast á- fram?“ „Það er eðlilegt, að þú sért þreyttur, Þorgeir minn,“ sagði Gunnhildur mæðulega. „Mér finnst ég alveg vera að bugast yfir þessu, ef hann ætlar nú að fara frá okkur aftur.“ „Þú hefur nú víst alltaf ver- ið að bugast allt lífið hefur mér sýnzt. Reyndu svo að verða búin að hella á kaffi- sopa handa mér áður en ég fer.“ Hann settist að matborðinu, en kona hans tók við strokkn- um af Siggu. Hún spurði með sinni vanalegu glettni: „Hvers konar ástand er þetta, ætla allir að fara að ríða út núna á virkum degi, þegar svo margt kallar að heima við?“ „Ég þarf að fá rakvatn,“ sagði Þorgeir. „Skárri eru það nú flott- heitin að fara að raka sig, eins og þú ætlir í bónorðsför,“ sagði þá Sigga. Hún gat vana- lega komið húsbóndanum í sæmilegt skap með því að spauga við hann. „Eins og það geti ekki skeð, að ég ætli að gera það,“ sagði hann. „Þú ert alltdf jafnkát á hverju sem gengur, enda gengur víst ekki margt á móti þér.“ Sigga fór hlæjandi út, en hjónin þögðu meðan hann mataðist. Svo fór hann inn í suðurhúsið með rakvatnið. Nú yrði hann orðinn rólegur, þegar hann kæmi fram, hugs- aði Gunnhildur. Þau voru sjaldan lengi í honum, þessi bráðlyndisköst. Það lagði líka ilmandi kaffilykt á móti hon- um, þegar hann kom fram í göngin. „Jæja, ég finn að þú ert bú- in að hella á könnuna, kona,“ sagði hann í ólíkt glaðlegri tón en áður úti á hlaðinu. — Hún aðgætti klæðnað hans og lét í ljós, að það hefði verið betra að hann hefði látið á sig hálstau. „Hann er víst ágætur, þessi trefill. Ef ég get ekki rekið erindið almennilega með hann um hálsinn, gengi það víst ekkert betur, þó að ég væri með hálstau,“ sagði hann. „Ertu að hugsa um að fara á eftir Hjálmari?“ spurði hún hikandi. „Nei, áreiðanlega ekki. — Hann er víst enginn óviti, sem þarf að líta eftir, hvort fari sér að voða.“ „Óskandi að þetta fái allt góðan enda,“ sagði hún, þegar hann kvaddi. „Það er að minnsta kosti ó- þarfi fyrir þig að óttast, að ég fari að kæfa mig í einhverri tjörninni þarna austur í heið- inni, þó að nógu séu þær margar,“ sagði hann á leið fram göngin. „Mikill er nú þessi glanna- skapur af fullorðnum manni að tala svona,“ andvarpiaði hún. Austur í Heiðargörðum. Þorgeir reið geyst austur selgöturnar. Skapið léttist fljótlega við að horfa á fram- gengnar ær beggja megin göt- unnar, sem hann var eigandi að eða einhver á hans heimili. Láki í Koti mætti honum skammt vestan við selið, sem tilheyrði Hraunhömrum. Þor- geir steig af baki og heilsaði honum kumpánlega. „Við för- um að þiggja að sjá þig þarna norður frá,“ bætti hann við kveðjuna. „Það skal ekki standa á mér, þegar þið þuríið mín við,“ sagði Láki. „Við förum að byggja núna einhvern daginn, býst ég við,“ sagði Þorgeir. „Þú ert náttúr- lega að koma frá Heiðargörð- um — sjálfsagt þar með annan fótinn hjá kærustunni,“ bætti hann við spaugandi. „Heldurðu kannske að ég sé ekki búinn að taka hana heim til mín fyrir nokkru. Ég hef nú ekki aðra eins biðlund og sonur þinn. Er nú þessi trú- lofun alveg búin eða hvað?“ sagði Láki. „Þú gætir víst alveg eins svarað þeirri spurningu og ég. Er Ásta þarna í Heiðargörð- um?“ „Já, auðvitað er hún þar,“ sagði Láki. „Ég er á leiðinni þangað að tala við hana. Mér finnst þetta allt heldur hægfara, en líklega verð ég ekki kærkom- inn gestur, ef hún er farin að hugsa um einhvern annan,“ sagði Þorge.r. „Ég er með bréf til hans frá henni,“ sagði Láki. „Nú, það breytir dálitlu. — Kannske það sé uppsagnar- bleðill? Þá fer ég erindis- leysu, en aftur sný ég ekki án þess að tala við hana,“ sagði Þorgeir. Láki fékk honum bréfið. — Þeir kvöddust og riðu í gagn- stæðar áttir. Þorgeir átti nú stutt eftir að Heiðargörðum. Það voru hreint ekki óefnileg lömb hjá Halldóri karlinum og þó nokk- uð margar ær með tveimur. Það var líka bærilegt landið hérna í heiðinni, og líklega var hann góður fjármaður, og þarna voru bara þrjú lömb á eftir einni ánni. Það var svei mér búsældarlegt. — Og'svo þessi líka litla silúngskippa á nagla í bæjardyrunum, sem hann sá, þegar hann gaf bæj- arþilinu þessi vanalegu þrjú högg að gömlum og góðum sveitasið. Halldór bóndi var nýlega kominn heim með veiðina framan úr' heiði, en hafði lagt sig til að láta líða úr sér, en hrökk upp við högg- in. „Nú, hann hefur þá komið heim, þessi sem var á ferð þarna úti í drögunum áðan,“ sagði hann. Ásta fékk ónot fyrir hjart- að. — Hún hafði einmitt von- azt eftir manni utan úr drög- unum á hverjum degi síðan hún kom heim, sem var þó ekki nema tæp vika. Hún heyrði, að gesturinn var að tala við eitthvað af litlu syst- kinunum fram í dyrunum. — Þetta var of hávær rödd til að sá ætti hana, sem vonazt var eftir. Hún gat ekki komið því fyrir sig, hver ætti þessa háu og hljómþýðu rödd. Þá sagði faðir hennar hálfsyfju- lega: „Það er Þorgeir hrepp- stjóri. Líklega í einhverju kindastússi.