Lögberg-Heimskringla - 18.01.1968, Side 1

Lögberg-Heimskringla - 18.01.1968, Side 1
Högberg -Hetmökrmgla Stoínað 14. jan. 1888 StofnaS 9. sept. 1886 82. ARGANGUR _WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 18. JANÚAR 1968 _NÚMER 3 Séra Sveinbjörn Ólafsson nýlega orðinn sjötugur Bréf frá séra Robert Jack Tjörn, Vatnsnesi, V. Hún. Iceland. 5. janúar 1968 Gleðilegt ár og þökk fyrir það gamla og öll þau liðnu. Gamla árið fór út eins og grenjandi ljón og það nýja heilsaði okkur á sama hátt. Veðrið hefur verið verulega slæmt að undanförnu með miklum kulda og hríðarveðri. Ég gat þó messað hérna á Tjörn á jólunum og var mess- an í alla staði ánægjuleg. Við urðum að fá organ leikara alla leið frá Hvammstanga og það var hlé í veðri á meðan, sem leyfði fólki að hlýða á jólaboðskapinn. Hér á slóðum er mesti vandinn á því að á öllum kirkjustöðum vantar organ leikara og þess vegna erum við neyddir til að fá slíkan mann úr öðru presta- kalli og okkur er hann alltaf til taks. Með fráfalli organ leikara í Víðidalstungu kirkju í fyrra hefur ástandið versn- að. Unga fólkið gefur sig ekki fram til slíks starfs nú til dags, því að það vill ekki yfirleitt, búa í sveit. Félags- lífið er í sveitum landsins með skornum skammti. Ekki vildi ég sem ungur p r e s t u r byrja starfið í sveitaprestakalli eins og allt er ástatt nú til dags. Mögu- leikar til starfs hafa minnkað síðustu tuttugu árin út um landsbyggðirnar. A þessum tímamótum er oft að maður rifjar upp gaml- ar endurminningar bæði sorg ar og gleði. En fyrir það hefur það glatt mig mjög að fá bréf að vestan á liðnu ári og má ég segja með sanni að engin væru skemmtilegri en þau sem ég hefi fengið frá frú Inge í Foam Lake, Sask. Frú Inge er rúmlega níræð og hef- ur hún miklar frásagnargáf- ur, og hefur hún, eðlilega, frá mörgu að segja á langri ævi sinni. Réttritun hennar á ís- lenzku er svipuð og hjá menntamanni og stíll hennar hreinn og fagur. Hafðu þökk frú Inge, og bréfin þín geymi ég með mik- illi ánægju. Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjórinn kvaddi þjóðina á gamlárs- kveld því nú er hann hættur störfum eftir langan starfs- feril. Andres Björnsson sem var við útvarpið áður, en gerðist dósent við háskólann fyrir stuttu er kominn aftur til útvarpsins og tók við af Vilhjálmi. Einnig má segja að um áramót kvaddi Forseti ís- lands okkur öll þó á annan hátt. í ræðu sinni lýsti hann því yfir að hann myndi hætta við embættið á sumri kom- anda. Hér eins og annarsstað- ar er allt breytingum undir orpið. Milli jóla og nýárs var haldin hér heima á vegum Framluild á bls. 2. Frá Long Beach, California Séra Sveinbjörn S. Ólafs- son, sem á heima að 7120 Stevens Avenue S o u t h í Minneapolis, varð sjötugur 24. nóvember, síðastl., en var frekar hljótt um það, eins og um margt annað sem kemur þeim heiðursmanni við. Hann játar þó að hafa verið fædd- ur 24. nóvember, 1897, og skeði sá atburður að Hólakoti á Akranesi. Vestur Islenzkar Æviskrár nefna prestinn Sveinbjörn Sigurð Jónsson, en faðir hans bar það hálf- strembna nafn, Jónas Ikabods son, og var hann sjómaður, fæddur 1866, og dáinn í Winni peg 1912. Móðir Sveinbjarnar var dóttir Sveinbjarnar Guð- mundssonar, ættuð af Sel- tjarnesinu, og hún