Lögberg-Heimskringla - 07.03.1968, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. MARZ 1968
Fréttir af þjóðræknisþinginu
Framhald frá bls. 1.
Icolandic Canadian C 1 u b
hélt samkomu sína í Parish
Hall um kveldið og forseti
félagsins, Leifur Hallgrímson
LL. B stýrði henni af mynd-
arskap. Ánægjulegt var að
hlýða á ungu stúlkurnar sem
sungu og léku á hljóðfæri en
sérstaklega var gerður góður
rómur að | píanóleik Mrs.
Kerrine (Wilson) Stewart-
Hay. Ræðumaður kveldsins
var Norman S. Bergman, for-
maður Manitoba Chamber of
Commerce, W.J. Lindal dóm-
ari kynnti hann fyrir gestun-
um. Mr. Bergman er einn
þeirra Islendinga, sem nú er
að ryðja sér rúms á opinber-
um vettvangi (sjá L.-H. 11.
jan). Aðal tilgangur ræðu
hans var að vekja áhuga gesta
fyrir hundrað ára afmæli
Manitoba fylkis, sem haldið
verður upp á, árið 1970 og var
það sennilega þörf hug-
vekja, því enn er fólk eitt-
hvað dasað eftir öll hátíða-
höldin 1967.
Þessi samkoma var fjöl-
menn. Námsstyrkir voru gefn-
ir 12 stúdentum, sem stundað
hafa nám sitt vel. Stúdent-
arnir, fjölskyldur þeirra og
vinir settu skemmtilegan svip
á samkvæmið, en skemmti-
skráin varð svo löng að ekki
þótt viðlit að sýna myndirnar
af Vilhjálmi Stefánssyni á
Norðurslóðum. Væntanlega
verða þær sýndar seinna. —
Og nú rann upp síðasti
dagur þingsins. Þegar ég kom
á þingstað nokkru eftir há-
degi var verið að kjósa í
stjórnarnefnd félagsins og er
hún nú þannig skipuð:
Séra Philip M. Pétursson,
forseti.
S. Aleck Thorarinson
LL. B., varaforseti.
Hólmfríður Danielson,
ritari.
Páll Hallson, vara-ritari.
G. L. Johannson aðalræðis-
maður, féhirðir.
Jóhann T. Beck, vara-fé-
hirðir.
Kristín R. Johnson, fjár-
málaritari.
Baldur H. Sigurdson, vara-
fjármálaritari.
Jakob F. Kristjánsson,
skjalavörður.
Snorri R. Gunnarsson,
Vancouver, B.C. —
Mörgum þótti fyrir, að
Guðmann Levy baðst undan
að vera í kjöri. Hann hefir
starfað sem fjármálaritari í
stjórnarnefndinni samfleytt í
34 ár; hefir verið í nánu sam-
bandi við deildir félagsins öll
árin og starfað dyggilega að
öllum málum þess og er
heiðursfélagi þjóðræknisfé-
lagsins.
Á þessu þingi voru lög fé-
lagsins yfirveguð og breyting-
ar á þeim gerðar og var
stjórnamefndinni falið að
ganga frá þeim.
Þá var rætt um hvemig
mætti minnast fimmtíu ára
afmælis félagsins á sem virðu-
legastan hátt árið 1969, og
var, meðal annars, ákveðið
saga þess skyldi rituð, en hún
hefur að nokkru birzt í Tíma-
ritinu á merkisafmælum þess,
en ekki saga síðustu ára. Auk
þess þótti fara vel á því, að
öll saga félagsins skyldi gefin
út í aukariti á ensku. Til
styrktar þessarar útgáfu söfn-
uðust saman á stuttri stund
um $400.00 frá félagsmönnum.
Lokasamkoma þjóðræknisfé-
lagsins
Menn myndi nú ætla að síð-
asta samkoman myndi verða
illa sótt eftir öll samkomu-
höldin, sem á undan voru
gengin, en það var síður en
svo, og það sem mest var um-
vert var það, að allir voru í
sólskinsskapi. Forseti Philip
M. Pétursson lýsti því yfir 1
byrjun samkomunnar, að hinn
nýi landsstjóri Canada, The
Right Honorable R o 1 a n d
Michener C.C., hefði gerst
heiðursverndari (Patron) Þjóð
ræknisfélagsins og var því
fagnað með að þingheimur
stóð upp og klappaði. — Eins
og að venju tók nú varaforseti
við samkomu stjórn — Aleck
Thorarinson. Ég held að hann
hafi verið eitthvað smeykur
við íslenzkuna, e n h a n n
gleymdi því brátt og lét hana
fjúka og stjórnaði með mynd-
ugleik.
Kvæðalestur Magnúsar
Eliassonar var með afbrigðum
góður. Hann las þrjú kvæði
utanað eftir K. N., Guttorm,
og Jóhann Magnús Bjarnason
og fór meistaralega með þau.
Píanóleikur Snjólaugar Sig-
urdson og söngur Mrs. Evelyn
Allen hreyf áheyrendur svo
sem vænta mátti; þær eru
löngu viðurkenndar hver á
sínu sviði.