“ „Heldurðu að það sé hann, pabbi?“ sagði Ásta og nú fór hjarta hennar að slá allt of hart. „Láttu mig þekkja hann,“ sagði faðirinn. Þá heyrðist framan úr dyr- unum: „Er Ásta systir þín heima núna, vinur minn? Mig langar til að sjá hana.“ Kristín lagði frá sér hálf- verptan skóinn og sagði: „Þá er bezt að ég fari fram og tali við hann.“ „Nei, mamma, ég skal fara. Það var ég, sem hann var að spyrja eftir,“ sagði Ásta, en var þó hálffegin því að mega sitja kyrr. „Láttu hana fara,“ sagði Halldór. „Hana hefur víst langað til þess lengi að tala við hann í einrúmi.“ „En það fer allt í blossa milli þeirra,“ sagði Ásta. „Hún er svo orðhvöss, en hann afar bráður.“ „Kannske er hann bara að snúast við fé eða stóð og kom- ið heim til að fá sér kaffi,“ umlaði í Halldóri. „Varla hefði hann ætlað sér að tala um það við mig,“ sagði Ásta lágt og læddist fram í göngin til þess að heyra á tal þeirra. „Sæl vertu, kona góð,“ sagði Þorgeir, þegar Kristín kom fram í dyrnar. „Sæll vertu,“ sagði hún. Þau tókust í hendur. Hann sá aldrei þessa konu svo, að hann hrifist ekki af myndar- skap hennar, en nú fannst honum svipur hennar óvana- lega stór og kaldur. Hann bætti spaugsyrði við heilsunina, ef það gæti mildað svip hennar eitthva,: „Ég sé, að ég sæki vel að. Þetta er nú meiri búsældin.“ Hann benti með svipunni á silungskipp- una. „Aflið þið svona vel dag- lega?“ „Ónei. Það var sunnangola í nótt — þá veiðist vanalega bezt.“ „Það eru óneitanlega mikil hlunnindi að hafa veiðivötn svona nálægt,“ sagði hann, en hækkaði svo róminn talsvert: „Er Ásta dóttir þín ekki hér á heimilinu?" „Jú, hún er hér,“ svaraði hún og færði sig feti nær gest- inum. „Mig langaði til að tala við hana,“ sagði hann og ræskti sig fyrirmannlega. „Ég skil ekki, hvað þú þarft að ræða við hana. Þú hefur látið hana afskiptalausa síðan þú vísaðir henni burtu af þínu heimili,“ sagði hún. „Hún hefur aldre-i orðið á vegi mínum síðan,“ sagði Þor- geir. „Ég hefði sjálfsagt heils- að henni eins og öðrum, ef við hefðum mætzt. Nú langar mig til að sjá hana. Hún getur þá gert mér sömu skil ég ég henni, ef okkur semur ekki.“ „Mér hefði nú fundizt meiri ástæða til, að það hefði verið sonur þinn, sem hefði látið sér detta í hug að tala við hana. Ég heyri sagt, að hann sé kominn heim fyrir þó nokkru.“ „Já hann er kominn heim fyrir nokkrum dögum og hefði sjálfsagt verið búinn að fara á fund hennar, ef óþægilegar heimilisástæður hefðu ekki tafíð fyrir. En hún var víst ekki til viðtals þar, sem hann bjóst við henni, þá loksins hann lagði af stað. En trúlof- unarhringurinn varð víst á vegi hans. Þar með er ekkert líklegra en að hún kæri sig ekkert um| að verða við hann kennd meira.“ Kristínu varð svarafátt um stund. Svo sagði hún: „Mér hefur nú aldrei fundizt mikið til um þann hring. Hann var víst aldrei ætlaður Ástu og hefur því alltaf verið hálf- gerður lánsgripur.“ Þorgeir hélt áfram: „Hjálm- ar þeysti vestur að Hálsi í gær með söðulhest handa henni. Hann var víst ekki alls kostar ánægður, þegar hann kom heim aftur. Það voru víst ekki gleðilegar fréttir, sem hann heyrði þar. Nú er það Ásta, sem verður að svara.“ Ásta kom fram í dyrnar kafrjóð í andliti og hálffeim- in. „Sæl vertu, Ásta mín,“ sagði Þorgeir og þrýsti könd henn- ar hlýlega. „Við þig þarf ég að tala,“ bætti hann við og virti hana fyrir sér. Þetta var nú meiri skínandi blómarósin, sem þarna stóð frammi fyrir honum. Það var ekki að undra þó að Hjálmari stæði ekki á sama um hana. „Þú gjörir svo vel að koma inn,“ sagði Ásta. „Þakka þér fyrir, Ásta mín, en ég held nú hér í beizlið á klárnum, því ekki ætlaði ég honum að naga upp túnkrag- ann meðan ég stæði við.“ „Ég skal sjá um hann,“ sagði Kristín og tók taumana úr hönd hans og teymdi hest- inn burtu. Ásta fylgdi honum til bað- stofu. Bændurnir heilsuðust vingjarnlega. Þorgeir tók sér sæti og fór strax að tala um búskap eins og vanalega. „Ég sá nú ekki betur en að ein rollan þín væri með þrem- ur krógum hérna fyrir utan túnið.“ Það er betra að gefa því barninu, sem betur tekur við.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.