dó í Winni peg, 1948. Sveinbjörn var ekki nema tíu ára þegar hann fluttist frá Akranesi með foreldrum sínum, og þá ekki meira enn 14 ára þegar hann fylgdi þeim til Vesturheims, er þau fluttu til Winnipeg, 1911. Hann stundaði nám við Jóns Bjarna sonar skóla í Winnipeg 1918- 20, og lauk B. A. prófi við Valparaiso University í Indi- ana í Bandaríkjunum, 1925. Sveinbjörn stundaði svo guð- fræðinám við Garrett Biblical Institute í Evanston, nálægt Chicago, Illinois, og lauk Bach elor of Divinity gráðu þaðan 1931. Hann tók prestsvígslu í Methodistakirkjunni í U.S.A. 1931, og þjónaði fyrst söfnuði í Princeton, Minnesota, 1931- 36, annarsstaðar í Minnesota: I Duluth, 1944-49; Thief River Falls, 1936-44; Minneapolis, 1949-53; First Methodist Church, South St. Paul, 1953, þangað til hann þóttist hætta störfum fyrir fáeinum árum. En séra Sveinbjörn hættir bara aldrei að starfa. Þegar hann er orðinn fyrir smávegis sjóndepru og þykist vera kom inn í helgan stein í Minnéa- polis, einmitt þá verður hann aðstoðarprestur í stærstu Methodista—kirkju Minnea- polis-borgar, og hefur vitjað sjúklinga og einmanna fólks á vegum þess safnaðar síðan. Þar að auki er séra Svein- björn nokkurskonar „kappe- lán“ allra íslendinga sem hafa komið að heiman til Minnea- polis og St. Paul. Methodista- prestur sjálfur, hefur hann tekið upp Lúthersku sálma- bókina, og gefið saman fleiri hjón sem búa, eins og margir, við þá einföldu trú að Guð skilji bezt íslenzku: Hann hefur skírt börn landa að heiman og framkvæmt hjóna- vígslur á íslenzku, beggja megin hafsins, eins og varð tilfellið hér á árunum þegar sonur Einars heitins bróður hans „pantaði“ hann heim til Islands til þess að koma sér í hjónaband á Akranesi. Nú segir Sveinbjörn að það hafi álpast úr sér í símtali við frænda sinn á Akranesi, að hann kæmi enn einu sinni heim, núna að sumri — og óska vinir hans honum farar- heilla. Séra Sveinbjörn sver sig í ættir fornmanna með kvon- fang sitt — giftist Maurine Elizabeth Finnegan, greini- lega af írskum ættum, 4. september, 1926. Hún hefur líka heimsótt ísland oftar enn einu sinni. Eiga þau hjónin tvö mannvænleg börn, Nancy Lou, hjúkrunarkona, fædd 1934, og gift manni sem heitir Jap U. Ipsen, og einn son, Paul James, fæddur 1943. Þessi sérstæði prestur er lesendum Lögbergs-Heims- kringlu að góðu kunnur, af greinum hans í blaðinu, og þótt seint sé, þá eru þeir margir víða, í Islendinga- byggðum hér vestra og á ætt- landinu, sem munu árna hon- um góðs gengis er hann kemst nú á áttunda túginn. — V. B. * MÁLSHÆTTIR Hefur hver til síns ágætis nokkuð. * * * Ágirnd vex með eyri hverj- um. ♦ * * Maðurinn ákvarðar en guð ræður. * * * Öllu gamni fylgir n o k k u r alvara. * * * Andremmu sína enginn kenn- ir sjálfur. 12. janúar 1968 Árið 1967 er liðið „í ald- anna skaut“, en eins og öll önnur ár skilur eftir margar minningar — sumar hugljúf- ar, aðrar með sorg og sökn- uði. 1967 var á mörgum svið- um sérstakt í sinni röð, þegar litið er til baka. Á örfá atriði verður minnzt á, í þessari stuttu grein. Síðastliðið sumar var hveiti uppskeran í Bandaríkjunum og Canada svo stórlega mikil, framyfir vanalega framleiðslu að fagmenn sögðu að hveiti væri nóg í brauð handa öllu fólki í heiminum. Þar með er