Hápúnktur kveldsins og há-
púnktur þingsins í heild var
ræða Hermanns Pálssonar
prófessors. Hann hafði flutt
fyrirlestra við Manitoba há-
skólann í þrjá daga í röð og
stúdentar og háskólamenn
hrifust af honum og þyrptust
um hann. Og þetta miðviku-
dagskveld talaði hann um
Landnámu. Maður myndi ætla
að það ræðuefni væri nokkuð
þungt og torskilið, en svo varð
ekki í meðferð hans; það var
frábærilega skemmtilegt, og
svo framburðurinn, málið. Ég
hef heyrt skáldin tala um
okkar lignu tungu — íslenzk-
una. Þetta kveld varð hún
konungleg. — Hermann pró-
fessor ætlar að sýna Lögbergi-
Heimskringlu þá góðvild, að
leyfa að birta þessa ræðu inn-
an skamms í blaðinu.
Við þökkum Hermanni pró-
fessor, frú Guðrúnu og Stein-
vöru littlu dóttur þeirra hjart-
anlega fyrir komuna og fyrir
þá gleði sem þau veittu okk-
ur.
Address of
Framhald frá bls. 1.
Passage to the Orient through
either the Arctic or the Sub-
Arctic were men of valour.
But some made unfortunate
mistakes. Many tragedies oc-
curred when brave but mis-
guided men who insisted on
living and travelling in the
Arctic as they would in the
northern temperate zone at-
tempted the impossible.
There were, however, a few
glorious triumphs. A few
sober scientists, men like
Back, Dease, Rae, Richardson,
and Simpson, had the Stefáns-
son touch. They travelled and
lived in the Arctic after the
fashion of its natives, noting
their way of life and emulat-
ing their techniques of sur-
vival. ■
These men sought know-
ledge, not fame and fortune,
and hence were able to make
their own distinctive con-
tributions to our knowledge
of the far north. Among the
achievements of men like
these, none shines with more
lustre than the saga of ex-
Að ræðunni lokinni voru
þessir kosnir heiðursfélagar í
þ j óðræknisf élaginu:
Hermann Pálsson prófessor.
Emil Jónsson, utanríkisráð-
herra Islands.
Dr. George Johnson, mennta
málaráðherra Manitoba.
Philip M. Pétursson, forseti
þj óðræknisf élagsins.
Og svo var fertugasta og
níunda ársþingi Þjóðræknis-
félags íslendinga í Vestur-
heimi slitið.
Acceptance
ploration and research which
Vilhjálmur Stefánsson
wrought during ten Iwinters
and thirteen summers in what
he called: „The Friendly
Arctic“.
And so it is our privilege
today to honour Vilhjálmur
Stefánsson, native son of
Manitoba, who left to the
world its richest legacy of
Arctic lore.
As Manitobans we all note
with pride that Vilhjálmur
Stefánsson was born in Arnes
on November 3, 1879, within
the boundaries of New Ice-
land but beyond the then
existing boundaries of Mani-
toba. When his parents went
there in 1876 they went as
pioneers. Today just north of
Arnes, toward the lake, one
can recognize a slight rise in
the ground where the log
cabin once stood.
Stefánsson knew little
about this area as a lad and
nothing about it at all by
first-hand acquaintanceship
because he was not yet three
years old when his parents
turned southward and went
into the Dakota territory.
Here once again they were
pioneers, this time of a tiny
settlement near the present
village of Mountain in
Cavalier Country, North Da-
kota.
Stefánsson took all his
schooling south of the 49th
parallel. There he lived for
25 years. But the blood which
pulsed in his veins was north-
ern blood, and the pull of
the north which drew him
again and again to the Arctic
w a s the homing instinct
which had been passed on to
him through generations of
northmen who centuries be-
fore had overcome the chal-
lenge of the north and won a
competence there.
Stefánsson responded to this
impulse with greater zeal and
vigor than any other explorer
of the 20th century. He
brought to his northern
crusade a scholarly dedica-
tion and a scientific method.
Some men received more
publicity than Stefánsson, but
none produced a more endur-
ing epilogue than did the man
we honour today — the man
from Arnes — Vilhjálmur
Stefánsson.
And so today, as together
we take pleasure and satisfac-
tion in the presentation of the
Stefánsson effigy to the Prov-
ince of Manitoba, we can as
well take pride in the know-
ledge that the Government of
Manitoba and the Govern-
ment of Canada are jointly
contributing to the develop-
ment at Arnes of a Pioneer
and Stefánsson Park with a
suitable memorial to the great
explorer to be enshrined
therein — another project,
Mr. Chairman, which has had
the support of the Icelandic
National League and one
which was instigated by the
local people.
In taking formal acceptance
of the Vilhjálmur Stefánsson
bronze sculpture in the name
of the Province of Manitoba,
I do so with a deep apprecia-
tion for the historical sensi-
tivity and financial generosi-
ty or the Icelandic National
League. Therefore I thank
you for it.
VERTU VISS UM RÉTTINDIÞÍN
The Canada Fair Employment
Practices löggjöfin (1953) bannar
hlutdrægni í atvinnuveitingum og
verkalýðsfélögum vegna kynflokka,
hörundslitar, trúar eða þjóðernisupp-
runa.
Samskonar löggjöf er í gildi í eftir-
fylgjandi fylkjum: Ontario, Quebec,
New Brunswick, Nova Scotia, Mani-
toba, Saskatchewan, Alberta og
British Columbia.
Bæklingur sem útskýrir þessa hlið
löggjafarinnar, og hefir að geyma
addressur á skrifstofum, sem vísa
má kærum til, fæst hjá:
Fair Employment Practices Branch,
Canada Department of Labour,
Ottawa, Oniario.
CANADA DEPARTMENT OF LABOIIR
Hon. John R. Nicholson,
Minister
George V. Haythorne,
Deputy Minister