ekki sagt, að hveitið hafi ver- ið sent, út um alla heimsálf- una. India til dæmis, sem um mörg ár hefur fengið þessa blessuðu brauðvöru flutta inn frá Canada og U. S. — er nú sjálfu sér nóg, með öðrum orðum, framleiðir nú hveiti, sem þjóðinni nægir. Árið 1967 verður í a n n - á 1 u m mannkynssögunnar minnst, þegar læknir í Suður- Afríku, tekur hjarta úr dán- um líkama og setur í einn sjúkling sinn, sem er þó nær dauða en lífi, og undraverkið er, að þessi maður lifir — í 18 daga. Svo að segja á, sama klukkutíma sem þessi undra- verða og áður óþekkta læknis aðgerð fór fram, vissi öll ver- öldin um það, og hefur síðan fylgst með öllu í sambandi við þessa lækna kunnáttu, og áræði þeirra, en sem er þó á byrjunarstigi. Þá eru aðrir, sem eru van- trúaðir á, að svona hjarta- plöntun geti unnið verk sitt í mannlegum líkama, enda á sinn hátt ekki ósvipað, þegar verið er að setja varahluti í allskonar vinnuvélar, að því undanteknu, að þau vara- stykki eru spáný — nokkuð, sem ekki er til að dreifa í þessu læknamáli, hvað sem öðru líður, þá verða vísindin, mannshöndin, meiri reynsla og tíminn bezti dómarinn, hvort heldur, sem úrslitin verða sigur eða ósigur. — Framhald á bls. 2 Ríkisútvarp fslands 7. janúar 1968 Dr. Bjarni Benediktsson for- sæiisráðherra flutti áramóta- ræðu í Ríkisútvarpið á gaml- árskvöld. Hann sagði meðal annars: „Flestir erum við ís- lendingar sannfærðir um að lýðræði og frelsi sé bezta stjórnarfyrirkomulagið. Það fyrirkomulag hefur þó ekki náð að festa rætur nema hjá örfáum þjóðum. Hinar eru miklu fleiri, þar sem fólkið sjálft fær litlu sem engu ráð- ig um stjórn málefna sinna. „Þá sagði ráðherrann með- al annars: „Um þessar mund- ir þurfum við að ráða fram úr miklum efnahagsvanda og una fáir vel sínum hlut. Sem og ekki er við að búast þegar öllum þarf af illri nauðsyn að skammta minna en um skeið voru efni til. Nú er um að gera að halda svo á að ekki leiði til verulegra og varnalegra þrenginga, sem hægt er að forðast, ef gagn- kvæmur skilningur og sátt- fýsi fá að ráða. En jafnvel þótt harðar vinnudeilur hefj- ist og í lýðfrjálsu þjóðfélagi hafa menn rétt til að velja hinn verri kost, ef þeir sjálfir vilja, þá er þar við ærinn vanda að eiga, þó að hann verði ekki aukinn með því að gera þær að átökum um hverj ir eigi að fara með stjórn í landinu eins og hvatt hefur verið til, jafnvel á sjálfu Al- þingi.“ í lok ræðu sinnar sagði forsætisráðherra: „Hitt mun leiða til allsherjar ófarnaðar ef nú yrði reynt áð nota vinnudeilu í því skyni að knýja morgundaginn til þess að koma á undan deginum í dag í valdabaráttu þeirra sem hafa orðið undir í viður- eigninni um traust kjósenda." * * * Nú um áramótin urðu út- varpsstjóraskipti. Vilhjálmur Þ. Gíslason lét af störfum fyrir aldurssakir en Andres Björnsson lektor tók við. Starfsfólk Ríkisútvarpsins kvaddi Vilhjálm Þ. Gíslason 30. desember, eða síðasta virka daginn s e m h a n n gengdi e m b æ 11 i útvarps- stjóra. Guðmundur Jónsson framkvæmdastjóri þakkaði honum fyrir hönd starfs- manna farsæla stjórn og gott samstarf á liðnum árum, og starfsfólkið færði honum blómakörfu. Vilhjálmur Þ. Gíslason þakkaði síðan starfs fólki sínu. Framhald á bla. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.